Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 I8*f$ttstM8fófe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri ht. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuoi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö. „Febrúarlög" Al- þýðubandalagsins Alþýðubandalagið hefur ákveðið þátttöku í allt að 10% verðbótaskerðingu launa í lok þess verðbótatímabils, sem hefst 1. september nk. Þar ofan í kaupið hefur Alþýðu- bandalagið ákveðið, til að herða enn betur á sultarólinni, að fresta verðbótum á laun, sem koma áttu til greiðslu 1. desember nk., um mánuð, eða til 1. janúar nk. Þetta er gert á þann hátt, að verðbótatímabil, sem nú eru fjögur á ári og þrír mánuðir hvert, verða aðeins þrjú en mánuðinum lengri. Þetta þýðir, að launþegar verða að bera verðhækk- anir, sem verðbólga vinstri stjórnsýslunnar hefur í för með sér, óbættar, mánuði lengur hér eftir en hingað til. Þannig verður „kjaraskerðingin" þyngri í raun en sem svarar verð- bótaprósentunum, sem hrifsaðar verða af launþegum með stjórnvaldsákvörðun, þvert á gildandi kjarasamninga. Þegar þessi áform ráðherra Alþýðubandalagsins, höf- unda slagorðanna „kosningar eru kjarabarátta" og „sam- ningana í gildi", hafa verið framkvæmd, stendur aðeins eftir helft þeirra verðbóta á almenn laun í landinu sem gildandi kjarasamningar stóðu til. Þegar hér er komið sögu standa ráðherrar Alþýðubanda- lagsins í sömu sporum og ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar í febrúar 1978, þegar verðbætur á laun vóru heímingaðar, þó þann veg þá, að skerðingin var óveruleg á lægstu launin. Af sinni ráðherralegu náð hafa þeir Svavar, Hjörleifur og Ragnar, sem hækkað hafa skatta hverrar 5 manna fjöl- skyldu um 20.000 nýkrónur, miðað við skattheimtu á ári sólstöðusamninga (1977), tæpt á einhverskonar láglauna- bótum, hvernig svo sem þeirri „félagslegu" skömmtun ráð- herrasósíalismans verður hagað, ef til kemur. Þó ekki sé ágreiningur í stjórnarliðinu um það, sem Þjóð- viljinn og Alþýðubandalagið kölluðu „kauprán" og aðför að frjálsum kjarasamningum 1978, standa enn harðar deilur um framkvæmdaatriði. Umbúðir skipta sýndarmennskuna jafnan meira máli en innihaldið! Samstarfsaðilar Alþýðu- bandalagsins vilja festa þennan gjörning í bráðabirgðalög, sem út verði gefin strax og stjórnarliðið hefur tjaslað sjálfu sér saman um aðgerðir. Alþýðubandalagið hengir sig hinsv- egar í það hálmstrá gagnvart kjósendum sínum, að „kaup- ránið" verði sett inn sem heimildarákvæði í bráðbirgðalög- in. Það telja samstarfsaðilar vart fullnægandi. Þessvegna hefur komið upp sú tillaga til málamiðlunar, að heimildar- ákvæðið um skerðingu verðbóta á laun verði bundið við forsætisráðherra einan, sem hafi þá það vald að ákveða framkvæmd þess. Þessi málamiðlunartillaga setur alþýðubandalagsmenn í nokkurn vanda. Annað tveggja verða þeir að gjöra: • Fallast á það að forsætisráðherra, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins um langt árabil, fái ákvörðunarvald um allt að helmings verðbótaskerðingu launa, sem þeir hafa til skamms tíma, a.m.k. í orði, talið hluta af „lífæð" flokks síns. • Eða hafna málamiðluninni, sem jafnframt er þá van- traust á forsætisráðherra, sem lofsunginn hefur verið meira en aðrir slíkir á sellufundum kommúnista, samanber ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, þingflokksformanns, að „unaðslegt" sé á þann mann að hlýða! Landslýður bíður spenntur niðurstaðna af átökum á stjórnarheimilinu um formsatriði þeirrar vísitöluskerð- ingar, sem samstaða sýnist fengin um. „Febrúarlög" Al- þýðubandalagsins, sem nú eru í burðarliðnum, í kjölfar slagorðsins „kosningar eru kjarabarátta", eru lærdómsrík fyrir launafólk í landinu. Má kannski búast við þvi að Svavar & Co. fái, innan tíðar, lánaðar vatnsþrýstislöngur frá flokksbræðrum sínum í Póllandi? Atburðirnir í Öræfunum „Taldi sig heyra óp og á sandinum, síðan varc l'rá Olafi Jnhannssvni, hlaAamanni Mbl. í Skarufelli, 17. nnú.st. „KLUKKAN eitt eftir miðnætti kom hingað í Skaftafell flutningabíll á ógnarhraða, en þá vorum við að Ijúka skyldustörfum okkar hér. Til- kynnti bilstjórinn um slys á þjóðveg- inum skammt vestan við Skeiðar- árbrú. Hann kvaðst hafa komið þar að liíl, en við bílinn voru maður og stúlka. Stúlkan var í miklu uppnámi og blóðug," sagði Lára V. Helgadótt- ir, landvörður í Skaftafelli í Öræf- um, í samtali við Mbl. Lára og land- vörðurinn Þorbergur Jónsson ásamt lögreglumanni fundu frönsku stúlk- una sem nú liggur á Borgarspítalan- um mikið slösuð. „Maðurinn sagði bílstjóranum að hann hefði ekið á stúlku á þjóð- veginum og kvaðst eiga í erfiðleik- um með að hemja hana og koma henni inn í bíl sinn, sem er Merc- edes Benz-bifreið græn að lit. Sagðist ökumaðurinn á Benz- bifreiðinni vera að reyna að ná talstöðvarsambandi til að útvega hjálp, en það hefði ekki tekist. Hann þyrfti því aðstoð frá Skafta- felli og bað hann flutningabíl- stjórann að hjálpin yrði útveguð," sögðu þau Lára og Þorbergur. „Við hringdum í lögregluna í Svínafelli og fórum með lögreglu- manni niður á Skeiðarársand til að veita aðstoð. Þegar við urðum einskis vör, datt okkur í hug að ökumaður Benz-bifreiðarinnar hefði náð stúlkunni upp í bílinn, og freistað þess að koma henni undir læknishendur. Við ókum um hríð vestur Skeiðarársand en snérum síðan við, þegar við fund- um ekkert. Þegar við ókum til baka og vorum í nánd við afleggj- ara að sæluhúsi, sem er skammt vestan við brúna á Skeiðará, kom stúlka inn í geislana af bílljósun- um og veifaði hún okkur. Stúlkan var mjög blóðug í andliti og með talsverða höfuðáverka. Einnig blæddi henni mjög. Sagðist hún hafa fengið áverka þessa af völd- um manns sem hefði barið hana með riffli. Hafði hann ráðist á hana og systur hennar í sæluhús- inu. Stúlkan sagði að maðurinn, sem hefði kynnt sig sem lögreglu- vald á svæðinu, hefði tekið hana og systur hennar upp í bíl sinn skammt vestan við Höfn í Horna- firði, en þar voru þær á putta- ferðalagi. Sagði stúlkan að þær systur hefðu sagt manninum, að þær ætluðu sér að gista í sæluhúsi á Breiðamerkursandi. Stúlkan sagði svo frá, að þær systur hefðu verið þakklátar manninum fyrir að taka þær upp í bílinn, — hann hefði verið almennilegur í alla staði. Hann ók þeim systrum síð- an að sæluhúsinu á Breiðamerk- ursandi, en segir þá að húsið sé fullt af fólki. Því sé ekki hægt að fá þar svefnpláss. Hins vegar kveðst hann vita um sæluhús á Skeiðarársandi og ók hann þeim þangað. Það hús er skammt vestan Skaftafells. Þangað komu þau um kl. 20 á mánudagskvöldið. Sagði OR/EFAJ 4« Sæluhúsið vestan við Skeiðarárbrú er þar sem stjarnan er merkt inn á kortið, en græni Benzinn fannst við Svínafellsjökul, þar sem plúsinn er merktur inn. Viðtal viö landverdi felli, sem fundu slö Landverðirnir Lara Guðmunásdottir og Þoi Úr sæluhÚNÍnu vestan við Skeiðarárbrú, se „Virtist vera frekar fámáll og skapþungur" „ÉG hitti manninn á tjaldstæðinu i SkafUfelli og fékk hann til að gera við bílinn minn og virtist mér hann vera frekar fámáll og skapþungur," sagði Bodo Furmann, ritstjóri þýzka blaðsins Arbeit und Sicherheit Zeit- ung, en það blað er gefið út í Kiiln, í samtali við Mbl. Hann hitti eiganda grænu Mercedes Benz-bifreiðarinn- ar fyrir tveimur dögum í Skaftafelli, en maðurinn hefur aðstoðað ferða- menn við viðgerðir á bílum þeirra. Hann hefur séð um þjónustu FÍB á svæðinu. „Þegar ég spurði manninn hvort hann stundaði skotveiðar, en ég sá nokkur haglaskot í bílnum hjá honum, ansaði hann því engu. Eg vissi ekki hvort það væri vegna þess, að hann skyldi ekki spurn- ingu mína, eða vildi ekki svara henni," sagði Furmann. Furmann hefur ferðast um ís- land að undanförnu og segist hann hafa hitt frönsku stúlkurnar, sem' ráðist var á, af og til á ferðalagi sínu um landið. Líl ve

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.