Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 22. AGUST 1982 fti*«g$ttttMðfeÍfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. FTeysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Ao- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuði innínlands. í lausasölu 8 kr. eintakið. Nú um þessa helgi hafa gjaldeyrisdeildir bankanna verið lokaðar í meira en 20 daga á þessu ári meðan aðilar ríkis- stjórnarinnar rífast inn- byrðis. Eftir áramót voru gjaldeyrisdeildir lokaðar fram undir miðjan janúar og nú hefur lokun gjaldeyr- isdeildanna staðið nokkuð á aðra viku. Það hefur að vísu oft gerzt á síðustu ára- tugum, að gjaldeyrisdeildir hafi verið lokaðar um skeið en í stjórnartíð hverrar ríkisstjórnar um sig hefur það verið undantekning en ekki regla. Nú sýnist lokun gjaldeyrisdeildanna að verða regla en ekki undan- tekning, þegar ríkisstjórn- in er að fást við efna- hagsmál. Lokun gjaldeyrisdeild- anna veldur margvíslegri truflun á viðskiptum og at- vinnulífi og er til marks um fráleita stjórnarhætti, sem ekki eiga heima í nútíma þjóðfélagi og allra sízt hjá stjórnmálamönnum, sem þykjast þess umkomnir að vanda um við aðra í sam- bandi við stjórnun atvinnu- fyrirtækja og hagræðingu í atvinnurekstri. Nú er lokun gjaldeyrisdeildanna hins vegar orðiu tákn þess, að í landinu situr ríkisstjórn, sem ræður ekki lengur við kjöl. Hið eina, sem nú er verið að semja um, er það, hversu lengi hægt er að framlengja líf núverandi ráðherra í ráðherrastólun- um. Spilið stendur ekki lengur um neitt annað. Allir aðilar ríkisstjórn- arinnar vilja sitja áfram, hvað sem tautar. Gunnar Thoroddsen og félagar hans í ríkisstjórn leggja á það áherzlu. Framsókn- armenn sömuleiðis. En það eru ekki sízt ráðherrar Al- þýðubandalagsins, sem ekki mega til þess hugsa að hverfa úr ríkisstjórn. I raun og veru hefur runnið á þá einhvers konar pólitískt æði síðustu vikur. Innan Alþýðubandalagsins hafa þeir gengið harkalega fram í því að kúga flokksmenn sína til fylgis við aðgerðir í efnahagsmálum, sem ganga þvert á heitstreng- menn segja þeir, að eina ráðið sé, að þessir tveir flokkar starfi saman, þar sem kratar séu ómögulegir. Við krata segja þeir, að eft- ir kosningasigur Sjálfstæð- isflokksins verði þeir og kratar að taka höndum saman til þess að skapa mótvægi gegn Sjálfstæðis- flokknum. Við báða aðila segja þeir, að samstarfið við Framsóknarflokkinn sé orðið óþolandi. Hvílík heil- indi! Allt er þetta til marks um menn, sem æða um í órvæntingu til þess að ná í eitthvert haldreipi, sem getur tryggt þeim setu í ríkisstjórn eftir að núver- andi stjórnarsamstarf hef- ur fengið þann endi, sem til var stofnað í upphafi. Raunar er furðulegt í þeim pólitíska leik, sem fram hefur farið bak við Virðing Alþingis er í hættu þao verkeíni, sem hún tók að sér á sínum tíma til þess að bjarga „virðingu" Al- þingis. Dögum saman hefur það legið ljóst fyrir að aðilar ríkisstjórnarinnar hafa ekki verið að semja um raunhæfar og róttækar efnahagsráðstafanir til þess að koma efnahagsmál- um þjóðarinnar á réttan ingar, loforð og yfirlýs- ingar Alþýðubandalagsins í þá áratugi, sem þessi flokk- ur hefur starfað. En það er ekki nóg. Útsendarar ráð- herranna, menn á borð við Ólaf Grímsson, hafa vaðið um í öðrum stjórnmála- flokkum til þess að bjóða mönnum samstarf við Al- þýðubandalagið í ríkis- stjórn. Við sjálfstæðis- tjöldin síðustu daga, að kratar skuli yfirleitt eyða orðum á þær reykbombur, sem kallast „efnahagstil- lögur" Alþýðubandalagsins og skipta nákvæmlega engu máli og eru einungis settar fram til þess að draga at- hyglina frá þeirri stór- felldu vísitöluskerðingu, sem ráðherrar Alþýðu- bandalagsins vilja standa að til þess að fá að sitja áfram í ráðherrastólum. Nú er sagt, að Guðmund- ur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar og Verkamannasambands ís- lands og þingmaður Alþýðubandalagsins, hafi stöðvað áform ráðherra Al- þýðubandalagsins um vísit- öluskerðingu fyrir nokkr- um dögum. Gott og vel. Það á eftir að koma í ljós. En Guðmundur J. Guðmunds- son hlýtur að gera sér grein fyrir því, að nú beinist öll athygli að honum. Komi hann í veg fyrir samþykki Alþýðubandalagsins við frekari vísitöluskerðingu heldur hann eftir einhverj- um tætlum af pólitískri æru sinni miðað við fram- göngu hans veturinn 1978. Láti hann sér hins vegar nægja einhverjar mála- myndalagfæringar til þess að geta sagt við sitt fólk: sjáiði hverju ég bjargaði, stendur hann uppi jafn áhrifalaus og trausti rúinn og forseti Alþýðusam- bandsins nú á þessari stundu, sem hefur ekki reynzt fær um að halda sín- um hlut í þeim pólitíska skæruhernaði, sem staðið hefur yfir innan Alþýðu- bandalagsins. Þessi ríkisstjórn hefur engu hlutverki að gegna eins og málum er háttað. Hún var mynduð til þess að bjarga „virðingu" Alþingis. Virðing Alþingis er í stór- kostlegri hættu dag hvern sem þessi ríkisstjórn situr úr því sem komið er. j^ ^^ ^. ^^ ^. ^^ ^^ ^^ ^^ ,» ^k-^fc- <A» M&--4h' 4^ 4& <4fc ^^ ¦? ¦?¦ MÍÞ- ** 4& ^Þ *& *t* ^A <^Þ> *t* *& *& *^ *t> *^ *& *&¦ *9* ^^^1 j Reykjavíkurbréf ******Laugardagur 21. ágúst •»???•? Gjaldeyrisdeild- um bankanna lokað Stjórn Seðlabanka íslands sendi ríkisstjórn tíllögur um lækkun gengis íslenzku krónunnar og hækkun vaxta þann 11. ágúst sl. Þessar tillögur komu í kjölfar margra vikna þófs i stjórnarliðinu um „efnahagsaðgerðir" og vóru væntanlega fram settar í samráði við ríkisstjórn eða viðkomandi ráðuneyti. Verðbólga, sem samkvæmt stjórnarsáttmála átti að fara niður í 7-8% 1982, stefndi í 60%, frá upphafi til loka ársins, og í 80% um mitt næsta ár, að öllu óbreyttu, sbr. 5 dálka forsíðufrétt Þjóðviljans 4. ágúst sl. Allar út- flutnings- og samkeppnisgreinar þjóðarbúskaparins vóru og eru reknar með stórhalla: fiskvinnsla, stóriðja og almennur iðnaður. Hækkun framleiðslukostnaðar innanlands, langt umfram sölu- verð erlendis, stefnir atvinnuör- yggi í hættu, enda samdráttar- einkenni víða farin að segja til sín. Megínorsök neikvæðrar at- vinnu- og efnahagsþróunar var tvíþætt: 1) Pólitísk stjórnsýsla, ekki sízt á sviði skattamála, verð- myndunar og gengisstýringar, sem skekkt hefur rekstrarstöðu allra atvinnuvega í landinu. 2) Samdráttur í sjávarfangi (loðna, þorskur) og harðnandi sölusam- keppni erlendis. Engu að síður verður sjávar- vöruframleiðslan 1982 mun meiri að verðmætum en 1977, á síðasta heila stjórnarári Geirs Hall- grímssonar. Þá var hún 3.939 m.kr., en verður 4.685 m.kr. 1982 (á föstu verðlagi 1977) skv. skárri spá Þjóðhagsstofnunar, en 4.255 m.kr. skv. „svörtu spánni", sem gerir ráð fyrir 6% samdrætti þjóðartekna. Afleiðing þessarar stjórnsýslu og atvinnu- og efnahagsþróunar var samdráttur þjóðartekna og vöxtur erlendra skulda. Greiðslu- byrði erlendra skulda, sem var um 13% af útflutningsframleiðslu 1977, er áætluð 22% 1982, sem sýnir stórhættulega stökkbreyt- ingu. Þess má geta í þessu sam- bandi, að stjórnarsáttmáli núver- andi ríkisstjórnar setur hættu- mörk á greiðslubyrði erlendra skulda við 15%, en í því plaggi stendur nú hvergi steinn yfir steini. Slík skuldasöfnun bindur framtíðinni drápsklyfjar og stefn- ir efnahagslegu sjálfstæði þjóðar- innar í hættu. Þegar gjaldeyrisdeildum bank- anna var skyndilega lokað, 12. ág- úst sl., hélt almenningur í sakleysi sínu, að nú hefðu samstarfsaðilar í ríkisstjórn, seint og um síðir, mannað sig upp í samstöðu um viðbrögð. Varnaráætlun væri kortlögð og yrði nú framkvæmd, skjótt og skipulega. — En sam- staðan reyndist þá aðeins ná til lokunar gjaldeyrisdeildanna — og búinn heilagur! „Gengisskráning býdur efnahags- aðgerða" Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, steig fram á sviðið í forsíðuviðtali í Tímanum 13. ágúst sl., sem ber yfirskriftina: „Gengisskráning býður efnahagsaðgerða"! Þar segir hann: „Ég er þeirrar skoðunar að rík- isstjórnin þurfi að taka afstöðu til þessa á fundi sínum nk. þriðjudag (þ.e. 17. ágúst). Það er varla verj- andi að halda gjaldeyrisafgreiðslu lengi lokaðri í annað skipti á ár- inu ..." Hér var skörulega mælt, eins og mannsins var von og vísa. En það er meira blóð í kúnni. Flokksformaðurinn hnykkir á og segir: „Fundurinn staðfestir (þ.e. þingflokksfundur framsóknar- manna) að Framsóknarflokkurinn krefst heilsteyptra aðgerða í efna- hagsmálum og telur annað alger- lega óviðunandi. Eins og ástand og horfur eru telur flokkurinn hvers konar smáskammtalækningar óverjandi." Það mátti heyra að ráðherrar vóru í startholum til að bjarga þjóð sinni úr bráðri hættu. Fljótlega tók síðan að kvisast, hverjir vóru megindrættir þeirra efnahagsaðgerða, sem þæfðar vóru í ráðherranefnd og ríkis- stjórn: 1) 13% gengisfelling, sem þýðir 15% hækkun erlends gjald- eyris. Verði niðurstaðan sú hefur Bandaríkjadalur hækkað um 75% það sem af er þessu ári. 2) Frestun á verðbótagreiðslum launa um 1 mánuð, samhliða fækkun verð- bótatímabila úr fjórum í þrjú á ári. Þetta þýðir að verðbætur á laun, sem greiða á 1. desember nk., frestast til 1. janúar 1983. 3) 10% verðbótaskerðingu launa í lok þess verðbótatímabils, sem hefst 1. september nk., en fyrir eru skerð- ing skv. ASÍ-samningum, 2.9%, og Ólafslögum, um 2%. Stjórnarliðar létu það leka út að samstaða væri í ríkisstjórn um þessi meginatriði, þó deilt væri um framkvæmdaatriði, s.s. hvort verðbótaskerðingin yrði í formi heimildarákvæðis í bráðabirgða- lögum, sem Alþýðubandalagið vildi, eða lögákveðið, eins og Framsókn hélt fast við. Innihaldið var samþykkt — og umbúðir vóru á umræðustigi. Gjaldeyrisdeildir bankanna hlytu að opna í fyrra- málið! En, eins og máltækið segir, „ekki verðtir feigum forðað". Alþýðubandalag- ið og hljóðvarpið Alvarlegur ágreiningur kom fljótt upp í þingflokki og valda- miðstöðvum Alþýðubandalagsins um þær efnahagsráðstafanir, sem ráðherrarnir höfðu undirgengizt í ríkisstjórn. Ráðherrarnir, einkum Ragnar Arnalds, og ráðgjafi hans, Þröstur Ólafsson, vildu fylgja fast fram þessum efnahagsráðstöfun- um. Hjá þeim var „ráðherra- sósíalisminn" meginatriði, þ.e. að framlengja lífdaga ríkisstjórnar- innar. Aðrir óttuðust trúnaðar- brest við kjósendur flokksins, ef hann fylgdi því fram af hörku 1982, sem fordæmt var 1978, og þá mætt með ólöglegum verkföllum og útflutningsbanni á sjávaraf- urðir, sem kom samkeppnisaðila okkar á Bandaríkjamarkaði, Kanadamönnum, stórvel og styrkti markaðsstöðu hans þar. Til að slá ryki í augu kjósenda flokksins vóru settar fram „efna- hagstillögur Alþýðubandalags- ins", sem reyndust eins konar póli- tískt smásagnasafn, með áróðurs- þjónandi sýndarmennsku. Sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.