Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 f Sovétrikjunum mega menn eiga von á enn einum uppskeru- brestinum í haust, hinum fjórða í rödinni. Samfelldur þurrkur í 31/: mánuð í Asíulýðveldinu Ka.sak.stan ræður þar miklu um, en mi.stök í skipulagningu sem og tækjaskort- ur i landbúnaði eru einnig ástæð- an. Gera má ráð fyrir, að kornupp- skeran verði um 160 millj. tonna í stað 240 millj. tonna, sem áformað var að rækta. Af þessum sökum verða Sovétríkin enn að flytja inn ekki minna en 40 millj. tonna af korni. Á síðasta ári var kornfram- leiðslan það langt frá settu marki í Sovétríkjunum, að engar opinberar tölur um hana hafa verið kunn- gerðar ennþá. Þegar það tók að rigna í Kas- akstan um miðjan júlí, vörpuðu jafnt bændur sem embættis- menn flokksins öndinni léttar. Nikolai Skevtsjenko, yfirmaður landbúnaðarmála, lét meira að segja hafa eftir sér að „hættu- ástandið" væri liðið hjá. En þessi ummaeli breyttu litlu um þá staðreynd, að bændur í þessu Asíulýðveldi innan Sovét- ríkjanna eiga þess varla nokk- sem vænzt hafði verið. En það er ekki bara í Kasakst- an í Mið-Asíu, sem áföll urðu í landbúnaði í sumar, þrátt fyrir það að þessu héraði ásamt Rússneska lýðveldinu sé ætlað að sjá Sovétríkjunum fyrir meg- inhluta kornþarfar þeirra. Stór svæði í Uralfjöllum sem og í grennd við Volgu hafa orðið illa úti sökum þurrka. I Úkraínu urðu stórrigningar aftur á móti til þess að valda verulegum sköð- um og í Georgíu hlutust mikil vandræði af flóðum. Erfiðleik- arnir, sem orðið hafa á sumum svæðum í sumar, væru nánast „ótrúlegir", var haft eftir Edvard Sjerwardnadse fyrir skemmstu, en hann er í hópi helztu ráðamanna kommúnista- flokksins í landbúnaðarmálum. Þau áföll, sem orðið hafa á sumum svæðum, hafa auðvitað orðið til þess, að heildarárangur- inn í Sovétríkjunum öllum á sviði landbúnaðar er miklu lak- ari en ella. í vændum er því enn einn uppskerubresturinn í við- bót, sá fjórði í röðinni og ef til vill ekki sá minnsti. Áformað Enn einn uppskerubrest- urinn í Sovétríkjunum urn kost að ráða við þau vand- raeði, sem hið langvinna þurrka- tímabil hefur haft í för með sér. I 3'á mánuð eða lengur en nokkru sinni áður féll vart dropi af himni í Kasakstan, en það er einmitt það svæði, sem Nikita Krúsjoff let á sínum tíma rækta upp í því skyni að binda í eitt skipti fyrir öll enda á þá langæju kreppu, sem ríkt hafði í land- búnaðarmálum Sovétríkjanna. Helzti aðstoðarmaður hans við það verkefni var Leonid Brésnév, núverandi flokksleiðtogi Sovét- ríkjanna. Þessir menn bera því hvað mesta ábyrgð á því, að þetta hérað — sem er ýmsum annmörkum háð, hvað loftslag snertir — var valið til lausnar landbúnaðarkreppunni. Þetta kom ekki síður í ljós í vor en stundum áður. Korn- stönglarnir sviðnuðu undan brennandi sólargeislunum. I héraðinu Dsjambul, sem er eins stórt og Austurríki og Benelux- löndin til samans, skemmdist uppskeran meira eða minna á 80% akurlendisins. Á stórum svæðum verður uppskeran því varla nema vel heímingur þess, Slæmu veðri kennt um, þótt ástæðurnar liggi annars staðar hafði verið að rækta nær 240 millj. tonna. Afleiðingin er sú, að á þessu ári verða Sovétríkin að flytja inn að minnsta kosti 40 millj. tonna af korni, sem þau munu þá kaupa frá Vesturlönd- um, aðallega Bandaríkjunum og Kanada. Andvirði þessa korn- innflutnings er vart minna en 6—7 milljarðar dollara. Allar tölur fimm ára áætlun- arinnar 1981—1985 hafa reynzt afar haldlitlar. Ef Sovétríkin hyggjast enn þá ná því markmiði sínu að framleiða að meðaltali 240 millj. tonna af korni á þessu tímabili, þá verða þau að fram- leiða árlega á naestu þremur ár- um 290 millj. tonna og slíkur ár- angur er ekki annað en hugarór- ar og óskhyggja með tilliti til þess árangurs, sem náðst hefur á undanförnum árum. Það verður því enn erfiðara en áður að fullnægja þörfum al- mennings í Sovétríkjunum fyrir landbúnaðarvörur. Michail Gorbatsjoff, sem ábyrgð ber á landbúnaðarmálum í forsætis- nefnd kommúnistaflokksins, skýrði frá því fyrir skemmstu, að alls staðar hefði ástandið versnað varðandi framboð á landbúnaðarvörum og í ræðu, sem Brésnév hélt þegar í maí sl. í miðstjórn flokksins, viður- kenndi hann, að ekki yrði unnt að fullnægja þörfum fólks fyrir kjöt- og mjólkurvörum á næst- unni og að skortur væri á ávöxt- um og osti. Gott dæmi um þetta er borgin Kentau í Kasakstan, sem er til- breytingarlítil steppuborg. í júlí sl. var þegar farið að vísa fólki frá almennum verzlunum og í staðinn bent á hinn litla en frjálsa markað bændastéttar- innar sjálfrar, þar sem heimilt er að selja þær afurðir, sem bændur framleiða sjálfir, en seldar eru við miklu hærra verði. Víða annars staðar staðnæm- ist það kjöt, sem á markaðinn kemur, varla nema fáeinar klukkustundir í búðum, ef þá svo lengi, því að helzt er það strax rifið út, svo mikill er skorturinn. Á einu skilti í stórri ný- lenduvöruverzlun í iðnaðarborg- inni Karaganda, sem hefur um 217.000 íbúa, segir, að þessi verzlun fái til sölu eigi meira en 80 kg á dag. í mörgum öðrum Sovétlýð- veldum er einnig skortur á mat- vælum. Á liðnu vori fengust þannig smjör og sykur aðeins með skömmtunarseðlum í Grúsíu og skömmtunarseðlar eru alltaf til prentaðir fyrirfram í öllum Sovétlýðveldunum með það fyrir augum, að geta gripið til þeirra hvenær sem er, þegar matvælaskortur segir til sín. Nú er hins vegar áformað að byrja á nýrri áætlun á sviði landbúnaðarframleiðslu, sem Brésnév flokksleiðtogi gerði grein fyrir á fundi miðstjórnar- innar í maí. Samkvæmt henni á að greiða verkamönnum í land- búnaði hærri laun en áður og jafnframt skulu þeir, sem með ákvörðunarvaldið fara á hverj- um stað, fá meira frelsi til Mér er sagt, að ég eigi að grafa varahluti upp úr moldinni. (Mynd úr skopblaðinu Krokodil i Mnskvu.) sjálfstæðra ákvarðana en áður og verða að því leyti óháðari miðstjórnarvaldi flokksins. Með þessu hefur flokksforyst- an hins vegar viðurkennt, að lé- leg uppskera sé ekki bar að kenna veðráttunni, heldur komi þar einnig aðrar ástæður til. í reynd á hér sök ekki síður léleg stjórn og slæm vinnubrögð á ótal samyrkjubúum, sem ekki eru í bændaeign, heldur tilheyra rík- inu. Þannig kvarta málgögn flokksins yfir því á mörgum stöðum, að annað hvort sé sáð of seint eða of snemma, kornið skorið of seint eða of snemma og að skortur sé bæði á mannafla en þó einkum á vélarkosti. Þá þóttist landbúnaðartímaritið „Sveitalíf" hafa komizt að því fyrir skömmu, að enn væri mik- ¦11 skortur á geymslurými fyrir korn og því væri einfaldlega ekki unnt að varðveita alla uppsker- una fyrir skemmdum. Tjón af þessum sökum er ekki metið minna en 10—15% af allri upp- skerunni. Þá er enn tíundað, að yfir 30.000 dráttarvélar, sem fyrir hendi eru, séu ekki nothæf- ar sökum þess, að þær standi úti yfir veturinn og þá stundum í meira en 50 stiga frosti. Morozow, sá embættismaður flokksins, sem ábyrgð ber á ár- angrinum í landbúnaði á mikil- vægustu svæðum Kasakstans, kvartaði yfir því fyrir skemmstu í flokksmálgagninu Pravda, að ekki væru einu sinni til nægar kornskurðarvélar og alls konar búnaður væri ekki til, sem bráð- nauðsynlegur væri, eingöngu sökum þess, að ráðuneyti það í Moskvu, sem ætti að sjá um þessi mál, væri alltof „þungt í vöfum". Embættismennirnir í stjórn- arráðuneytunum þykjast hins vegar sjá ástæðurnar fyrir lé- legri uppskeru annars staðar. Þeir segja, að þar valdi mestu um lélegar ræktunaraðferðir og lítil skynsemi í vinnubrögðum. Hvort vinnubrögðin séu lélegri en áður, skal hér látið ósagt, en víst er, að vinnan sjálf er minni, einfaldlega sökum þess, að það land, sem ræktað er, fer minnk- andi. Þannig var frá því skýrt í vor, að það land, sem nú væri ræktað, væri ekki nema rúmlega helmingur þess landsvæðis, sem ræktað var á árinu 1978, en það ár fékkst síðasta metframleiðs- lan i landbúnaði í Sovétríkjun- raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar til sölu Píanó Eigum fyrirliggjandi Hupfeld, Zimmermann, og Förster píanó, bæöi mött og poleruö, ma- hagoni og hnotu. Afborgunarskilmálar. Lampar og Gler hf. Suourgötu 3. Sími 21830. Byggingarmenn Til sölu er byggingarkrani árg. '76. Lyftihæö 24 metrar, armlengd 25 metrar, lyftir 4 tonn- um og 1200 kg. á enda. 500 lítra steypumál fylgir. Uppl. í síma 92—1661 eftir kl. 7 á kvöldin, Jakob Árnason. Bogaskemmur Amerískar 10x27 m. Samstæðurnar seljast niðurrifnar. Upplýsingar í síma 32326. Heildverslun Lítil heildverslun til sölu. Góð viöskiptasam- bönd. Tilboö óskast send auglýsingadeild Morgunblaðsins merkt: „E — 3465" fyrir 27. ágúst. Til sölu vel skipulögð húsgagnaverksmiðja á höfuð- borgarsvæöinu að hluta eða öllu leyti. Fast- eign getur fylgt. Tilboð sendist Morgunblaö- inu merkt: „Gæðahúsgögn — 3451". Til sölu Lítiö verslunar- og iðnaðarfyrirtæki í Rvík á sviði byggingariðnaðar. Engin fagréttindi. Hentar samhentri fjölskyldu sem vill skapa sér sjálfstæða atvinnu. Þeir, sem áhuga hafa, leggi nöfn sín og síma- númer á afgreiöslu blaösins fyrir 27. ágúst merkt: „lönaöur — 3606". Allt aö helmingur í innflutnings og verslunarfyrirtæki í sjónvarps, hljómtækja og vídeó tækjum til sölu. Möguleiki fyrir viökomandi á framkvæmda- stjórastarfi eða manns á hans vegum. Tilboð sendist augl. Mbl. merkt: „A — 6148" fyrir kl. 6, þann 26. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.