Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 + Eiginmaöur minn, BJÖRN ST. OLSEN, málarameistari, Ásbraut 19, Kópavogi, andaöist í Landspítalanum þann 16. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Vigdís Danielsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, SIGURDÍS SNORRADÓTTIR frá Geirshlíó, veröur jarösungin frá Kvennabrekkukirkju, laugardaginn 21. ágúst kl. 2. Bðrn, tengdabörn og barnabörn. + Systir okkar, SIGRÍOUR GÍSLADÓTTIR, Sólvallagötu 19, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. ágúst kl. 3. Ingileif Gísladóttir, Halldór Gíslason. + Móöir okkar og tengdamóöir, HILDUR Þ. KOLBEINS, Meðalholti 19, verður jarösungin frá Fríkirkjunni, fimmtudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Börn og tengdabörn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi, JÓN ÞORBJÖRNSSON, Lækjargötu 6, Hafnarfirði, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi, fimmtudaginn 19. ágúst kl. 14.00. Elín Friðjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösynda samúö og vinarhug viö andlát og jarö- arför fööur okkar og tengdafööur, HANS GUÐMUNDSSONAR WÍUM, fyrrum bónda að Reykjum, Mjóafiröi. Börn og tengdabörn. Þórný Þórðar- dóttir — Minning Fædd 24. apríl 1912 Dáin 4. ágúst 1982 Mig setti hljóða við andlát Þórnýjar vinkonu minnar. Minn- ingar liðinna stunda líða gegnum hugann. Við kynntumst fyrst fyrir 32 ár- um, er við hjónin, þá nýgift og með lítinn dreng, fengum inni hjá þeim hjónum Þórnýju og Jóhanni. Þá voru á heimilinu í Blönduhlíð 12 börnin þeirra þrjú, Sigríður, Þórður og Stefán, sem nú eru upp- komin og hið mannvænlegasta fólk. Einnig ólu Þórný og Jóhann upp systurson hennar, Jón, mikinn efnismann, sem lézt ungur af slysförum, og syrgðu þau hann mjög. Loks bjó á heimilinu öldruð móðir Þórnýjar, Sigríður. Það þrengdi því nokkuð að með húsplássið. En allt gekk þetta svo vel. Sambúðin þennan vetur varð eins og bezt getur orðið. Það leyndi sér ekki hvað maður var innilega velkominn. Okkur var tekið eins og við værum hluti fjöl- skyldunnar. Samlyndi þeirra Þórnýjar og Jóhanns var ávallt til fyrirmynd- ar, og bæði áttu þau það sameig- inlegt að vera alltaf reiðubúin að gera öðrum greiða, en krefjast einskis að launum. Fórnarlund þeirra og hjálpfýsi var einstök. Vináttan hélzt og blómgaðist og margar ferðirnar hefur maður átt á fund Þórnýjar. Það var alltaf jafngott að koma til hennar, hún var glaðsinna og hress í fasi og sagði svo skemmtilega frá. Oft var líka leitað til hennar í sambandi við saumaskap, en hún var mjög fær saumakona, sem margir leit- uðu til. Marga fallega kjólana saumaði hún. Þórný varð sjötug 24. apríl sl. Hún hélt þá veglega veizlu, þar sem margir komu til að hylla af- mælisbarnið. Þó að Þórný hefði um skeið átt við vanheilsu að stríða, lét hún á engu bera, það var ekki hennar vandi að kvarta. Þarna ríkti gleðin og Þórný hrók- ur alls fagnaðar, hress í anda og spengileg eins og ung stúlka. Við kveðjum Þórnýju með sár- um söknuði. Dýrmætt er að hafa notið vináttu hennar. Megi minn- ingin um hana verða Jóhanni og börnunum huggun í harmi. Anneila í dag verður gerð útför frú Þórnýjar Þórðardóttur, en hún andaðist á Landakotsspítala að kvöldi 4 þ.m. Þórný fæddist hér í Reykjavík þann 24. apríl 1912 og hér hefur hún búið alla tíð að undanteknum fáum æskuárum sem hún bjó í Vestmannaeyjum. Foreldrar Þórnýjar voru þau Þórður Erlendsson og Sigríður Ólafsdóttir, en Þórður lést áður en Þórný fæddist. Sigríður giftist síð- ar Stefáni Jónssyni og reyndist hann Þórnýju sem besti faðir, enda mat hún stjúpa sinn mikils og hann naut umhyggju hennar og hjúkrunar í erfiðum veikindum. Þórný giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Jóhanni Jóhann- essyni, árið 1941 og eignuðust þau 3 börn. Þau eru Sigríður Björg, gift Siggeir Siggeirssyni, Þórður, giftur Sigríði Ólafsdóttur, og Stef- án. Þau ólu einnig upp systurson Þórnýjar, Jón Björnsson, en hann lést af slysförum rúmlega tvítugur að aldri. Þórný gerðist á ungdómsárum sínum félagi í Glímufélaginu Ármanni og æfði þar fimleika um langt árabil undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Hún var í fjölda- mörg ár í úrvalsflokki kvenna sem sýndi bæði hér heima og erlendis og tók meðal annars þátt í sýn- ingarferð til Noregs 1938 og Sví- þjóðar 1939. Jóhann maður Þórnýjar var á yngri árum einn besti frjáls- íþróttamaður Ármanns og ætíð síðan hefur hann og Þórný starfað fyrir félag sitt af sérstökum dugn- aði og ósérhlífni. Á sjötugsafmæli Þórnýjar, 24. apríl sl., var henni veitt gullmerki félagsins fyrir vel unnin störf. Þórný og Jóhann hafa lengst af búið í Blönduhlíð 12 hér í bæ, þar sem þau reistu sér fagurt heimili. Áður en þau giftust lærði hún saumaskap og stundaði hún hann alla tíð, jafnframt húsmóðurstörf- um sínum. Margur hefði haldið að nægilegt hefði verið fyrir húsmóð- ur að sjá um heimili með fjórum börnum og aldraðri móður en Þórný var með afbrigðum dugleg og afkastamikil. Þórný var ákaflega vel gerð kona. Hún var glaðvær og sérlega hjálpsöm og alltaf boðin og búin til aðstoðar, ef einhvers þurfti við. Félagsdeildir Ármanns og félags- heimilið nutu þessa í ríkum mæli og verða verk hennar þar aldrei fullþökkuð. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn í Blönduhlíð 12. Þar ríkti mikil gestrisni. Þar voru ætíð fullir kassar af kökum og tertum, þó gestagangur væri með afbrigð- um mikill, enda þau hjón sérlega vinsæl og kunningjahópurinn stór. Með Þórnýju er fallin frá mikil og góð dugnaðarkona. Á undan- förnum mánuðum hefur sjúkdóm- ur sá sem leiddi hana til dauða ágerst jafnt og þétt, en engu að síður bar andlát hennar snöggt að. Ég færi eiginmanni hennar, Jó- hanni, börnum þeirra, tengda- börnum og barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. G.E. í dag kveðja Ármenningar eina af bestu félögum sínum, frú Þór- nýju Þórðardóttur. Þórný og maður hennar, Jó- hann, hafa starfað meira en hálfa öld fyrir félag okkar af einskærum dugnaði. Þórný var á unga aldri og fram á stríðsár starfandi í fim- leikadeild félagsins og æfði þar undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Var hún í sýningarflokki félagsins sem sýndi í Noregi og Svíþjóð árin 1938 og 1939. Störf Þórnýjar fyrir frjáls- íþróttadeild félagsins og félags- heimili verða aldrei þökkuð sem skyldi. Við Ármenningar minnumst frú Þórnýjar með þakklæti og færum fjölskyldu hennar okkar innileg- ustu hluttekningu. Stjórn Glímufélagsins Ármanns Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góö- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miöviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubili. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar l einkamál ] |—w—yv—yy" n i til sölu i 1 - - Reglumaður óskar eftir vináttu viö lifsglaöa konu um fimmtugt, meö náin kynni í huga. Tilboö sendist Mbl. merkt: „Gleöi — 80“. Til sölu bifreiö í sérflokki. Datsun 220C dísel, smiöaöur 1977, fyrst skráö 18. ágúst 1978, ekinn 108 þús. km. Hagstætt verö. Uppl. í síma 94-3217 eftir kl. 20.00. Siguröur Hannesson \ húsnæöi j t óskast í Ungur maður utan af iandi sem veröur i skóla i Reykjavík í vetur óskar eftir aö taka á leigu herb. eöa einstakl- ingsibúö. Upplýsingar í sima 94-1344 eftir kl. 19 á kvöldin. ibúð óskast Ég leita eftir íbúö á rólegum staö. Öruggar mánaöargreiösl- ur. Uppl. i síma 34153, Kolbrún Ósk Öskarsdóttir, tónlistarkenn- ari. | atvinna^ Ungur maður meö stúdentspróf á viöskipta- sviöi úr Fjölbrautarsk. í Breiö- holti óskar eftir starfi i vetur og næsta sumar. Hefur sérstakan áhuga á aö kynnast starfi viö tölvur. Uppl. í síma 36972. Tvítugar stúlkur í námi óska etlir 2ja—3ja herb. íbúö frá 1. sept. Góöri umgertgni og skilvísum greiöslum heitiö. Uppl. i síma 96-61149 eöa 96-61129 á kvöldin. [ húsnæöi : r í boöi < I 4tA...A-Á....A -A....AÁÁ I Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík Keflavík Til sölu 2ja og 3ja herb. íbúöir viö Faxabraut. 3ja herb. íbúö viö Austurbraut meö sér inngangi Glæsilegt raöhús í Heiöabyggö sem skilaö veröur fullfrágengnu aö utan, meöal annars lóö. 2ja og 3ja herb. íbúöir viö Hólmgarö sem skilaö veröur til- búnu undir treverk en öll sam- eign fullfrágengin. 2ja he. b. ibúöir viö Birkiteig sem skilaö veröur fullfrágengnum. Ibúöir þessar eru ætlaöar eldra fólki og öryrkjum. Njarövík I Einbýlishús viö Holtsgötu, ásamt bilskur. Söluverö 1200 þús. Mjög góöir greiösluskilmálar. Ný fullfrágengin 2ja herb. íbúö viö Fifumóa. Fast söluverö. Vogar Nylegt einbýlishús viö Ægisgötu ásamt bilskúr. Skipti á góöri fasteign í Keflavík koma til greina. Garður 3ja herb. íbúö við Garöabraut. Söluverö 350 þús. Laus strax. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík. Sími 1420. Hörgshlíö 12 Samkoma í kvöld, miövikudag kl. 8. ÚTIVISTARFERÐIR Kristníboðssambandið Barnasamkoma veröur í kristnl- boöshúsinu Betaniu, Laufásvegi 13. í kvöld kl. 20.30. Allir vel- komnir. Miðvikudagur 18. ágúst Kvöldferö út f bláinn kl. 20.00. Létt ganga fyrir alla. Fararstjóri. Jón I. Bjarnason. Verö 60 kr. Frítt f. börn m. fullorönum. Fariö frá BSI. bensinsölu. SJÁUMST. Feröafélagiö Útivist. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Helgarferöir 20.—23. ágúst 1. Alftavatn — Mælifellssandur — Hólmsárbotnar. 2. Þórsmörk. 3. Landmannalaugar. — Eldgjá. 4. Hveravellir — Hvítárnes. Gist í húsum í öllum feröunum. Farnar gönguferöir og skoöun- arferöir um nágrenni staöanna. Lagt af staö í allar feröirnar kl. 20 á föstudag. Farmiöasala og upplýsingar á skrifstofunni. Feröafélag islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.