Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 19 Akurey liggur rétt viö Reykjavík. Hvar er líklegra aö Ingólfur hafi leitaö aér að stað til kornrœktar en é léglendri eyju ( næsta nágrenni, þar sem akurinn er varinn fyrir búfé, aem sleppt var i landi? Loftmynd af miðaldaökrum f Saoutham Warwickshire í Bretlandi. Reglulegu rákirnar í Akurey virðast ákaflega líkar þessum ökrum. Korn var ræktað bæði í Suður-Noregi og á Bretlandi, þegar land- námsmenn komu hingaö, og þeir þekktu slíka kornrækt. Plógfór í Akurey á infrarauðum myndum Á efri myndinni sjást plógförin mynduð úr lofti, en á þeirri neðri má svo í landi sjá syösta plógfariö og útsýni til Reykjavíkur, bústaðar Ingólfs. Myndir: Ólafur K. Magnússon Texti: Elín Pálmadóttir sæði sín“. Höskuldur Hvítanesgoði var geginn að Vörsabæ í Austur- landeyjum, þegar hann var að sá korni. Um kornrækt í eyjum, er til dæmis sagt í Njálu frá því að Þorvaldur Ósvífursson átti Bjarn- areyjar á Breiðafirði og hafði það- an skreið og mjöl og þar er einnig getið um Atla húskarl, er var ak- urgerðarmaður. Þessir atburðir í Njálu gerast á seinni hluta 10. ald- ar og byrjun 11. aldar. Á 10. öld er víða getið um akuryrkju. í byrjun 11. aldar var haft sæði í Kjarans- ey í Hvítárósi og þangað sendi Þórður Kolbeinsson á Hítarnesi fólk sitt „til að skrýfa korn". í Fóstbræðrasögu er talað um Jöður Klængsson, sem fór vetur einn út á Akranes til mjölkaupa. Þótt sög- urnar séu færðar í letur síðar en þær gerðust, eru frásagnir þeirra af akuryrkju í upphafi landnáms svo fjölmargar að varla verður rengt. En þær bera þess líka merki að ekki dugði það korn sem ræktað var heima og fljótlega voru að auki komnir mjölflutn- ingar til landsins. Kornrækt í Engey, Viðey, Örfirisey og Akurey Frásagnir af kornrækt halda áfram fram yfir 1400. Og ef við höldum okkur bara við á Suðaust- urlandi og í nágrenni Akureyjar, má nefna, að þegar Sturla Sig- hvatsson tók 1236 undir sig eignir Snorra Sturlusonar og þurfti þá mikil aflaföng til að ala lið sitt, „var þá flutt úr Engey bæði mjöl og skreið, en sumt keypt á Akra- nesi“. Síðar gaf Þorleifur í Görð- um á Akranesi Þorgilsi skarða tvö sáld malts. Virðist af þessu mega ráða að akuryrkja hafi þá verið í Engey og á Akranesi. Um föstuna, 1236, fór Órækja „suður til Kjal- arness og fékk þar föng mikil, mjöl og skreið, smjör og hunang“, segir í Sturlungu. Og enn fyrr kveður máldagi Reykja í Mos- fellssveit 1180 svo að orði: „Þar skal gjalda presti hundrað álna, gjalda mjöl að helmingi, ef sá vill það heldur er þar býr, en vöru, en kirkja á 19 mæla akurlönd í Görð- um út og selja sáin hálf af hendi.“ Og í sögu Þorláks helga er talað um korn í Viðey 1190. Þar segir: „Á bæ þeim sem í Viðey heitir spiltu mýs kornum og ökrum, svá at varla mátti við búa.“ Þorlákur biskup „vígði þá vatn og stökti yfir eyna, utan um eitt nes, það fyrir- bauð hann að erja, varð og eigi að músunum mein í eyjunni meðan því var haldið. Löngum tíma síðar örðu menn hlut af nesinu. Hlupu þar þá mýs um alla eyna. Var þar víða jörð hol og fullt af músum." Síðar er þess getið í Biskupasög- um, að verkamenn í Viðey hafi verið „að arningu" um varptím- ann. í skrá um leigumála í jörðum Viðeyjarklausturs 1313 er sagt að klaustrið eigi „helmingar sáð“ á Eiði í Mosfellssveit og af Elliða- vatni átti að borga í landsskuld „tvö hundruð vöru og 4 vættir mjöls“. Árið 1379 á Reykjavíkur- kirkja „landsælding" í Effersey og „sælding" í Akurey, þ.e. land sem tekur eins slags sáð af korni. Semsagt þarna kemur fram, að korn hefur verið ræktað í Akurey og á eyjunum í kring, í Viðey, Engey og Örfirisey. Enda telur dr. Björn M. Ólsen á meðal örnefna varðandi kornrækt í Gullbringu- og Kjósarsýslu nöfn á Seltjarn- arnesi, Akurey, Bygggarð, Ráða- gerði, Landakot. Hann segir líka bersýnilegt að korn hafi verið ræktað i Gufunesi, en í Sturlungu er sagt frá því, að Magnús alls- herjargoði hafi „haft af Gufunesi mjöl, slátur og fé, sem honum lík- aði“ og þegar sættir tókust „lagði biskup mjölskuld á landið", þ.e. að vextir skuldarinnar áttu að greið- ast í mjöli. Af þessu stutta og handahófs- kennda yfirliti er augljóst að forn- menn, allt frá fyrstu landnáms- mönnum, hafa stundað akuryrkju. Ennfremur að landsvæðið kring um Reykjavík og næstu eyjar var til þess notað. Og ef við lítum til fyrsta landnámsmannsins í Reykjavík, Ingólfs Arnarsonar, sem hefur væntanlega engu síður en Hjörleifur fóstbróðir hans látið það verða eitt sitt fyrsta verk að sá, þá má velta fyrir sér hvar hann hefur borið niður. Þarna lá Akurey við innsiglinguna í Reykjavík, rétt utan við Engey og Örfirisey. Á þeim tíma í meira sambandi við land, þar sem botn Faxaflóa hefur allur verið að síga síðan, þannig að ætla má að hægt hafi verið að komast þangað út, a.m.k. á stórstraumsfjöru, en akr- ar þó allvel varðir fyrir fé, sem sleppt var á beit í landinu. Og það er einmitt sú af eyjunum, sem SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.