Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. AGÚST 1982 13 Tel nauðsynlegt að leita nýrra leiða ef bæta á atvinnuhorfur hér — segir Gunnar Ragnars, fulltrúi í atvinnumálanefnd Akureyrar „ÞAÐ eru engin ný sannindi að slæmar horfur eru í atvinnumálum byggingarmanna hér á Akureyri. Það hefur verið vitað í langan tima og mikið var rætt um þetta fyrir kosningar í vor og bent á þessa stað- reynd. Það er alveg Ijóst að verulega hefur dregið úr húsbyggingum og bessar stóru opinberu framkvæmdir, sem hafa verið i gangi, eru flestar á lokastigi, eða fjármagn, sem til þeirra var ætlað í ár, er upp urið og ekkert er nýtt framundan," sagði Gunnar Ragnars, fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í atvinnumálanefnd Ak- ureyrar, í samtali við Morgunblaðið. „Þess ber þó að geta, að nú er hér ekkert atvinnuleysi, en þegar líður á haustið og veturinn er óvissa um áframhaldandi atvinnu Helgafellssveit: Sjálfvirk- ur sími Stvkkishólmi, 14. igúiil, 1982. NÚ ER unnið að því að leggja sjálf- virkan síma um alla llelgafellssveit. Vinnuvélar eru komnar sem plægja strengina niður í jörð og áður er búið að mæla út fyrir hvar línan á að liggja. Með þessu verki verða yfir 20 handvirkir símar tengdir við sjálfvirku símstöðina í Stykkis- hólmi. I júní sl. var stöðin hér stækkuð um 100 nr. svo nú eru 500 nr. tengd við símstöðina í Stykk- ishólmi. Þegar eru farin mörg af þessum númerum og svo um leið og viðbótin frá Helgafellssveit kemur, má búast við að ekki verði mörg númer til ráðstöfunar. Þá er fyrirhugað að setja litla stöð í Flatey og hefir þegar verið unnið að því að koma þar upp litlu húsi fyrir tækin. Fréttaritari Dalvik: Góður tog- araafli, en afli á hand- færi rýr Dalvík, 12. át>usi. Góður afli hefur verið hjá togur- nnnni á Dalvík. f dag kom Björgvin inn með 190 tonn eftir vikuveiðiferð, en í síðasta kasti í túrnum fékk tog- arinn 40 til 50 tonn. Dalborg togari Söltunarfélags Dalvíkur er nýkominn inn með 80 tonn og í síðustu viku var landað úr togskipinu Baldri um 100 tonn- um af vænum og góðum fiski. Afli á handfæri hefur verið heldur rýr undanfarið og eru nú sex bátar að búa sig netaveiði sem hefst núna um helgina. Fréttaritararx ® um 400 byggingarmanna. Þá er rétt að geta þess, að þetta hefur keðjuverkandi áhrif og nú hafa vörubílstjórar hér í bæ mjög lítið að gera. Atvinnumálanefnd hefur gert úttekt á þessu ástandi og málið er í raun tvíþætt. Annars vegar hvort hægt er að leysa ein- hvern vanda til bráðabirgða og hins vegar hvað gera þarf til frambúðar og það skiptir mestu máli. í framhaldi úttektar á stöð- unni í opinberum framkvæmdum hér er ljóst að nú vinna um 130 iðnaðarmenn við þær fram- kvæmdir og að hægt væri að tryggja þeim áframhaldandi at- vinnu ef nægilegt viðbótarfjár- magn fæst, en það er talið vera um 25 til 30 milljónir króna. Það er hins vegar ljóst að at- vinna verður ekki tryggð hér til frambúðar með opinberum fram- kvæmdum. Það þarf að koma ein- ver undirstöðuatvinnuvegur til og þá ekki bara á Eyjafjarðar- svæðinu, heldur landinu í heild. Það er því skoðun okkar sjálfstæð- ismanna í bæjarstjórn Akureyrar að til þurfi að koma einhver nýr iðnaður og þá helzt í tengslum við virkjun Blöndu. Við teljum það réttara að rafmagn frá Blöndu- virkjun verði notað norðanlands frekar en sunnan. Þá erum við með það í huga að viðkomandi iðn- aður kæmi sem flestum íbúum Eyjafjarðarsvæðisins til góða. í síðustu viku var sameiginlegur fundur atvinnumálanefndar og þingmanna kjördæmisins um þetta ástand og niðurstaðan varð sú að atvinnumálanefnd tilnefndi tvo úr sínum hópi og alþingis- mennirnir einnig. Þessir menn skyldu svo ásamt bæjarstjóra vinna þær upplýsingar, sem fyrir liggja, nákvæmar og ráðgast um það hvað til bragðs ætti að taka og í framhaldi af því væntanlega ein- hverjar viðræður við stjórnvöld," sagði Gunnar. Ef byggja þarf upp nýjan iðnað, verður þá ekki að skapa honum viðunandi starfsskilyrði? „Jú það er rétt. Það nægir ekki að byggja upp iðnað, ef honum er ekki séð fyrir viðunandi starfs- skilyrðum. Ef Iitið er á gengismál og gengisþróun undanfarinna missera kemur það meðal annars í ljós að á einu og hálfu ári hefur innlendur kostnaður hækkað um 80% en gengið á Evrópugjaldmiðl- unum um 40%. Það er ágætur mælikvarði á það við hvað iðnað- urinn á að búa hér. Bæði ef ætlun- in er að flytja út til Evrópu, eða keppa við evrópskan iðnað, enda er það ljóst að gjaldeyrir hefur verið hér á útsölu. Nú erum við í hörku samkeppni við Vestur- Evrópu og höfum við verið sam- keppnisfærir fyrir einu og hálfu ári hefðum við þurft að auka af- köstin umfram keppinautana um 25 til 30% til þess að vera sam- keppnisfærir nú. Ég held að við verðum hér á þessu svæði að fara að taka ein- hverja afstöðu í þessum máluni og hætta að slá þessu eilíflega á frest og segja aðeins að það þurfi að athuga þetta og athuga hitt. Það fer að koma að því að við verðum að taka á honum stóra okkar og marka einhverja ákveðna stefnu og ég vona að það verði sem breið- ust samstaða um það, því þetta er ekki bara Akureyri, sem um er að ræða, heldur allt Eyjafjarðar- svæðið. Þeir finna það núna, sem þetta mæðir á, en hinir ekki enn," sagði Gunnar. Framlci&slu lcyndarmál sem þu nýtur góðs af -.. SPRED Latexlakk er bandarískt framleiðslu- leyndarmál sem HARPA H/F hefur umboö fyrir hérá landi. SPRED Latexlakk er árangur snjallrar hugmyndar og þrotlausra rannsókna þarsem niðurstaðan er þrælsterkt lágglansandi vatnsþynnt lakk, sem auðvelt er að mála með pensli eða rúllu. spred latex-lakk tág-glans THMhwhaI Am tmmr >vfnnOlw ytax&z GÆÐI SEM ENDAST áf SL Litmyndir samdægurs Komdu með filmuna fyrir kl. 11 aö morgni og þú færö myndirnar tilbúnar kl. 5 síödegis. Skýrar og fallegar myndir, þriðjungi stærri en gengur og gerist. Afgreiöslustaöir okkar eru: Glögg mynd, Suöurlandsbraut 20, s/mi 82733, Glögg mynd, Hafnarstræti 17, sími 22580 og Magasín, Auöbrekku 44—46, Kópavogi, sími 45300. í LEIÐINNI BJÓÐUM VIÐ ÞÉR SAKURA- FILMUR MED 50% AFSTÆTTI. VÖRULISTAVERSLUN, Auðbrekku 44—46, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.