Morgunblaðið - 22.08.1982, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.08.1982, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 21 Það er í eðli vísunnar, að ekkert mannlegt sé henni óviðkomandi. Stundum er hún tær skáldskapur: Forlög koma ofan að, örlög kringum sveima, álögin úr ýmsum stað en ólög fæðast heima. Vísur af þessu tagi verða áleitnar við þær kringum- stæður, sem nú eru í þjóðfélaginu. Ýmislegt liggur í loftinu og flest þess konar, að það gefur vísbendingu um, að barningurinn sé rétt að byrja. Hreiðar Eyjólfs- son Geirdal kvað: Ekkert gengur. Úfinn sær utan fleyið lemur. Öldur falla ein og tvær, — og sú þriðja kemur. Græðir blendinn glímir við gnoð í lendingunni. Drottins hendi leggur lið loks að endingunni. Vel gæti þetta verið ort um ríkisstjórnarfleyið. — Annars hafa mér borist góð bréf, þar á meðal eitt frá „vísnabrestsnefndarmanni": „Herra Loðnubrestsnefndarmaður (frb. samkv. fjöl- miðlum: Loðnubressnefnd), Halldór Blöndal. Af þeim þúsund nefndum sem ríkisstjórnir vorar skipa árlega þykir oss sú vera merkust er Loðnubress- nefnd heitir með stórum staf. Einkum þykir oss nafnið svipfrítt og vekur það fjör- ugan huga til margskonar hugleiðinga um lífið og hið einkennilega sjávardýr er loðna nefnist og Petter Dass hafði andstyggð á hér fyrrum einsog fram kemur í Trómeti hans, þetta var raunar siðferðilegt vantraust á kykvendi þessu. En um leið og vér hugleiðum loðnubrest og hin margvíslegu rök tilverunnar er fylgja, dettur oss í hug visnabrestur í ágætum þáttum þínum og leggjum til að Tóroddar skipi vísnabrestsnefnd (með litlum staf þó). Mætti vera skipuð utanþingsmönnum. Vér sendum þér nú nokkrar hugleiðingar sem þakklætiskveðju fyrir áhuga á vísnagerð og loðnuvernd og má Steingrímur eiga afganginn eins og börnin okkar segja: llamingjan er oss sem gönguhestur, grátið er margt það sem fyrr var á döfinni. Lífið er allsherjar loðnubrestur og lagast víst trauðlega fyrr en í gröfinni. Einn velur flugvél eða skip, annar dinglast á hesti. Þriðji labbar (með sútarsvip) svekktur af loðnubresti. Skipst var á skömmum og pústrum, skemmdarverk tiðkuð og dreymt um hefnd. Þar til féllust í faðma Framsókn og íhald í Loðnubressnefnd. Fjárþrot útgerðarbænda bíður, bátar dregnir í naust. Nú treystir blásnauður landsins lýður á Loðnubressnefnd í haust. Blöndal varð lengi brautin hál, bauðst engi griðastaður. Loksins varð hann af lifi og sál Loðnubressnefndarmaður. Stefáni, fóstra Framsóknar, finnst enn að muni verstur í lífsgæðastriði landsbyggðar: Lambakjötsmarkaðsbrestur. Áníðslan getur gengið langt, gefumst vér upp í hrönnum. Lífið má vera leitt og strangt Loðnubressnefndarmönnum. Útgerðar-bænda böl er margt, bjargarleið hvurgi sén. Loðnubresturinn leikur hart landsstjórn er þykir klén. Loðnubressnefnd af náð nót fylli grunnt í sjó. Lífið er loðnu háð. Lífið er gúanó. Loðna mun leidd á mið. Loforðin verða efnd. Loks réttir landsjóð við Loðnubressvarnarnef nd. Visnabrestsnefndarmaður Flugstöðvarbyggingin, sem aldrei rís, hefur mjög ver- ið á dagskrá undanfarið og stórt tekið upp í sig. Olafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, hefur eðlilega verið mikið í sviðsljósinu, enda er hann á undanhaldi í mál- inu. Hann þykist þó hafa rökin sín megin og hefur m.a. komist svo að orði, að kommúnistar beri fyrir sig „agn- arlítið fíkjublað" sem þó engan vegi skýli þeirra nekt. Guðrún Helgadóttir hefur helst orðið til andsvara. Um þau kvað Móri: Er hún mætti Óla Jóh. — í lét karlinn skína fíkjublað í flýti dró fyrir blygðun sína. Bréf og vísur eru þegnar. Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal Orlof aldraðra 23. september Grikkland. Örfá sæti laus. 2. september Portoroz. Biölistl. 3. vikna feröir, dvöl á hóteli meö hálfu fæöi. Fararstjóri: Ásthildur Pétursdóttir. Portoroz 2. september örfá sæti laus Grikkland 2. september örfá sæti laus 23. september örfá sæti laus Toronto 26. ágúst örfá sæti laus 2. sept. 11 dagar örfá sæti laus Rimini 30. ágúst örfá sæti laus 9. sept. Örfá sæti laus f 11 daga. Sumarhús í Danmörku 27. ágúst Karrebæksminde og Karlslunde örfá sæti laus í 2 vikur. Kaupmannahöfn flug og bíll 13. ágúst 4 sæti laus 20. ágúst örfá sæti laus 27. ágúst örfá sæti laus Amsterdam Flug og bfll, verö frá 4.000.- Flug og hótel í 4 daga. Verö frá Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.