Morgunblaðið - 22.08.1982, Síða 26

Morgunblaðið - 22.08.1982, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 Hver er gamall? Sófókles stóö á níræöu, þegar hann skrifaði „Electra"; Adenauer var kanslari Þjóöverja 87 ára gamall; Disraeli, Churchill, Kenyatta og Golda Meir voru öll þjóðarleiötogar á áttræöisaldri. MacArthur, hershöföingi, var geröur aö yfir- manni sveita Sameinuöu þjóöanna í Kóreu 71 árs gamall, um líkt leyti og Albert Schweitzer tók viö friöarverölaunum Nóbels 76 ára gamall. Ronald Reagan var sjötugur aö árum, þegar hann tók viö embætti forseta Bandaríkjanna, sá elsti í sögunni. Og hér uppá íslandi situr Gunnar Thoroddsen á forsætisráöherrastóli, 71 árs gamall; Halldór Laxness gerist sjónvarpsstjarna á áttræöisafmælinu; Kristján Albertsson korn- ungur í andanum á tíræöisaldri og Hagalín skrifar skáldsögur í gríö og erg 83ja ára gamall. Þaö þarf semsé enginn aö hafa áhyggjur af þeim gömlu — sé heilsan í lagi. Þeir spjara sig og standa fyrir sínu frammí andlátið. Aöllum tímum, og hvar- vetna, í sögu mannsins, hafa einstakir menn skarað framúr á gamalsaldri og unnið hin margvíslegustu afrek þó skrokkurinn hafi ver- ið orðinn visinn. Hver maður á sinn vitjunartíma, og það er ekki að vita hvenær ævinnar hann kemur, sé maðurinn á annað borð til stórræðanna. Hvarvetna blasa við spor gamlingjanna: Verði samdi „Falstff" 77 ára gamall; Goethe lauk við „Faust“ 82 ára; Michelangelo teiknaði Sankti Péturs kirkjuna í Róm sjötugur að aldri; Gandhi fór fremstur í sjálfstæðisbaráttu Indverja 77 ára gamll; Edison fann upp eitt og annað allt frammí andlátið, 84ra ára gamall. Og svo framvegis. En samt eru gamlingjarnir „vandamál"! Eins og allir vita hefur gömlu fólki fjölgað mjög á Vesturlöndum síðustu áratugi og í sumum löndum eru ellilíf- eyrisþegar orðnir um 20% þjóðanna. Á tímum atvinnu- leysis er farið að útiloka fólk frá vinnumarkaðinum og senda það heim á besta aldri, en þegar meðalaldur er orðinn 73 ár, er auðséð, að maður á sjötugsaldri á sama rétt til vinnu og aðrir. Samt er það svo, víða um lönd, að menn þykjast ekki sjá annað úrræði en loka fullfrískt fóik um sjö- tugt inná stofnunum. Félags- ráðgjafar reyna svo að finna þessu fólki, sem safnað hefur verið saman á hæli, eitthvað til dægrastyttingar: skipu- leggja spilakvöld, bingó og þess háttar þarfleysu — á meðan flest af þessu fólki er ennþá fært til vinnu. Það er svo um margan, sem kveður lífsstarf sitt fyrir fullt og allt á 67 ára afmælisdaginn og sest í helgan stein, að hann hrörn- ar um aldur fram. Þeir menn eru að vísu til sem beinlínis þrá að komast á ellilaun, svo þeir geti gefið sig alfarið að eftirlætisiðju sinni: frímerkja- söfnun eða fjárhættuspili; ættfræðirannsóknum eða blómarækt. En fjöldinn á sér ekki slík áhugamál og gamalt fólk á löngu að vera búið að slá hnefa í borðið og gera upp- steyt gegn þessari mislukkuðu „umhyggju", og heimta sinn rétt á vinnumarkaðinum. Sumir menn eru svo gæfusamir, að komast í störf þar sem aldurstak- mörk varna þeim ekki starfa. Þá gildir að maðurinn þekki takmörk sín. Við skulum taka dæmi um slíkan mann. Það er Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti. Forveri hans á for- setastóli, var Jimmy Carter, sem var einungis 53ja ára, þegar hann tók sér þar sæti, en Reagan var, sem fyrr segir, sjötugur. I kosningabarátt- unni 1980 hegðaði Reagan sér eins og sjötugur maður, ætlaði sér af. Hann hvíldist jafn mik- ið og endranær og fór allra sinna ferða eins og ekkert Ilalldór Laxness: Sjónvarpsstjarna á 80 ára afmælinu. Winston Uhurchill: Varð forsætis- ráðherra á nýjan leik 77 ára gamall. Sófókles: Samdi „Electru" níræður. hefði í skorist. Hann vissi hvað hann mátti bjóða sér og reyndi ekki að sýnast yngri en hann var. Carter hins vegar, varð að athlægi þegar hann tók þátt í maraþonhlaupi, óþjálfaður, og hætti ekki eins og skikkanlegur maður þegar hann fann sig þreyttan, heldur rembdist við að ljúka hlaup- inu, sem engu máli skipti, með þeim afleiðingum að öll bandaríska þjóðin horfði á forseta sinn hníga niður eins og dauður væri í miðju hlaup- inu. Maðurinn ofbauð sér; hafði ekki vit á að hætta í tíma. Alþjóðleg stofnun í heilsu- fræðum fullyrðir, að sam- kvæmt tölvuútreikningi eigi Ronald Reagan góða mögu- leika á því að lifa tíu ár í við- bót — a.m.k. ef hann væri al- mennur borgari. Sjálfur Gunnar Thoroddsen: Forsætisráð- herra á áttræðisaldri. Golda Meir: Forsætisráðherra fsra- els hátt á áttræðisaldri. Verdi: Samdi „FalstafF' 77 ára gam- all.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.