Morgunblaðið - 22.08.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.08.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 / I/eiðanfrurHinenn i Kldeyjarferðinni standandi frá vinstri: örn Harðarson, Jón Arason, Páll Keynisson, Haraldur í.eir lllöðversson, Olgeir Sigmarsson, Valur Andersen, Arni Johnsen, Hörður Guðjónsson, Trausti fuglamerkingamaður, Hjálmar R. Bárðarson og Sigurður Sigurbergsson (Siggi minkur), sem fyrstur kom á brún í þessari ferð. Sitjandi frá vinstri: Halldóra Filippusdóttir, Hlöðver Johnsen, sem fór síðast i Eldey á árunum fyrir 1940, l>orkell llúnbogason, Kagnar Jónsson, Páll Steingrímsson, Hörður Hilmisson. Myndin er tekin frá brún fyrir ofan leiðina upp, 70 netra þverhnlpt bjarg bmO ajó og urð fyrir neðan. LjÓHinyndir Mbl. Ragnar Axelwwn. Eldeyjarleiðangurinn tókst með ágætum SJÓNVAKI’SKVIKMYNI) var unnin, á sjöunda hundruð súlur merktar, jarð- vegssýni tekin og súluungar skornir úr veiðarfa'radra'sum á ha-lum sínum í fjöl- mennum og fjölþa-ttum leiðangri Arna Johnscn í Eldey á föstudag, en alls klifu IX menn Eldey. I'etta er í annað skipti á liðlcga 40 árum sem Eldey er klifin, en vanir bjargmenn úr Vestmannaeyjum vnru hclmingur leiðangursmanna. Eerðin upp 70 metra hátt þverhnípt hjargið tók liðlega 4 klukkustundir, en vegna fjölmennis leiðangursmanna og takmarkaðs tima brugðu bjargmenn á það ráð að hnýta saman létta álstiga og hnýta þá í festingar sem unnt reyndist að koma fyrir á erfiðasta kafla leiðar- innar, efsta hlutanum þar sem þarf að klifra 15 metra í berg, sem slútir fram. Var það ævintýraleg staða að sögn leið- angursmanna að sjá stigann, lóðréttan og lausan frá berginu nema efst og ncðst, en þetta munaði því að tími vannst til að merkja á sjöunda hundrað súluunga undir stjórn Ragnars Jóns- sonar, læknis. Farið var á bátum úr Höfnum í ágætu veðri, en leiðangursmenn höfðu læðið leiðis síðan sl. mánudag. Leiðang- ursmenn dvöldu um 6 klukkustundir uppi á eynni við þau störf sem þurfti að vinna, en komið var til baka í Hafnir laust eftir miðnætti í fyrrakvöld. Fyrsta konan sem klífur Eldey var með i þessum leiðangri, Halldóra Filippus- dóttir, flugfreyja hjá Flugleiðum. Bjargmennirnir í leiðangrinum voru Sigurður Sigurbergsson, Valur Ander- sen, Þorkell Húnbogason, Haraldur Geir Hlöðversson, Hlöðver Johnsen, Hörður Guðjónsson, Hörður Hilmars- son og Ragnar Jónsson auk leiðangurs- stjóra. Aðrir þátttakendur í leiðangrin- um voru kvikmyndatökumaður sjón- varpsins, Órn Harðarson, Páll Reynis- son, kvikmyndatökumaður, og Jón Arason, hljóðupptökumaður, Ragnar Axelsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins, Páll Steingrímsson, kvikmyndatöku- maður, Hjálmar Bárðarson, Olgeir Sig- marsson, jarðfræðingur, og Trausti, fuglamerkingamaður úr Stykkishólmi. A annað hundrað þúsund súlur eru í Eldey sem hýsir stærsta súlubæli í ver- öldinni, en leiðin upp bergið í Eldey er talin ein erfiðasta bjargleið á íslandi m.a. vegna þess hve bergið er víða ótraust. Ragnar og Olgeir við fuglamerkiagar, ea þaó er mikill darraðardans. Þórshafnartogarinn umtalaði, Stakfell, fékk fimm guðlaxa í trollið á dögunum og sjást þeir hinir pattaralegustu á þessari mynd. Því miður sjást litir fisksins ekki, en hann er hinn skrautlegasti. „Guðlaxaár“ Matreiðslumenn á veitingahúsinu „Potturinn og pannan“ taka á móti einum guðlaxinum. (Ljósm. Þorkell Ouðfinnsson.) GUÐLAX hefur verið til umræðu eftir að Morgunblaöið í vikunni birti frétt þess efnis, að Hvanney frá Hornafirði hefði þá nýverið landað fjórða eintakinu af ís- landsmiðum af þessari „sjald- gæfu“ fiskitegund. Ekki stenzt þessi frétt blaðsins nú alveg og á það má benda, að það herrans ár 1730 voru að minnsta kosti fjórir guðlaxar komnir á land hérlendis, samkvæmt Bjarna Sæmundssyni, en hann greinir frá þessu í bók sinni „Fiskarnir". Gunnar Jónsson, fiskifræðing- ur, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að sum ár væru greini- lega meiri „guðlaxaár" en önnur. Þetta ár sagði hann að telja mætti til slíkra, því talsvert hef- ur verið um, að sjómenn hafi fengið guðlaxa í troll og einnig hefur það komið fyrir, að guð- laxa hefur rekið á land. Gunnar sagði, að aðalfæða guðlaxa væri smokkfiskur og það færi því oft saman, að „guðlaxaár" væri einnig „smokkfiskaár" og gæti því orðið vart smokkfisks með haustinu. Guðlax þykir góður til matar og a.m.k. þrjú veitingahús í Reykjavík tryggðu sér guðlaxa, sem togarar hafa veitt hér við land upp á síðkastið. Ekki er að efa að matargestir kunna vel að meta bragðið af guðlaxinum þeg- ar hann hefur verið matreiddur og fram borinn eftir kúnstarinn- ar reglum. I riti Bjarna Sæmundssonar, Fiskarnir, segir svo frá heiti fisksins: „Islenzka nafnið er ævagamalt, er nefnt í Eddu og bendir það á, að menn á Norður- löndum hafi snemma veitt þess- um tilkomumikla og fagra fiski eftirtekt og valið honum hið virðulegasta nafn.“ Guðlaxinn er stór fiskur, getur orðið 150 eða jafnvel 180 sm langur og vegið 70 kíló eða meira. Guðlax þykir skrautlegur mjög á lit, ofan á höfði og baki er hann dimmblár, á hliðum græn- leitur, með gull- og purpura- slikju, sem breytist eftir því hvernig á fiskinn er horft, kinn- arnar, neðanvert höfuðið og kviðurinn eru silfurlituð, en með ljósrauðri slikju, um allan bol og stirtlu er stráð gómstórum, kringlóttum eða ílöngum, silfur- hvítum blettum, uggarnir eru allir blóðrauðir, segir m.a. í lýs- ingu B. Sæm. á guðlaxi. Heimkynni guðlaxins eru sunnanvert N-Atlantshafið og Miðjarðarhafið, hans hefir orðið vart frá Kanaríeyjum og norður að Finnmörku, kringum Bret- landseyjar, við Færeyjar, Dan- mörku og Svíþjóð, við ísland og Noreg, segir Bjarni Sæmundsson í riti sínu, sem gefið var út 1926. Óvenju mikið hefur veiðst af þessum skrautlega fiski það sem af er árinu — sælkerum til ánægju

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.