Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 Hvernig skyldi lífið vera í Sovét? „Babushkan ', amman, er óðum að hverfa af heimilum þeirra ungu. Fréttir af daglegu lífi fólks í lokuðu alræðisríki, eins og Sovét- ríkjunum, liggja ekki alltaf á lausu, ótrúlegustu hlutir geta fallið undir ríkisleyndarmál og sakleysislegar upplýsingar geta orðið að hernaðarleyndarmáli í augum stjórnvalda. Það er ekki annað að sjá, en að hæstráðendur telji lif og kjör þegnanna í hinu sósíal- íska móðurríki allt annað en meðmæli með því stjórnskipulagi, sem reynt hefur verið að breiða út um allar álfur síðan í bylting- unni. Útlendingar eiga ekki hægt um vik, að virða fyrir sér daglegt líf á ferðalagi um Sovétríkin, mönnum eru varðaðar leiðir, ferðafrelsi . takmarkað og síðast en ekki síst, menn fá ekki að ræða við almenna borgara — skiptast á skoðunum, gestum eru nefnilega skammtaðir viðmælendur. Nú fyrir skömmu bárust af því fréttir, að friðargöngukonurnar norrænu væru ekki allskostar ánægðar með þau takmörk, sem þeim voru sett í samskiptum við heimamenn, svo og að þurfa að ferðast undir ströngu eftirliti. I hinni skemmtilegu bók, Kallað í Kremlarmúr, eftir Agnar Þórð- arson (sem út kom árið 1978 og segir frá ferðalagi sjömenninga um Sovétríkin árið 1956), er frá- sögn af tilraunum þeirra félaga til að sleppa úr umsjá fylgdarkon- unnar Galínu. Ferðalangarnir voru nýkomnir til Leningrad þar sem beið þeirra friðarnefnd borgarinnar á hafnar- bakkanum, ásamt túlkinum og fylgdarkonunni Galínu. Þegar þeir komu á hótelið var þeim tilkynnt, að þeir gætu hvílt sig á herbergj- unum um hríð. Agnar og Steinn Steinarr voru herbergisfélagar og segir svo í bókinni: „Við Steinn ákváðum þá að reyna að komast á einhverja krá í nágrenninu, til að sjá eitt- hvað af mannlifinu á eigin spýtur og án leiðsagnar." Hótelið var við Nevski-fljótið og því auðvelt að átta sig, þeir fundu litia ölstofu í kjallara þar sem verkamenn í vinnufötum voru samankomnir. Eftir að hafa drukkið sinn bjór gengu þeir fél. eftir Nevsky Prospekt, sem er fræg breiðgata og hröðuðu sér aft- ur á hótelið. Við komuna þangað komust þeir að því að hvarf þeirra hafði komist upp. I bókinni segir svo: „Hafði þá Galína skorið upp herör á hótelinu vegna hvarfs okkar, og var þrútin og rauðblá af reiði þegar hún sá okkur, sagði að þetta mættum við alls ekki gera henni, hún bæri ábyrgð á okkur á meðan við vær- um undir hennar forsjá, — o.s.frv." Ennfremur „jafnaði hún sig þó fljótt aftur, en það var greinilegt að konan hafði orðið hrædd, hvernig svo sem á þeim ótta stóð.“ Seinna í ferðinni voru þeir fé- lagar þó heppnari, þegar þeir komu til borgarinnar Tblisi. Það var heitt í veðri og Galína fylgd- arkona fyrirskipaði hvíldartíma eftir hádegisverð. Þá læddust þeir burt af hótelinu Agnar og Jón Oskar, skoðuðu sig um og blönd- uðu geði við heimamenn, og náðu aftur heim á hótelið áður en Gal- ína vaknaði af miðdagslúrnum. Erlendir diplómatar í Moskvu eru heldur ekki frjálsir ferða sinna eins og kunnugt er, ferða- frelsið er bundið við einhvern ákveðinn radíus, sem þeir eiga að halda sig innan. Aftur á móti búa rússneskir sendiráðsmenn ekki við sömu takmarkanir erlendis, þeir njóta sama frelsis og aðrir gestir í flestum föndum heims. Af ýmsum þeim frásögnum, sem komið hafa fram á sjónarsviðið hin síðustu ár, svo sem skrif og frásagnir háttsettra austan- tjaldsmanna, sem flúið hafa til vesturlanda, hefur orðið ljóst, að erlend sendiráð í Moskvu hafa verið með KGB-menn og konur, inni á gafli hjá sér, í hlutverki bílstjóra, aðstoðarstúlku eða í öðru starfi. Því fólki hafa sendi- ráðin orðið að taka við, í stað þess að koma með starfsfólk að heiman, vegna þess að ekki má taka störf frá heimamönnum sjálfum, eins og það er kallað. Rússar ráða þó ekki heimamenn til starfa í sínum sendiráðum er- lendis, eins og kunnugt er, heldur koma með mikinn mannafla með sér að heiman. Er þess skemmst að minnast þegar teknar voru myndir í Garðastrætinu í sumar af „diplómötunum" við málara- störf. Það hefur greinilega verið talin mikil hætta á, að íslenskir húsamálarar gætu komist að stórhættulegum ríkisleyndarmál- um Rússanna hangandi utan á húsum þeirra. Eins og áður segir, er ekki alltaf hægt að fá opinberar upplýsingar almenns eðlis svo sem um kjör al- mennings. En það er þó á víð og dreif að finna upplýsingar um daglegt líf þegnanna í Sovét í skrifum þeirra, sem dvalið hafa við störf og nám þar undanfarin ár, sömu sögu er að segja af fréttasendingum ýmissa erlendra fréttaritara, þýddum greinum úr Sovétblöðunum og svo má lengi telja. Skal nú tínt til ýmislegt það, sem finnanlegt hefur verið um daglegt líf þegnanna í Sovét. BiÖraðir Það er kunnara en frá þurfi að segja að Sovétborgarar þurfa að fara í biðraðir til að ná sér í allar nauðsynjar. Á þeim er eilífur skortur. A fundi miðstjórnar kommún- istaflokksins 25. maí sl. kynnti Brezhnev hugmyndir til að auka framleiðslu landbúnaðarafurða, og annarra matvæla, með þeim bjargráðum að ausa milljörðum rúblna til viðbótar í landbúnaðinn. Sagði hann ríkja ófremdarástand í þessum efnum, sem rekja mætti til illa rekí ' 'amyrkju- og ríkis- búa, áburoai orts, skipulags- lausra flutnir.sa, ófullnægjandi geymslurýmis og óskapnaðar skriffinnskunnar. í ríkisverslunum í Moskvu er ástandið þannig, að einn daginn er ekki hægt að fá þar keypt egg, annan dag vantar smjör og þann þriðja er kjötlaust. Sovétkonur eyða tveim klukku- stundum á dag, sjö daga vikunnar, í biðröðum eftir nauðsynjum, og er þá aðeins átt við það allra nauð- synlegasta sem þarf til matar- gerðar og húshalds. Það hefur því þróast þar sérstök biðraðamenning, sem gestir átta sig ekki á með það sama. Menn eru nefnilega oft á tíðum í fleiri en einni biðröð í einu, þ.e. þeir fara fyrst í þá röð, sem búast má við seinastri afgreiðslu og þegar þeir hafa tryggt sér pláss þar, biðja þeir næsta mann að gæta að pláss- inu og þjóta svo að öðru borði í versluninni fara þar í röð, kaupa, og þjóta svo aftur í fyrri röð. Allar konur hafa með sér poka „avoska", til vonar og vara, ef þær skyldu nú rekast á einhverja vöru einhversstaðar. Verslanir hafa ekki bréfpoka eða annað til að setja varninginn í fyrir viðskipta- vininn. Nafnið „avoska" á pokan- um, mun þýða eitthvað í áttina við kannske, en það mætti ef til vill kalla pokann vonarpoka. Á vinnustöðum koma konur sér oft saman um innkaup, ein fer í brauðbiðröð, og kaupir þá fyrir margar, önnur í grænmetisbiðröð o.s.frv. og sparar þetta konunum að sjálfsögðu tíma við innkaupin. I fatnaði verða rússneskir neyt- endur að sætta sig við ríkisfram- leiðslu, sem að sjálfsögðu býr ekki við neina samkeppni og því lítið tillit tekið til óska viðskiptavina. Erlend tískublöð eru ekki seld í Sovét en eru ákaflega eftirsótt, sérstaklega þýska blaðið Burda, þar sem fylgja snið af fatnaðinum. Handsnúnar saumavélar eru í margra eign og reyna konur að sauma sér sjálfar fatnað í líkingu við þann, sem þær sjá ferðamenn í á götum Moskvu. Það er lítið annað en gerfiefni að fá, ullarefni sjást ekki í versl- unum. Sovétkona nokkur, sem ræddi þessi mál í Moskvu, sagði að það myndi alls staðar vera orðinn skortur á ullarefnum t.d. hefði hún heyrt að í Englandi gætu menn ekki fengið keypt ullarefni nema um leið væri skilað inn til verslunarinnar einhverri ullarflík í staðinn! Það þarf oft að bíða svo mánuð- um skiptir eftir að fá saumað hjá ríkisklæðskerunum, þó er víst ekki alveg óþekkt að hægt sé að koma í saum til þeirra, svona á bak við, og þá fyrir hærra gjald. Erlendur fréttaritari í Moskvu varð undrandi þegar hann komst að því, að menn eru yfirleitt með öll mál, þ.e. brjóstmál, mittismál, sídd og skóstærð allra sinna nán- ustu alveg á hreinu til að geta gripið mátulega flik, ef þeir skyldu detta niður á hana. Innfluttur fatnaður þykir eftir- sóknarverður og er nokkurskonar stöðutákn í Sovét. Sömu sögu er að segja af skóm en framleiðsla þeirra hefur gengið sérlega illa. Seint á árinu 1973 sagði frá því í „Literary Gazette" að áttunda hvert par af skóm, sem framleitt væri, fengi ekki náð fyrir augum gæðaeftirlitsmanna. Húsnæöi Árið 1920 var gerður húsnæð- isstaðall í Sovét, sem keppa átti að næstu ár á eftir, og samkvæmt honum átti að ætla hverri persónu níu fermetra af húsrými, allt þar fyrir neðan talið heilsuspillandi. 50 árum seinna hafði þessu marki ekki verið náð, þá voru 7,6 fer- metrar húsrýmis á mann, helm- ingur þess, sem talið var lágmark í Vestur-Evrópu og einn þriðji af lágmarksrými í Bandaríkjunum. I borgunum í Sovét fer ástandið batnandi og það fækkar þeim fjöl- skyldum, sem þurfa að deila eld- húsi, baði og klósetti með 4—6 öðrum fjölskyldum. Nú er talið að 25% íbúa borganna búi við slíkt. Mannfjölgun Mannfjölgun í Evrópuhéruðum Sovétríkjanna er svo lítil, að það er orðið forráðamönnum mikið áhyggjuefni. Nýlega var greint frá því í „Pravda" að 80% fjölskyldna í Sovét væru litlar fjölskyldur. Samkvæmt nýlegum tölum er tala fóstureyðinga nú hærri en tala lif- andi fæddra barna. Til að hvetja konur til barneigna hafa verið aukin hlunnindi vegna barnsburð- ar. Konur fá nú greidd full laun fyrstu fjóra mánuðina eftir fæð- ingu, hluta af launum næstu tíu mánuði og síðan er starfinu haldið opnu í sex mánuði þar á eftir, sem eru kauplausir. Vegna þess, hve barnsfæðingum hefur fækkað í Sovét, hafa stjórn- völd nú hafið áróður fyrir því að hjón eignist þrjú börn. Farið er að verðlauna konur fyrir fyrsta og annað barn, með peningjagjöfum, en það var gert við þriðja barn áður. Nýlega voru þessi mál reifuð í „Izvestia", konur hvattar til að eiga fleiri börn með þessum orðum „að konur, sem ekki fæddu börn, væru í raun að svíkja sitt innsta eðli og þær þekktu ekki dásemd hjónabandsins fyrr en þær hefðu eignast börn — og það helst þrjú“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.