Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 18. AGUST 1982 Hljómsveitin '82, Lóla fri Seyðisfirði. Plata frá hljómsveitinni er væntanleg á markaðinn á næstunni. Ljósmynd Kdda Sverriadóttir. Lóla sigraði í Atlavík Á Atlavíkurhátíðinni um síðustu verzlunarmannahelgi var efnt til hljómsveitakeppni um titilinn „Hljómsveitin '82". Alls tóku þátt í kcppninni 13 hljómsveitir víðsvegar að af landinu. Hátíðargestir greiddu atkvæði eftir að hver hljómsveit hafði leikið þrjú lög. Þrjár stigahæstu hljómsveitirn- ar urðu Lóla frá Seyðisfirði, Aþena frá Egilsstöðum og Kvöld- verður á Nesi frá Neskaupstað. Þessar hljómsveitir tóku síðan þátt í úrslitakeppni þar sem 7 manna dómnefnd valdi beztu hljómsveitina með tilliti til at- kvæðagreiðslu hátíðargesta, laga- vals og flutnings. Langflest at- kvæði hlaut hljómsveitin Lóla frá Seyðisfirði o(í hlaut hún titilinn „Hljómsveitin '82". Var hljóm- sveitinni veitt viðurkenningar- skjal o« verðlaun auk þess að hljómsveitinni var boðið til Reykjavíkur þar sem tekin verður upp hljómplata með henni í þess- um mánuði. Hljómsveitakeppni af þessu tagi mun verða fastur liður á Atlavík- urhátíðum komandi ára og mark- ar upphaf nýrrar gullaldar ís- lenzkra hljómsveita sem hafa átt undir högg að sækja frá því að diskótek útrýmdu hljómsveitum frá flestum danshúsum landsins. Hinn mikli fjöldi hljómsveita, sem skráði sig til þátttöku, sýnir að mikil gróska er í tónlistarlífi út um allt land. Síðasta hljómsveitakeppni af þessu tagi var haldin fyrir nær hálfum öðrum áratug í Húsa- fellsskógi um verzlunarmanna- helgi. Fréltatilkynninfí. Náttsöngur í Hallgrímskirkju I KVOLI) klukkan 22.00 verður náttsöngur í Hallgrímskirkju. Hörð- ur Áskelsson, organisti, og Manuela Wiesler, Dautuleikari, munu leika samleik á flautu og orgel, kafla úr sónötu eftir Johan Sebastian Bach. Kftir þennan tónlistarflutning, sem tekur um stundarfjórðung, verður bænargjörð í kirkjunni í formi hins forna tíðasöngs. Ætlunin er, að slíkar stundir verði fastur liður í Hallgríms- kirkju á hverju miðvikudagskvöldi á þessum tíma klukkan 22.00 og munu margir þekktir listamenn leggja þar hönd á plóginn. Afmælismót Samhygðar TVO AR eru siðan Samhygð var formlega stofnuð á Islandi og i frétt frá samtökunum segir, að af þessu tilefni verði í kvöld haldin sjö af- mælismót; fímm í Reykjavík og hin í Vestmannaeyjum og á Egilsstöðum. í Reykjavík verða afmælismótin að Skólavörðustíg 36, Hótel Heklu, Fríkirkjuvegi 11, Freyjugötu 27, í Sóknarsalnum og í Málarasalnum, Lágmúla 5. íslenzk kona hlýtur viður- kenningu fyrir postulínsverk sín í Bandaríkjunum Los Angelex, .11. júli. r'rá Olafí IngóirxKyni. HELGA S. Ingólfsdóttir hefur stundað nám við postulínsmótun og skreytingar undanfarin tvö ár í Kaliforníu. Helga tók nýlega þátt í stærstu nemendasýning- unni á keramik- og postulíns- munum þar vestan hafs. Vöktu verk Helgu sérstaka athygli og hlaut hún fern verðlaun, og þar á meðal heiðursverðlaun fyrir handmótaðar rósir. Hún hefur hug á að vekja áhuga fyrir þess- ari listgrein heima að námi loknu. „Markmiðið að ljúka keppni, en aldrei að vita hvað við gerum" — segja ftalirnir um Ljómarallið í TENGSLUM við Ljómarall '82 er kominn til íslands tuttugu manna hópur ítala. Af þeim eru átta keppendur, eiginkonur, kvikmyndatökulið og aðstoð- armenn. Til að forvitnast um hvað flalirnir ætla sér i rallinu, þá fór blaða- maður Morgunblaðsins á fund ftalanna, sem halda til á heimili eins af meðlimum Bifreiðaíþróttakhíbbs Reykjavíkur. Ökumennirnir átta heita Mario Cavalleri, Sandro Cavalleri, Aldo Pereno, Franco D'Angelo, Bruno Penna, Gianfranco Brizio, Cesare Giraudo og Edue Magnano. Sá sem aðallega varð fyrir svörum var Mario Cavalleri, en Cesare Giraudo skaut af og til vel völdum setningum inn í, annaðhvort á ensku eða þá að Cavalleri þýddi hraðmælta ítölsku hans fyrir blaðamann. Er einhver sérstök ástæða fyrir þvi að þið komið til íslands til keppni í rallakstri? „Já, Giraudo fór í Camel Trophy-rallkeppnina í Nýju Guin- eu í apríl. Þar kepptu einungs Range Rover-jeppar í vikutíma. Voru þeir átta talsins og var keppnin auglýsingaherferð fyrir Camel. Ökumennirnir lentu í ýms- um þrautum og að lokum knúði Giraudo fram sigur. Við fórum til Búlgaríu á sl. ári, og fyrir þremur árum tókum við þátt í París- Dakar-rallinu og náðum við Gir- audo öðru sæti á Range Rover," sagði Cavalleri. Því má bæta hér við, að París-Dakar-rallið er eitt Vonandi verður þetU ekki endirinn hjá ítölunum, en Franco D'Angelo býst greinilega við hinu versta. Hér sjást ítölsku ökukapparnir, íf.v.) Cesare Giraudo, Bruno Penna, Gianfranco Brizio, Franco D'Angelo, Aldo Pereno og Mario Cavalleri. Á myndina vantar þá Sandro Cavalleri og Edue Magnano, sem voru í útréttingum er myndatakan stóð yfir. (Ljósm. Gunniaugur.) „Misjafnar ástæður liggja að baki því. Okkur líkar sérlega vel við landið, fólkið er líka vinalegt. Rallið sjálft er sérstakt fyrir okkur, því öll röll á Italíu eru á malbiki. Verksmiðjuliðin hafa staðið fyrir þeirri þróun og sér- hæfing í útbúnaði er orðin svo mikil, að venjulegur ökumaður á enga möguleika á ítalíu. Það eru aðeins örfáir malarvegir til þar og ef 100—200 rallbílar færu að aka þá í hverju einasta ralli, þá myndi það kosta mikla vegagerð!" Keppið þið þá á einhverjum öðrum stöðum? það erfiðasta sem hægt er að taka þátt í. Aðeins þaulæfðir ökumenn eiga möguleika á að standa sig þar. Eins og menn kannski muna, týndist sonur Margrétar Thatcher þar fyrir nokkrum mánuðum. Hafa fleiri ftalir áhuga á því að koma hingað til keppni? „Já, líklega. En Island er fjarri ítalíu. Margir ítalir fóru í finnska alþjóðarallið, sem er eftir 10 daga. Þar fá ökumenn sér að kostnaðar- lausu flugfarmiða frá ítalíu til Finnlands, flutning á bílum, tvær vikur á hóteli fyrir ökumenn og eina viku fría fyrir viðgerðar- menn. Síðan fá ökumenn einnig 400 lítra af bensíni án þess að borga nokkuð. í búlgarska rallinu í fyrra fengum við 600 lítra af bensíni á keppnisbílana, 400 lítra á viðgerðarbílana, tvær vikur á hóteli fyrir ökumenn og fimm daga fyrir viðgerðarmenn. í viðbót við það fengum við 300 dollara í búlgörskum peningum fyrir þátt- tökuna. Svona er þetta í mörgum röllum erlendis, þannig að þú verður að hafa mikinn áhuga á Is- landi til þess að koma hingað. Margir ítalir sðgðu einfaldlega að ódýrara væri að fara til Finnlands og því erum við einungis átta tals- ins." Hér stendur Helga við hlið nokkurra verka sinna á sýningunni í Santa Ana. „Assa" — ný tízkuverzlun við Laugaveg Ný tízkuverzlun, sem hlotið hefur heitið „Assa", var opnuð á Lauga- vegi 118 fyrir helgina. I tilefni af opnuninni var haldin tízkusýning í Broadway á fimmtu- dagskvöld, en þar sýndu sýning- arstúlkur úr Model '79 og Mód- elsamtökunum fatnað þann sem verzlunin hefur á boðstólum. Að sögn Ásdísar Loftsdóttur, verzlun- arstjóra í „Össu", sætti þessi tízkusýning m.a. tíðindum fyrir það, að þetta er í fyrsta sinn sem sýningarfólk úr hvorum tveggja þessum samtökum koma fram saman. í „Össu" verður m.a. fatnaður frá Laurél, Lecomte og It's me, sem allt eru vestur-þýzk fyrirtæki, Gloria Vanderbilt og Elizabeth Asdís Loftsdóttir, verzlunarstjóri (lengst til vinstri), Örn Jóhannsson og Friðrika Guðmundsdóttir. Ljosm. Krístján öm. Rudolph, en skór og töskur eru frá ítölsku fyrirtækjunum Sebastian og Lauro Righi. Eigendur tízkuverzlunarinnar „Össu" eru hjónin Örn Jóhannsson og Friðrika Guðmundsdóttir, en Ásdís Loftsdóttir veitir verzlun- inni forstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.