Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 37 hann dó. Þrátt fyrir ungan aldur, hafði hann unnið til gullmerkis Konunglega landfræðifélagsins, sem er æðsta heiðursmerki sem það veitir og er hann sá yngsti sem nokkru sinni hefur hlotið það. Tveir meðlimir úr leiðangrinum frá 1932, þegar hann fórst, verða viðstaddir athöfnina. Þeir eru ekki með okkur núna, en munu slást í hópinn skömmu áður en við förum á staðinn þar sem hann fórst. Annar er nú 77 ára, en hinn 74 ára." „Gino Watkins hlaut gullmerkið fyrir störf sín á Grænlandi," bætir Chapman við. „Hann dvaldist þar frá 1930—'32 og vann meðal ann- ars að rannsókn og kortlagningu strandarinnar. Eitt af því sem rannsóknir hans sýndu var að stysta leiðin milli Evrópu og Kanada var um ísland til Græn- lands. Dauða hans bar þannig að höndum, að hann fór út a kajak að veiða sel til matar fyrir sig og fé- laga sína. Hann lagði að ísbreiðu og skildi bátinn eftir þar. Stykki úr skriðjökli sem gengur fram í sjó þarna, brotnaði og féll í sjóinn, með þeim afleiðingum, að bátnum skolaði af ísbreiðunni. Watkins lagðist til sunds, en talið er að Við höldum göngunni áfram og förum nú út úr flugskýli, þar sem við hittum nokkra leiðangurs- menn, sem þar höfðu látið fyrir- berast um nóttina. Þetta eru þau John Moore, Richard Fielden, Paul Trott og Lisa Stephensson. Við spyrjum þau, hvernig hafi far- ið um þau um nóttina. Þau voru sammála um að það hafi bæði ver- ið dálítið hvasst og blautt þakið, og við lítum upp, þar sem víða má sjá í gegnum það upp í lágskýjað- an himininn, sé ekki alveg vatns- helt, né séu veggirnir vindheldir. „Ég svaf nú í einni flugvélinni, enda fannst mér gólfið ekki mjög fýsilegt að sofa á, bæði hart og sumsstaðar blautt," segir John Fielden. Aðspurðir segjast strákarnir vera alls staðar að af Bretlands- eyjum, en í ljós kemur að ungfrú Stephenson er frá Kanada. Þetta er þeirra fyrsti leiðangur af þessu tagi, en flest hafa þau samt ein- hverja reynslu af útivist og slíku. Þau hafi ráðist í þessa ferð ánægj- unnar vegna og af ævintýralöng- un, svæðið sem þau fari til sé lítt kannað og ekki mikið kortlagt og það geri þetta skemmtilegra en ella. Annars ráðist menn í þessa Dr. lan Ashwell, yfirmaður vísinda- manna leiðangursins. hann hafi fengið krampa því að hann fannst síðar drukknaður." Sváfu í flugskýlinu. Þegar hér er komið sögu erum við staðnir upp og göngum um meðal ferðalanganna. Meðal þeirra sem við hittum er Alan Donaldson, sem blaðamanni skilst að sé yfirmaður þeirra rannsókna, sem fram eiga að fara á lífríkinu. Hann segir vera „botany-ecolog- ist", plöntufræðingur skýtur dr. Ashwell að, en hann hefur haft það til siðs að skjóta öðru hverju að íslensku orði, enda kemur í ljós, að hann hefur verið nálægt 20 sinnum áður á íslandi, þar af 12 sinnum með fyrri leiðangra fé- lagsins. Við spyrjum Donaldson í hverju verk hans hóps verði fyrst og fremst fólgið á Grænlandi. „Við munum safna sýnum og auðkenna þau, númera þau og merkja, og gera það sem venjulegt er að gera í rannsóknum af þessu tagi," segir Donaldson og minnist sérstaklega á þær rannsóknir á fiski sem þeir hyggjast gera, að þær gætu verið mikilvægar. Alan Donaldson. ferð af ýmsum ástæðum. Sumir séu hér vegna verðlauna sem her- togin af Edinborg, maður drottn- ingarinnar, veiti en þáttaka í svona íerð sé eitt af því, sem gefur stig í keppninni um þau verðlaun. „Við verðum hér aftur að 5 árum liðnum sem aðstoðarmenn," segir John Moore, þegar við erum að kveðja og hin taka undir. Það var því greinilega engum ótta fyrir að fara hjá þeim, við að leiðast í þetta skipti. Þegar það var athugað seinna um daginn, hvort fært væri orðið til Grænlands, var okkur tjáð að byrjað hefði verið að flytja Bret- ana yfir til Kulusuk skömmu eftir tvö. Ekki bjóst þó sá sem fyrir svörum varð hjá Flugskóla Helga Jónssonar við, að það tækist að flytja þá alla yfir í einni lotu, því spáð var þoku í Kulusuk með kvöldinu. Bjóst hann við að fyrir þann tíma tækist að koma helm- ingnum af Bretunum yfir og að hinn helmingurinn færi daginn eftir, því spáð var að þokan yrði ekki lengi viðloðandi. — HJ. Viðarbrandur og surtarbrandur ÞAU mistök urðu við vinnslu laugardagsblaðsins, að niður féll mynd af Haraldi Ag- ústssyni, þar sem hann bendir ljósmyndara Mbl. á sérstæðasta viðarsafnssýnishornið, sem Haraldur sýnir nú að Kjarvalsstöðum. En hér kemur myndin: Haraldur bendir á 10—12 milljón ára kaliforníurauðvið, sem er viðarbrandur úr Bolungarvík, en í hægri hendinni heldur hann á surtarbrandi sömu tegundar. Þau sem sváfu í flugskýlinu og rætt var við, talin frá vinstri: John Moore, Lisa Stephenson, Richard Fielden og Paul Trott. TIL 5. SEPTEMBER bjóðum viö landsmönnum að eignast íslensku DBS reiðhjólin á einstökum vildarkjörum. Veitturverður20% staðgreiðsluafsláttur eða 15% afsláttur með 1000 kr. útborgun og eftirstöðvar á allt að 4 mánuðum. E\fmuhM FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐUAÐSELJA?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.