Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 17 g skothvelli trð allt hljótt" verði í Skafta- u slösuðu stúlkuna ttir og Þorbergur Jónsson stúlkan að maðurinn hefði farið þaðan skömmu síðar, en þær syst- ur farið að sofa," sögðu þau Lára og Þorbergur. „Stúlkan sagði að maðurinn hefði komið aftur um kvöldið um kl. 23, en þær systur hefðu þá ver- ið gengnar til náða. Sagðist mað- urinn þá vilja fá þær með sér til Hafnar í Hornafirði. Þær vildu það ekki og fór þá maðurinn út í bíl og sótti rafmagnsvír sem hann hótaði að binda stúlkurnar með. Einnig kom hann með riffil úr bílnum. Hótaði hann stúlkunum öllu illu og lenti stúlkan, sem við okkur ræddi, í slagsmálum við manninn, en systur hennar tókst að hlaupa út. Taldi stúlkan að maðurinn hefði síðan rotað sig. Þegar hún rankaði við sér eftir nokkurn tíma voru árásarmaður- inn og systir hennar á bak og burt. Hún hélt sig síðan heyra óp á sandinum og skothvelli. Eftir það hefði allt orðið hljótt. Sagðist stúlkan þá hafa farið úr sæluhús- inu oggengið niður á þjóðveg, þar sem við síðan fundum hana. Hún var þá vel viðræðuhæf, en blóðug og með talsverða höfuðáverka," sögðu þau Lára og Þorbergur. Töldu þau líklegt að manninum á Mercedes Benz-bifreiðinni hefði tekist að komast óséður fram hjá Skaftafelli, meðan undirbúin var leit að stúlkunni, sem maðurinn á flutningabílnum gerði viðvart um. arárbrú, sem frönsku stúlkurnar voru í. na n- ra ís- nn >m' tgi Greni Benzinn við Svínafellsjökul. „Skrúfaði niður rúð- una og heyrði ógurleg neyðaróp stúlkunnar" — segir Sveinbjörn Garðarsson, bílstjóri, sem fyrstur kom á vettvang Lík fronsku stúlkunnar flutt úr flugvél yfir í fögreghibíl i Reykjavíkurflug- ?elli í ger. „EG KOM að Mercedes Benz-bif- reiðinni, þar sem hann stóð skáhallt á veginum, vestan við Skeiðarárbrú. Þar voru bremsuför og virtist mér sem bíllinn hefði snúizt á veginum. Reyndar sýndist mér áður, að bíllinn hefði verið á ferð, en svo virðist sem stúlkan hafi reynt að kasta sér út úr bílnum, þegar hún varð mín vör. Maður stóð við bilinn og stoppa ég þá flutningabilinn og skrúfa niður rúðuna og heyri þá ógurleg neyðaróp stúlkunnar," sagði Sveinbjörn Garð- arsson, bílstjóri á flutningabíl, en hann kom á vettvang á þjóðveginum vestan við Skeiðarárbrú, þar sem maðurinn og franska stúlkan, sem nú er látin, voru. „Ég spyr manninn hvað fyrir hafi komið og segist hann hafa ek- ið á stúlkuna í myrkrinu. Þá sé ég hvar stúlka kemur aftan undan Benzinum og kraflar í átt að bíln- um mínu, grípur í stuðarann, skríður upp tröppurnar á bílnum og nær handfestu í spegilfesting- unni. Hún hrópaði „Please help me. He tries to kill me," og endur- tekur þetta í sífellu. Eg spyr manninn, hvað gangi á og segir hann stúlkuna vankaða eftir högg- ið. Hún sé ringluð og hann skuli annast hana. Bað hann mig að fara að Skaftafelli og sækja hjálp," sagði Sveinbjörn. „Stúlkan var mjög blóðug á höndum og í andliti og taldi ég það vera vegna umferðarslyssins. Þeg- ar ég ætla að fara að aka af stað og sækja hjálp hélt hún dauða- haldi í bílinn. Þá endurtók hún hrópið og kallaði „He tries to kill me." Þá bið ég manninn að taka hana af bílnum til að ég keyri ekki yfir hana þegar ég ek af stað. Hann gerði þetta og hrópaði stúlk- an stöðugt á meðan. Ég ók af stað og sá það síðast, að hann hélt henni við bíl sinn," sagði Svein- bjórn ennfremur. „Þegar ég kom að Skeiðarár- brúnni mætti ég flutningabíl, sem ég stoppa og bað ég bílstjóra hans um að hafa samband við Landsím- ann til að tilkynna slysið. Hann sagðist ekki vera með talstöðina tengda, því það er búið að banna okkur að nota þær vegna breyt- inga, sem verið er að gera á tal- stöðvakerfinu. Bað ég bílstjórann að stöðva á slysstaðnum og veita aðstoð, því stúlkan var mjög óró- leg. Síðan frétti ég, að bílstjórinn á þeim flutningabíl hefði mætt grænu Benz-bifreiðinni, sem hann þekkti af lýsingu minni. Síðan ók ég í Skaftafell eftir aðstoð, en þeg- ar ég kom upp á malbikaða kafl- ann, austan við Skeiðarárbrú, þá tók ég eftir bílljósum í baksýn- isspeglinum. Ég veitti því þá ekki sérstaka eftirtekt, en velti því fyrir mér, hvaðan bíllinn kæmi, því ég hafði ekki orðið var við bíla á eftir mér, þegar ég ók um sand- ana. Hins vegar tók ég eftir því, að bíllinn ók áfram, en beygði ekki inn að Skaftafelli, eins og eðlilegt hefði verið. Þegar ég kom í Skafta- fell óskaði ég eftir aðstoð við þau og þangað færi lðgregla með sjúkraútbúnað," sagði Sveinbjörn Garðarsson að lokum. Sporhundurinn Perla kominn i slóoina. Sim.mjndir: KÖE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.