Morgunblaðið - 18.08.1982, Side 14

Morgunblaðið - 18.08.1982, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 Nakinn prestur veldur óeirðum Ma.saya, Nicaragua, 17. á|pjN(. Al*. RÁDIST var inn í nokkra kaþólska skóla í gær til að mótmæla atviki því í síðustu viku, er presturinn Bis- marck ('arballo var látinn ganga nakinn um götur borgarinnar, og samkvæmt siðustu fregnum hafa þrír látið lifið í þessum óeirðum og sex særst. Það voru nemendur og fleiri íbúar sem tóku þátt í þessum mót- mælum í gær, en bær þessi liggur um 27 kílómetra suðaustur af Managua. Flestir þeirra voru með andlit sín hulin slæðum og neituðu að segja til nafns. Málsatvik voru þau, að prestur- inn kveðst hafa verið að snæða há- degisverð á heimili vinkonu sinnar er ókunnur vopnaður maður birt- ist í dyrunum og krafðist þess að þau skötuhjú fækkuðu klæðum. Síðan hafi hann rekið þau á dyr klæðalaus og hafi þá fjórir lög- regluþjónar tekið við og rekið hann nakinn um götur borgarinn- ar. Hins vegar birtir lögreglan fréttir þess eðlis að árásarmaður- inn hafi verið enginn annar en af- brýðisamur eiginmaður og mál- gögn stjórnarsinna segja að hér hafi verið um að ræða klassískan ástarþríhyrning. ÞAÐ BYGGIST Á ÞESSU Traust og ending hvers mannvirkis byggist á góöu hrá- efni og vandaðri smíði. Þið fáió steypustál járnbindivír mótavír gluggagirói þakbita þakjárn pípur í hitalögn og vatnslögn í birgöastöó okkar Borgartúni 31 sími27222 Allt úrvals efni á hagkvæmu verði. SINDRA STALHF Stúdentakadilakk Hvaöa bíl er hægt aö kaupa nýjan, beint úr kassanum, fyrir u.þ.b. 47 þús. kr.? Og þá á meira aö segja eftir aö ræöa frábær greiðslukjörin. Hvaöa bíll hefur lægstan viðhaldskostn- að: eródýrastur í rekstri? Bremsukerfiö þarfnast t.d. ekki viöhalds vegna þess aö það er sjálfstillandi. Og plasthúsiö er ryöfrítt svo fátt eitt sé nefnt. Já, hvaöa bíll annar er Stúdentakadilakkinn (Trabant) kemur til greina þegar kaupa þarf góöan en ótrúlega hagstæöan bíl? Ingvar Helgason Sýningarsalurinn v/ Rauöageröi. Sími 33560. Grennst í dásvefni Þessi 37 ára gamla kona, sem liggur endilöng á rúm- inu, er frönsk og ber nafnið Adrienne Cecchini. Hún sefur dásvefni á heilsugæslustöð í Nice. Ef allt fer að óskum, blundar hún í litlar 300 klukkustundir. Ætl- unin er að setja heimsmet, en ekki síður að losa sig við nokkur óæskileg aukakíló. Sjö farast í spreng- ingu á Spáni Aviles, Spáni, 17. áfpist. AP. SPRENGING varð þess valdandi að þriggja hæða hús bókstaflega hrundi til grunna árla í morgun og sjö menn létu lífið. Átta annarra er saknað og sjö eru alvarlega særðir, samkvæmt upplýsingum frá staðaryfirvöldum. Yfirvöld telja að sprengingin hafa leitað í rústunum í allan dag hafi orðið á bar sem er á neðstu hæð hússins og grunur leikur á að orsakarinnar sé að leita í gastanki er þar var til staðar. Slökkviliðsmenn og lögregla í von um að geta bjargað lifandi þeim er saknað er, en flest fórnar- lambanna munu hafa verið ferða- menn í þessum litla bæ á N-Spáni. Hinckley fær sent „djarft“ tímarit ^ New York, 17. ágúst AP. ÚTGEFENDUR tímaritsins High Society, sem þykir í djarfara lagi, skýrðu frá því í dag, að þeir myndu senda eintak af marshefti tímaritsins, sem m.a. inniheldur nektarmyndir af leikkonunni Jodie Foster, á sjúkrahúsið þar sem John Hinckley dvelst. Hinckley þessi, sem reyndi að ráða Ronald Reagan, Bandaríkja- forseta, af dögum til að sýna leikkonunni ást sína, dvelur nú á St. Elizabeth-sjúkrahúsinu í Washington. Hann sendi blaðinu beiðni um þetta ákveðna eintak og með henni fylgdi fimm dollara póstávísun. „Við vorum í mikilli klípu,“ sagði ritstjóri blaðsins á blaðamannafundi í dag. „Við vild- um ekki eiga þátt í að örva hugm- yndaflug hans í garð Jodie Foster, en við vildum heldur ekki neita honum um þau sjálfsögðu mannr- éttindi að fá eintak af blaði, sem hann hafði borgað fyrir." Ekki hefur enn verið ákveðið hvort Hinckley fær nokkru sinni að líta blaðið augum. Starfsfólk sjúkrahússins kveðst ekki kannast við innihald blaðsins og verður því látið kanna það áður en eintakið verður afhent Hinckley. Nunn nú efstur á mótinu í Toluca Toluca, Mexíkó, 17. ágúrt. AP. LAJOS PORTISCH lagði landa sinn frá Ungverjalandi, Adorjan, að velli í aðeins 25 leikjum i 5. umferð millisvæðamótsins í skák í Toluca í Mexíkó í gær. Portisch renndi sér því upp í annað sætið á mótinu með þeim Adorjan og Ivanov. Allir hafa þeir 3‘A vinning en Portisch á biðskák gegn Seirawan. Nunn vann bið- skák sína gegn Kouatly og tók þar með forystuna með 4 vinninga. Balashov er með 3 vinninga, Seir- awan er með 2lk vinning og bið- skák og þeir Spassky, Portisch, Hulak, Yusupov og Polugajevsky eru allir með 2lk vinning. I fimmtu umferðinni áttust þeir við Spassky og Kúbumaðurinn Rodriguez. Lauk skák þeirra með jafntefli eftir 57 leiki og sjö klukkustunda yfirlegu. Þá gerðu þeir Torre og Balashov jafntefli. Var kysst úr kjálkaliðnum Albenga, ÍUIíu, 17. ágúsl. AP. FIMMTÁN ára gömul ítölsk stúlka leitaði í dag læknis hjálpar þar sem kjálki hennar hafði farið úr liði. Tjáði læknum, að ástæðuna fyrir því að svona fór, mætti rekja til eldheitra kossa unnustans. Fylgdi ennfremur sögunni að hann hefði sloppið óskaddaður úr þessum innilegheitum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.