Morgunblaðið - 22.08.1982, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 22.08.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 7 Höfuðguðspjall þessa sunnudags, hins 11. eftir trini- tatis, er dæmisaga Jesú um faríseann og tollheimtumann- inn í musterinu. Lúkas segir, að hann hafi sagt hana „við nokkura, sem treystu sjálfum sér, að þeir væru réttlátir, og fyrirlitu aðra“. I þriðja guð- spjalli þessa dags segir Jesús ennfremur: „Hver sá, er upp hefur sjálfan sig, mun niður- lægjast, og hver sá, er niður- lægir sjálfan sig, mun upp hafinn verða." Að treysta sjálfum sér og fyrirlíta aðra, — skyldum við kannast við eitthvað þessu líkt? Þess er ekki langt að leita. í blöðunum, sem þú last í gær, í fréttum útvarpsins og í tali náungans um meðbræð- urna er því miður daglega eitthvað, sem ber þessu vitni, að þeir eru enn of margir, sem treysta sjálfum sér, að þeir og þeir einir séu réttlátir og ' náunginn og skoðanir hans eða lífsstaða því oft og tíðum fyrirlitin. Við gleymum því æði oft, að lífsvegurinn leyfir ekki ein- stefnu. Hins vegar er hún svo þægileg, að við látum hana oft verða ráðandi, vitandi vits eða ekki. Hvers konar einstefnu, spyr þú? Einstefnu sjálfs- hyggju okkar, eigingirninnar og sjálfsálitsins, sem setur manninn í öndvegi í hverju máli. En, hvað er rangt við það, spyr þú? Öndvegi lífsins heyrir ekki manninum, heldur Guði einum. Þess vegna er maðurinn ekki í sæti húsbónd- ans í dæmisögum. Jesú, heldur Guð. Maðurinn verður aldrei annað en þjónn, aldrei meira en ráðsmaður þeirra gæða, sem honum er trúað fyrir. I samræmi við þetta telur krist- in siðfræði t.d., að það sé allt- af Guð, sem á að ráða lífi mannsins, en ekki aðrir menn. Og þess vegna segir boðorðið: Þú skalt ekki mann deyða. Þar sem hlutunum er snúið við, þar sem maðurinn hefur verið settur ofar Guði eins og í ein- ræðisríkjum þeim, sem við þekkjum í okkar samtíð, þar er mannslífið einskis virði, mannréttindin fótum troðin og það eitt talið til réttlætis, sem tryggir áframhaldandi völd mannsins, sömu einstefn- una og ríkt hefur. Hið sama verður uppi á teningunum í einkalífinu, þótt í smærri stíl sé. Það sýna þau vel dæmisag- an um faríseann og toll- heimtumanninn og hin sterku orð Krists um, að hver sem upp hefur sjálfan sig, muni niðurlægjast, en hver sem niðurlægi sjálfan sig, muni upp hafinn verða. En hvað táknar þá þetta — að niðurlægja sjálfan sig? Það þýðir — að láta af sjálfs- hyggju sinni, viðurkenna föð- urvald Guðs, drottinvald Krists, og auðmýkja sjálfan sig til hlýðni við hinn guðlega vilja. Er það svo erfitt? Og er það í raun og veru niðurlæg- ing? Nei, það er hið gagn- stæða. Sá, sem niðurlægir Ein- stefna — Aðal- braut sjálfan sig mun upp hafinn verða. Þegar þú lýtur Guði, þá lýturðu kærleikanum, sann- leikanum, réttlætinu, — öllu sem lyftir lífinu, gerir það feg- urra, ánægjuríkara, eftirsókn- arverðara. Niðurlægingin er þess vegna leiðin upp á við, áfram og hærra. Jesús finnur lausn allra mála í þessari sömu aðferð, í hlýðni við Guð, í því að vera í samræmi við höfund lífsins, láta þar á móti sér, sem eiginn vilji og vilji Guðs rekast á. Sjálfselskan kann á stund- um að skapa meiri stundar- gleði, en oft meiðir hún líka einhvern annan í sömu and- ránni og skapar aldrei ham- ingju, þegar til lengdar lætur. Þetta hefur lífið margsannað. Bestu og göfugustu menn veraldarsögunnar hafa allir verið óhrekjandi sannanir fyrir gildi hins fórnfúsa, sjálfselskulausa lífs, þess vilja, er beygir eigingirni sína undir lögmál kærleikans. Er ég var erlendis á liðnu ári, vorum við þar eitt sinn á gangi um borgarstræti nokkr- ir íslendingar. Við komum þar að umferðarmerki, sem vakti athygli kunningja míns. Þarna var aðalbrautarmerki á allhárri stöng, og til þess að menn tækju betur eftir því, var ör neðar á stönginni og benti upp til merkisins. „Sjáðu," sagði kunningi minn, „þarna er eitthvað fyrir þig að íhuga, sr. Þórir. Aðalbrautin er uppi. Hann hafði vissulega rétt að mæla. Við tökum okkur oft bæði einstefnu og aðal- brautarrétt á vegi lífsins, þótt við eigum hvorugt á okkar valdi. Aðalbrautarrétturinn er hvergi nema hjá Guði. Við hljótum alltaf að verða að víkja, þar sem leiðir okkar og hans skerast, þar sem vilji okkar og vilji hans fara ekki saman. Og í umferð hins dag- lega lífs, þar sem við mætum meðbræðrum okkar, þar hljóta allir að verða að sæta ákveðnum umferðarreglum. Þær felast í boðorðum Móse, þeim sem Kristur hefur dregið saman í æðsta boðorðinu um hinn tvíþætta kærleika til Guðs og náungans og reglunni gullvægu um, að allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yð- ur, það skulið þér og þeim gjöra. Einstefna er þar hvergi til og aðalbrautarrétturinn er ofar mannlegu samfélagi. Hann tilheyrir Guði einum. íhugum þetta öll. Því, hver er sá okkar á meðal, að honum hætti ekki til að heimta þetta allt sér til handa og að sínum geðþótta? Hver er sá, sem treystir sér til að fullyrða, að það hafi aldrei átt við hann þetta, sem guðspjallið segir: Hann sagði þessa dæmisögu við nokkura, sem treystu sjálf- um sér, að þeir væru réttlátir og fyrirlitu aðra. Munum það ekki síður, að sá sem minnkast sín ekki fyrir það að lúta Guði, kærleiksvilja hans, hann mun um leið öðlast þá reisn er líf hans getur æðsta hlotið. Grikkland: Stytta guðs víns og gleði Saloniki, (>rikklandi, 20. ágúst. AP. HÖFUÐLAUS stytta af Dionysos, hinum griska guði víns og gleði, hef- ur verið grafin úr jörðu í rústum fornrar borgar í N-Grikklandi, sam- kvæmt upplýsingum frá Dimitri Fantermalis prófessor í dag. Fantermalis sem er forsvars- maður fyrir uppgröft Saloniki- fundin háskólans í Dion, sagði að styttan væri frá annarri öld eftir Krist og hafi að öllum líkindum verið gerð eftir hinni upphaflegu styttu sem talið er að sé frá 4. öld fyrir Krist. Styttan fannst innan um aðrar fornminjar í uppgreftrinum, en þar var um að ræða rómverska baðsamstæðu. AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMðTA HF Erum fluttir á Laugaveg 97, 2. hæð. Símanúmerið er 29860. Teiknistofa Bárðar Daníelssonar. Vcröbréíamarkaóur Fjárfestingarfélagsins GENGI VERÐBRÉFA 22. ÁGÚST 1982 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: 1970 2. flokkur 1971 1. flokkur 1972 1. flokkur 1972 2. flokkur 1973 1. flokkur A 1973 2. flokkur 1974 1. flokkur 1975 1. flokkur 1975 2. flokkur 1976 1. flokkur 1976 2. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 1981 2. flokkur Sölugertgi pr. kr. 100.- 8.088,70 7.122,94 6.175.17 5.231,96 3.794.34 3.495,49 2.412.76 1.981.02 1.492.29 1.414.18 1.132,48 1.050,60 877.32 712,36 560,51 472,50 365,23 271,27 213,17 183,19 136,04 Medalávöxtun ofangreindra flokka um- fram verðtryggingu er 3,7—5%. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Sölugengi m.v. nafnvexti (HLV) 12% 14% 16% 18% 20% 40% 1 ár 66 67 68 69 71 80 2 ár 55 56 57 59 61 74 3 ár 46 48 50 51 53 70 4 ár 40 42 44 46 48 67 5 ár 35 37 39 41 43 65 VEÐSKULDABREF MED LÁNSKJARAVÍSITÖLU: Sölugengi m.v. 2 afb./ári 1 ár 96,49 2 ár 94,28 3 ár 92,96 4 ár 91,14 s ár 90,59 6 ár 88,50 7 ár 87,01 8 ár 84,85 9 ár 83,43 10 ár 80,40 15 ár 74,05 nafn- Ávöxtun vextir umfram (HLV) varötr. 2%5 7% 2% 7% 2V4% 7% 2%% 7% 3% 7% 3% 7 %% 3% 7V»% 3% 7%% 3% 7V4% 3% 8% 3% 8% VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJODS B — 1973 C — 1973 D — 1974 E — 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1977 1. fl. — 1981 ugengi pr. kr. 100.- 2,715,42 2.309.24 1.958.25 1.339.56 1.339.56 888,58 846,63 644,18 599,43 119,55 TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF Í UMBOÐSSÖLU Verðbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu 12 101 Reykjavik lónaóarbankahusinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.