Morgunblaðið - 22.08.1982, Side 24

Morgunblaðið - 22.08.1982, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 Plnrgw Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ■ Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innenlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. Nú um þessa helgi hafa gjaldeyrisdeildir bankanna verið lokaðar í meira en 20 daga á þessu ári meðan aðilar ríkis- stjórnarinnar rífast inn- byrðis. Eftir áramót voru gjaldeyrisdeildir lokaðar fram undir miðjan janúar og nú hefur lokun gjaldeyr- isdeildanna staðið nokkuð á aðra viku. Það hefur að vísu oft gerzt á síðustu ára- tugum, að gjaldeyrisdeildir hafi verið lokaðar um skeið en í stjórnartíð hverrar ríkisstjórnar um sig hefur það verið undantekning en ekki regla. Nú sýnist lokun gjaldeyrisdeildanna að verða regla en ekki undan- tekning, þegar ríkisstjórn- in er að fást við efna- hagsmál. Lokun gjaldeyrisdeild- anna veldur margvíslegri truflun á viðskiptum og at- vinnulífi og er til marks um fráleita stjórnarhætti, sem ekki eiga heima í nútíma þjóðfélagi og allra sízt hjá stjórnmálamönnum, sem þykjast þess umkomnir að vanda um við aðra í sam- bandi við stjórnun atvinnu- fyrirtækja og hagræðingu í atvinnurekstri. Nú er lokun gjaldeyrisdeildanna hins vegar orðiu tákn þess, að í landinu situr ríkisstjórn, sem ræður ekki lengur við þaö verkel'ni, sem hún tók að sér á sínum tíma til þess að bjarga „virðingu" Al- þingis. Dögum saman hefur það legið ljóst fyrir að aðilar ríkisstjórnarinnar hafa ekki verið að semja um raunhæfar og róttækar efnahagsráðstafanir til þess að koma efnahagsmál- um þjóðarinnar á réttan kjöl. Hið eina, sem nú er verið að semja um, er það, hversu lengi hægt er að framlengja líf núverandi ráðherra í ráðherrastólun- um. Spilið stendur ekki lengur um neitt annað. Allir aðilar ríkisstjórn- arinnar vilja sitja áfram, hvað sem tautar. Gunnar Thoroddsen og félagar hans í ríkisstjórn leggja á það áherzlu. Framsókn- armenn sömuleiðis. En það eru ekki sízt ráðherrar Al- þýðubandalagsins, sem ekki mega til þess hugsa að hverfa úr ríkisstjórn. I raun og veru hefur runnið á þá einhvers konar pólitískt æði síðustu vikur. Innan Alþýðubandalagsins hafa þeir gengið harkalega fram í því að kúga flokksmenn sína til fylgis við aðgerðir í efnahagsmálum, sem ganga þvert á heitstreng- ingar, loforð og yfiriýs- ingar Alþýðubandalagsins í þá áratugi, sem þessi flokk- ur hefur starfað. En það er ekki nóg. Útsendarar ráð- herranna, menn á borð við Olaf Grímsson, hafa vaðið um í öðrum stjórnmála- flokkum til þess að bjóða mönnum samstarf við Al- þýðubandalagið í ríkis- stjórn. Við sjálfstæðis- menn segja þeir, að eina ráðið sé, að þessir tveir flokkar starfi saman, þar sem kratar séu ómögulegir. Við krata segja þeir, að eft- ir kosningasigur Sjálfstæð- isflokksins verði þeir og kratar að taka höndum saman til þess að skapa mótvægi gegn Sjálfstæðis- flokknum. Við báða aðila segja þeir, að samstarfið við Framsóknarflokkinn sé orðið óþolandi. Hvílík heil- indi! Allt er þetta til marks um menn, sem æða um í örvæntingu til þess að ná í eitthvert haldreipi, sem getur tryggt þeim setu í ríkisstjórn eftir að núver- andi stjórnarsamstarf hef- ur fengið þann endi, sem til var stofnað í upphafi. Raunar er furðulegt í þeim pólitíska leik, sem fram hefur farið bak við tjöldin síðustu daga, að kratar skuli yfirleitt eyða orðum á þær reykbombur, sem kallast „efnahagstil- lögur" Alþýðubandalagsins og skipta nákvæmlega engu máli og eru einungis settar fram til þess að draga at- hyglina frá þeirri stór- felldu vísitöluskerðingu, sem ráðherrar Alþýðu- bandalagsins vilja standa að til þess að fá að sitja áfram í ráðherrastólum. Nú er sagt, að Guðmund- ur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar og Verkamannasambands Is- lands og þingmaður Alþýðubandalagsins, hafi stöðvað áform ráðherra AI- þýðubandalagsins um vísit- öluskerðingu fyrir nokkr- um dögum. Gott og vel. Það á eftir að koma í ljós. En Guðmundur J. Guðmunds- son hlýtur að gera sér grein fyrir því, að nú beinist öll athygli að honum. Komi hann í veg fyrir samþykki Alþýðubandalagsins við frekari vísitöluskerðingu heldur hann eftir einhverj- um tætlum af pólitískri æru sinni miðað við fram- göngu hans veturinn 1978. Láti hann sér hins vegar nægja einhverjar mála- myndalagfæringar til þess að geta sagt við sitt fólk: sjáiði hverju ég bjargaði, stendur hann uppi jafn áhrifalaus og trausti rúinn og forseti Alþýðusam- bandsins nú á þessari stundu, sem hefur ekki reynzt fær um að halda sín- um hlut í þeim pólitíska skæruhernaði, sem staðið hefur yfir innan Alþýðu- bandalagsins. Þessi ríkisstjórn hefur engu hlutverki að gegna eins og málum er háttað. Hún var mynduð til þess að bjarga „virðingu" Alþingis. Virðing Alþingis er í stór- kostlegri hættu dag hvern sem þessi ríkisstjórn situr úr því sem komið er. Virðing Alþingis er í hættu MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 2 5 „Það er heppilegt að þeir reyni þetta fyrst heima hjá sér. Þeir geta þá reynt hve vel þeim líkar, þegar vinnufólk þess fer að ríða á hreppamót til þess að bera þá ofurliði með atkvæðum um sveitamálin." Þegar þessi um- mæli framfaramannsins Trygffva Gunnarssonar á alþingi 1907 voru rifjuð upp í erindi á nýlegri ráðstefnu Lífs og lands um manninn og stjórnmálin, brostu menn vorkunnsamlega eða hlógu upphátt með yfirlæti að þessum 75 ára gömlu fjar- stæðu viðhorfum til kosninga- réttar fyrir alla. Á haustdögum 1982 leggja val- inkunnir sómamenn út á land, til Húsavíkur og Laugarvatns, til að fá vinnufrið við hið „erfið- asta“ verkefni að ákveða ein- staklingum á Islandi hæfilega skammta af kosningarétti. Og enginn marbendill hlær. Þessi frumréttindi þegna lýð- ræðisþjóða hafa skekkst að und- anförnu fyrir utanaðkomandi áhrif, hraða fólksflutninga milli svæða og kjarkleysi forsjár- manna við að rétta af kúrsinn. En er ekki himinhár munur á því að víkja undan því að beita sér fyrir réttlæti eða setjast niður til að útdeila óréttlæti og lög- festa J)að viljandi? Á Islandi höfum við, eins og aðrar lýðræðisþjóðir, byggt okkar samfélag á því að allir þegnarnir séu jafnir og stofnað af praktískum ástæðum, til löggjafarsamkomu með kjörnum fulltrúum til að vilji einstakl- inganna í landinu komi fram. Það væri nefnilega fjári snúið að þurfa að spyrja alla í hvert skipti álits. Og fyrir frelsi og al- gerri jöfnun slíkra mannrétt- inda hafa einstaklingar, stéttir, þjóðabrot og minnihlutahópar barist og jafnvel fallið. í frönsku stjórnarbyltingunni æddi franskur almúgi gegn byssu- stingjum fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralag. í sjálfstæðisyfirlýs- ingu Bandaríkjamanna frá 1776 segir að allir séu fæddir jafnir og hafi rétt til sama frelsis og jafnréttis. Á íslandi þurftu dag- launamenn, konur eða ungt fólk að vísu ekki að láta lífið til að öðlast þann rétt. En selja at- kvæðisrétt sinn meðvitað fyrir fé eða hlunnindi datt þeim víst ekki í hug. Nú setjast menn niður — ekki þó almenningur í landinu heldur fulltrúar kosnir eftir þessu skekkta lýðræði — og segja að aðalatriðið sé að þeir sem þar sitji nái sín á milli sam- komulagi um af hverjum eigi að taka atkvæðisréttinn og í hve miklum mæli. Minnir þetta ekki svolítið á lénsherrana, sem til- neyddir létu skjólstæðinga sína hafa obbolítinn rétt? Hvernig ætli standi annars á því að svona er komið viðhorfum til lýðræðis og mannréttinda á íslandi á árinu 1982? í stjórn- arskránni segir að Alþingi fari ásamt forseta með löggjafar- valdið. Forsetanum er þá líka ætlað að skrifa undir skömmtunarseðil á atkvæðis- rétti handa einstaklingum í landinu. Munurinn er sá, að hann á bara að skrifa undir þetta eins og allt annað án ábyrgðar. Þingmennirnir sextíu sitja svo á Alþingi og setja allir í hóp lög, sem koma niður á öllum lands- mönnum. Hver og einn þeirra ákveður með því að rétta upp höndina örlög hvers einasta landsmanns. Segir meira að segja í stjórnarskránni að hver og einn þingmaður sé skyldugur til að vera við atkvæðagreiðslu. Líka að enginn þingmaður megi greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín. Væntanlega þá ekki heldur til stofnunar eða hópa, þar sem hann á fjárhagslega eða atvinnulegra hagsmuna að gæta. Sjálfsagt sett þar inn til að verja aðra fyrir eiginhagsmunum hans. Og það er út af fyrir sig atriði, sem skoða mætti. Hver þingmaður setur sem sagt lög, sem eiga að koma niður á hverj- um einasta þegni — eða erum við kannski á leið til að „ná sam- komulagi um“ að allir séu ekki jafnir fyrir lögunum í kjölfar þess að landsins börn hafi ekki sama rétt gagnvart löggjafan- um? Hvað um það. Lög og reglu- gerðir, sem sett eru, koma i framkvæmdinni niður á daglegu lífi einstaklinganna, allt frá því að hár gúmmískattur á hjólbörð- um verður til þess að efnalitlir aka meira á sléttum hjólbörðum í hálku á vetrum, eins og hjól- barðamaðurinn minn sagði mér sl. haust, og upp í það að of háir fasteignaskattar geta hrakið einstakling úr gamla húsinu sínu inn á fría stofnun. Allt smátt og stórt í lögum varðar einstakl- inga. Verðum við ekki að líta svo á, að þingmenn séu sér þess með- vitaðir að þeir eru að setja lög, sem varðar líf allra landsins barna. Að vísu hlustuðu sjónvarpsáheyrendur eitt sinn á gamalgróinn þingmann lýsa því yfir að hann væri stoltur af því að vera bara sendisveinn brots af þjóðinni, virtist ekki vera bú- inn að átta sig á því hvað höndin á honum er að gera, þegar hann slæmir henni upp í loftið í þing- salnum. En það er sjálfsagt und- antekning eða þetta hefur bara verið klaufaleg atkvæðayfirlýs- ing og ætluð til heimabrúks. Við verðum að reikna með því, að þeir, sem falið er að setja lög fyrir alla, gjói a.m.k. augunum á alla. Og geri sér grein fyrir hvi- líkt vandaverk það er að setja slík lög og sjá fyrir afleiðingarn- ar og áhrif á hvern og einn af þessum 230 þúsund íslendingum. Kannski er ekki hægt að velja menn til slíks vandaverks nema gera allt landið að einu kjör- dæmi. Við erum jú öll, þessi 230 þúsund, á einum báti á þessu ey- landi og jöfnun á lífskjörum hlýtur því að vera viðfangsefni okkar allra, alveg eins og sömu lög og sömu dómstólar ná yfir alla. Ég held líka að vilji til þess sé' fyrir hendi. í mörg undanfarin ár höfum við verið að puða við að láta nútímatækni, eins og raf- magn, síma og brúklega vegi, ná hringinn í kring um landið — raflínurnar ná því á næsta ári hringinn, síminn sömuleiðis og verið að bæta bútana á hring- veginum — en alltof hægt samt. Og það er hægt og á að ganga betur í slíkt, til að jafna aðstöð- una. Dæmi um að tortryggni um vilja til þess er ekki alltaf vel grunduð: fyrir 1—2 vikum skrif- uðu eignaraðilar Landsvirkjun- ar, sem eru að hálfu Reykjavík- urborg og hálfu ríkið, af frjáls- um vilja undir samning um að kaupa byggðalínurnar fyrir stór- fé og að fyrirtæki þeirra sjái til þess að rafmagn verði selt á sama verði á öllu Iandinu. Þetta borga 75% af þjóðinni, þ.e. Reykvíkingar helminginn og síð- an helminginn af ríkshlutanum fólk af Stór-Reykjavíkursvæð- inu. Engan hefi ég heyrt kvarta hátt a.m.k. Eina viðbragðið heyrðist í útvarpi morguninn eftir norðan úr landi, þar sem virðulegur fulltrúi sagði eitthvað á þá leið að ótækt væri ef raf- magn færi nú suður eftir þessum línum. Yrði að tryggja að svo yrði ekki. En það er nú sjálfsagt ein af þessum undantekningum. En það kemur ekki því máli við, að til eru verðmæti, sem ekki eru til sölu — jafnvel ekki fyrir meiri lífsþægindi. Verð- mæti sem menn hafa gegnum aldirnar heldur afþakkað en lát- ið stinga upp í sig í smáskömmt- um eins og dúsu upp í barn. Ég verð víst að taka undir með Oscar Wilde sem sagði: Ég hefi svo einstaklega hógværan smekk. Ég er alltaf ánægður með það besta. I Reykjavíkurbréf Laugardagur 21. ágúst Gjaldeyrisdeild- um bankanna lokað Stjórn Seðlabanka íslands sendi ríkisstjórn tillögur um lækkun gengis íslenzku krónunnar og hækkun vaxta þann 11. ágúst sl. Þessar tillögur komu í kjölfar margra vikna þófs í stjórnarliðinu um „efnahagsaðgerðir" og vóru væntanlega fram settar í samráði við ríkisstjórn eða viðkomandi ráðuneyti. Verðbólga, sem samkvæmt stjórnarsáttmála átti að fara niður í 7—8% 1982, stefndi í 60%, frá upphafi til loka ársins, og í 80% um mitt næsta ár, að öllu óbreyttu, sbr. 5 dálka forsíðufrétt Þjóðviljans 4. ágúst sl. Allar út- flutnings- og samkeppnisgreinar þjóðarbúskaparins vóru og eru reknar með stórhalla: fiskvinnsla, stóriðja og almennur iðnaður. Hækkun framleiðslukostnaðar innanlands, langt umfram sölu- verð erlendis, stefnir atvinnuör- yggi í hættu, enda samdráttar- einkenni víða farin að segja til sín. Meginorsök neikvæðrar at- vinnu- og efnahagsþróunar var tvíþætt: 1) Pólitísk stjórnsýsla, ekki sízt á sviði skattamála, verð- myndunar og gengisstýringar, sem skekkt hefur rekstrarstöðu ailra atvinnuvega í landinu. 2) Samdráttur í sjávarfangi (loðna, þorskur) og harðnandi sölusam- keppni erlendis. Engu að síður verður sjávar- vöruframleiðslan 1982 mun meiri að verðmætum en 1977, á síðasta heila stjórnarári Geirs Hall- grímssonar. Þá var hún 3.939 m.kr., en verður 4.685 m.kr. 1982 (á föstu verðlagi 1977) skv. skárri spá Þjóðhagsstofnunar, en 4.255 m.kr. skv. „svörtu spánni", sem gerir ráð fyrir 6% samdrætti þjóðartekna. Afleiðing þessarar stjórnsýslu og atvinnu- og efnahagsþróunar var samdráttur þjóðartekna og vöxtur erlendra skulda. Greiðslu- byrði erlendra skulda, sem var um 13% af útflutningsframleiðslu 1977, er áætiuð 22% 1982, sem sýnir stórhættulega stökkbreyt- ingu. Þess má geta í þessu sam- bandi, að stjórnarsáttmáli núver- andi ríkisstjórnar setur hættu- mörk á greiðslubyrði erlendra skulda við 15%, en í því plaggi stendur nú hvergi steinn yfir steini. Slík skuldasöfnun bindur framtíðinni drápsklyfjar og stefn- ir efnahagslegu sjálfstæði þjóðar- innar í hættu. Þegar gjaldeyrisdeildum bank- anna var skyndilega lokað, 12. ág- úst sl., hélt almenningur í sakleysi sínu, að nú hefðu samstarfsaðilar í ríkisstjórn, seint og um síðir, mannað sig upp í samstöðu um viðbrögð. Varnaráætlun væri kortlögð og yrði nú framkvæmd, skjótt og skipulega. — En sam- staðan reyndist þá aðeins ná til lokunar gjaldeyrisdeildanna — og búinn heilagur! „Gengisskráning býdur efnahags- adgerda“ Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, steig fram á sviðið í forsíðuviðtali í Tímanum 13. ágúst sl., sem ber yfirskriftina: „Gengisskráning býður efnahagsaðgerða"! Þar segir hann: „Ég er þeirrar skoðunar að rík- isstjórnin þurfi að taka afstöðu til þessa á fundi sínum nk. þriðjudag (þ.e. 17. ágúst). Það er varla verj- andi að halda gjaldeyrisafgreiðslu lengi lokaðri í annað skipti á ár- inu ...“ Hér var skörulega mælt, eins og mannsins var von og vísa. En það er meira blóð í kúnni. Flokksformaðurinn hnykkir á og segir: „Fundurinn staðfestir (þ.e. þingflokksfundur framsóknar- manna) að Framsóknarflokkurinn krefst heilsteyptra aðgerða í efna- hagsmálum og telur annað alger- lega óviðunandi. Eins og ástand og horfur eru telur flokkurinn hvers konar smáskammtalækningar óverjandi." Það mátti heyra að ráðherrar vóru í startholum til að bjarga þjóð sinni úr bráðri hættu. Fljótlega tók síðan að kvisast, hverjir vóru megindrættir þeirra efnahagsaðgerða, sem þæfðar vóru í ráðherranefnd og ríkis- stjórn: 1) 13% gengisfelling, sem þýðir 15% hækkun erlends gjald- evris. Verði niðurstaðan sú hefur Bandaríkjadalur hækkað um 75% það sem af er þessu ári. 2) Frestun á verðbótagreiðslum launa um 1 mánuð, samhliða fækkun verð- bótatímabila úr fjórum í þrjú á ári. Þetta þýðir að verðbætur á iaun, sem greiða á 1. desember nk., frestast til 1. janúar 1983. 3) 10% verðbótaskerðingu launa í lok þess verðbótatímabils, sem hefst 1. september nk., en fyrir eru skerð- ing skv. ASÍ-samningum, 2.9%, og Ólafslögum, um 2%. Stjórnarliðar létu það leka út að samstaða væri í ríkisstjórn um þessi meginatriði, þó deilt væri um framkvæmdaatriði, s.s. hvort verðbótaskerðingin yrði í formi heimildarákvæðis í bráðabirgða- lögum, sem Alþýðubandalagið vildi, eða lögákveðið, eins og Framsókn hélt fast við. Innihaldið var samþykkt — og umbúðir vóru á umræðustigi. Gjaldeyrisdeildir bankanna hlytu að opna í fyrra- málið! En, eins og máltækið segir, „ekki verður feigum forðað". Alþýðubandalag- ið og hljóðvarpið Alvarlegur ágreiningur kom fljótt upp í þingílokki og valda- miðstöðvum Alþýðubandalagsins um þær efnahagsráðstafanir, sem ráðherrarnir höfðu undirgengizt í ríkisstjórn. Ráðherrarnir, einkum Ragnar Arnalds, og ráðgjafi hans, Þröstur Ólafsson, vildu fylgja fast fram þessum efnahagsráðstöfun- um. Hjá þeim var „ráðherra- sósíalisminn" meginatriði, þ.e. að framlengja lífdaga ríkisstjórnar- innar. Aðrir óttuðust trúnaðar- brest við kjósendur flokksins, ef hann fylgdi því fram af hörku 1982, sem fordæmt var 1978, og þá mætt með ólöglegum verkföllum og útflutningsbanni á sjávaraf- urðir, sem kom samkeppnisaðila okkar á Bandaríkjamarkaði, Kanadamönnum, stórvel og styrkti markaðsstöðu hans þar. Til að slá ryki í augu kjósenda flokksins vóru settar fram „efna- hagstillögur Alþýðubandalags- ins“, sem reyndust eins konar póli- tískt smásagnasafn, með áróðurs- þjónandi sýndarmennsku. Sam- hliða var tekin upp eins konar fjarstýring á fréttum hljóðvarps af framvindu mála á stjórnar- heimilinu, sem drógu taum Al- þýðubandalagsins en ólu á tor- tfyggni > garð samstarfsaðila, einkum framsóknarmanna. Undu þeir þessu lúalagi illa, sem von var. í framhaldi af þessum fréttaleik Alþýðubandalagsins, sem leikinn var í hljóðvarpi, breyttust forsíður Tímans og Þjóðviljans smám saman í gagnkvæmar ásakanir, sem stillt var upp í stórum römmum með fjallháum fyrir- sögnum. Kom þar margt fram, eins og jafnan „er hjúin deila". Það bætti ekki úr skák að um þetta leyti hringir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSI og þingmaður Alþýðubandalags, í flokksbrodda sína — frá Luxem- borg, en hann hefur verið að heiman, eins og stundum áður, meðan ráð vóru brugguð. Hafði hann ýmsar athugasemdir fram að færa við verklag Svavars, Hjörleifs og Ragnars, þar sem þeir rembdust við að setja „samninga í gildi", ekki sízt það ákvæði, að svipta launþega verðbótum á laun í sjálfum jólamánuðinum! Kom nú bakslag í foringjalið Alþýðu- bandalagsins, sem kippti að sér samstarfshendinni um sinn, og tók aftur fyrri jáyrði. En ráð- herrasósíalisminn er sterkur seg- ull! Og Alþýðubandalagið minnir um sumt á jórturdýr. Það getur því enn átt eftir að kyngja, jafnvel duglega, þegar tuggan en nægilega vel unnin fyrir flokksmeltinguna. Þessi hringl- andaháttur geng- ur ekki lengur! Hinar og þessar „sáttatillögur", sem flestar byggja þó á sömu „megingjörðum" og fyrr vóru greindar, hafa gist viðræðuborð stjórnarliða. Þar er tekizt á um formsatriði, framkvæmdaþátt iaunaskerðingar. Það er deilt um litinn á umbúðunum, ekki inni- haldið! Á meðan bíður þjóðin — og gjaldeyrisdeildirnar. Sá hringlandaháttur, sem ein- kennt hefur pólitíska stjórnsýslu í landinu undanfarin misseri geng- ur hreinlega ekki lengur. Öllum má Ijóst vera að „trúnaður" sam- starfsaðila í núverandi ríkis- stjórn, hvers í annars garð, er löngu brostinn, og sama gildir um „trúnað" þjóðarinnar, hafi hann nokkru sinni verið til staðar, til ríkisstjórnarinnar sem sam- starfsheildar. Jafnvel þótt henni takist að tjasla sjálfri sér saman um eitthvert takmarkað fram- haldslíf, til þess að viðhalda völd- um og vegtyllum skamman tíma, nægir slíkt ekki til marktækra al- vöruaðgerða, sem aðstæður í efna- hagslífi þjóðarinnar kalla á. Hrökklist hún hinsvegar frá völd- um, sem raunar hlýtur að verða fyrr en síðar, skilur hún við þjóð- arbúið þurrausið á þrotabarmi. Þannig á ekki „að bjarga sóma Al- þingis"! Meiriháttar átök hafa staðið hjá stjórnarliðum vikum og mánuðum saman, bæði á milli samstarfs- flokka og innan þeirra. Lengi vel tókst að halda þessum ágreiningi leyndum fyrir almenningi með brosandi fjölmiðlagrímum, sem skýldu ygglibrúnum. Síðan brast stíflan — og forsíður Tímans og Þjóðviljans hafa síðustu daga ver- ið sem yfir hlaðnir sýningarglugg- ar á innbyrðis átökum ráðherr- anna. Flóðgáttir gagnkvæmra ásakana hafa opnazt yfir lesendur þeirra. Ríkisstjórnin hefur á bráðum þriggja ára starfsferli fengið bæði tíma og tækifæri til að láta reyna á úrræði sín og starfshætti. Starfsfriðurinn hefur verið slíkur, að sjálfumglöðustu talsmenn stjórnarliða hafa gjarnan talað um „lélega stjórnarandstöðu". Engu að síður hefur hvert eitt ákvæði stjórnarsáttmálans frá 1980, sem fram var settur af dæmafárri auglýsingamennsku, steytt á skeri vanefnda. Þar stend- ur ekki steinn yfir steini. Það er aðeins tvennt, sem enn tengir stjórnarliða saman: ráð- herrasósíalisminn, þ.e. völdin og vegtyllurnar, og óttinn við kosn- ingar. Þessvegna er enn þráazt við, þegar þessar línur eru saman settar. Reynt er að þynna svo út framlagðar „efnahagsaðgerðir", teygja þær og toga, að túlka megi í allar áttir. Þjóðin er hinsvegar löngu upp- gefin á þeim hringlandahætti í pólitískri stjórnsýslu, sem er að grafa undan afkomu hennar, at- vinnuvegum og efnalegu sjálf- stæði. Ríkisstjórn, sem í raun hef- ur sett upp tærnar, getur máske frestað undirritun dánarvottorðs, en hún verður ekki vakin til lífsins aftur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.