Morgunblaðið - 22.08.1982, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 22.08.1982, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 45 Hljómsv»itin Box. Fré vinstri Óskar, þá rótari sveitarinnar, Siguröur, og Baldur. MorounbUdéé/— ss». Það var ekki beint hlaupið að því að hitta þá að máli, félagana i Keflavík- ursveitinni Box. „Þú finnur okkur örugglega, þetta er í húsi Hitaveitu Suðurnesja" var það eina, sem um- sjónarmaður Járnsíðunnar hafði sem leiðarvísi. Jú, og svo, að það yrði gulur bíll fyrir utan, þannig að ekki Ktti að vera hægt annað en finna staðinn. Það héldu þeir. Eftir að hafa kannað tanka hitaveitunnar við afleggjarann upp á Keflavíkurflugvöll var sýnt að ekki var æfingalókal drengj- anna þar að finna. Eftir hinar Ijúfustu leiðbeiningar stúlku í sjoppunni þar beint á móti var leitinni haldið áfram. Á endanum fannst húsið, lítt áberandi á bak við veitingaskálann Þristinn. Eng- inn gulur bíll og engin hljóð sem gáfu til kynna að þarna gætu ung- ir popparar verið að æfa sig. Eitt símatal til Rúnar Júl. bjargaði málinu. „Þeir hljóta að vera þarna, strákarnir, það er nýbúið að skutla þeim á æfingu." Með þær upplýsingar að leiðar- ljósi og þá von í brjósti að ekki yrði um fýluferð að ræða var gerð önnur tilraun. Og viti menn, við runnum á hljóðið. Box-flokkurinn var á æfingu. Hljómsveitin Box átti eins árs afmæli þann 17. júní sl. Meðlimir tríósins eiga þó mun lengri sögu að baki. Tveir þeirra, Sigurður Sævarsson og Baldur Guðmunds- son, léku m. a. áður í Kjarnorku- blúsurunum. Þriðji meðlimurinn er Óskar Nikulásson. „Innst inni vorum við búnir að vera með þess- ar pælingar í þrjú ár. Við höfðum alltaf hugsað okkur að leika sam- an sem tríó og nafnið var á hreinu frá byrjun," sögðu félagarnir er Járnsíðan ræddi við þá í vikunni. llr fímm í þrja Box var upphaflega fimm manna sveit. Þannig skipuð gaf hún út fyrstu plötu sína, sem kom út í fyrrahaust. Eftir hana sögðu þeir Kristján E. Gíslason og Eð- varð Vilhjálmsson skilið við hljómsveitina. Kristján ætlaði að ganga til liðs við Q4U, en ekkert varð úr einhverra hluta vegna. Nú fyrir nokkru kom svo önnur plata sveitarinnar út, en allt eins má kalla hana fyrstu plötu Box II því að sögn þeirra félaga er tónlistin allt önnur og hljómsveitin að auki skipuð þremur í stað fimm áður. „Það var ekkert um það að ræða að hljómsveitin héldi áfram í þeirri mynd, sem hún var fyrir áramótin. Það var komið upp mór- alsleysi og menn voru orðnir fer- lega þreyttir á því efni, sem við gáfum út á plötunni í fyrra. Bæði það og fleira kom í veg fyrir að við spiluðum nægilega mikið til að fylgja plötunni eftir." Þeir þremenningar tala hver í kapp við annan. Hér er ekki um neinn einn ákveðinn forsvars- mann að ræða. Á þessum bæ virð- ist ríkja jafnrétti og hvað sem mönnum kann að finnast um tón- list tríósins er eitt víst og það er að þeir búa yfir kímnigáfú, sem flestar íslenskar hljómsveitir í Hljómsveitir þær, sem fram koma á „Melarokks“-hátíöinni á laugardag, eru misjafnlega vel þekktar. Sum nöfnin hafa aldrei sést á prenti og þeir eru vafalítiö margir, sem vita engin deili á mörgum þeirra. Til þess aö upp- lýsa lýöinn ögn, höfum viö aflað okkur örlítilla upplýsinga um þær sveitir sem hvaö minnst eru þekkt- ar. Pungó og Daisy: Þetta mun vera fjögurra manna sveit úr Reykjavik. Hún er ekki ný af nálinni, en hefur fariö hljótt þann tíma sem hún hef- ur starfaö. Aldrei leikiö opinber- lega. K.O.S.: Þetta er tríó, sem kynnt var á Járnsíðunni fyrir nokkru. Þaö dag skortir sárlega. Eru of upp- teknar af vandamálum nútímans og gefa sér ekki tíma til að brosa. Tónlistin verður ekki ánægja, heldur fyrst og fremst einhvers konar félagsleg útrás. En við höld- um áfram. —Hvað um nýju plötuna? „Þar sem enginn okkar leikur á trommur (Baldur leikur á hljóm- borð, Sigurður á bassa og Óskar á gítar) notuðumst við trommuheila á plötunni. Þetta eru í allt 13 lög. Tvö—þrjú þeirra eru leifar gam- alla tíma og svona eftir á að hyggja er spurning um hvort ekki hefði verið rétt að sleppa þeim bara alveg." Jafnóðum Upptokur voru gerðar á upptökuheimili Geimsteins, eins og þeir orðuðu það, og fóru a.m.k. 100 tímar í stúdíói í að ljúka plöt- unni. Sögðust strákarnir sennilega aldrei hafa gert þetta á svo löng- hefur aö mestu aliö manninn í Sví- þjóð, en kom fram í Atlavík um Verslunarmannahelgina. Átti ekki möguleika í hljómsveitakeppninni gegn heimahljómsveitunum fyrir austan. Ekki: Þetta er hljómsveit, sem haldiö hefur nokkra tónleika, aðal- lega uppi í sveit fyrir vini og vanda- menn. Þá lék sveitin fyrir þá, sem hlusta vildu, fyrir utan Breiöfirö- ingabúö tvö kvöld, ef þaö segir mönnum eitthvaö. Bandóóir: Sveit meö Herbert Guömundsson í broddi fylkingar. Þessi hljómsveit leikur einhvers konar nýbylgju-fönk. Meö Herbert eru engir aukvisar; þeir Rúnar Erl- ingsson, bassaleikari (úr Utan- um tíma ef þeir hefðu þurft að greiða stúdíótíma fullu verði. Fyrir þá sem ekki þekkja til sakar ekki að geta þess að Baldur er son- ur þeirra (Guðmundar) Rúnars Júlíussonar og Maríu Baldursdótt- ur. „Talsverður hluti efnisins varð til í stúdíóinu jafnóðum. Þetta er allt splunkunýtt efni, þannig að við föllum ekki í sömu gryfjuna og síðast." Það er Sigurður Sævars- son, sem semur meginhluta efnis- ins og hann er ennfremur höfund- ur allra textanna. Box hefur lítið leikið opinber- lega undanfarið. Tvisvar í félags- miðstöðvunum í Reykjavík við fremur dræmar undirtektir. í annað skiptið voru þeir í sam- keppni við Babatunde Tony Ellis og sama kvöldið var Villti Tryllti Villi opnaður. „Það voru um 20 manns, sem keyptu sig inn í Tóna- bæ þetta kvöld, en þeir voru ekk- ert að hlusta á okkur. Spiluðu garðsmönnum og Bodies), Mike Pollock og Ásgeir trommari Purrksins. De Thorvaldsens Trio Band: Lítiö er vitaö um þessa hljómsveit, utan hvaö umboösmaðurinn hefur haldiö því fram af og til aö hljóm- sveitin sé komin á samning i Ástr- alíu. Þá er sveitin kunn fyrir aö augiýsa fjölda tónleika, en heldur þá sjaldnast. Loforö hefur þó feng- ist fyrir því aö einhver meölimanna mæti aö þessu sinni. Stockfield Big Nose Band: Hér er þaö Pétur Stefánsson, myndlist- armaöur, í broddi fylkingar. Ekkert meira vitaö. Reflex: Hljómsveit, sem komiö hefur fram nokkrum sinnum viö misjafnar undirtektir. bara billjarð og horfðu á sjónvarp- ið.“ Box lék einmitt nú sl. fimmtudagskvöld í Villta Tryllta Villa. „Það er ekki gott að komast að til að spila. Hér í Keflavík er Bergás eini staðurinn, sem gefur einhverja möguleika, þeir eru bara svo takmarkaðir. Stapinn er ekki laus nema með alls kyns um- stangi og Félagsbíó er núna lokað popptónleikahaldi eftir að einhver meig þar í hornið á einhverjum tónleikum. Við höfum þó einu sinni leikið í Bergási, fengum fullt hús, og það var helvíti garaan. Staðurinn er bara ekki nógu góður fyrir tónleika." —Þið eigið þá fyrst og fremst fylgi hérna á Suðurnesjum? „Já, okkar aðdáendur eru fyrst og fremst hérna. Það er þó aldrei að vita nema það breyttist eitt- hvað ef við gætum leikið þar eitt- hvað af viti.“ Eins og títt er með unga popp- ara hófu strákarnir í Box ferilinn í grunnskólanum. Með fimm þum- alputta á hvorri hendi eins og Óskar orðaði það. Allt fram til dagsins í dag hafa allir þeirra fjármunir farið í það að koma sér upp tækjabúnaði, þannig að spila- mennskan hefur lítið sem ekkert gefið af sér í aðra hönd. „Ég geri t. d. ekki þá kröfu til þessarar tónlistar að hún skili ein- hverjum arði,“ sagði Óskar, elstur þeirra þremenninganna, rétt tví- tugur. Sigurður er 19 ára og Bald- ur 18. „Aðalmálið er það að fá fólkið til að hlusta á okkur. Það skiptir öllu. Ekkert er leiðinlegra en að leika fyrir tómu húsi. Hitt má svo koma á eftir". Svartir smelluskór Þeir félagar kváðust ekki bíða eftir því að verða frægir. Bættu svo við í gríni, að það væri helst að þeir hjá Billboard hefðu samband við sveitina. „Við höfum svo mörg dæmi um brostnar framavonir erlendis fyrir okkur. Það var alltaf blásið út í blöðum hér á árum áður ef hljómsveitir fóru út fyrir lands- teinana, jafnvel þótt ekki væri nema til Færeyja." Að eigin sögn hlustar hljóm- sveitin á allrahanda tónlist og gef- ur öllu gaum. „Það væri hræsni að segja að í okkar tónlist gætti ekki áhrifa einhvers staðar frá.“ Sig- urður sagðist gjarnan hlusta á Wire, Bowie, Joy Division og PIL. Baldur kvaðst aftur á móti vera mikið fyrir XTC þessa stundina, auk þess sem hann hlustaði á Talking Heads. Thomas Dolby og Fats Waller. Óskar var í augna- blikinu mest í Dylan og Dire Straits. Tónlist úr öllum áttum. —Hvað um svona hljómsveit eins og ykkar. Eigið þið ykkur eitthvert markmið í tónlistinni? „Það er þá ekki nema það helst að skilja góða tónlist eftir sig. Fyrst var auðvitað draumurinn að fara beint út og verða frægir. Við erum hins vegar ekki eins stífir á því núna. Við erum hættir við ein- hvers konar „image“ eins og við vorum að pæla í. Látum Þeysar- ana um það, þeir koma því vel til skila. Það sem gildir hjá okkur í dag er spurningin: gengur þú í svörtum smelluskóm?" Kvennarokkhljómsveit starfrækt á Isafirði Grýlurnar eru ekki einráðar í kvennahljómsveitabransanum á landinu ef marka má þær fregnir sem Járnsíðunni bárust frá ísafirði. Þar eru nokkrar sveitir starfandi og ein þeirra, Sokkabandið, mun alfar- ið vera skipuð kvenfólki. Að því er við best vitum ber hljómsveitin enn nokkur merki byrjendabrags, en þannig voru Grýlurnar líka í önd- verðu þótt nú sé öldin önnur á þeim bæ. Velkomnar í slaginn stúlkur. Örlítið um E ekktu „Melarokk'-hátíóinni Gengið um í svörtum smellu skóm með hljómsveitinni BOX W A TOPPNUM England — litlar plötur 1. Come on Eileen/ DEXY’S MIDNIGHT RUNNERS 2. Fame/IRENE CARA 3. Don't let go/YAZOO 4. Driving in my car/MADNESS 5. It started with a kiss/ HOT CHOCOLATE 6. Eye of the tiger/SURVIVOR 7. Stool pigeon/KID CREOLE AND THE COCONUTS 8. Strange little girl/ STRANGLERS 9. My boy lollipop/ BAD MANNERS 10. Shy boy/BANANARAMA England — stórar plötur 1. The kids from fame/YMSIR 2. To rye aye/ KEVIN RONALDS AND DEXY’S MIDNIGHT RUNNERS 3. Fame/ÚR SAMNEFNDRI KVIKMYND 4. Love and dancing/ LEAGUE UNLIMITED ORCH. 5. The lexicon of love/ABC 6. Tropical gangster/ KID CREOLE AND THE COCONUTS 7. Commplete Madness/ MADNESS 8. Talking back to the night/ STEVE WINWOOD 9. Avalon/ROXY MUSIC 10. Mirage/FLEETWOOD MAC Bandariski listinn er aö vanda lítt breyttur frá viku til viku. Fyrstu sjö lögin eru óhreyfö frá síöustu viku og fyrstu 8 breiðskífurnar eru enn i sömu sætunum. Stelp- urnar i Go Go's tóku undir sig mikið stökk i vikunni og vippuðu sér úr 42. sæti í það 9. með lag sitt Vacat- ion. Þá er Jon Cougar á hraöri uppleiö með annaö lag i Bandaríkjunum og ætti að komast á „topp-10" fljótlega og sömuleiöis Donna Summer, sem er skammt undan. Övenjulega litlar breyt- ingar eru í Englandi. Sur- vivor kemst þó inn og þá eru Bad Manners komnir með gamlan slagara, My boy lollipoþ. Bandaríkin — litlar plötur 1. Eye of the tiger/SURVIVOR 2. Hurts so good/ JOHN COUGAR 3. Abracadabra/ STEVE MILLER BAND 4. Hold me/FLEETWOOD MAC 5. Hard to say l’m sorry/ CHICAGO 6. Even the nights are better/ AIR SUPPLY 7. Keep the fire burning/ REO SPEEDWAGON 8. Vacation/GO GO’S 9. Wasted on the way/ CROSBY, STILLS & NASH 10. Takeitaway/ PAUL McCARTNEY Bandaríkín — stórar plötur 1. Mirage/FLEETWOOD MAC 2. Eye of the tiger/SURVIVOR 3. Asia/ASIA 4. American fool/ JOHN COUGAR 5. Pitures at eleven/ ROBERT PLANT 6. Abracadabra/ STEVE MILLER BAND 7. Good trouble/ REO SPEEDWAGON 8. Daylight away/ CROSBY, STILLS & NASH 9. Vacation/GO GO’S 10. Three sides live/GENESIS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.