Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 3 n /I v Ljosmynd Mbl.: Gubjón. Prufuferð í gær var unnið ad uppsetningu tívolísins, sem komið er til landsins vegna sýningarinnar Heimilið og fjölskyldan, sem verður opnuð í Laugardaishöll 20. ágúst. Á myndinni má sjá hvar starfsmenn og nokkrir krakkar fara prufuferð í hringekjunni. Húsavík: Merkt frímerkja- safn boðið upp llúsavik, 17. ágúst. JL JL FRÍMERKJAUPPBOÐ verður hald ið í Félagsheimilinu á Húsavík laug- ardaginn 28. ágúst og verður þar selt mikið og merkt frímerkjasafn, dán- arbús Wiliams Fr. Pálssonar frá Halldórsstöðum í Laxárdal, en hann arfleiddi Minjasafn hingeyinga að þessu safni og fleiri eignum. William fékkst við frímerkja- söfnun alla sína ævi og lét eftir sig mikið og merkilegt safn að dómi þeirra, sem vit hafa á, og verður þetta safn, eins og áður sagði, selt á uppboði. Sigurður H. Þorsteinsson hefur flokkað og undirbúið safnið til uppboðs og eru þar m.a. í einu númeri ónotaðar fjórblaða arkir, „Lýðveldið" (IF 35,595), sem í ís- lenzkum frímerkjalista er metið á 35.000 krónur. Hér er um óvana- legt uppboð að ræða, sem vekja mun almenna eftirtekt og gera má ráð fyrir háum boðum og að ýmsir eignist þarna hluti, sem þeir hafa lengi sózt eftir. — Fréttaritari. Metsala — Vöttur SU fékk 16,52 fyrir kílóið VOTTllR Sl! frá Eskifirði seldi í gær 37,1 lest, mest þorsk, í Grimsby. Fékk báturinn hæsta meðalverð fyrir ferskfisk erlendis það sem af er þessu ári, eða 16,52 krónur. Heildar- verð var 612.900 krónur. I'ess ber að geta að við verðútreikning er miðað við síðasta skráða gengi. Erlingur GK seldi einnig afla sinn í Grimsby í gær og fékk gott verð fyrir hann. Alls seldi skipið 112,1 lest, mest þorsk, fyrir 1.744.400 krónur eða 15,56 króna meðalverð. í dag selja svo tvö skip afla sinn í Grimsby og Hull. Austurlandskjördæmi: Fundir og við- töl þingmanna HINN 19. þ.m. hefja þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Austur- landskjördæmi, Egill Jónsson og Sverrir Hermannsson, árleg funda- höld og viðtöl. Fyrstu fundirnir verða haldnir á Bakkafirði 19. ágúst og í Vopna- firði 20. ágúst. Síðan verða eftir- taldir staðir heimsóttir og fundir haldnir og viðtöl veitt: Jökuldalur og Hlíð, Hjaltalundur, Borgar- fjörður, Iðavellir, Breiðdalsvík, Berufjarðarströnd, Djúpivogur, Geithellnahreppur, Hrollaugsborg og Hof í Öræfum. Fundirnir verða öllum opnir. Seiðarannsókn- ir standa nú yfir NÚ STENDUR yfir seiðarannsókna- leiðangur á vegum Hafrannsókna- stofnunar. Bæði Bjarni Sæmundsson og Hafþór taka þátt í leiðangrinum, sem hófst í upphafi ágústmánaðar og lýkur ekki fyrr en um næstu mánaða- mót. Morgunblaðið hafði vegna þessa samband við Jakob Jakobsson, fiskifræðing. Sagði hann, að ekkert væri hægt að tjá sig um gang rann- sóknanna fyrr en þeim væri lokið, og sagði ennfremur, að Hafrann- sóknastofnunin vildi ekkert tjá sig um niðurstöður klakrannsókna fyrr en seiðarannsóknunum væri lokið. MICHELLE PFEIFFER er eitt efnilegasta og áhugaverðasta nýstimið í Hollywood nú til dags og hefur nýlokiö við kvik- myndina Falling in Love Again (Ástfangin áný);semSteven ' leikstýrði. 3 sækja um embætti yfir- sakadómara l>RÍR sóttu um embætti yfirsaka dómara i Reykjavík, sem losnaði, er Halldór l»orhjörnsson var skipaður hæstaréttardómari. Umsækjendur eru: Gunnlaugur Briem, sakadómari, Hrafn Braga- son, borgardómari, og Sverrir Einarsson, sakadómari. Nýstirni hefur fegrunarferil sinn með Lux. Nærmyndir reyna mjög á útlit leikara og stjama A. * * f á framabraut eins og Michelle Pfeif fer fer eftir frægustu fyrirmyndum heims og velur Lux til að vernda húðina. Það er vegna þess að Lux freyðir svo vel, hreinsar með mýkt og gerir húðina slétta og mildilega. Mjög mun sjást til Michelle Pfeiffer og með henni birtist enn eitt fagurt andlit leikkonu, sem byrjar og endar daginn með Lux. LUX ER FEGRUNARSÁPA KVIKMYNDASTJARNA HEIMSINS. einstakt aðgæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.