Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 41 A öðrum stað í sama blaði stóð „við getum auðvitað ekki skyldað hjón til að eignast ákveðinn fjölda barna, en við verðum að upphefja fjölskylduna með þrjú börnin, setja hana upp á stall". Hjónaband, skilnaðir Það eru fleiri konur en karlar í Sovét, þar er ekki enn kominn á jöfnuður síðan í heimsstyrjöldinni og því mannfalli, sem þá varð. Hver sem ástæðan er mun vera meira látið með drengi en stúlkur, það er dekrað meira við þá og þeir verndaðir. í lok síðasta árs birtist bréf frá konu nokkurri í „Sovetskaya Rossia" (Sovét-Rússland) þar sem hún ásakaði nútíma karlmennina í Sovét um unggæðings- eða barna- skap fram eftir öllum aldri. Fyrir- sögnin hljóðaði svo: „Hvað verður um litlu börnin hennar mömmu?" Ungar konur hugsa um það í dag að afla sér menntunar, ná góðu prófi og komast í góða stöðu. Og svo auðvitað óska þær sér góðs eiginmanns, manns sem ekki drekkur of mikið. Margir Sovétmenn drekka mik- ið og oft, samkvæmt þeim tölum, sem handbærar eru, mun vera áætlað að hver fulltíða karlmaður neyti um 10 lítra af hreinum vín- anda á ári og er þá heimabrugg, sem ekki er nokkur leið að geta sér til um magnið á, ekki talið með. Það mun ekki vera óalgeng sjón að sjá drukkna, slagandi menn á göt- um Moskvuborgar um miðjan dag. Algengustu umkvörtunarefni Sovétkvenna varðandi hjónaband- ið eru eftirtalin: maðurinn drekk- ur of mikið, hann er yfirdekraður og eyðilagður af eftirlæti, hann hjálpar aldrei til við heimilið. Þessar sömu ástæður eru þær, sem konur setja fram vegna beiðni um skilnað, og hjónaskilnaðir hafa mjög farið í vöxt undanfarið. Konur vinna allar úti, eins og kunnugt er, sumar jafnvel erfið- isvinnu og þegar þær svo koma heim bíður þeirra sex klst. vinna við heimilið samkvæmt könnun, sem gerð var í Sovét fyrir nokkr- um árum. Það er lítið um nútíma hjálpartæki og heimilisvélar á Sovétheimilum, og „babushkan", amman, er að hverfa af heimilum ungra hjóna, enda hefur börnum farið fækkandi og heimilishald orðið annað. I miklum meiri hluta eru það konurnar, sem sækja um skilnað og vilja greinilega heldur vera ein- ar, því ekki eru miklir möguleikar á öðru hjónabandi sakir skorts á ókvæntum mönnum. Ein ung kona, Anna Arkadevna, flúði áður en á hólminn var komið, sveik unga manninn sem hún ætl- aði að giftast. Hún bjó með móður sinni í góðu húsnæði og hafði góða atvinnu. Ungi maðurinn tók þessu illa og bar fram opinbera kvörtun á hendur stúlkunni vegna „áb- yrgðarlausrar afstöðu til hjóna- bandsins". Mál þetta var til um- fjöllunar í Sovétdagblaði ekki fyrir löngu og frá því skýrt að stúlkan hefði fengið opinbera áminningu og hafði hún verið dæmd til að skila aftur gjöfum, sem hún hafði þegið af unga von- biðlinum. Gjafirnar, sem hann fékk til baka voru þessar: „Inst- ant"-kaffi (skyndikaffi), varalitur, augnskuggi, einn brúnn brjósta- haldari (innfluttur). Stúlkan fékk hinsvegar að halda eftir einni gjöfinni, gallabuxum. Ung Sovétkona, sem vann í Vesturlandasendiráði í Moskvu hafði áhuga fyrir að vita hvernig lífi fólks var háttað annars staðar. Hún spurði sendiráðskonuna að því, hvort maðurinn hennar drykki sig ekki oft blindfullan, konan kvað nei við því, og hvort hann lemdi hana ekki þegar hann hefði drukkið vín, konan kvað það aldrei hafa komið fyrir. „Hann getur þá ekki verið mikið karlmenni," sagði unga Sovétkon- an. Bergljót Ingólfsdóttir tók saman. Ileimildir: Thc ('hristian Science Monitor News Service. „The Kussians" eftir Hendrik Smith. ÚBcfin, Ixjudun 1976. ....... ., Hnífjafiit millisvæðamót Margeir Pétursson Millisvæðamótið í Toluca í Mex- ikó er nú hilfnað, en samt sem áður hefur enginn keppendanna fjórtán ennþá náð að skera sig úr og taka forystuna i mótinu. Sem stendur eru það norður-amerísku þátUakcndurnir tveir, Seirawan frá Bandarikjunum og Ivanov fri Kanada, sem hafa forystuna, en skammt i hæla þeirra koma marg- ir aðrir skikmeistarar, þ.i m. Bor- is Spassky, fyrrum heimsmeistari i skák. Flestir af þeim sem fyrifram voru ilitnir líklegastir til að hreppa annað þeirra tveggja sæta sem gefa rétt til þátttöku í iskorenda- keppninni, eru ennþi með í baritt- unni. En það kom þó mjög i óvart í sjóttu umferðinni er Lev Polugaj- evsky, sem verið hefur með í síð- ustu þremur iskorendakeppnum, tapaði fyrir Torre fri Filippseyjum og hefur honum ekki enn tekist að vinna skik i raótinu. Þegar síðast fréttist var stað- an þessi: 1.—2. Seirawan og Ivanov, 4lA v. af 7 mögulegum. 3. Nunn (Englandi) 4 v. og biðskák. 4.-7. Adorjan (Ungverjalandi), Torre (Filippseyjum), Spassky og Balashov (Sovétríkjunum) 4 v. 8. Portisch (Ungverjalandi) 3lA v. og biðskák. 9. Jusupov (Sovétríkjunum) 3lA v. 10.—11. Polugajevsky (Sovét- ríkjunum) og Hulak (Júgóslavíu) 3v. 12. Rubinetti (Argentínu) 2V4 v. 13. Rodriguez (Kúbu) 2 v. 14. Kouatly (Líbanon) VA v. Biðskák þeirra Portisch og Nunn gæti sett mjóg stórt strik í reikninginn í toppnum, en sam- kvæmt heimildum AP-frétta- stofunnar stendur Portisch bet- ur í biðstöðunni. Staðan í mótinu segir auðvitað ekki nærri alla sóguna. Þannig á Portisch t.d. eftir að tefla við alla Rússana, en þeir hafa aftur á móti allir teflt innbyrðis. Ungversku stórmeistararnir Portisch og Adorjan hafa ekki teflt af sama öryggi í Toluca og landi þeirra Ribli gerði í Las Palmas. Báðir hafa þeir hlotið harkalega skelli fyrir Bandaríkjamanninum unga, Yasser Seirawan, og í innbyrðis uppgjöri þeirra var því ekki um neitt annað að ræða en berjast. Stórmeistarajafntefli eins og Rússarnir í Toluca hafa allir samið sín á milli hefði getað eyðilagt möguleika Ungverjanna beggja. Ilvitt: Lajos Portisch Svari: Andras Adorjan Griinfeldsvórn I. dl — Rf6, 2. c4 — g6, 3. Rc3 — d5, 4. Rf3 - Bg7, 5. Db3 I fyrra beitti Portisch tvívegis afbrigðinu 5. cxd5 — Rxd5, 6. e4 gegn Adorjan, en tókst í hvorugt skiptið að vinna. Nú beitir hann athyglisverðu afbrigði sem stundum er kennt við Bole- slavsky. 5. — dxc4, 6. Dxc4 — 0-0, 7. e4 — c5?! Ný hugmynd, sem ekki er get- ið í nýrri bók Botvinniks um Grúnfeldsvörnina. Adorjan von- ast til þess að fá opnar línur fyrir peðið. 8. Dxe5 — Bg4, 9. Re5 — Rbd7, 10. Rxd7 — Rxd7, 11. Dg5! TIT-IU i i 3 h 5 i ? 8 <? 10 H 12 13 ÍH i SEIRAWAM (ðandankjunu^ sm Y/A i i \ O % 'k '/z 1 K0UATLY Uibanon) m o % 'k O o \ 0 o 3 P0RTISCH' (Uw*rj*i**ti) SM 0 % V/// // i 1 % 'k H fWORJAN (UngrtrpJardi) SM 0 i 0 É Yz i Á % 5 /WAW (Engtandi) SM { i i 'lz 'fz 'k 'fz b RUblMETTl&rqenímu) m % O Y/A '/z 0 'fz 'k 'k 7 SPPlSSKY (Sovéinkjunu**) SM h yá 'k % 'k 'k 'k i 8 JUSUPOV (Sovíínkjunium) SM '/z vé '/z '/, 'k 'k 'k 'k 9 T0RRE (Filippseyjurm) SM 'k </z '/z % '/z i 1 o 10 bRLQSHOVfaéiritj-) SM % i 'fz 'k i % \'K 'k H POLUGRTEVSKY&ovítr) SM 'k 'k 'k '/l 'tz 0 'k i iz R0DRIGUEZ (Kúl>u) SM 0 O % '/z 'k '/z o <% ii? HULAK(Tix9ós/Ayiu) SM 7 'k O 'k '/z 0 'k iH IVANOV (Kanad^ M 'fz i 'k 'k '/z 1 ri /A Yfirsást Adorjan þetta í heimarannsóknum sínum? Bisk- upinn á g4 er í heiftarlegum vandræðum, því 11. — Rf6 er svarað með 12. e5. 11. — f5, 12. h3-Bh5, 13. g4 Eina von svarts nú er að fá mótspil fyrir biskupinn. 13. — h6, 14. Bc4+ — Kh8, 15. De3 — fxg4, 16. hxg4 — Bf6. Ekki 16. - Bxg4?, 17. Hxh6+ og mátar. Nú er hugmyndin að svara 17. gxh5 með Rg4. 17. f3! - Bxg4, 18. e5! — Bh5, 19. exf6 — Hxf6, 20. Be2 — Hc8, 21. Bd2 — Hb6. Svartur leitar logandi ljósi að gagnfærum til að réttlæta áframhaldandi mótspyrnu. 22. Ral — Hd6, 23. Rc5 — Db6, 24. Bc3 — Dc6? 25. d5! og Adorjan gafst upp, því hann tapar drottningunni eða verður mát. Sú spurning vaknar eftir þessa skák hvort taugar hans séu farnar að gefa sig, en hann hefur tvívegis fallið í yfir- lið við skákborð og segja læknar að streitu hafi verið um að kenna. Grafík í Langbrók *" .' Myndlíst Valtýr Pétursson Ung listakona frá Austurríki er hér á ferð og hefur í pússi sínu dálítið af grafík og nokkra hluti unna í leir. En hún hefur lagt stund á leirmunagerð jafnframt því að framleiða grafík. Eva Werdenich-Maranda er fædd 1950 í borginni Hainburg við Dóná. Hún hefur langt nám að baki sér og hefur tekið þátt í mörgum sýn- ingum og einnig hefur hún haldið nokkrar einkasýningar á verkum sínum. Af þessu má sjá, að enginn viðvaningur er hér á ferð, þótt við- komandi sé ung að árum. Þessi at- riði eru tekin úr litlum upplýs- ingabæklingi, sem fylgir þessari snotru sýningu, sem nú stendur í Gallerí Langbrók. Það fer ekki mikið fyrir þeim ætingum í lit, er listakonan hefur valið á þessa sýningu, og finnst mér þessi verk njóta sín vel í svo litlu formati, eins og sagt er á mállýzku myndlistarmanna. Þetta eru litaðar ætingar og bera þess ríkt vitni, að hér er á ferð mann- eskja, sem hefur að baki sér sterkar hefðir og er uppalin í góð- uni siðum, ef svo niajtti að orði kveða. Hún hefur skemmtiiega til- finningu fyrir verkefnum sínum og hún fer á varfærinn hátt með teikninguna í þessum verkum. Þarna eru aðlaðandi hlutir, og grafísk tækni virðist eiga sérlega vel við þessa listakonu. Það er í fáum orðum sagt einhver sterkur menningarblær yfir þessum vinnubrögðum, en ef til vill mætti finna þeim til foráttu, að þau væru eins og svolít.ið fyrir utan samtíð sína. En við skulum ekkert vera að eltast við þann þáttinn, heldur líta á hinar góðu hliðarnar. Það er sterkur persónulegur blær yfir þessum verkum, og gildir það bæði um ætingarnar og einnig um þá fáu hluti, er listakonan hefur tekið til sýningar af verkum sínum í leir. Þeir lýsa einnig næmi og við- kvæmni. Allt er fágað og ef til vill um of. En eitt má fullyrða, að hér er á ferð örugg listakona, sem veit algerlega hvað hún er að fást við í verkum sínum, og hún kemur einu sinni persónulegu hugsýn til skila á mjög viðkunnanlegan hátt. Eins og áður sagði, eru þessi verk ekki stór að flatarmáli, en þau segja samt sína sögu, og sanna það einu sinni enn, að fer- sentimetrar eru aðeins eitt atriði í myndsmíð, og stærð á slæmu listaverki gerir ekkert annað en undirstrika galla. Lítil mynd getur því sagt manni miklu meira, ef hún er þess umkomin að koma þeim boðskap til skila, sem tii er ætlazt. Eg fæ ekki betur séð en að Evu Werdenich-Maranda takist það ágætlega, með hinum aðlað- andi litlu verkum, sem sumir -rmindulcatla frfmefldr----«—•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.