Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.08.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 1982 Ardiles langar tíl Englands EINS og allir vita ákvað Argentínu- maðurinn Osvaldo Ardiles að leika ekki með félagi sínu, Tottenham, vegna Falklandseyjastríðsins, og leigði félagið hann þess vegna til l'aris St. Germain í Frakklandi í eitt ár. Ardiles hefur aðeins verið í nokkrar vikur hjá nvja liðinu, en virðist nú sjá eftir öllu saman. Vill hann nú snúa aftur til Tott- enham, en verður að sjálfsögðu að bíða eftir því í eitt ár. „Það er auðvitað ekki gæfulegt að tala um að yfirgefa Paris St. Germain þeg- ar ég hef aðeins dvalið hér í nokkrar vikur," sagði Ardiles í samtali við AP. „En ég verð að viðurkenna að ég hugsa stöðugt um Tottenham og vini mína. Hefði ég vitað að stríðinu lyki svo skyndilega hefði ég getað verið í Englandi nú." Ardiles snýr örugglega til enska liðsins eftir eitt ár, og því til stuðnings hefur hann ákveðið að selja ekki hús sitt í úthverfi Lond- Osvaldo Ardiles Njarövíkurstrákar sigruðu á alþjóðlegu móti í Danmörku DRENGIR úr Ufm. Njarðvíkur fóru mikla sigurför á alþjóðlegt ungl- ingamót í handknattleik sem fram fór í Dronninglund i Danmörku, dagana 18.—22. júlí. Voru þátttak- endur á annað þúsund frá 8 löndum. • Fremri röð frá vinstri: Hreioar Hreiðarsson, Reynir Kri.stjans.son, Ólafur Ó. Thordersen, fyrirliði, Kristinn Einarsson, Guðbjörn Jóhannesson, Ómar Ellertsson. Aftari rö* frá vinstri: Ólafur Thordersen, þjálfari, Birgir Sanders, Jón Magn- ússon, Guðjón Hilmarsson, Þórður Ólafsson, Teitur Örlygsson, Guðný Thordersen, fararstjóri. Njarðvíkurdrengirnir kepptu á þessu sama móti fyrir tveimur árum og sigruðu þá í sínum aldursflokki. Að þessu sinni kepptu þeir í flokki sem kallaðist á dönsku „Herre Junior", en það var flokkur 16 ára og yngri. Piltarnir sigruðu aftur og nú með meiri yfirburðum en áður. I riðlakeppninni keppti liðið fyrst við TSV Nieder Eschbach frá Vestur-Þýskalandi og sigraði 16—3. Síðan var Árhus frá Dan- mörku lagt að velli, 17—6, og loks Öspel Kley frá Þýskalandi, 13—11. I undanúrslitum mætti UMFN fyrst TSV Nord Harrislee frá Þýskalandi og sigraði 15—9. Síðan var aftur leikið gegn Öspel Klay og nú unnið með mun meiri yfir- burðum en áður, eða 17—6. Til úr- slita lék UMFN síðan gegn sænska liðinu Burlövz HF frá Malmö. Sigraði UMFN 19-7 og gekk lið- inu allt í haginn. Allir leikirnir að úrslitaleiknum undanskildum fóru fram á grasvelli í 27—30 stiga hita. Úrslitaleikurinn fór hins vegar fram í veglegri íþróttahöll á staðnum og var húsfyllir. Stóðu áhorfendur næstum sem einn með íslensku strákunum. SINDRA STALHF SINDRA STAL íþvíliggur styrkurinn Það sem steypt er þarf að styrkja með stáli — Steypustyrktar stáli. Steypustyrktarstál er ein af okkar sérgreinum. Við geymum stálið í húsi, sem heldur því hreinu og gljáandi, þannig verður það þægilegra í vinnslu og sparartíma. Markmið okkar er fljót og góð sendingar- þjónusta. Notaðu aðeins gott steypustyrktar- stál, í því liggur styrkurinn. Borgartúni 31 sími 27222 Laval á toppnum LAVAL, lið Karls Þórðarsonar, hef- ur byrjað mjög vel i 1. deildarkeppn- inni í Frakklandi í vetur. I gærkvöldi var 2. umferðin leikin og sigraði lið ið þá Auxerre á útivelli 1—0. Það var Þjóðverjinn Kraii.se sem skoraði eina markið. Hefur Laval þar með unnið tvo fyrstu leikina og er í efsta sæti ásamt Toulouse. „Eg hef nú ekki talað við Kalla, en ég hlustaði á lýsinguna á leiknum," sagði Erna, eiginkona hans, er blm. talaði við hana í gærkvöldi. Sagði hún að skv. lýsingunni hefði Auxerre sótt mun meira og Laval verið nokkuð heppið að fara með sigur af hólmi. Lens, sem Teitur Þórðarson leikur með, vann glæsilegan sigur á stórliðinu Bordeaux á heimavelli sínum í gærkvöldi. Endaði leikur- inn með sigri Lens, 3—2, eftir að þeir höfðu leitt 2—0 í hálfleik. Það eru engir smákarlar sem leika með Bordeaux, og ættu menn að kannast t.d. við karla einsog Gir- esse og Tigana úr HM-liði Frakka. Er Lens þá í öðru sæti ásamt fleiri liðum með þrjú stig. Teitur Þórð- arson hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið og ekki fékkst staðfest hvort hann hefði leikið. Ekki náðist í Teit í gærkvöldi. Önnur helstu úrslit voru þau að meistararnir Monaco gerðu 1—1 jafntefli á heimavelli við Paris St. Germain með þá Ardiles og Roch- etau innanborðs og þá kom á óvart að Saint Etienne gerði markalaust jafntefli á heimavelli sínum við Brest, sem ekki hefur talist öflugt hingað til. Greinilegt að St. Eti- enne er fallandi stórveldi, nú þeg- ar Platini hefur yfirgefið liðið. Úrslitin urðu þessi: Monaco — Paris St. Germain 1—1 Strasbourg — Lille 1—0 St. Etienne — Brest 0—0 Sochaux — Toulouse 2-3 Auxerre — Laval 0-1 Tours — Metz 3-2 Rouen — Lyon 2-1 Nantes — Bastia 3-0 Nancy — Mulhouse 6-0 Lens — Bordeaux 3-2 — SH. íDrófflr Swansea vann SWANSEA á nú góða möguleika á að tryggja sér sæti í 1. umferð Evrópukeppni bikarhafa eftir að hafa lagt portúgalska liðið Braga að velli í aukaumferð keppninnar í gærkvöldi. Endaði leikurinn, sem var á heimavelli Swansea í Wales, með þremur mörkum gegn engu. Jeremy Charles skoraði tvö mark- anna og fyrirliði Braga innsiglaði sigurinn er hann sendi knöttinn í eigið mark. — SH. Bikarúrslit í kvöld í kvöld fer fram úrslitaleikurinn í bikarkeppni KSÍ í öðrum flokki. Það eru Reykjavíkurfélögin Fram og Val- ur sem leika til úrslita, og hefst leik- urínn kl. 19.00 í Laugardalnum. Þess má geta að aðgangur er ókeyp- is. Sókndjarfir Siglfirðingar skoruðu níu mörk NÚ ER Ijóst, að úr B-riðli fara Sauðkrækinga og Siglfirðingar í úr- slitakeppni 3. deildar er hefst um næstu helgi. Siglfirðingar urðu efstir á hagstæðara markahlutfalli, bæði liðin hlutu 22 stig, en svo einkenni- lega sem það nú hljómar er staða Sauðkrækingar miklu betri. Inn- byrðis viðureignir í riðlakeppninni reiknast með og þar hlutu Sauð- krækingar 3 stig gegn einungis 1 stigi Siglfirðinga en staða KS er þó engu að síður töpuð enn. Árroðinn - KS 2:9 (0:5). Heimamenn áttu aldrei mögu- leika gegn firna góðu liði Siglfirð- inga og voru flestir viðstaddra sammála um að lið þeirra verð- skuldar fyllilega 2. deildar sæti að ári. Siglfirðingar fóru sem sagt á kostum og þegar sá gállinn er á þeim stenst lítið fyrir þeim. Mörk KS gerðu Hafþór Kol- beinsson 3, Hörður Júlíusson og Óli Agnarsson 2 (Óli kominn með 20 mörk í deildinni), Jakob Kára- son og Baldur Benediktsson 1 mark hvor. Helgi Örlygsson og Sigurgeir Sigurgeirsson settu hvor sitt markið fyrir Árroðann. Austri - Tindastóll 0:2 (0:1). Leikur þessi var all þokkalegur lengst af og voru það aðkomu- menn sem voru sterkari aðilinn allan tímann og eru líklegir til af- reka þegar aðal törnin byrjar eftir tæplega viku. Gústaf Baldvinsson kom Sauðkrækingum á bragðið í fyrri hálfleik og í þeim síðari bætti Örn Ragnarsson við öðru marki en þá höfðu nokkur upplögð færi farið í vaskinn. Dómari leiks- ins var mjög í sviðsljósinu og rak þjálfara Austra og markvörð þeirra út af og tveir kauðar fengu að sjá gul spjöld fyrir munnbrúk. Magni — Huginn 3:3 (1:0) Fyrri hálfleikur var jafn en þó áttu heimamenn betri færi og skoruðu eitt mark. Síðari hálfleikur var miklum mun fjörugri og þá komu mörkin eitt af öðru en heimamenn voru klaufar að vinna ekki því þeir voru öllu betri og áttu fleiri upplögð færi í opnum leik. Mörk Magna gerðu þeir Jón Ingólfsson og Hringur Hreinsson en fyrir Sindra svöruðu Sveinbjörn Jó- hannsson, Hilmar Harðarson og Aðalsteinn Smári Valgeirsson. MÞ HSÞ - Sindri 1:2 (1:0) Fátt benti til óvæntra úrslita í þessum leik því heimamenn höfðu frumkvæðið lengst af og Þorlákur P. Jónsson eða „Láki pot" skoraði fyrir lið sitt í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var lélegri sér í lagi að hálfu heimamanna og minna um færi. En Sindra óx smám saman ásmegin og fyrir rest skoruðu þeir 2 mörk, Grétar Vilbergsson að verki í bæði skiptin og Árroðinn því að öllum líkindum fallinn. RE 1 Elnkunnagjöi Lið Fram: HJ Guðmundur Baldursson 5 Þorsteinn Þorsteinsson 6 Trausti Haraldsson 5 Sverrir Einarsson 4 Marteinn Geirsson 4 Halldór Arason 4 Valdimar Stefánsson 4 Viðar Þorkelsson 4 Lárus Grétarsson 4 Guðmundur Torfason 3 Hafþór Sveinjónsson 4 Lið KR: Halldór Pálsson 6 Guðjón Hilmarsson 5 Magnús Jónsson 5 Ottó Guðmundsson 5 Jakob Pétursson 5 Jósteinn Einarsson 5 Agúst Már Jónsson 6 Ilálfdán Örlygsson 5 Óskar Ingimundarson 5 Sæbjörn Guðmundsson 6 Birgir Guðjónsson 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.