Morgunblaðið - 22.08.1982, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.08.1982, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982' 43 Frá blaðarnannafundi Samtaka raftækjaframletteiida vegna nýútkomins bæklings um íslenzkan rafidnað. Islenzkur rafíðnað- uppsláttarrit HANDHÆGT uppsláttarrit hefur verið gefið út um íslenzkan rafiðnað. Eru það samtök rafUekjaframleiðenda sem hafa gefið þennan bækling út með stuðningi verkefnastjórnar iðnaðarráðuneytisins í rafiðnaði. í ritinu eru ýt- arlegar upplýsingar um fyrirtæki í þessari grein, framleiðsluvörur þeirra, ráðgjöf og þjónustu, og sérhæfðar vélar og tæki, sem þau ráða yfir. Á blaðamannafundi, sem Sam- nings- og þjónustufyrirtækja við tök raftækjaframleiðenda boðaði til, sagði Ingvi Ingason, formaður samtakanna, að tölvu- og tækni- væðing væri í örum vexti í íslenzk- um fyrirtækjum, bæði hvað varð- aði framleiðslu og þjónustu. Væri oft leitað langt yfir skammt varð- andi tækja- og hugbúnað og fengið erlendis frá, það sem framleitt er hér heima fyrir og kostar minni fyrirhöfn og gjaldeyri, auk þess, sem þjónusta er miklu nær og viðhald á tækjum. Ingvi sagði að vanþekking á inn- lendri framleiðslu væri ein af ástæðum til þess, að leitað væri til útlanda að óþörfu. En úr þessari vanþekkingu er ætlunin að bæta með útkomu uppsláttarritsins. Verður þetta rit sent út í 5—600 eintökum til sveitarstjórna, inn- kaupastofnana og einstaklinga, sem hafa með innkaup og notkun á þessum tækjum. Muni þá mörg- um koma á óvart, hve miklu bæði af tækjaframleiðslu og hönnun hugbúnaðar íslendingar ráða sjálfir yfir á þessum vettvangi. Ætti ritið að geta verið verkkaupa mikil aðstoð, þegar hann ákveður kaup á vörum og þjónustu. Samkvæmt bæklingnum um ís- lenzkan rafiðnað eru það 25 fyrir- tæki, sem framleiða raftæki og rafeindatæki. Þessi fyrirtæki eru nú aðilar að samtökum raftækja- framleiðenda, sem stofnuð voru á sl. ári. Þau vinna að sameiginleg- um hagsmunamálum með því t.a.m. að meta möguleika inn- lendra fyrirtækja á að taka að sér opinber verkefni, aðstoða þau við að fá opinbera fyrirgreiðslu, stuð- la að stofnun nauðsynlegra stuð- rafiðnaðinn, stuðla að hagkvæmri verkaskiptingu í greininni, beita sér fyrir samstarfi um útflutning og þátttöku í sýningum og ráð- stefnum erlendis, vera tengiliður við hliðstæð samtök erlend og beita sér fyrir að rafbúnaður og raftæki uppfylli skilyrði um gæði, öryggi °K um þjónustuskyldu vegna seldra tækja. Að sögn Guðrúnar Hallgríms- dóttur, formanns nefndar verk- efnis í rafiðnaði, þá átti sú nefnd, sem skipuð var af iðnaðarráðu- neytinu vorið 1982, að hafa for- göngu um þróunarátak í rafiðnaði. M.a. var þessari nefnd falið að að- stoða fyrirtæki í rafiðnaði við að stofna samtök rafiðnaðarins og að kynna getu rafiðnaðarins m.a. með útgáfu kynningarbæklings í samvinnu við samtök rafiðnaðar- ins. Þetta væri nú hvort tveggja orðið að veruleika. Um þessar mundir beindist starfsemi þessarar verkefnis- nefndar að finna málefnum rafið; naðarins farveg til næstu ára. í undirbúningi væru 2 þróunarverk- efni í rafiðnaði, sem fyrirtækin í greininni standa að. Annað þróun- arverkefni rafiðnaðarins miðar að því að koma upp alhliða þjónustu fyrir fyrirtækin í greininni. Hitt verkefnið er sameiginlegt markaðsátak raf- og málmiðnað- arfyrirtækja til þess að auka þátttöku þeirra í verkfram- kvæmdum tengdum byggingu virkjana og orkuiðjuvera hérlend- is. Sagði Guðrún, að undirbúningi þessara verkefna yrði lokið í okt. /nóv. á þessu ári. Jafnhliða þess- ari undirbúningsvinnu er unnið að því að efla tengsl rafiðnaðarins við Iðntæknistofnun íslands. Væri stefnt að því að rafiðnaðardeild tæki til starfa við stofnunina á ár- inu 1983. Væru þessar aðgerðir í þróun rafiðnaðar og skipulags- málum mikilvægar. Mörkuðu þær þáttaskil. Með þessu ætti að tak- ast að efla innlenda framleiðslu rafbúnaðar í samræmi við þá auk- nu notkun, sem fyrirsjáanleg væri í náinni framtíð á þessum vett- vangi. SDÍ þakkar Formaður Sambands dýraverndunarfélaga, SDÍ, frú Jórunn Sörensen, hafði samband við Morgunblaðið í gærmorgun vegna fréttanna af björgun grindhval- anna við Rif. Sagðist hún vilja biðja blaðið að koma á framfæri við þá ágætu menn sem stóðu að þessu einstaka björgunarafreki, innilegu þakklæti frá Sambandi dýra- verndunarfélaga. EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS Dagbók Marilyn Monroe fundin? Bón Hreinsar, bónar og ver, allt í einni umferð Blue Poly - Bótl (vlð seldum 15 þúsund dóslr af gljáhjupl I fyrra) Blue Poly - Bflþvottaefnl. Blue Poly - Fjölvari (á vlnyl, tré, plast, leður, gúmmf o.m.fl.) Blue Poly - Grunnur (slfpimassabón) Blue Poly - Krómvari. Bflþvottaefnl Fjólvari Grunnur Krómvarl Los Angelcs, 19. ájfúst. AP. LKIKARI nokkur sem kveðst í eina tíð hafa starfað með Maril- yn Monroe, sagði í dag að dag- bók hennar væri í sínum hönd- um. Vinir leikkonunnar, sem halda því fram að hún hafi á sín- um tíma verið myrt, hafa leitað dyrum og dyngjum að dagbók þessari undanfarin 20 ir. Leikarinn sagði í viðtali við AP-fréttastofuna að bókin væri í sínum höndum, en neit- aði að gefa upp hvernig hún hefði þangað komist fyrr en hann hefði haft tal af lögfræð- ingi sínum. Einkaspæjari, sem átti lengi vingott við Marilyn Monroe, heldur því fram að hún hafi verið myrt vegna þess að hún var í þann mund að upplýsa leyndardóma dagbókarinnar, sem sagt er að hafi verið ríkis- leyndarmál er hún komst að meðan á sambandi hennar og John F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta, stóð. Því hefur einnig verið haldið fram að í dagbókinni sé að finna upplýsingar um það hvernig bandaríska leyniþjón- ustan hugðist standa að tilræði við kúbanska leiðtogann Fidel Castro.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.