Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 15 ítalíæ Þjófnaðir á fölskum forsendum Flórens, haliu, 17. aiíust. AP. LÖGREGLAN í þessari þéttsetnu ferðamannaborg segir aö mikið sé um að ferðamenn tilkynni þjófnaði sem ekki hafa átt sér stað til að n.-Ha sér í tryggingafé. Yfirmenn lögreglunnar segja þessa iðju ferðamanna skaða mik- ið almenningsálit ítalíu út á við, en lögreglunni gengur sem vonlegt er illa að sanna hvort raunveru- legir þjófnaðir hafi átt sér stað eða ekki. Mikil aukning þjófnaðatilkynn- inga hefur verið nú í ár á ítalíu og telja yfirmenn lögreglunnar, sem ekki vilja láta nafns síns getið, að þar sé um að kenna því að fólk sé að reyna að ná sem mestu út úr tryggingum. Vitað er að æ fleiri ferðamenn eru tryggðir gegn þjófnuðum í heimalöndum sínum áður en þeir halda utan. Veður víöa um heim Akureyri 10 skúr Amslerdam 20rigning Aþena 34 heiöskírt Barcelona vantar Berlín 23 skýjaö Bru»sel 22 skýjao Chicago 29 heiðskírl Dyflinni 19 heioskírt Feneyjar 20 skýjaö Frankfurt 28 heiöskírl Genf 28 heiðskírl Helsinki 17 skýiað Hong Kong 26 rigning Jerútalem 28 heiðskirt Jóhannesarborg 22 heíðskírt Kaíró 35 heiöskírl Kaupmannahöfn 21 skýjað Las Palmas vantar Lissabon 26 heiöskírl London 21 heiðskírl Los Angeles 26 haiðskírl MmMM 33 heiöskirt Malaga 2« heiðskírt Mallorca 31 skýjað Mexíkóborg 26 skýjað Miami 30 rigning Moskva 14 heiðskírt NýjaDelh. 35 skýjað NewYork 31 heiðskírl <M6 21 rigning Paría 24 heiðskírt Parth 24 heiðskírt Riode Janeiro 32 skyjað Reyk|avík 11 skýjað Hómaborg 35 heiðskírt San Francisco 23 heiöskírt Stokkhólmur 20 heiöskírt Sydnay 17 heiðskirl TalAviv 31 heíðskírl Tókýó 28 rigning Vancouver 21 skýjað Vinarborg 28 rígning Þorshöfn 11 skýjað » Dánir" mótmæla í Seattle Um eitt hundrað manns í Seattle í Bandaríkjunum tóku fyrir skemmstu þátt í mótmælaaðgerðum gegn komu kjarnorkuknúins kafbáts til borgarinnar. Fólust mótmælin í því að fólkið lagðist niður á fjölfarinni götu í borginni og lét sem látið væri. írland: Connolly saksóknari segir af sér embætti Dyflinni, 17. ágísl. AP. SAKSÓKNARI írska ríkisins, Pat- rick Connolly, sagði af sér embætti seint i gærkvöld eftir að Charles Haughey, forsætisráðherra, hafði kallað liann heim úr sumarleyfi til að gera grein fyrir tengslum hans við mann, Malcolm McArthur að nafni, sem grunaður er um tvö morð og fannst i íbúð saksóknarans eftir gíf- urlega mikla leit. Connolly, sem af mörgum er tal- inn einn færasti lögfræðingur íra, sagði í dag að þessi tíðindi hefðu valdið honum miklu áfalli. Lög- reglan skýrði frá því í dag, að hún væri sátt við útskýringar Conn- ollys, sem sagði frá því að hann hefði þekkt McArthur um langt skeið, ennfremur unnustu hans og Bandaríkin: „Vændismúttu" vísað úr landi Winneraurca, Nevada, 17. ágú.st. AP. SAMKVÆMT bandarískum innflytjendalögum eru útlendingar, sem veröa uppvísir að því að stunda vændi eða aðra iðju tengda því, s.s. rekstur vændishúsa, þar meö gerðir brottrækir úr landinu, jafnvel pótt slík starfsemi sé leyfð með lögum í heimalandi viðkomandi. Jafnvel þótt íbúum bæjarins Ég rak mína starfsemi á Winnemucca sé gott nokk sama hver rekur vændishúsin fimm í bænum, braut Sylvia „Simone" Binder þá gullnu reglu, sem eig- endur slíkra húsa hafa sett sér; að hafa hljótt um sig. „Eg stunda bara mín viðskipti. Vissulega eru þetta öðru vísi viðskipti en fólk stundar alla jafna. Það er ekkert að hegðan minni. Ég drekk ekki áfengi og ég sést aldrei með karlmönnum. skammlausan hátt, samkvæmt reglugerðum. Ég hef engan áhuga á að flytja aftur til Frakklands. Ég hef tapað öllum kunningjum þar. Ég lít á mig sem bandarískan þegn og mun berjast gegn því að vera vísað úr landi". Yfirvöldin á staðnum komust í málið og eftir að Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóm- stóls voru allar leiðir lokaðar fyrir Simone. Henni hefur nú verið gefinn kostur á að selja vændishúsin sín tvö fyrir 5. október og koma sér úr landi. Sjálf segir Simone skýringuna á því að henni sé vísað úr landi þá, að hún hafi tapað veski sínu á götu fyrir fimm árum. Þannig hafi yfirvöld komist á snoðir um starfsemi hennar. Segir hún ennfremur að áður hafi hún rek- ið vændishús í Sviss í 18 ár og hún hafi einnig verið með svip- aða starfsemi í Flórída í heilan áratug, án þess að nokkru sinni hafi verið ástæða til að finna að henni. fjölskyldu hennar. Hins vegar vildu lögreglumenn fá nánari upp- lýsingar um fyrri kynni þeirra tveggja. „Ég bauð honum að dvelja í íbúð minni ef hann vildi. Hann sagðist þurfa að ganga frá nokkrum fjár- hagslegum atriðum. Ég hafði enga hugmynd um að lögreglan leitaði hans," sagði Connolly. Connolly, sem er 55 ára gamall piparsveinn og hefur gegnt stöðu helsta lagalega ráðgjafa írsku stjórnarinnar, lét þess ennfremur getið, að það væri skylda sín að segja af sér. Atburður þessi hefði þegar valdið ríkisstjórn landsins óþægindum og hvað svo sem rann- sókn málsins leiddi í ljós, væri þetta blettur á hans mannorði, sem erfitt yrði að þvo af. Mál þetta hefur vakið geysilega athygli á Irlandi og blöð tala um mesta hneyksli í 10 ár. Hafa mörg þeirra krafist þess í ritstjórnar- greinum að ríkisstjórn landsins gefi út opinbera yfirlýsingu. Margt þykir benda til þess að McArthur hafi haft þar aðsetur um nokkurn tíma. Fannst m.a. haglabyssa í íbúð saksóknarans, sem talið er að McArthur hafi beitt er hann varð 26 ára gömlum bónda að bana. Þá er hann enn- fremur sakaður um að hafa banað ungri konu með hamri. Fyrsti kven- ráðherrann í Brasilíu llrasiliu. Brasiliu, 17. .íkúsI. Al'. FYRSTA konan í ráðherraembætti í Brasilíu var útnefnd í dag. Er það Estcr Figueiredo Ferraz, 67 ára að aldri, sem tekur sæti menntamála- ráðherra landsins. Hún gegndi áður mikilvægum stórfum innan sama ráðuneytis, auk þess sem hún stýrði Mac- kenzie-háskólanum í Sao Paulo. Hún tekur við af Rubem Ludwig. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Amarfell................. 23/8 Arnarfell ................. 6/9 Arnarfell ................. 20/9 Arnarfell ............... 4/10 ROTTERDAM: Arnarfell ................. 25/8 Arnarfell ................. 8/9 Arnarfell ................. 22/9 Arnarfell ............... 6/10 ANTWERPEN: Arnarfell ................. 26/8 Arnarfell ................. 9/9 Arnarfell ................. 23/9 Arnarfell............... 7/10 HAMBORG: Helgafell ................. 20/8 Helgafell ................. 9/9 Helgafell ................. 29/9 HELSINKI: Dísarfell .................. 13/9 Dísarfell ................ 11/10 LARVIK: Hvassafell .............. 30/8 Hvassafell .............. 13/9 Hvassafell .............. 27/9 Hvassafell ............ 11/10 GAUTABORG: Hvassafell .............. 31/8 Hvassafell .............. 14/9 Hvassafell .............. 28/9 Hvassafell ............ 12/10 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell .............. 18/8 Hvassafell .............. 1/9 Hvassafell .............. 15/9 Hvassafell .............. 29/9 Hvassafell ................. 13/10 SVENDBORG: Dísarfell .................. 19/8 Helgafell ................. 23/8 Hvassafell .............. 2/9 Helgafell ................. 10/9 . Disarfell .................. 30/9 AARHUS: Helgafell ................. 24/8 Helgafell ................. 12/9 Helgafell ............... 2/10 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ............... 3/9 Skaftafell ............. 5/10 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ............... 6/9 Skaftafell ............. 7/10 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.