Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 23 Vinarkveðja: Axel Magnús — Margrét Auður Svanhvít og Björn Magnússon Ekki vissi ég að það gæti orðið nístingskalt á sólarströndum Spánar fyrr en mér bárust þær hörmulegu fréttir út þangað, að besti vinur minn, Axel Magnús, foreldrar hans, Björn og Svanhvit, og systir hans, Margrét Auður, hefðu farist í óhugnalegu flug- slysi. í fyrstu trúir maður ekki svona frétt, síðan lamast maður þangað til hugsun tekur að skýr- ast að nýju. Þá taka minningar að streyma í gegnum hugann. Nokkr- ar af þessum minningum langar mig að festa á blað. Eg kynntist Axel er við vorum saman í 6 ára bekk hér í Garðabæ. Þá um leið kynntist ég þeim Bjössa, Svanhvíti og Auði, því strax við fyrstu kynni mín af Axel, varð ég heimagangur á hans heim- ili og var það allt til síðasta dags. Strax í barnæsku kom sá hæfileiki Axels í ljós, að laða að sér fólk og fá það til að hlæja og skemmta sér. Ég man að það var yfirleitt hann sem sá um að hafa líf og fjör í vinahópnum úr Silfurtúninu er við vorum „samfó" í skólann. Og oft átti maður erfitt með að stilla sig í röðinni fyrir utan skólann, vegna bráðskemmtilegra athuga- semda Axels. Ef nýr nemandi kom í bekkinn var Axel floginn af stað til að kynnast honum og um leið að kynna sjálfan sig. Feimni átti hann ekki til. Þó hann kæmi í boð þar sem mannmargt var og hann þekkti fáa, leið ekki á löngu þar til allir vissu hver Axel var. Ég man eftir einni sérstaklega skemmti- legri aðferð hjá honum við þessar kynningar. Hún var sú að ganga beint þangað sem fjölmenni var mest og segja: „Hæ, ég heiti Tars- an. Hver eruð þið?“ Síðan fylgdi: „Nei annars, ég er bara að grínast. Ég heiti Axel.“ Eftir að við Axel lukum lands- prófi lágu leiðir okkar enn saman og nú í „Versló". Aðalástæðan fyrir því að „Versló" varð fyrir valinu var sú, að þar átti félagslíf að vera í mestum blóma í fram- haldsskólunum. Axel hafði nefni- lega mjög mikinn áhuga á félags- lífi. Við ræddum oft um dvöl okkar í „Versló" og kom okkur ætíð saman um það, að þau fjögur ár sem við áttum þar, kæmu til með að verða skemmtilegustu ár í lífi okkar. Ég held mér sé óhætt að segja það, að í „Versló" hafi Axel fyrst blómstrað. Hæfileikar hans til að kynnast fólki og eignast vini kom þar svo berlega í ljós. Ég leyfi mér að fullyrða að á meðan Axel stundaði nám í „Versló" hafi ekki verið til sá nemandi eða kennari þar, sem vissi ekki hver hann var. Og engan heyrði maður hallmæla honum. í „Versló" kom áhugi Ax- els á leiklist velíi ljós. Hann tók þátt í þremur sýningum á Nem- endamótum auk þess að koma fram á nær öllum skemmtikvöld- um skólans. Sviðið heillaði hann. Því var ekki að undra þó hann legði stund á leiklistarnám eftir að hann hafði tekið sér tveggja ára hvíld frá námi að loknu stú- dentsprófi. Þetta nám stundaði hann einn vetur í New York. Nú síðast stóð til að hann hæfi nám í Iþróttakennaraskólanum að Laugarvatni. Ekki kom það heldur á óvart, því alla tíð stundaði Axel íþróttir og tók virkan þátt í íþróttastarfsemi í Garðabæ. Þó Axel hafi verið ákaflega léttlyndur og skemmtilegur drengur, var alvaran þó aldrei langt undan. Hann átti ótrúlega marga trúnaðarvini sem hann var ætíð reiðubúinn til að aðstoða í erfiðleikum sínum. Og ég held mér sé óhætt að segja að hann hafi verið hjálpsamur við alla. Eitt sinn sagði hann mér að hann hefði eitt heilli óveðursnótt í að aka fótgangandi fólki til síns heima, en hefði svo sjálfur þurft að ganga dágóðan spöl heim til sín sökum þess að bíllinn varð benslínlaus. Axel var ákaflega hugmynda- ríkur og dó sjaldan ráðalaus. Hann átti og auðvelt með að verma fólki um hjartarætur. Á einu afmæli móður minnar var Axel meðal gesta. Hann færði henni gjöf en hafði orðið of seinn til að kaupa afmæliskort. Kort- laus vildi hann ekki mæta, svo hann klippti út miða og límdi á gjöfina. Þetta kort byrjaði á þess- um orðum: „Elsku besta mamma besta vinar míns.“ Eftir afmælið sagði móðir mín mér að þetta væri það fallegasta kort sem hún hefði fengið, því það sýndi hug gefandans svo vel. Ég veit þó að Axel léti aldrei á þvi bera, gat hann verið viðkvæm- ur undir niðri. En hann var og drengur sem gat og þorði að tak- ast á við vandamál og erfiðleika. WIKA SöyiífljQygjtyr J<§)0T)©©®ini (it (g®1 Vesturgötu 16, sími 13280 Mér hefur oft verið hugsað til þess nú þessa síðustu daga, hve oft við Axel töluðum um líf eftir dauð- ann. Þá kom fram að hann óttað- ist ekki manninn með ljáinn. Hann sagðist vera viss um að hann myndi deyja ungur. Hvað fékk hann til að halda þessu eins staðfastlega fram og raun bar vitni veit ég ekki nú, en kem ef- laust til með að fá svar við því seinna. Ég hafði stundum orð á því við vini og kunningja hvað ég væri heppinn að eiga tvenna foreldra, því í raun var ég farinn að líta á þau Bjössa og Svanhvíti sem mína aðra foreldra. Slíkt var viðmót þeirra gagnvart mér sem og öðr- um að ekki verður á betra kosið. Ég man þau ætíð sem ákaflega glaðlynt fólk og skemmtilegt. Það þurfti ekki glöggan mann til að sjá hvaðan börn þeirra höfðu sitt lundarfar. Eins og fyrr getur, kynntist ég Auði um leið og ég kynntist Axel. Ekki verður annað sagt, en að þau systkin hafi verið lík að mörgu leiti, enda voru þau mjög samrýnd. Auður var ákaf- lega glaðlynd og traust mann- eskja. Þó ekki næði hún háum aldri hafði hún komið víða við. Hún hafði starfað við húshjálp jafnt sem sjómennsku. Ef einhver var hjálpar þurfi, var Auður ávallt tilbúin að rétta fram hjálp- arhönd. Þó sorgin sé mikil og þung og svo stórt skarð höggvið í vinahóp, er það óneitanlega huggun hversu margar ánægjulegar minningar standa eftir. Fyrir að hafa átt samleið með jafn indælu fólki eins og þeim Bjössa, Svanhvíti, Axel og Auði, er ég þakklátur. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Éftirlifandi systkinum og fjöl- skyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð og megi minningin um dásamlega foreldra og systkini verð þeim huggun í þungbærum harmi. Gísli Vagn Jónsson. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar og ömmu, LAUFEYJAR GUOJÓNSDÓTTUR, Áagarði, Grindavík. Dagbjartur Einarsaon, Birna Óladóttir, Kolbrún Einaradóttir, Guójón Einaraaon, Elínborg Ingvaradóttir, Halldór Einaraaon, og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, JOHÖNNU UNU EIRÍKSDOTTUR, Meiataravöllum 11. Bergljót Eiríksdóttir, Eiríkur Eiríksson, Jakobína Siguröardóttir, Sigríöur Aöalsteinsdóttir, Auöur Jóhanneadóttir, Þorsteinn Jóhannason, Kristín Eiríksdóttir, Sigþór Sigþórason Sturla Eiríkason, og barnabörn. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eigin manns míns, fööur okkar og afa, STEFÁNS VALDASONAR, Bröttugötu 4, Vestmannaeyjum. Guðmunda Bjarnadóttir, Margrét Stefónsdóttir, Sverrir Kjœrnested, Kristín Stefónsdóttir, Agnar Angantýsson, Óskar Stefánsson og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför föður okkar, PÁLS JÓNSSONAR, símavaktstjóra, Sundlaugarvegi 8. Ágústa Pálsdóttir, Skúli Pálsson, Jón Ingi Pálsson, Hafþór Pálsson og fjölskyldur. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRUNAR SIGMUNDSDÓTTUR, Hátúni 10b. Hólmfríður Jónsdóttir, Héöinn Hermóósson, Sigmundur Jónsson dótturbörn, tengdabörn og barnabarnabörn. GM ÞJONUSTA ÞÓRSHÖFN Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Langnesinga ^VÉLAPEILD ÞJONUSTUMIÐSTOÐ Höfðabakka 9 (r?86750

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.