Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 Mörg verkefhi og stór þarf að leysa — á næstu árum, segir Gísli Kjartansson oddviti í Borgarnesi „Atvinnuástandið er gott, við er- um alveg lausir viö atvinnuleysi hér. Atvinnuleysi var nokkuö hjá konum i vetur en það hefur lagast aftur," sagði Gísli Kjartansson oddviti Borgarneshrepps í samtali við Morgunblaðið. Gísli var spurð- ur um helstu framkvœmdir i Borg- arnesi i sumar. „Gatnagerðarframkvæmdir eru nú á fullu. Lokið er við að malbika Þórðargötu og Garðavík og næstu daga verður lagt slitlag á götur í nýju hverfunum, svo- kölluðu Bjargslandi, og á plön við leikskólann og Vírnet hf. Við leggjum olíumöl á göturnar og er henni ekið hingað frá Stóru- Fellsöxl úr olíumalarhaug sem hreppurinn keypti þar í vetur. Kostnaður við þessar gatnagerð- arframkvæmdir er um 4,5 millj- ónir króna. Haldið er áfram gerð gangstétta og kantsteina og haldið verður áfram nýbyggingu gatna í nýjum hverfum. Lóðir við Brúartorg og í Bjargslandi verða gerðar byggingarhæfar í sumar. Nú er verið að byggja við grunnskólann, búið er að steypa upp 2 hæðir og verður byggingin gerð fokheld í haust. Borgarnes- hreppur leggur 1,1 milljón króna í bygginguna og ríkissjóður legg- ur annað eins fram á móti. Hafnarframkvæmdir voru tals- verðar í sumar, gerð var þó Gísli Kjartansson nokkur uppfylling sem lokið var við í júní. Rafveitan er að byggja hús yf- ir starfsemi sína sem áætlað er að ljúka á þessu ári. Dvalar- heimili aldraðra er að stækka við sig og Sparisjóður Mýrasýslu hefur nýlega lokið við viðbygg- ingu sína. Borgarneshreppur hefur í ár lagt fram um 1 milljón í viðbyggingu Hótel Borgarness sem tekin var í notkun í vor. Búið er að samþykkja í bygg- ingarnefnd nýja mjög myndar- lega olíustöð við brúarsporðinn sem Skeljungur ætlar að byrja að byggja á næstu dogum. Þar verður alhliða þjónusta við bif- reiðir. Við brúarsporðinn verður einnig byggt myndarlegt hús sem í verður ferðamannaverslun á vegum Kaupfélags Borgfirð- inga og kaffitería fyrir 60—70 manns sem Hótel Borgarnes kemur til með að reka. Eg geri mér vonir um að byrjað verði á þessu húsi ekki seinna en næsta vor." — Hver verða helstu verkefni Borgarneshrepps á næstu árum? „Við stefnum að því að ljúka algerlega lagningu slitlags á göt- ur bæjarins á þessu kjörtímabili. Það er mikill vilji fyrir því hjá fólki að halda áfram með fegrun bæjarins, þar þykir hafa tekist vel til. Við erum reiðubúnir að leggja mikið af mörkum til að það haldi áfram. Við ætlum að hefja byggingu nýs grasknatt- spyrnuvallar, og í gangi er at- hugun á vetraríþróttasvæði hér í nágrenninu, helst í samvinnu við Akranes og næstu nágranna- byggðir okkar. Eitt af stóru málunum hér eins og víða annarsstaðar eru holræsamálin. Við ætlum að leysa þau eins fljótt og hægt er. I gangi er athugun á þessum mál- um. Gerð hefur verið bráða- birgðakostnaðaráætlun og kem- ur fram í henni að þetta er gíf- urlega fjárfrek framkvæmd, Þó að Borgarnes sé ekki i hópi stærri verstöðva landsins veiða Borgnes- ingar suma daga vel í soðið handa sjálfum sér, því nokkrir smábátar eru drjúgir i sókninni. Borgarneshöfn er aftur á móti stór vöruhöfn og er nú unnið að því að betrumbæta hana. (Lj6sm Mb) HBj, kostar 17 til 27 milljónir eftir því hvaða leið verður valin. Til sam- anburðar má geta þess að hrepp- urinn getur varið um 5 milljón- um til framkvæmda árlega. Á næsta ári er ætlunin að ljúka þeim framkvæmdum sem verið hafa í gangi við höfnina og við- byggingu grunnskólans. Teikn- ing nýs safnahúss er á lokastigi og er það eitt af þeim málum sem vafalaust verða í brenni- deplinum hjá okkur á næstu ár- um." — Hvaða breytingar hefur tenging Borgarfjarðarbrúarinh- ar haft í för með sér fyrir þorp- ið? „Óhætt er að fullyrða að brúin hefur breytt bæjarbragnum mikið yfir sumartímann, um- ferðin hér í gegn og inní bæinn hefur stóraukist og viðskipti hafa einnig aukist." íbúar við Tunguveg mótmæla byggingu Stjórnunarskólans ÍBÍIAR við Tunguveg í Reykjavík hafa sent borgarráði bréf, þar sem mótmælt er byggingu við Skógar- gerði I —2, en þar er Stjórnunarskóli Islands að reisa hús. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru gerðar athugasemdir við byggingarmagn á lóðinni, en byggingarnefnd samþykkti um- rædda byggingu á síðasta kjör- tímabili. I samtali við Morgunblaðið sagði Davíð Oddsson borgarstjóri að bréfið hefði borist fyrir helgi og yrði það væntanlega lagt fram í borgarráði í dag, þriðjudag. Þar yrði fjallað um erindi íbúanna. Maður dagsins u Ný skáldsaga ef tir Andrés Indriðason væntanleg frá AB „Maður dagsins" nefnist ný skáldsaga eftir Andrés Indriðason, sem Almenna bókafélagið mun gefa út í haust. Eiríkur Hreinn Finnbog- ason hjá Ab. sagði í samtali við Morgunblaðið, sagan væri nútímas- aga og sögusviðið væri Reykjavík. Sagði Eiríkur söguna segja frá íþróttamanni, sem slær öll met í langstökki. Hann væri „maður dagsins", vinsæll af fólki, slegið upp í fjölmiðlum og umsetinn af kvenfólki. Þá sæktust að honum alls konar menn er vildu nota sér hann í auglýsingaskyni á marg- víslegan máta. Sagan segði frá því hve erfitt væri að standast hið mikla álag og freistingar sem skyndilegri frægð fylgja, en af- leiðingar frægðarinnar gætu oft verið óþægilegar, ekki síst ef við- komandi er ekki allt of veraldarv- anur, eins og aðalsöguhetjan. Þá er einnig um það fjallað hve skammt er í gleymsku og hve „vin- átta" sumra er hverful, þegar ha- lla tekur undan fæti. Andrés Indriðason, sem kunnur er fyrir störf sín hjá Sjónvarpinu, hefur áður sent frá sér tvær barn- abækur, og gert eina kvikmynd. Hin nýja skáldsaga er hins vegar ætluð fullorðnu fólki fyrst og fremst. Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum: Ný sókn til frelsis og framfara í anda sjálfstæðisstefnunnar ítrekuð andstaða við ríkisstjórnina AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða- kjórdæmi var haldinn sl. föstudag og laugardag. Þar var stjórnmála- ályktun samþykkt samhljóða, en þar segir m.a. að röng stjórnar- stefna eigi umfram allt sök á því hvernig komið er efnahagsmálum þjóðarinnar. Segir að verðbólga sé á uppleið, erlendar skuldir fari vax- andi og lífskjör versni. Stjórnmálaályktunin í heild fer hér á eftir: Við mikinn og margvíslegan efnahagsvanda er að glíma í ís- lensku þjóðarbúi um þessar mundir. Er ljóst að þeir örðug- leikar eru viðameiri og torleyst- ari en oft áður. A þessu ári hafa orðið gríðar- ieg umskipti í ytri aðstæðum þjóðarbúsins. Ekki er útlit fyrir neinar loðnuveiðar, þorskafli hef- ur dregist saman, sölutregðu gætir á fiskmjölsmörkuðum og við blasir algjört hrun í sölu ým- issa landbúnaðarafurða erlendis. Við slíkar aðstæður hlýtur að þrengja að á öllum sviðum þjóð- lífsins. En þó svo að ytri aðstæður hafi versnað mjög á síðustu misser- um, er ljóst að röng stjórn- valdsstefna á umfram allt sök á því, hvernig komið er efnahags- málum þjóðarinnar. Ár eftir ár hafa stjórnvöld skellt skollaeyr- um við þeim hættuboðum, sem hvað eftir annað hafa gert vart við sig í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Þeir erfiðleikar, sem nú blasa við, eru fyrst og fremst afleiðing þessa sinnuleysis og hljóta því að skrifast á reikning stjórnvalda. Undanfarin síðustu ár hafa verið óvenju hagstæð á margan hátt. Sjávaraflinn — undirstaða efnahagslífsins — hefur verið mikill, verð á afurðum okkar á erlendum mörkuðum hátt, og verðmæti útflutnings því aukist mjög. Samt sem áður hefur þann- ig verið búið að atvinnu- fyrirtækjunum í landinu að þau hafa ekki getað búið í haginn fyrir framtíðina. Það hefur komið óhrekjanlega í ljós á síðustu misserum að efna- hagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur ekki í neinu skilað þeim árangri sem að var stefnt. Verð- bólgan er á hraðri uppleið og að óbreyttri stjórnarstefnu mun hún verða miklu meiri en áður hefur þekkst hér á landi. Erlendar skuidir vaxa, á sama tíma og framkvæmdir eru skornar niður á mörgum sviðum. Viðhaldið hef- ur verið skattheimtustefnu vinstri stjórnarinnar og halli á viðskiptum við útlönd verður æ meiri. Jafnframt þessu hafa lífskjör almennings rýrnað og at- vinnuöryggi landsmanna verið stefnt í hættu. Frammi fyrir þessu stendur ríkisstjórnin ráðþrota og sundr- uð. Dagar, vikur og mánuðir líða, án þess að reynt sé að spyrna við fótum. Þannig hrúgast efna- hagsvandamálin upp í þjóðfélag- inu um leið og sambúðarvanda- málin í ríkisstjórninni verða meiri. Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi vekur sérstaka athygli á því, að margvísleg hætta steðjar að vest- firskum byggðum, ef ekki verður að gert. Samsetning sjávarafla er nú ekki jafn hagstæð og áður. Kröpp kjör frystihúsanna, sem eru bein afleiðing stjórnarstefn- unnar í landinu, eru hreint til- ræði við afkomu Vestfirðinga og fyrirhugaður niðurskurður í landbúnaðarframleiðslu getur hreinlega leitt til eyðingar heilla héraða, ef ekki verður höfð aðgát. Ljóst er að búskaparhættir og bústærð á Vestfjörðum þolir ekki þá skerðingu sem boðuð er. Bend- ir fundurinn jafnframt á, að ekki er um ofbeit að ræða á Vestfjörð- um. Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum ítrekar enn andstöðu sína við núverandi ríkisstjórn. Valdaferill hennar frá upphafi hefur sýnt það og sannað að hún er þess vanmegn- ug að taka af kjarki á brýnum úrlausnarmálum. Við þessar aðstæður er það þjóðarnauðsyn að þjóðholl öfl sameinist og hefji nýja sókn til frelsis og framfara í anda þeirrar stefnu Sjálfstæðisflokksins að hagsæld og hamingja einstakl- inganna sé undir því komin að frelsi manna og atorka sé ekki hneppt í viðjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.