Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 3 Síðasti Islandssjómaðurinn franski kominn í heimsókn í GÆK var væntanlegur með KlugleiAariugvélinni frá Farís „síðasti íslandssjómaðurinn" frá Bretagne, Yves le Koux, sem hátt á níræðisaldri kemur til að heimsækja landið, þar sem hann fiskaði sem ungur maður á skútu og var bjargað skipreika austur á Skeiðarársandi. En Island skipar stórt rúm í bókinni sem hann skrifaði og kom út i íslenzkri þýðingu fyrir síðustu jól. En þar segir hann frá ævi sinni og lífi frönsku sjómannanna við ísland. Með honum er frændi hans kjarnorkueðlisfræðingurinn Louis Jauneau og Jean Le Meur, bæjarfull- trúi í Faimpol og mestur áhugamaður um að endurvekja tengslin milli þess- arar bretónsku borgar fslandssjó- manna og íslands. En hann var fram- kvæmdastjóri mikillar kynningarviku þar í vor, sem nefndist „Paimpol, haf- ið og ísland“. íslandssjómaðurinn Tonto Yves kemur hingað í boði útgefandans að bókinni hans, Baldurs Stefánssonar í Steinholti hf. Hafði hann boðið honum að koma þegar bókin kom út í vetur, en ekki gat orðið af því fyrr en nú. Bókin nefnist „Yves frændi, Islandssjómaður" og þýddi Jón Óskar hana úr frönsku, en forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, skrifaði formála. Var gamli maður- inn óánægður með það, þegar bókin kom út í Frakklandi, að ekki komst þar allt með, sem hann vildi segja, og hefur hann nú sjálfur látið prenta myndskreytt kver, sem hann nefnir Souvenir D’Islande, minn- ingar frá íslandi, til að gefa vinum og áhugafólki. Ætla þeir félagar að dvelja hér í eina viku. Gata í bænum Paimpol, þaðan aem flestir bretónsku sjómennirnir komu, hefur verið skírð í höfuðið á síðasta íslandssjómanninum Yves le Roux, en hann er nú að rifja upp gamlar endurminningar frá skútuárunum á íslandi. Höfundarnafn féll niður ÞAU mistök urðu við birtingu umsagnar um bók Milton Friedman á bls. 16 og 17 í Mbl. í gær, að nafn höfundar féll niður, en hann er Ólafur Björnsson prófessor. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum. JNNLEN1T ÓU mazau í ctuiliý kl Nú er hver síöastur aö tryqgja sér sæti sólarlandaferö á þessu sumri. Nokkur sæti laus í næstu brottfarir um Costa del Sol 26. ág. og 2. sept. 2 eða 3 vikur, 9. og 16. sept. Uppselt. 8. september 3 vikur. Austurstræti 17, sími 20100 og 26611 Kaupvangsstræti 4 sími 22911 o Costa del Sol er tvímælalaust sá sumarleyfisstað- ur, sem býður mesta fjölbreytni, því þar finna allir eitthvað við sitt hæfi. Þar eru bestu golf-vellir Evrópu s.s. Torrequebrada, frábær heilsuræktar- aðstaða t.d. Hotel Incosol í Marbella, sjóskíöaskóli, tennisvellir, góðar sundlaugar, gististaöir í sérflokki og síðast en ekki síst sólskin og glaölegt viðmót Andalúsíubúa. Kynnisferðir til Marokkó, Granada, Sevilla, Nerja, Malaga og margra fleiri staöa fyrir þá, sem kynnast vilja landi og þjóö. Lignano „Gullna ströndin" er staðurinn sem slegið hefur í gegn á þessu ári, og vakið aðdáun farþega sökum náttúrufegurðar og mannlífs, sem ennþá er að mestu ósnert af erlendum áhrifum. Kynnisferðir til Syracusa, Taormina, Catania, Palermo og Rómar eru meöal þeirra vinsælustu — en úrvalið er óendanlegt. Ströndin í Lignano er að margra dómi sú besta, sem völ er á, búin öllum þægindum, breið og hvít. ítalskur tískufatnaö- ur er heimskunnur og úrval verslana í Lignano og Udine er fjölbreytt og mikið. ítölsk matargeröarlist á sér verðuga fulltrúa í Lignano og nágrenni. Kynnisferðir til Feneyja, Austurríkis og Júgóslavíu, Flórenz, Rómar og fleiri fagurra og fornfrægra staöa. Portoroz Vinsælustu baöstrendurnar og gististaðirnir í Palma Nova og Magaluf. Iðandi mannlíf og lífsgleði eru einkenni þessa vinsæla sumarleyfisstaðar norður-álfubúa. Fjölbreytt úrval kynnisferöa. Sikiley Heillandi, fagur staöur til hvíldar og hressingar, þar sem þó er mikið úrval skemmtistaða og góðra matsölustaða. Frá- bær gisting í stórum, rúmgóðum herbergjum á bestu hót- elunum Grand Hotel Metropol, Hotel Roza, Hotel Slovenija. Kynnisferðir til Austurríkis, verslunarferð til ítalíu, Slóv- _ eníu-ferð og margt fleira. Mallorca 27. ágúst 2 eöa 3 vikur, 3. sept. 2 vikur. 27. ágúst 2 eða 3 vikur, 3. sept. 2 vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.