Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 Upphaf myndatökunnar meö infrarauðum filmum má rekja til þess að Ólafur K. Magnússon fór að taka loftmyndir af Viöey í leit að ummerkjum klausturrústa þar. Ekki fundust þær eða kornakrar, sem þar voru. í sögu Þorláks helga er m.a. sagt frá því að mýs hafi mjög spillt kornum og ökrum þar. Enda hefur þar verið miklu meiri umferð og rask á seinni öldum og hús eflaust verið byggð á rústum fyrri húsa. Eru fundnir akrar Ingólfs? fékk heitið Akurey. Má þá ekki gera því skóna að þarna séu ein- mitt fundin merki um akra Ingólfs Arnarsonar, þegar skoðaðar eru infrarauðu myndirnar með reglu- legum plógförum þar eftir eynni, sem kargaþýfi hefur ekki eyðilagt þau. Og plógförin liggja þveri yfir allar venjulegar jarðmyndanir og líkjast miðaldaökrunum á megin- landinu. Lítid um brauð og graut Hvernig var þessari kornrækt þá háttað? Þorvaldur Thoroddsen segir: „Ekki eru líkindi til þess að fornmenn hafi ræktað annað en hygg, hina sömu tegund sem ann- ars staðar óx á Norðurlöndum . . . Korninu var sáð, það „fært niður" að vorinu: sáðmaöurinn bar út- sæðið í körfu, kornkippu, svo sem getið er um í Njálu ... Útsæðið hefir eðlilega oftast verið íslenzkt °.Vgg, þó hljóta eflaust stundum að hafa verið órðugleikar á að fá nóg útsæði, þegar uppskera brást eins og oft varð í hörðu árferði og hafa menn þó líklega fengið útsæði frá Noregi. Þroskatími byggsins hefur verið töluvert mismunandi eftir árferði og legu héraða. Kornið mun til forna hafa verið skorið með sigðum, enda var það kallað að skera akur eins og stendur í Jónsbók. Þegar búið var að skera akurinn, var kornið bundið saman í kerfi og kerfin borin saman í skrúf eða nokkurs konar sæti, var það kallað að „skrýfa korn". Síðan var kornið skekið og þurrkað við eld í sofnhúsi og mun aðferðin við hirðingu byggsins hafa verið hin sama sem enn er notuð við mel- kornið í Skaftafellssýslu." Dr. Björn Ólsen ætlar að uppskera á íslandi muni hafa verið sexföld við útsæði, en þetta er ekki vitað. Rkki voru menn nú að þessari ræktun við erfið skilyrði að gamni sínu. Þorvaldur segir að byggið hafi til forna verið notað í brauð og grauta og til öigerðar. Korn var í fornöld mjög dýr matur, mjöl kostaði jafnmikið og sama þyngd af smjöri og osti og var kallað mjölvægur matur. Eftir alþingis- samþykkt 1100 um fjárlag manna á meðal er það lag á mjöli og mjölvægum mat að þrjár vættir hafa sama verðmæti og kýr eða 6 ær loðnar og lembdar segir Þor- valdur. Hann getur þess að brauð sé mjög sjaldan nefnt í sögunum og hefur þótt sælgæti. Og að bygggrautur hafi líklega einnig verið fremur sjaldgæfur matur til forna og þótt góðgæti, en hans sé líka sjaldan getið. Þegar íslend- ingar komu til annarra landa þótti þeim grautur mata beztur. Þor- steinn Austfirðingur át einn allt úr grautarbollanum, er að honum var réttur og hlógu konungsmenn að honum og mæltu: „Vel kantu landi að neyta grautarins," en konungur taldi hann eta graut á við þrjá. Bruggað fyrir hverja veizlu „Úr ölinu gjörðu menn einnig malt, sem kunnugt er, til ölhitun- ar," segir Þorvaldur. Byggið er bleytt, látið spíra og haft við yl, en síðan annaðhvort notað þegar í stað blautt til ölhitunar eða þurrkað og malað, ef menn vildu geyma það. Segir hann að líklega hafi malt lítið gengið kaupum og sölum innanlands, þess sé ekki getið í hinum fornu kaupskrám. Hver sem átti mölt, hefur sjálfur notað það. Og þarna verður meira um heimildir. í Sturlungu er til dæm- is frásögn frá Stafholti: „Það höfðust menn að í Stafholti um nóttina, að húsfreyja var að ölgerð og með henni Björn Sigurðsson, ræðismaður og höfðu úti hituelda, því að þau vildu eigi gera reyk að mönnum. Og voru dyr allar opnar, en þau fóru jafnan út eða inn." Um þetta segir Þorvaldur Thor- oddsen: Fornmenn drukku mikið af öli, að minnsta kosti í veizlum og á stórhátíðum, en daglegur drykkur var ölið ekki, sízt hio inn- lenda öl. Mungát fornaldarinnar Heimildir eru um kornrakt í Engey, Víðey, Örfihsey og Akurey. „Landsælding" var bæöi i Effersey og Akurey. Ekki saust nein merki um akra á infrarauðum litmyndum Ólafs K. Magnússonar af Engey, en þar komu vel fram tóftir, sem munu vera síöari tíma húsatóftir í eynni. gat ekki geymzt og varð því að brugga það í hvert skipti er nota skyldi. Er þess jafnan getið að öl- hitun fór fram fyrir hverja veizlu ... Af sögunum sést að höfðingjar drukku öl og mjöð í hverri veizlu og í hvcrju boði og er jafnan tekið fram þegar lofuð eru gæði veizl- unnar eða rausn veitenda, að drukkið hafi verið fast, stundum getið um olhitun. Yngvar á Álfta- nesi hélt Skallagrími veizlu og lét íiita öl. Snorri goði hafði haustboð mikið, var öldrykkja og fast drukkið, þar voru ólteiti mörg. Og í Laxdælu er talað um „hinar mestu ölværðir". Á Sturlungaöld höfðu höfðingjar oft boð og öl- drykkjur, einkum um jólin. Gissur Þorvaldsson hafði t.d. fjölmenn jólaboð, „þar var mjöður blandinn og mungát heitt". Af öllum frá- sögnum sést að mikilvægt var hverjum höfðingja að hafa bygg til ölgerðar. Ætli sama hafi ekki gilt um Ingólf Arnarson? Eins og jarteiknabækur bera með sér, misheppnaðist ölgerðin oft á íslandi, það kom „skjaðak" í ölið, einhver óholl eða eitruð gerð. Var þá heitið á helga menn og urðu þeir jafnan vel við. ísleifur biskup blessaði mungát það er skjaðak var í og var þaðan í frá vel drekkandi. Eins hjálpaði Þorlákur helgi vel, lífs og liðinn. En Þorlák- ur helgi var í lifanda lífi „svo drykksæll, að það öl brást aldrei er hann blessaði og hann signdi sinni hendi þá er gjörð skyldi koma". Mun brugg hafa haldizt mun lengur en kornrækt á íslandi og þá bruggað úr erlendu korni. En hinni fornu akuryrkju hefur verið farið að hnigna á 14. öld „svo korn óx þá aðeins á fáum stöðum sunn- anlands", eins og Arngrímur ábóti sagði 1350. Þó hélzt hun á ýmsum stöðum út öldina og fram yfir aldamótin, en svo kom svarti dauði og úr því verður varla vart við kornyrkju, að minnsta kosti eru engin óyggjandi rök fyrir ak- uryrkju á seinni hluta 15. og fyrri hluta 16. aldar. Þegar á 15. öld var farið að flytja meira inn til ís- lands, veðrátta var kólnandi og búskaparhættir breyttir. Það síð- asta um þetta munu vera ummæli Odds Einarssonar: „Ekki svo að skilja að ég telji eyjuna (ísland) hafa hrörnað svo, að hún sé ekki móttækileg fyrir sæðingu, enda stunda íbúarnir á nokkrum stöð- um á sunnanverðu Islandi akur- yrkju enn í dag og hafa af góðar nytjar, heldur hafi allir íslend- ingar afvanizt akuryrkjustörfum og vanrækt þau allt fram á vora daga." Ef rákirnar í Akurey eru plóg- för, er þá ekki líklegra að þau séu frá fyrsta hluta þessa skeiðs? Og því ekki akur Ingólfs? Þá er komið að þeim sem vilja, að afsanna að svo sé? Og þeim sem áhuga hafa, að kanna Akurey nánar. E.Pá. Bandaríkin vöruöu Tékka við innrásinni Hamborg, Vestur Þýakilandi, 21. áfrúsL AP. BANDARÍKJASTJÓRN vissi fyrir um ráðagerðir sovéskra stjórnvalda að ráðast inn í Tékkóslóvakíu 1968 og vöruðu Tékka við, segir í vestur-þýsku dagblaði í morgun. Hins vegar vanmat fyrrum kommúnistaleiðtoginn, Alex- ander Dubcek, aðvaranir bandarískra stjórnvalda þar sem hann trúði ekki að Sov- étmenn myndu ráðast inn í landið.segir í blaðinu. Það er dagblaðið „Die Welt" sem hefur eftir fyrrum leyni- þjónustumanni frá Frankfurt að hann hafi sjálfur ljósmynd- að skipanir stjórnvalda Sov- étríkjanna í júlí 1968, eða ein- um mánuði áður en innrásin var gerð. Leyniþjónustumaðurinn er ekki nafngreindur, en sagt er að hann hafi verið fangelsaður í Austur-Þýskalandi og verið látinn laus á árinu 1981 í skiptum fyrir Giienther Guill- aume, sem Vestur-Þjóðverjar leystu úr haldi. Guillaume var austur-þýskur njósnari og var stoð og stytta fyrrum kansl- ara, Willy Brandts. Óeirðir í Guatemala Culrnli, 21. ágúxt. AP. ELLEFU vinstriNÍnnaAir skæruliðar létust íbardögum við hermenn stjórnar innar og meðlimi borgaralegra gæslusveita í fjöllum Vestur-Guatemala, sam- kva-ml upplýsingum frá hernum í dag. I fyrstu orrustunni drápu stjórnarhermennirnir sjö skæru- liða er þeir komu óvænt að búðum þeirra í San Marcos-héraðinu, u.þ.b. 297 kílómetra frá höfuð- borginni, nálægt landamærum Mexikó. Stjórnarhermennirnir gerðu upptæk vopn, lyfjabirgðir, matvæli og klæðnað í búðunum. Einn stjórnarhermaður mun hafa látið lífið í bardaganum. I síðari orrustunni tókst stjórn- arhermönnum að stoðva framsókn skæruliðanna er þeir reyndu að hertaka lítið þorp fyrir norðvest- an höfuðborgina. Tilkynnt var að í þeirri orrustu hefðu látið lífið fjórir skæruliðar og einn stjórn- arhermaður. Álitið er að um 300 manns látist í hverjum mánuði vegna bardaga milli skæruliða og stjórnarher- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.