Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 Sjónvarp kl. 20.50: „Knut Hamsun, nóbel- skáld og landráðamaður Á dagskrá sjónvarps kl. 20.50 í kvöld er heimildakvikmynd um norska rithöfundinn Knut Ham- sun sem nefnist „Knut Hamsun, nóbelskáld og landráðamaður". Myndin er gerð af Birni Font- ander og inniheldur efni sem ekki hefur verið sýnt áður. Knut Hamsun (1859—1952) var ákaflega umdeildur rithöf- undur og það var ekki vegna bókmenntaverka hans heldur vegna skoðana hans. Hann var nefnilega nasisti. Og þegar Þjóð- verjar hernámu Noreg árið 1940 Hljóðvarp kl. 10.25: hvatti hann landa sína til að sýna enga mótspyrnu. Norðmenn gátu ekki fyrirgefið Hamsun bessa afstöðu hans og eftir stríöið var hann lokaður inni á geðsjúkrahúsi í Osló, þá 86 ára gamall. Hann hafði gert ým- islegt sem Norðmönnum þótti ekki vel heilbrigt, þar á meðal sent nóbelsverðlaunamedalíuna sína til Göbbels, heimsótt Hitler í „arnarhreiður" hans fyrir utan Salzburg árið 1943, skrifað lof- rollu um Hitler þegar að hann dó og fleira í sama dúr. Hljódvarp kl. 20.30: „Deilur tengjast bók- menntum" á árunum mílli stríða Knut lUmsun. Myndin er tekin við rétUrhöldin gegn honum í Crimstad 7. maí 1945. „Milli Grænlands köldu kletta" Friorik Pill Jóiuwon Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.25 í dag er þátturinn „Út og suður" í umsjá Friðriks Páls Jónssonar. Hjörtur E. Þórarinsson á Tjörn segir frá för sinni til Grænlands þar sem hann var fulltrúi Búnaðarfélags íslands í byrjun þessa mánaðar. Nefnist frásögn hans „Milli Grænlands köldu kletta". Að sögn Friðriks var erindi Hjartar þar líka að af- henda formlega stóðhest sem íslendingar gáfu Grænlendingum, auk þess sem hann kynnti sér land- búnaðinn og sauðfjárrækt- ina í Grænlandi. IIjórtur E. Þórarinsson i Tjörn Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.30 í kvöld er þátturinn „Menningar- deilur milli striða" í umsjá Arnar Ólafssonar kennara. Örn sagði að þetta væri fyrsti þátturinn af átta og fjallaði hver þeirra um eitt meginefni. „Þessi þáttur er um deilur sem tengjast bókmenntum, um mismunandi afstöðu til bók- mennta á þessum árum milli stríð- anna," sagði Örn. „Fyrsti þátturinn er um menn- ingartímaritin sem birtust á árun- um milli heimsstyrjaldanna og um bókaútgáfu á þessum áratugum. Annar þátturinn verður svo um átökin milli þeirra sem boðuðu breytingar og „þjóðlegra íhalds- manna," sagði Örn að lokum. Les- ari með Erni í þáttunum verður Hjörtur Pálsson. Hljóövarp kl. 18.00: Lög eftir Árna Björnsson A dagskrá hljóðvarps kl. 18.00 í dag eru íslensk dægurlög. Verða m.a. leikin lög af plötu sem kom út í fyrra með lögum eftir Árna Björnsson. Stórhljómsveit Svans- ins leikur. Var þessi hljómplata gefin út í tilefni af því að Árni Björnsson varð 75 ára og Lúðra- sveitin Svanur 50 ára. Af plötunni verða leikin þrjú lög. Þau eru „Að ganga í dans", „Ástarvalsinn" og „Um kvöld". Orn Ólafsson mennUskólakennari. Árni Björnsson Oll almenn feröa- þjónusta tst^iSs ^áisii iisíkÉS^ r$fe Viö veitum alla almenna ferðaþjónustu, svosem útgáfu flugfarseðla um allan heim, pöntun á qistirymi oq alla skipulagningu einstaklings- feröa, hvort heldur sem um sumarleyfis- eöa viöskiptaferöir er aö ræða. Okkar sérfræö- ingur á þeim sviðum er Margrét Ás- ólfsdóttir og hefur hún að baki starfs- reynslu á þessu sviöi á annan áratug. Amsterdam Heíllandi fögur og skemmtileg borg, Fen- eyjar Noröur-Evrópu. Miöstöö lista og menningar. Fjölbreyttar skemmti- og skoð- unarferðir. Amsterdam er líklega hagstæð- asta verslunarborgin í Norður-Evrópu um þessar mundir. Floriade, stærsta blómasýning veraldar sem haldin er á 10 ára fresti, er opin til októberloka. Brottfarir á miövikudögum og sunnudögum. Ótrulega ódýrar ferðir með gistingu á góð- um hótelum eöa meö bilaleigubíl. Flug og bíll frá kr. 3.900. Flug og gisting frá kr. 4.600. Miðað vlö gengi 10. agust 1982. Fsrðaskrifstofan Laugavagi 66, 101 Reykjavík. sími 28633.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.