Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 1
80 SIÐUR wgmiRUbib 183. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 22. AGUST 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Samstaða á sér enga framtíð í Póllandi" — segir Rakowski Varsjá, l'óllandi, 21. ágúst. AP. FÓL8KI varaforsetinn, Mieczyslaw F. Rakowski, sagði í viðtali er birtist í dag að Samstaða „eigi sér enga fram tið í Póllandi" og hafnaði tillögum þess eðlis að um leynilegu starfsem- ina ætti að fara mjúkum höndum. Rakowski sagði einnig að ekki hefðu verið gerðar tilraunir til að brjóta Lech Walesa niður eða hafa áhrif á skoðanir hans meðan á fangelsisdvöl hans hefur staðið. Hann hefur verið í haldi allt frá því herlögin tóku gildi, þann 13. des- ember, og vestrænir fréttaskýrend- ur i Varsjá segjast efast um að hon- um verði sleppt í bráð. I dag hófu verkamenn að ryðja Sigurtorgið í Varsjá, en það hefur verið sá staður sem Pólverjar hafa safnast saman á til að eiga saman bænastundir og sýnt fram á and- stöðu sína við herlögin. Hins vegar er ráðgert frá hendi yfirvalda að reisa girðingu allt í kring um torgið til að koma í veg fyrir að fjöldi manns safnist þar saman dag hvern af ótta við mótmæli. Ný getn- aðarvörn Ncw York, 20. ápíst. Al'. VÍSINDAMENN í a.m.k. þremur löndum eru nú að vinna að getnað- arvörn í formi nefspreys, sem á að vera jafnt fyrir karlmenn sem kon- ur. Þetta er liður í leit að getnaðar- vörn sem gæti hentað sem flestum. Nefspreyið, sem á að taka einu sinni á dag, er ein af 20 nýjum getnaðarvörnum sem hugsanlegt er að verði komnar á markaðinn innan 20 ára, samkvæmt nýút- kominni skýrslu í Bandaríkjun- um. Vísindamennirnir eru að leita að hinni „fullkomnu" getnaðar- vörn, þ.e. þeirri sem kemur í veg fyrir getnað, hefur engar auka- verkanir í för með sér og er ódýr, auðveld í notkun og gagnar jafnt báðum kynjum. Nefspreyið sendir smáskammt af hormónum inn í líkamann í gegnum lungun og þannig inn í blóðrásina. Nefsprey þetta hefur þegar verið reynt í Vestur- Þýskalandi og er nú í rannsókn í Svíþjóð, Brasilíu og Chile, sam- kvæmt upplýsingum frá dr. Nash sem stendur að rannsókninni. Yfir 100 þúsund súlur búa í Eldey, en myndina tók Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins í Eldeyjarleiðangrinum sl. föstudag. Það er Þorkell Húnbogason sem er þarna á rölti í súlubyggðinni, en kollur Eldeyjar er hrjúfur með gilskorningum og hvarvetna er súlubæli við súlubæli. Sjá bls. 2 og baksíðu. Brottflutningur skæruliða hafinn frá Vestur-Beirút Beirút, 21. ágúst. AP. BROTTFLUTNINGUR palestínskra skæruliða frá Líbanon er hafinn og snemma í dag gengu þeir fyrstu 400 fylktu liði eftir götum Vestur-Beirút til hafnarinnar, sem nú er i höndum 350 franskra hermanna. Á leið sinni skutu þeir án afláts upp í loftið, héldu myndum af Arafat, leiðtoga siniim, hátt á loft og hrópuðu: „Bylt- ingin heldur áfram uns sigur vinnst." Grátandi konur vörðuðu leið þeirra og veifuðu vasaklútum sínum í kveðjuskyni. Þegar þeir komu til hafnarinnar fóru þeir um borð í skip, sem mun flytja þá til borgarinnar Larnaca á Kýpur, en þaðan fara þeir til íraks og Jórd- ..iuii Frönsku hermennirnir, 350 tals- ins, sem ásamt bandarískum, ít- olskum og líbönskum hermönnum munu skipa 2.100 manna eftirlits- lið með brottflutningi skærulið- anna, komu til Beirút árla í morg- un. Gert hafði verið ráð fyrir, að hafnarsvæðið væri þá í höndum líbanska hersins en þegar til kom voru þar aðeins ísraelar fyrir. Til harðra orðaskipta kom milli for- ingja Frakkanna og ísraela og skipuðu þeir fyrrnefndu ísraelsku hermönnunum að hafa sig á brott á stundinni. Foringi í líbanska hernum sagði seinna, að ísraelar hefðu meinað þeim aðgang að höfninni. Fimm klukkustundum eftir komu Frakkanna hófst brottflutn- ingur fyrstu skæruliðanna en gert Auknar ofsóknir gegn kristnu fólki í Rússlandi Stokkhólmi, 21. ágúst. OFSÖKNIR á hendur kristnum mönnum í Sovétríkjunum hafa auk- ist mjög að undanförnu og er nú vitað með vissu um fjórfalt fleiri menn, sem fangelsaðir hafa verid fyrir trú sína. Þessar fréttir eru hafðar eftir útlægum Sovétmönnum i Sviþjóð og félögum í Slavneska trúboðssambandinu. Sovésk yfirvöld hafa einkum gengið hart fram gegn baptistum og hvítasunnufólki. Wilgot Frit- zon, leiðtogi Slavneska trúboðs- sambandsins, sem hefur mikil tengsl við kristna trúbraeður sína í Sovétríkjunum, segir, að flestir séu dæmdir með tilvísan til 190. greinar hegningarlaganna en þar er kveðið á um viðurlög við að „útbreiða lygar um Sovétríkin og sovéskt samfélag". Sök fólks- ins er þá oftast sú að hafa haft í fórum sínum kristileg rit. Leynilögreglumenn elta oft kristið fólk á röndum og börn kristinna foreldra verða tíðum fyrir aðkasti í skólunum. Þau eru neydd til að ganga í æskulýðs- samtök kommúnista en þegar að því kemur að þau sækja um skólavist í æðri menntastofnun- um eru þeim flestar dyr lokaðar. Þrátt fyrir þetta virðist kristnu fólki vaxa ásmegin í Sovétríkjun- um. Stöðugt fleiri kirkjur á veg- um rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar hafa verið opnaðar og einnig hefur þeim söfnuðum, sem yfirvöld leggja ekki blessun sína yfir, fjölgað mjög. er ráð fyrir, að hann muni standa í tvær vikur. Philip C. Habib, sendimaður Bandaríkjastjórnar, sem átti mestan þátt í samkomu- laginu um brottflutninginn, kann- aði franska herliðið í Beirút-höfn stundu áður en skæruliðarnir stigu um borð og var Shafik Wazz- an, forsætisráðherra Líbanons, í fylgd með honum en hann annað- ist milligöngu milli Habibs og Arafats. PLO, frelsisfylking Palestínu- manna, hefur fagnað samkomu- laginu og kallar það pólitískan sigur, sem unnist hafi á ísraelum. Dagblöð í Vestur-Beirút birta myndir af Arafat brosandi og hafa það eftir Salah Khalaf, hátt- settum PLO-manni, að skæruliðar séu aðeins að færa si'g úr einni vígstöðinni í aðra. I Austur- Beirút, sem er byggð kristnu fólki, er einnig mikill fögnuður. „Palest- ínsku martröðinni er lokið, loks- ins," sagði útvarpsstöðin „Rödd Líbanons", sem líbanskir hægri- menn reka. Áætlað er, að nk. fimmtudag og föstudag verði 800 bandarískir landgönguliðar, 532 ítalskir her- menn og 450 franskir hermenn að auki komnir til borgarinnar til að fylgjast með brottflutningnum ásamt deildum úr líbanska hern-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.