Morgunblaðið - 22.08.1982, Side 34

Morgunblaðið - 22.08.1982, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 í Sovétríkjunum mega menn eiga von á enn einum uppskeru- brestinum í haust, hinum fjórða í röðinni. Samfelldur þurrkur í 3'/z mánuð í Asíulýðveldinu Kasakstan ræður þar miklu um, en mistök í skipulagningu sem og tækjaskort- ur í landbúnaði eru einnig ástæð- an. Gera má ráð fyrir, að kornupp- skeran verði um 160 millj. tonna í stað 240 millj. tonna, sem áformað var að rækta. Af þessum sökum verða Sovétríkin enn að flytja inn ekki minna en 40 millj. tonna af korni. Á síðasta ári var kornfram- leiðslan það langt frá settu marki í Sovétríkjunum, að engar opinberar tölur um hana hafa verið kunn- gerðar ennþá. Þegar það tók að rigna í Kas- akstan um miðjan júlí, vörpuðu jafnt bændur sem embættis- menn flokksins öndinni léttar. Nikolai Skevtsjenko, yfirmaður landbúnaðarmála, lét meira að segja hafa eftir sér að „hættu- ástandið" væri liðið hjá. En þessi ummæli breyttu litlu um þá staðreynd, að bændur í þessu Asíulýðveldi innan Sovét- ríkjanna eiga þess varla nokk- sem vænzt hafði verið. En það er ekki bara í Kasakst- an í Mið-Asíu, sem áföll urðu í landbúnaöi í sumar, þrátt fyrir það að þessu héraði ásamt Rússneska lýðveldinu sé ætlað að sjá Sovétríkjunum fyrir meg- inhluta kornþarfar þeirra. Stór svæði í Úralfjöllum sem og í grennd við Volgu hafa orðið illa úti sökum þurrka. I Úkraínu urðu stórrigningar aftur á móti til þess að valda verulegum sköð- um og í Georgíu hlutust mikil vandræði af flóðum. Erfiðleik- arnir, sem orðið hafa á sumum svæðum í sumar, væru nánast „ótrúlegir", var haft eftir Edvard Sjerwardnadse fyrir skemmstu, en hann er í hópi helztu ráðamanna kommúnista- flokksins í landbúnaðarmálum. Þau áföll, sem orðið hafa á sumum svæðum, hafa auðvitað orðið til þess, að heildarárangur- inn í Sovétríkjunum öllum á sviði landbúnaðar er miklu lak- ari en ella. I vændum er því enn einn uppskerubresturinn í við- bót, sá fjórði í röðinni og ef til vill ekki sá minnsti. Áformað Enn einn uppskerubrest- urinn í Sovétríkjunum Slæmu veðri kennt um, þótt ástæðurnar liggi annars staðar urn kost að ráða við þau vand- ræði, sem hið langvinna þurrka- tímabil hefur haft í för með sér. I 3V4 mánuð eða lengur en nokkru sinni áður féll vart dropi af himni í Kasakstan, en það er einmitt það svæði, sem Nikita Krúsjoff let á sínum tíma rækta upp í því skyni að binda í eitt skipti fyrir öll enda á þá langæju kreppu, sem ríkt hafði í land- búnaðarmálum Sovétríkjanna. Helzti aðstoðarmaður hans við það verkefni var Leonid Brésnév, núverandi flokksleiðtogi Sovét- ríkjanna. Þessir menn bera því hvað mesta ábyrgð á því, að þetta hérað — sem er ýmsum annmörkum háð, hvað loftslag snertir — var valið til lausnar landbúnaðarkreppunni. Þetta kom ekki síður í Ijós í vor en stundum áður. Korn- stönglarnir sviðnuðu undan brennandi sólargeislunum. í héraðinu Dsjambul, sem er eins stórt og Austurríki og Benelux- löndin til samans, skemmdist uppskeran meira eða minna á 80% akurlendisins. Á stórum svæðum verður uppskeran því varla nema vel helmingur þess, hafði verið að rækta nær 240 millj. tonna. Afleiðingin er sú, að á þessu ári verða Sovétríkin að flytja inn að minnsta kosti 40 millj. tonna af korni, sem þau munu þá kaupa frá Vesturlönd- um, aðallega Bandaríkjunum og Kanada. Andvirði þessa korn- innflutnings er vart minna en 6—7 milljarðar dollara. Allar tölur fimm ára áætlun- arinnar 1981—1985 hafa reynzt afar haldlitlar. Ef Sovétríkin hyggjast enn þá ná því markmiði sínu að framleiða að meðaltali 240 millj. tonna af korni á þessu tímabili, þá verða þau að fram- leiða árlega á næstu þremur ár- um 290 millj. tonna og slíkur ár- angur er ekki annað en hugarór- ar og óskhyggja með tilliti til þess árangurs, sem náðst hefur á undanförnum árum. Það verður því enn erfiðara en áður að fullnægja þörfum al- mennings í Sovétríkjunum fyrir landbúnaðarvörur. Michail Gorbatsjoff, sem ábyrgð ber á landbúnaðarmálum í forsætis- nefnd kommúnistaflokksins, skýrði frá því fyrir skemmstu, að alls staðar hefði ástandið versnað varðandi framboð á landbúnaðarvörum og í ræðu, sem Brésnév hélt þegar í maí sl. í miðstjórn flokksins, viður- kenndi hann, að ekki yrði unnt að fullnægja þörfum fólks fyrir kjöt- og mjólkurvörum á næst- unni og að skortur væri á ávöxt- um og osti. Gott dæmi um þetta er borgin Kentau í Kasakstan, sem er til- breytingarlítil steppuborg. í júlí sl. var þegar farið að vísa fólki frá almennum verzlunum og í staðinn bent á hinn litla en frjálsa markað bændastéttar- innar sjálfrar, þar sem heimilt er að selja þær afurðir, sem bændur framleiða sjálfir, en seldar eru við miklu hærra verði. Víða annars staðar staðnæm- ist það kjöt, sem á markaðinn kemur, varla nema fáeinar klukkustundir í búðum, ef þá svo lengi, því að helzt er það strax rifið út, svo mikill er skorturinn. Á einu skilti í stórri ný- lenduvöruverzlun í iðnaðarborg- inni Karaganda, sem hefur um 217.000 íbúa, segir, að þessi verzlun fái til sölu eigi meira en 80 kg á dag. I mörgum öðrum Sovétlýð- veldum er einnig skortur á mat- vælum. Á liðnu vori fengust þannig smjör og sykur aðeins með skömmtunarseðlum í Grúsíu og skömmtunarseðlar eru alltaf til prentaðir fyrirfram í öllum Sovétlýðveldunum með það fyrir augum, að geta gripið til þeirra hvenær sem er, þegar matvælaskortur segir til sín. Nú er hins vegar áformað að byrja á nýrri áætlun á sviði landbúnaðarframleiðslu, sem Brésnév flokksleiðtogi gerði grein fyrir á fundi miðstjórnar- innar í maí. Samkvæmt henni á að greiða verkamönnum í land- búnaði hærri laun en áður og jafnframt skulu þeir, sem með ákvörðunarvaldið fara á hverj- um stað, fá meira frelsi til Mér er sagt, að ég eigi að grafa varahluti upp úr moldinni. (Mynd úr skopblaðinu Krokodil í Moskvu.) sjálfstæðra ákvarðana en áður og verða að því leyti óháðari miðstjórnarvaldi flokksins. Með þessu hefur flokksforyst- an hins vegar viðurkennt, að lé- leg uppskera sé ekki bar að kenna veðráttunni, heldur komi þar einnig aðrar ástæður til. í reynd á hér sök ekki síður léleg stjórn og slæm vinnubrögð á ótal samyrkjubúum, sem ekki eru í bændaeign, heldur tilheyra rík- inu. Þannig kvarta málgögn flokksins yfir því á mörgum stöðum, að annað hvort sé sáð of seint eða of snemma, kornið skorið of seint eða of snemma og að skortur sé bæði á mannafla en þó einkum á vélarkosti. Þá þóttist landbúnaðartímaritið „Sveitalíf" hafa komizt að því fyrir skömmu, að enn væri mik- ill skortur á geymslurými fyrir korn og því væri einfaldlega ekki unnt að varðveita alla uppsker- una fyrir skemmdum. Tjón af þessum sökum er ekki metið minna en 10—15% af allri upp- skerunni. Þá er enn tíundað, að yfir 30.000 dráttarvélar, sem fyrir hendi eru, séu ekki nothæf- ar sökum þess, að þær standi úti yfir veturinn og þá stundum í meira en 50 stiga frosti. Morozow, sá embættismaður flokksins, sem ábyrgð ber á ár- angrinum í landbúnaði á mikil- vægustu svæðum Kasakstans, kvartaði yfir því fyrir skemmstu í flokksmálgagninu Pravda, að ekki væru einu sinni til nægar kornskurðarvélar og alls konar búnaður væri ekki til, sem bráð- nauðsynlegur væri, eingöngu sökum þess, að ráðuneyti það í Moskvu, sem ætti að sjá um þessi mál, væri alltof „þungt í vöfum". Embættismennirnir í stjórn- arráðuneytunum þykjast hins vegar sjá ástæðurnar fyrir lé- Iegri uppskeru annars staðar. Þeir segja, að þar valdi mestu um lélegar ræktunaraðferðir og lítil skynsemi í vinnubrögðum. Hvort vinnubrögðin séu lélegri en áður, skal hér látið ósagt, en víst er, að vinnan sjálf er minni, einfaldlega sökum þess, að það land, sem ræktað er, fer minnk- andi. Þannig var frá því skýrt í vor, að það land, sem nú væri ræktað, væri ekki nema rúmlega helmingur þess landsvæðis, sem ræktað var á árinu 1978, en það ár fékkst síðasta metframleiðs- lan í landbúnaði í Sovétríkjun- um. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Píanó Eigum fyrirliggjandi Hupfeld, Zimmermann, og Förster píanó, bæði mött og poleruð, ma- hagoni og hnotu. Afborgunarskilmálar. Lampar og Gler hf. Suðurgötu 3. Sími 21830. Byggingarmenn Til sölu er byggingarkrani árg. ’76. Lyftihæð 24 metrar, armlengd 25 metrar, lyftir 4 tonn- um og 1200 kg. á enda. 500 lítra steypumál fylgir. Uppl. í síma 92—1661 eftir kl. 7 á kvöldin, Jakob Árnason. Bogaskemmur Amerískar 10x27 m. Samstæðurnar seljast niðurrifnar. Upplýsingar í síma 32326. Heildverslun Lítil heildverslun til sölu. Góö viðskiptasam- bönd. Tilboð óskast send auglýsingadeild Morgunblaðsins merkt: „E — 3465“ fyrir 27. ágúst. Til sölu vel skipulögð húsgagnaverksmiöja á höfuö- borgarsvæðinu aö hluta eða öllu leyti. Fast- eign getur fylgt. Tilboö sendist Morgunblað- inu merkt: „Gæðahúsgögn — 3451“. Til sölu Lítiö verslunar- og iðnaðarfyrirtæki í Rvík á sviði byggingariðnaðar. Engin fagréttindi. Hentar samhentri fjölskyldu sem vill skapa sér sjálfstæöa atvinnu. Þeir, sem áhuga hafa, leggi nöfn sín og síma- númer á afgreiöslu blaösins fyrir 27. ágúst merkt: „Iðnaður — 3606“. Allt að helmingur í innflutnings og verslunarfyrirtæki í sjónvarps, hljómtækja og videó tækjum til sölu. Möguleiki fyrir viðkomandi á framkvæmda- stjórastarfi eða manns á hans vegum. Tilboð sendist augl. Mbl. merkt: „A — 6148“ fyrir kl. 6, þann 26. ágúst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.