Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 KITTHIINDRAÐ manns, flestir Bretar á leið til Grænlands, voru veðurtepptir hér á landi um tíma fyrir nokkru, ekki vegna rigningar- innar, sem Reykvíkingar hafa fengið svo óþyrmilega að kenna á að und- anfórnu, heldur vegna þoku á Græn- landi. I*eir komu hingað seinnipart fimmtudags, komust ekki lengra vegna þokunnar og létu fyrirberast hér á landi í Flugskóla Helga Jóns- sonar út á Reykjavíkurflugvelli. I'angað heimsótti Morgunblaðið þá á róstudagsmorgunin, þegar þeir höfðu dvalist hér eina nótt og voru vongóðir um að komast af stað seinnipart dagsins. I*ar var þá mikill manngrúi, og mátti alls staðar sjá bakpoka og annan viðleguútbúnað, sem bar vott um að hér væri um einhvers konar leiðangur að ræða. Við hittum leiðangursstjórann, Roger Chapman og yfirmann vís- indamanna leiðangursins, dr. Ian Ashwell, að máli og inntum þá fyrst eftir því hvers eðlis þessi leiðangur væri. í Ijós kom að leið- angurinn er á vegum The British Schools Exploring Society, sem gæti útlagst á íslensku sem Breska skóla landkönnunarfélag- ið. Það er til húsa á sama stað og Konunglega breska landafræðifé- Margt er gert sér til dundurs, meðan beðið er. Breskur leiðangur á leið til Grænlands: Synti 53 mílur til þess að komast lagið, sem átt hefur hlut að mörg- um merkum, sögulegum land- könnunarleiðöngrum og leikið stórt hlutverk í sögu landkönnun- ar, ef minnið bregst ekki. Stofnandinn með Scott, þegar hann fórst. „Breska skóla landkönnunarfé- lagið var stofnað 1932, af breskum lækni, Surgeon Commander G. Murray Levick RN, en hann var með í síðasta leiðangri Scotts; einn af þeim leiðangursmönnum, sem varð eftir í búðunum, þegar Scott fór í sína síðustu ferð,“ segir Roger Chapman og heldur áfram. „Hann stofnaði félagið til að gefa ungu fólki tækifæri til að komast til fjarlægra staða á hnettinum, þar sem því yrði fengið verkefni við hæfi, því að hann taldi það þroskandi og mannbætandi fyrir einstaklinginn, að upplifa þau ævintýri og þá lífsreynslu sem fylgirslíkum ferðum. Síðan félagið var stofnað, höf- um við farið, svo einhver dæmi séu tekin, til Svíþjóðar, Finnlands, Noregs, Grænlands, Norður- Kanada, Nýfundnalands, Spits- bergen og líka nokkrum sinnum til Islands. Það má segja að við höf- um verið allt í kringum Norður- heimskautssvæðið, þó við höfum aldrei verið á því svæði sjálfu." „Nú var sem sé ákveðið að fara til Grænlands. Við fljúgum til Kulusuk með Helga Jónssyni, í tveimur 10 sæta vélum. Það má gera ráð fyrir, að þegar verður flugfært, taki það sólarhring að ferja okkur yfir til Grænlands, ef engar tafir verða," fræðir Chap- man okkur á, og nú erum við komnir úr mestu mannþvögunni og afsíðis inn í sérstakt herbergi, þar sem er meira næði til að tala saman. Andspænis okkur situr svartskeggjaður maður og les í bók. Við erum kynntir, en ég næ ekki nafninu á honum. Þetta er kajak sérfræðingur leiðangursins, einn sá færasti á Bretlandseyjum er okkur tjáð, en ætlunin er að fara í langa ferð upp eina ána á Grænlandi. „Við skiptum leiðangrinum niður í þrjá hluta," segir dr. Ashwell „og leiðangursmönnum er líka skipt niður í hópa. Fyrsti hluti leiðangursins er svo nefndur æfingarhluti. Hann notum við til að þjálfa unglingana í ýmsu því sem að gagni má koma í ferðum sem þessum. Þau Iæra hvernig á að búa um sig og hegða sér í svona leiðöngrum. Þá læra þau að sigla kajökum, hvernig á að draga með sér búnað á skíðum í jöklaferðum og ótalmargt fleira, sem máli skiptir að kunna. Við áætlum að við komum til með að eyða fyrstu þrem vikunum í þjálfun og undir- búning af þessu tagi. Þá tekur við, það sem við köllum vísindahluta leiðangursins og stendur hann yfir í tvær vikur. Þá skiptum við okkur í tvo hópa. Annar hópurinn ein- beitir sér að jöklinum og rann- sóknum á honum, en hinn lífrík- inu, dýrum og plöntum í og við sjóinn. Þriðji hlutinn, svonefndur ævintýrahluti, stendur líka í tvær vikur, en í heildina er þetta sjö vikna leiðangur. I þeim hluta leið- angursins, er farið í langa ferð, annað hvort á ís eða kajökum eftir því hvort menn kjósa, þar sem leitað er verkefna fyrir síðari tíma, og reynir þá á þá þekkingu, sem fólk er búið að afla sér í fyrri hlutum leiðangursins." Þegar hér er komið sögu, vill blaðamaður fá nánari skýringu á, hvar á Grænlandi leiðangursmenn komi til með að hafa bækistöðvar, hvort þeir verði meira og minna á einum stað eða víðsvegar á Græn- landi. „Við verðum mestmegnis á Angmangsalik-eyju, höfum þar bækistöðvar og þaðan förum við í ferðir, en einkum verðum við á eyjunni og rannsökum lífríki hennar. En við munum fara í ferð- ir inn á jökulinn," segir Chapman. Aðspurður um hvernig þáttakend- med ur í leiðangurinn voru valdir og hvernig hann er fjármagnaður segir hann: „Þátttakendur eru á aldrinum 16'A—19'A. Haft var samband við alla skóla á Bret- landseyjum, og þeir létu nemend- ur sína vita um þennan möguleika. Þeir sem höfðu áhuga urðu að út- fylla umsóknareyðublöð og segja þar meðal annars hvers vegna þeir hefðu áhuga á að komast í svona leiðangur, sem og að afla sér með- mæla frá skólanum. Það voru 1.100 sem sóttu um að komast í þessa ferð núna. Þar af töluðum við 450, í hálftíma hvern og af þeim voru 70 valdir til að koma með. Afgangurinn af leiðangurs- mönnum eru leiðbeinendur og vís- indamenn. Margir þessara krakka eru búin með sína undirbúningsm- enntun og bíða eftir að komast inn í háskóla. Krakkarnir verða að fjármagna ferðina sjálf og gera það auðvitað með ýmsum hætti. Ég veit að ein stúlka fékk borgað visst fyrir hverja mílu sem hún synti, og að hún synti 53 mílur til þess að komast með. Flestum tókst að afla fjár til ferðarinnar. Það voru ekki nema 5 sem ekki gátu aflað alls farareyrisins og fé- lagið aðstoðaði þau. Þetta er að mjög litlu leyti fjármagnað af rík- inu, þetta eru fyrst og fremst ein- staklingarnir sjálfir. Við erum 108 Roger Chapman, aðalleiðangurs- stjóri. í allt. Atta eru farin á undan til að undirbúa komuna til Grænlands, svo við erum 100 sem bíðum eftir að komast til Grænlands. Við er- um næstum öll Bretar, en þó eru með í förinni tveir Ástralíumenn, tveir Kanadamenn, einn Dani, einn Itali og einn íslendingur. ís- lendingurinn heitir Sigurður Guð- leifsson og er frá Keflavík," segir hann ennfremur þegar blaða- manni leikur forvitni að vita um þjóðerni leiðangursmanna. Hlaut yngstur gullmerki kon- unlega landafræðifélagsins. „Eitt er sérstakt við þennan leiðangur," segir dr. Ashwell. „Við munum í honum minnast ungs Breta, sem lést á Grænlandi fyrir 50 árum, 20. ágúst 1932. Á þeim degi, munum við vígja kross á þeim stað þar sem hann fórst, en það er um 110 mílur í norðaustur af Angmangssalik. Á krossinum verður áletrun til minningar um hann, en hann hét Gino Watkins og var aðeins 25 ára gamall þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.