Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 35 Beðið fyrir Lech Walesa Mynd þessi er tekin í guðsþjónustu er haldin var til að biðja fyrir Lech Walesa, sem hefur nú setið í fangelsi í rúma níu mánuði. Danuta Walesa krýpur þarna á kné til að biðja fyrir bónda sínum. Þyngsta svín, sem skráö hefur veriö er „Big Bill“ (göltur), sem vó 1157 kíló og mældist 2,15 metra langur (og dró kviöinn). Hann var alinn í Hender- son Country í Tennessee í Bandaríkjunum og var slátraö 1933. Síöan var hann stoppaöur upp og hafður til sýnis allt til ársins 1946. (Heimsmetabók Guinness 1980) 1/2 svínaskrokkar, tilbúnir í frystinn ca. 25—30 kg. Innifalið: 1. svínalæri 1. svínahryggur í kótelettur 1. siöa í bacon 1. útbeinaöur svínakambur 1. svínabógur svínahakk svínaspekk svínarif Aðeins 73.- kr. kg. Nýslátrað Pantið tímanlega Birgöir takmarkaðar í Ásmundarsal Myndlíst Valtýr Pétursson Ungur maöur, að nafni Asgeir Smári Einarsson, hef- ur efnt til sinnar fyrstu sýn- ingar í Ásmundarsal og hef- ur valið yfir þrjátíu verk til að sýna, hvar hann er á vegi staddur sem myndlistarmað- ur. Þetta eru bæði myndir og skúlptúr, en myndirnar eru flestar, ef ekki allar, gerðar með blandaðri tækni og kennir þar margra grasa. Það er létt og fjörleg til- finning í þessum verkum, bæði hvað snertir innihald, lit og form. Það er eins og listamaðurinn leiki við hvern sinn fingur og láti yfirborðið ráða meiru en sumum mundi þykja góð latína. Ég hafði skemmtun af að sjá þessa snotru sýningu, en ekki held ég, að þessi verk hafi snert mig verulega. Það er heldur ekki hægt að gera miklar kröfur til ungs manns sem er að byrja feril sinn sem myndlistarmaður og er hvergi nægilega mótaður í list sinni. En þarna var Ásgeir Smári Einarsson eitthvað viðkunnanlegt og skemmtilegt, sem oft á tíðum vill vanta í verk byrjenda. Þeir eru nokkuð margir sem ætla að frelsa heiminn allt frá byrjun og lenda þá stund- um í ógöngum, sem þeim virðist erfitt að ráða framúr. Hér hjá Ásgeiri er ekkert slíkt; hann hefur auðsjáan- lega ánægju af myndgerð sinni, og einmitt þannig veit- ir hann manni vissa hlut- deild í því, sem hann er að fást við. Ásgeir Smári er ekki kom- i in á þau vegamót, að séð verði með vissu, hvort þarna eru hæfileikar á ferð. Hann vantar þá reynslu, sem sker w ír um það, en það er alger- l;ga óhætt að örva hann til neiri átaka, og hver veit rema hlutirnir fari að standa verulega fyrir sínu náli. I fáum orðum sagt: Þetta er snotur og viðkunnanleg sýning, sem hefur góð áhrif á inann, en því verður heldur ekki litið framhjá, að það vantar ýmislegt, sem hvert gott listaverk verður að hafa að mati okkar, sem höfum lifað lengi og fengist við að koma saman mynd á sóma- samlegan hátt. Þetta er ekki sem verst byrjun hjá Ásgeiri Smára, en það er heldur ekki meira. Já, það er langur veg- ur frá föndri að fullkomnun. Svo þakka ég fyrir ánægjulega stund á þessari sýningu og óska þessum unga manni til hamingju með frumraun sína. Steinullarfélagið hf. Hlutafj árútboð Aðalfundur Steinullarfélagsins hf. hefur samþykkt að auka hlutafé félagsins úr 1.000.000 kr. í 30.000.000 kr. vegna byggingar steinullarverksmiðju. Með tilliti til forkaupsréttar núverandi hluthafa og eignaraðildar ríkissjóðs hefur verið ákveðið að takmarka útboð hlutabréfa á almennum markaði við 9.(XX).000 kr. Hlutabréf eru að upphæð: 2.500., 25.000 kr. og 250.000 kr. Hlutafjárloforð að upphæð 5.(XX) kr. eða hærri greiðast á árunum 1982-1984. Sauöárkróki. 26. júli 1982. stjcSrn Steinullarfélagsins hí. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins: Sauðárkrókur: Suðurgötu 5, sími 95-5321. Reykjavík: c/o Hagvangur hf., Grensásvegi 13, sími 91-83666. KJÓTMIÐSTÖÐIN Laugalak l.s.86511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.