Morgunblaðið - 22.08.1982, Page 44

Morgunblaðið - 22.08.1982, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 „Melarokk“ í fullum undirbúningi: „Þetta eiga að verða tónleikar aldarinnar" „Kf veðrið helst skikkanlegt eiga þetta að verða tónleikar aldarinn- ar“ sagði Hallvarður l'órsson er hann kynnti dagskrá hátíðarinnar „Melarokk", sem haldin verður næsta laugardag, 28. ágúst. I’etta er fyrsta stórhátíðin af þessu tagi hérlendis, sem haldin er utanhúss. l)m svipað leyti í fyrra var efnt til mikillar hátíðar í Laugardalshöll- inni. Bar hún nafnið „Annað hljóð í strokkinn'*. Ekkert hefur verið til sparað í undirbúningi þessarar hátíðar svo hún megi takast sem best. Tónlcikasvæðið verður stúkað af innan Melavallarins og innan þess gefst fólki kostur á að kaupa eitt og annað á milli þess sem það hlýðir á hljómsveitirnar leika. Ekki er endanlega búið að ganga frá því hvaða hljómsveitir koma fram, en nöfn 16 hafa þeg- ar verið staðfest. Er jafnvel í undirbúningi að fleiri komi fram. Ekki virðist gróskuna vanta í íslenskt popplíf þessa dagana því á þessari háfið koma fram a.m.k. sjö hljómsveitir, sem eru lítt eða ekkert þekktar. Auk þess koma þarna fram þekktari og rótgrón- ari hljómsveitir. Við látum list- ann fylgja hér með. Þess skal getið að hljómsveitirnar koma ekki fram í þeirri röð, sem hér er. BARA-Flokkurinn, Pungó og Daisy, K. 0. S., Ekki, Bandóðir, Vonbrigði, Grýlurnar, De Thor- valdsens Trio Band, Stockfield Big Nose Band, Reflex, Lola, Fræbbblarnir, Tappi Tíkarrass, Purrkur Pillnikk, Þrumuvagn- inn, Q4U og Þeyr. Þá standa yfir viðræður við Kvöldverð frá Nesi, Sonus Futurae frá Hafnarfirði og jafnvel einhverjar fleiri sveit- ir. Grafik gat ekki leikið þarna og þá ekki heldur Stuðmenn. Mörgum þykir e. t. v. skrýtið að Egó skuli ekki koma þarna fram, en Hallvarður segir það gert með ráðnum hug. Upphaflega var ákveðið að há- tíðin hæfist kl. 17, en nú er ljóst að hún hefst kl. 14 og stendur linnulaust fram til kl. 23.30. Auk þess, sem hljómsveitirnar leika þarna er ætlunin að kynna efni af nýjum hljómplötum. Nægur ætti styrkurinn að verða, talað er um 10.000 watta ljósa- og hljómflutningskerfi. Verð aðgöngumiða er kr. 200 og inni í þeirri upphæð er m. a. happdrættismiði frá SATT, sem kostar 45 kr. Þá upplýsti Hall- varður að einhver heppinn gest- ur á svæðinu fengi að gjöf stereó-samstæðu frá JBL. Gestir geta valsað inn og út af svæðinu að vild. Verða engir aðgöngu- miðar, en fólk stimplað á hend- ina í staðinn. nótunum þegar minnst er á hljóm- sveitina Kiss. Yngri kynslóðin man e.t.v. ekki eftir annarri ekki ósvipaðri hljómsveit, sem starfaði fyrir nokkrum árum, og bar nafnið New York Dolls. Sú síðarnefnda gerði í því að líkjast kvenfólki sem allra mest, en félagarnir í Kiss hafa til þessa látið sér nægja hraustlegar birgðir af andlitsfarða. Nú er enn ein hljómsveitin af þessum meiði sprottin upp, Twisted Sister. Leikur sú sveit hressilegt rokk og ról, ekkert nýtt en ekkert úrelt heldur og leggur mikið. upp úr frísklegri sviðs- NOKKIIÐ er orðið langt síðan eitthvað heyrðist af högum hljóm- sveitarinnar Bad Gompany. Meðlim- ir hennar hafa nú hrundið þeim orð- rómi, að hún væri að leysast upp, með því að tilkynna útgáfu nýrrar breiðskífu. Kom hún út á föstudag (20. ágúst) og ber nafnið Rough Dia- monds. Klokkurinn hcfur ekki sent frá sér plötu í 3 ár. Aðcins eru fímm lög á plötunni. ELVIS Costello lét hafa það eftir sér í viðtali við Ix)s Angeles Times í síð- ustu viku, að aldrei myndi hann leggjast jafn lágt og Asia gerir að hans sögn á frumburði sveitarinnar, sem ber nafnið Asia. „Ég myndi aldrei leika tónlist, sem ég þoli ekki, bara til þess eins að öðlast frægð.“ framkomu. „Þegar við förum á sviðið förum við til þess að skemmta fólki," segir gítarleikar- inn, J.J. French. „Við heyrðum í mörg ár talað um “kraftmiklar" hljómsveitir í bransanum. Fórum svo að sjá þær leika og komumst að því að þær voru eins og lífvana dúkkur á sviðinu og kölluðu það fjör.“ Twisted Sister er ættuð frá New York og hefur á undanförnum ár- um náð upp geysilega öflugu fylgi þar og í næsta nágrenni. Er því á margan hátt líkt við gullskeið Grand Funk Railroad (siðar ÞÆR breytingar hafa orðið hjá hljómsveitinni Blondie, að Krank Infante hefur sagt skilið við hana. Kom það víst fáum á óvart því sögur um kulda i hans garð af hálfu hinna meðlimanna hafa verið á kreiki um langt skeið. „Súperstar“ ordinn 10 ára SÖNGLEIKURINN Jesus (’hrist Superstar átti á þriðjudag 10 ára sviðsafmæli í Englandi. Hefur enginn söngleikur gengið jafn- lengi þar í landi. Þrjátíu og einn meðlimur upprunalegu uppsetningarinn- ar er enn viðriðinn hana og þeir héldu upp á afmælið með pomp og pragt þar sem hópur- inn er nú á ferðalagi um landið með söngleikinn. Söngleikurinn var fyrst sett- ur á svið í Palace Theater í London í ágústmánuði fyrir 10 árum. Tónlistina samdi Andr- ew Lloyd Webber og Tim Rice gerði textana. Hafa meira en 2 milljónir séð söngleikinn í Englandi, auk þess sem hann hefur verið settur á svið í 22 öðrum löndum. Grand Funk) á árunum 1971—75. í aðdáendaklúbbi hljómsveitar- innar eru 6.000 meðlimir og hún hefur enn ekki gefið út stóra plötu. Hljómsveitin var stofnuð 1976 og allt frá því hefur hún unnið sleitulaust að því að koma undir sig fótunum. Hún er skipuð fimm meðlimum: J.J. French og Eddie Ojeda á gítar, A.J. Pero á tromm- ur, Mark „The Animal" Mendoza á bassa og Dee Snider, sem syngur. Hillir nú loks undir frægðarsólina. Twisted Sister hefur aðeins gef- ið út tvær litlar piötur, en náði nýverið samningum við Secret Records og er fyrsta breiðskífan væntanleg áður en langt um líður. Mjög líklega verður hún flutt inn hingað til lands. Þeir félagar gengu frá einu plötufyrirtækinu til annars en var alls staðar hafn- að. Þegar þeir voru um það bil að gefast upp á að labba á milli fyrir- tækja bárust þeim þau tíðindi til eyrna, að önnur litla platan þeirra hefði komist inn á lista í Englandi. „Þau tíðindi björguðu okkur frá glötun,“ segir Dee Snider, söngv- ari Twisted Sister. „Við vorum að því komnir að gefa allt upp á bát- inn.“ Nú þegar baráttan virðist loks vera að skila sér lítur hljómsveitin á England sem óbeinan bjargvætt sinn. Ekki skortir þá drengi sjálfstraustið og þeir hika ekki við að segja að þeir hafi „slátrað" bæði Judas Priest og Blue Oyster Cult er þeir hituðu upp fyrir þær hljómsveitir á tónleikum. „Gagn- rýnendur tóku ekki einu sinni eftir okkur,“ segir Snider hneykslaður. Þeir félagar viðurkenna nú fús- lega, að upphaflega hafi andlits- farðinn og klæðaburðurinn aðeins verið til þess að vekja athygli. Nú sé hins vegar um það að ræða að viðhalda þeirri ímynd, sem hljómsveitin hefur náð að skapa sér. Óhætt er að fullyrða að sveit- in á eftir að vekja enn frekari at- hygli, jafnt hérlendis sem erlendis áður en langt um líður. Stuttfréttir að utan Herbert lætur í sér heyra á ný Hefur unniö meö tveimur hópum í hljóöverum undanfarið Herbert Guðmundsson, sem fyrir ennfremur borist til eyrna, að nokkrum árum var í fremstu víglinu hann hafi verið með annan hóp íslenskra poppsöngvara, hefur haft hljóðfæraleikara, þ.á m. Jón hljótt um sig um langt skei*. Undan- ólafsson úr Start, við upptökur í farið hefur hann verið að vinna að öðru stúdíói. upptöku á plötu, sem ekki er enn Ekki tókst að hafa upp á Ijóst hver kemur til með að gefa út. Herbert sjálfum, en orðrómur er uppi um að hann hyggist gefa út Hefur hann verið að vinna með stóra plötu og hafa gerólika tón- Rúnari Erlingssyni'og Mike Poll- list á hvorri hlið um sig. Annars ock (úr Bodies) og Ásgeiri Braga- vegar einhvers konar pönk-„fíl- syni (úr Purrki Pillnikk) við upp- ing“ og hins vegar afbrigði af ný- tökur í Stemmu. Þá hefur okkur rómantík. Þoir oru nú »11111 allir jafn aaatk og Dm 8nid*r í bandarísku rokksvait- •nni Twistad Sistor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.