Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 22. ÁGUST 1982 Eru þessar ljósmyndir, sem hér eru birtar, kannski akrar Ingólfs Arnar- sonar? Þessi greinilegu plógför fann Ólafur K. Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins, á mynd, sem hann tók með infrarauðri filmu úr flugvél. Og hvar? Hvergi annars staðar en í Akurey! Vitað er að kornyrkja var stunduð r landnámi Ingólfs á miðöldum og raunar víðar um land, einkum um allt suðvestanvert landið. í íslendingasögum er urmull af heimildum fyrir því að fornmenn ræktuðu korn og brugguðu úr því til að gera sér glaðan dag. Og allir höfðingjar lögðu metnað sinn í að veita vel. Kornrækt var stunduð í sunnanverðum Noregi og í Bretlandi á miðöldum, og plógför- in á myndunum úr Akurey býsna lík meðfylgjandi mynd af miðaldaakri frá — Mér líst feikilega vel á þess- ar myndir, sagði Björn Þorsteins- son. 0« finnst þetta ákaflega merkilegt. Hefði þurft að mynda þarna og víðar miklu fyrr. Ég get ekki betur séð en að þarna séu plógför eins og þau voru á þessum tíma. Við skulum bara segja að þetta séu akrar Ingólfs og afsanni það hver'sem getur, bætti hann við og benti blaðamanni á það hvar heimilda væri að leita um akuryrkju á Islandi á þessum tíma. Bretlandi, þ.e., alls staðar þar sem kargaþýfi hefur ekki brotið þau upp. Frásagnir og örnefni benda til kornræktar í eyjunum hér á Sundunum á landnámsöld, og hvar er raunar líklegra að Ingólfur, sem kom frá stað þar sem kornrækt var stunduð, veldi sér við komuna til Reykjavíkur stað fyrir akur sinn en úti í nálægri eyju, sem er afgirt og því akrar varðir fyrir búfénaðinum, sem sleppt var á beit í landi. Auk þess sem korn óx best á láglendi við sjóinn, eins og Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, benti á, þegar við sýndum honum myndir Ólafs, sem eru bæði infrarauðar litmynd- ir og infrarauðar svarthvítar myndir. Hvað um það, þarna eru greinileg og regluleg plógför í Akurey og þau má sjá og mynda í sérstakri birtu. Plógförin á infrarauðri mynd En fyrst segjum við sögu mynd- anna og upphafsmanns myndatök- unnar Olafs K. Magnússonar. Það mun hafa verið um 1970 að Ólafur fór að mynda úr lofti Viðey með sérstökum útbúnaði, til að freista þess að finna ummerki um leifar klaustursins. Ekki hafði hann erindi sem erfiði. Kn hann tók fleiri myndir í eyjunum í nánd. Eftir það frétti hann að flugmenn hefðu oft komið auga á undarlegar reglulegar rákir í Akurey í sér- stakri birtu, einkum þegar sól er lágt á lofti. Þegar tækifæri gafst og líkleg birta tók hann svo loft- myndir þar. Seinna fór hann að skoða myndirnar og fann rákirn- ar, þar sem þýfið ekki eyðilagði þær. Þetta má greinilega sjá ef litmyndunum er varpað á vegg. Ólafur tók svo fleiri myndir og stækkaði út úr þeim. Og hér sjáið Hér má sjá hluta af hinum reglulegu plógförum í Akurey, þar sem þýfið neðst á myndinni hefur ekki brotið þau upp. Þessi mynd er tekin ut úr loftmynd af eynni, en sé infrarauðri litmyndinni varpað á vegg sjást þau enn betur og þannig kom Ólafur K. Magnússon auga á þau A myndinni sést rúst og neðar önnur að brotna í fjöruborðinu. Eru fundnir akrar Ingólfs? þið árangurinn. Björn Þorsteins- son, sagnfræðingur, sem við sýnd- um þessar myndir nú í sumar, varð ákaflega spenntur fyrir þeim. En svo vill einmitt til að Björn er í hópi manna, sem sl. haust efndu til undirbúningsfundar til endur- reisnar félagsins Ingólfs, í þeim tilgangi að safna heimildum og halda áfram útgáfu rita úr land- námi Ingólfs, og hefur áhyggjur af því að á þéttbýliriu á höfuðborg- arsvæðinu sé sópað burtu mörgu, sem aldrei hefur verið kannað eða gaumur gefinn, og gætu verið ómetanlegar heimildir. Bleikir akrar Allir íslendingar kunna um- mæli Gunnars á Hlíðarenda: „Kógur er hlíðin svo að mér hefur hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en síegin tún." En það eru ekki einu ummælin í íslendinga- sögunum um akra og kornyrkju. Víða er að finna í frásögum að menn voru að akuryrkjustörfum, þegar einhver atburður gerðist, að brugga úr korninu sínu eða njóta drykkjarins. Og jafnvel þótt forn sagnrit hefðu gleymt að nefna kornyrkjuna, væru nógir vitnis- burðir um hana í hinum mörgu örnefnum víðsvegar um land, sem kennd eru við akur, korn, bygg o.fl. eins og Þorvaldur Thoroddsen orðar það í Lýsingu íslands, þar sem hann fjallar í löngu máli um akuryrkju á íslandi. Þar hefur hann dregið saman tilvitnanir í sögurnar og aðrar heimildir. Og er íslandslýsing Þorvalds, svo og grein, sem dr. Björn Olsen skrifaði um kornyrkju á íslandi árið 1910 í Búnaðarritið, undirstöðuheimildir þessara skrifa. En Björn tók hverja sýsluna af annarri til með- ferðar og getur staðarnafna, sem beinlínis eru kennd við akuryrkju, 24 í Sunnlendingafjórðungi, 22 í Vestfirðingafjórðungi, 19 í Norð- lendingafjórðungi og 2 í Austfirð- ingafjórðungi. Auk þess sem hann ætlar að nöfnin gerði og tröð, og e.t.v. lönd og garðar muni benda til fornrar kornyrkju. Þorvaldur Thoroddsen tekur málið efnislega og segir m.a. um kornyrkju til forna: „Þegar í önd- verðu virðast landnámsmenn hafa gert kappsamlegar tilraunir til kornyrkju og þó arðurinn væri ekki rnikill, hélst sú viðleitni margar aldir, unz hún kulnaði út á 15. öld." Að kornyrkja hélzt þó svo lengi með veikum burðum síðari aldirnar kveður hann stafa af al- mennum ástæðum þeirra alda og af lifnaðarháttum manna, sem voru allt aðrir en nú. Hann segir ennfremur: „Langmest virðist ak- uryrkjan hafa verið vestan á land- inu, um Breiðafjörð, Snæfellsnes, Mýrar, Akranes og á Reykjanes- skaga og þar líklega einna mest á Suðurnesjum, Garðaskaga, Álfta- nesi og Seltjarnarnesi. Hvergi hefur akuryrkjan verið stunduð langt upp til sveita eða hátt yfir fjöruborði, víðast rétt við sjó eða ekki ofar en 50 m í Kljótshlíð og Öræfum, sem liggja móti suðri í 100 m og í Hreppum rúmlega svo hátt, ef örnefni er að marka. Lík- lega hafa akrarnir óvíða verið stórir í fornöld nema á höfuðból- um, þar sem arðuxar voru til að plægja; hjá fátæklingum við sjáv- arsíðuna hafa þeir sennilega verið á stærð við kálgarða, á smábýlum hefur varla verið vinnukraftur til að stinga upp stór svæði. Ökrun- um var oft skipt í akurreinar, sem enn sjást víða, þær munu vanalega hafa verið 4—8 faðma breiðar og stundum aðgreindar með skjól- görðum, sem bæði áttu að hlífa korninu og vera nokkurs konar fjárréttir, skepnur voru látnar vera á þeim hluta akursins, sem var ósáinn og fékk þannig teðslu." Að fyrstu landnámsmennirnir stunduðu kornrækt má t.d. marka af frásögninni af Hjörleifi, fóst- bróður Ingólfs Arnarsonar, sem tók land við Hjörleifshöfða og sat þar um veturinn „en um várið vildi hann sá; hann átti einn uxa og lét hann þrælana draga arð- inn". Kleiri slíkar frásagnir er að finna í Landnámu. Þegar Geir- mundur heljarskinn og Kjallakur deildu um land milli Klofninga og Kábeinsár og „börðust á ekrunum fyrir utan Klofning, þar vildu hvárir tveggja sá". Skallagrímur hafði hið þriðja bú sitt á Mýrum vestanverðum, þar lét hann hafa sæði og kallaði að Ökrum, segir í Egilssögu. Gullþórir hafði sæði í Klatey á Breiðafirði snemma á 10. öld. Njálssaga getur oft um korn- yrkju. Þegar Otkell réðist á Gunn- ar, var hann á sáðlandi sínu og „hafði kornkippu í annarri hendi en handöxi í annarri. Hann geng- ur á sáðland sitt og sár niður korninu um hríð." Einnig tók Gunnar sáðland af Þorgeiri Otkelssyni. í Njálu er líka talað um að „þá voraði snemma um vor- ið og færðu menn snemma niður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.