Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 Staoa fræðslustjóra í Reykjavík: Þrír um- sækjendur um starfið I'KÍK sóttii um stöðu fræðslustjóra í Reykjavík, en umsóknarfrestur rann út i fyrradag. Samkvæmt upplýsing- um Birgis Thorlacius, ráðuneytis- stjóra í menntamálaráðuneytinu, eru umsa-kjendur þessir: Áslaug Brynjólfsdóttir, yfir- kennari, Bessí Jóhannsdóttir, kennari, og Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri. Starfið er veitt frá og meö 1. september næstkomandi, en þá hefur Kristján J. Gunnars- son, núverandi fræðslustjóri, sagt starfi sínu lausu. Fengu 6 guölaxa í einu hali RÍJNAR Ársælsson, 2. stýri- maður á Aðalvík, hafði í gær samband við Morgunblaðið, vcgna fréttar um guðlax í Morgunblaðinu í gær, þar sem sagt var, að þrír slíkir hafi veiðst við ísland og að ekki væri vitað um fleiri. Rúnar sagði, að um mánaðamótin júní-júlí hafí þeir skipverjar á Aðalvik fengið 6 guðlaxa í einu hali út af Vestfjörðum. Svo sjaldgæfa kvað Rúnar þessa fiska, að á 26 ára starfsferli sínum á sjó, hafi hann aldrei fyrr séð guðlax. Um þetta leyti, sem Aðal- víkin fékk þessa sex guðlaxa, kvað Rúnar Akureyrartog- ara hafa fengið tvo. Þá gat Rúnar þess, að hann hafi et- ið einn guðlaxanna, sem veiddust í sumar, og hafi hann verið herramannsmat- í gærdag bárust svo frétt- ir af því frá Þórshöfn, að togari þeirra, Stakfell, hefði í gærdag landað 5 guðlöxum, sem hefðu verið á bilinu 40-70 kíló hver. Byrjað að kvikmynda ferðir Daniels Bruun ÁKLA siðasia sunnudag hófust í Austurdal í Skagafirði tökur á heimild- arkvikmynd um Daniel Bruun, sem ísfílm vinnur að. Leikstjóri er Ágúst Guðmundsson. Bruun var danskur hermaður, fornleifafræðingur og rithöf- undur, sem kom alls 13 sinnum til íslands um og eftir aldamótin siðustu og vann að rannsóknum á byggingarlagi torfkofa og leifum þeirra allt frá 10. «1(1. auk þess sem hann samdi lciðarlýsingar á íslandi. Tvisvar fór hann yfír Kjöl með fylgdarliði og er það scinni ferð hans þar yfir, sem heimildar- kvikmyndin á að fjalla um. Á myndinni má sjá leikstjórann, Ágúst Guð- mundsson, beygja sig yfír kvikmyndatókuvélina og taka upp eitt af fyrstu atriðum myndarinnar, þar sem ferðalangarnir fara yfír Svartá. Meðal leikara í myndinni er Jóhannes Geir, listmálari, en hann leikur Klein nokkurn, danskan teiknara, sem fór í margar af ferðum Bruuns um ísland og teiknaði það, sem fyrir augu bar, ef honum þótti það merkilegt. Erlend langtímalán: Afborganir og vextir þriðj- ungur útflutningstekna 1986? AFBORGANIR og vextir af löngum erlendum lánum, sem hlutfall af út- flutningstekjum landsmanna, verða orðin liðlega 33% á árinu 1986, sam- kvæmt athugun, sem gerð hefur ver- ið á stöðu og grciðslubyrði langra erlendra lána, næstu fímm árin. í þessu tilfelli er gert ráð fyrir, að vaxtagreiðslur á árinu 1982 séu mio- aðar við, að breytilegir vextir séu 16%, sem er einfalt meðaltal siðustu 12 mánaða. Síðan er gert ráð fyrir 13% ársvöxtum. Dæmið hefur ennfremur verið sett upp miðað við, að ársvextir verði 10% í stað 13%. Þá eru af- borganir og vextir af löngum er- lendum lánum, sem hlutfall af út- flutningstekjum landsmanna, lið- lega 30%. í háðum þessum dæmum er gert ráð fyrir því, að viðskipta- jöfnuður verði óhagstæður um 780 milijónir króna og aðstæður frem- ur óhagstæðar. Hins vegar ef dæmið er tekið við hagstæðari skilyrði og þá gert ráð Mótmæla byggingu Seðlabankahússins fyrir, að viðskiptajöfnuður verði óhagstæður um 430 milljónir króna, verða afborganir og vextir, sem hlutfall af útflutningstekjum landsmanna, í fyrra tilfellinu iið- lega 26%, en um 24% í því síðara. Athugunin gerir við óhagstæð- ari skilyrðin ráð fyrir, að við- skiptajöfnuður verði óhagstæður um 2.620 milljónir króna í ár og hlutfall afborgana og vaxta liðlega 22%. Miðað við hagstæðari skilyrði gerir athugunin ráð fyrir, að við- skiptajöfnuður verði óhagstæður um 2.420 milljónir króna og að hlutfall afborgana og vaxta verði Iiðlega21%. Allar tölur í athuguninni á er- lendri lánastöðu eru á áætluðu meðalgengi ársins 1982, sem talið er vera 32% hærra en árslokagengi 1981. Þess má og geta, að hagfræð- ingar eru yfirleitt sammála um, að hættumörk afborgana og vaxta af erlendum löngum lánum þjóða séu í námunda við 20%. KOKGAKSTJÓRA hefur borizt bréf undirritað af 29 einstaklingum, þar scm því er harðlega mótmælt, að hald- ið verði áfram byggingu hins nýja húss Seðlabanka fslands við Arnar- hól. I»css cr krafízt, að borgarstjórn taki þcgar upp samninga við stjórn Scðlabankans um að hætt verði við "J'ggingu hússins á þcssum stað. Meðal þeirra, sem rita nafn sitt undir umrætt mótmælaskjal, eru Þorsteinn Ö. Stephensen, Halldór Laxness, Tómas Guðmundsson, Jón Þórarinsson, Jón Baldvin Hanni- balsson og Sigurjón Ólafsson, svo einhverjir séu nefndir. í bréfinu segir ennfremur: „Árið 1973 efndi samstarfsnefnd nokk- urra menningar- og starfsmanna- félaga í Reykjavík til mótmæla- fundar á Arnarhóli gegn ótrúlegum spjöllum bankastjórnar og banka- ráðs Seðlabankans á Arnarhóli. Á fundinum, sem var fjölmennur og Rafiðnaðarmenn sömdu í gærkvöldi SAMNINGAR tókust í deilu Rafíðn- aðarsambands íslands og viðsemj- enda þeirra á fundi hjá sáttasemjara seint i gærkvöldi, en samningar þeirra hafa verið lausir frá þvi 15. maí sl. Samkvæmt upplýsingum Mbl. er samningurinn á sömu nótum og heildarsamningur ASÍ og VSI, sem gerður var á dögunum, en samkvæmt honum er heildar- launahækkunin á samningstíman- um 9—10%. Samningurinn gildir til 31. ágúst 1983. Seint í gærkvöldi höfðu ekki náðst samningar í deilu húsgagna- smiða og viðsemjenda þeirra og skall því verkfall þeirra á. einhuga, var samþykkt að stofna til almennra mótmælaundirskrifta meðal borgara Reykjavíkur gegn spjöllum á Arnarhóli og byggingu stórhýsis þar, eða í grennd við hól- inn, sem myndi byrgja útsýn yfir sund og eyjar og til fjallahringsins í fjarska." Þá segir í bréfinu: „Nú er alveg Ijóst orðið að borgarstjórn Reykja- víkur hefur ekki tekið til greina mótmæli borgaranna, nema að litlu leyti. Ný teikning hefur verið gerð af bankabyggingunni og hún flutt á lóð nokkru neðar en í fyrstu var ætlað. Vissulega höfðu þau ljótu skemmdarverk, sem unnin höfðu verið á sjálfum Arnarhóli, valdið miklu um hve Reykvíkingar brugðu skjótt við til að mótmæla, en hinu aðalatriði mótmælanna, eyðilegg- ingu útsýnis af Hólnum úr miðborg Reykjavíkur, fylgdi einnig alvara." Þá segir að ef rísa eigi byggingar á þessum stað, væri tilvalið að byggja í framtíðinni lágreist menn- ingarhús, t.d. tónlistarhús, sem yrði almenningseign og menn gætu not- ið þar fagurra lista og hins ein- stæða útsýnis yfir sundin. í Dimimiborgum. Ljósm. Mbl.: ÓI.K.M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.