Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 47 ''l'MWi Mviðsetnmg sjonnvt ri ingamanna á loftfonim getur verið mjög sann- færandi — svo virðist sem stúlkan á mvndinni hvíli einungis á sverðsoddinum, en þarna p™tiltölulega einfóld brögð í tafli. Menn hafa jafnan séð eitthvað spaugilegt við loftfarir og ber þessi skopmynd vitni um það. að æfa svonefnda Indriði Indriðason, miðill. vnd að vera tekin fyrirbæri? geysimikinn kraft undir fótum mínum sem þrýstir mér upp ... Ég viðurkenni að í fyrstu olli þetta mér ofsahræðslu, því þó andinn dragi líkama minn upp á eftir sér starfa skilningarvit mín engu að síður — a.m.k. er ég svo mikið með sjálfri mér að ég fæ greint um- hverfið þegar ég lyftist upp. Þessu fylgir dásamleg tilfinning reyni ég ekki að standa á móti því... Eftir að fagnaðarleiðslunni lýkur finnst mér sem líkami minn sé hálf fljót- andi, og það svo mjög að fætur mínir virðast vart snerta jörð- ina...“ Svo tíðar voru loftfarir Sankti Teresu að hún bað systurnar í klaustrinu þar sem hún lifði að halda sér niðri þegar „andinn" kom yfir hana. En oft fór svo að ekki gafst tími til slíks og Teresa varð að bíða þess fljótandi í lausu lofti að þyngdarleysi hennar linnti. Jógar og fakírar í lausu lofti í Austurlöndum er víða litið á loftfarir sem sjálfsagðan hlut og sagt að t.d. indverskir jógar og fakírar hafi oft haldið sýningar á loftförum sínum. Árið 1936 birtust myndir af slíkri sýningu indversks jóga í breska blaðinu „IHustrated London News“. Englendingurinn P.Y. Plunkett, sem myndirnar tók, lýsir sýningunni í smáatriðum, og segir hann að um 150 manns hafi orðið vitni að því er jóginn Subb- ayah Pullavar sveif í lausu lofti umhverfis staf sem hulinn var með hvítu klæði. Subbayah hafði að eigin sögn iðkað sérstaka tegund jógaæfinga um tuttugu ára skeið og hafði hann miklar „serimóníur" við sýn- ingu sína. Vatni var stökkt um- hverfis tjald jógans þar sem loft- förin skyldi fara fram, og bannað var að ganga á leðurskóm á stór- um auðum hring sem dreginn hafði verið umhverfis tjaldið. Subbayah fór síðan einn síns liðs inn í tjaldið en nokkrum mínútum síðar tóku aðstoðarmenn hans það upp — og sjá, þar sveif jóginn hring eftir hring í loftinu. Plunkett og fleiri viðstaddir gengu fast að jóganum til að rann- saka fyrirbærið betur. Þó jóginn héldi hægri hendi efst á stafnum virtist það einungis vera til að halda jafnvægi, að sögn Plunketts. Hann rannsakaði gaumgæfilega svæðið fyrir neðan jógann, en gat hvergi fundið merki um strengi eða neinskonar „hjálpartæki". Svo virtist sem það væri algert leyndamál hvernig jóginn færi að því að komast niður á jörðina aft- ur, því á meðan á því stóð var tjaldið sett yfir hann aftur. Plunk- ett tókst þó að fylgjast með öllu í gegn um þunnan tjaldvegginn: „Nokkru eftir að tjaldinu hafði verið komið fyrir virtist jóginn byrja að vagga og fikrast ofur- hægt niðurávið. Það tók hann u.þ.b. fimm mínútur að síga alveg niður til jarðar ... Þegar Subba- yah var loksins kominn niður á jörðina tóku hjálparmenn hans hann og báru yfir til okkar. Þeir skoruðu á okkur að reyna að hreyfa limi hans en jafnvel þótt við tækjum á öllum okkar kröftum gátum við það ekki,“ skrifaði Plunkett um þetta síðar. „Eins og fyrstu flugferðir W right-bræðranna“ Maharishi Mahesh jógi, Bítla- jóginn svonefndi, hefur fullyrt að flestir geti lært að fara loftförum með því að iðka kerfi sitt, „inn- hverfa íhugun", og framhalds- námskeið í svonefndri „shiddi"- tækni. Hefur íslenska íhugunarfé- lagið, sem kennir þessi fræði hér á landi, staðið fyrir námskeiðum sem m.a. eiga að gera fólki fært að „fljúga" og birti um eitt skeið myndir af fólki í lausu lofti í aug- lýsingum sínum í blöðum. Hentu gárungarnir þetta á lofti á sínum tíma og sögðu ekki seinna vænna að tryggja sér flugleið í vinnuna kvölds og morgna, en flestir voru vantrúaðir á þessi undur. Bandarískur nemandi í þessum fræðum hefur lýst loftförunum á þessa leið: „Fólk byrjar fyrst að vagga hægt og rólega, en síðan hraðar og kröftugar þar til það lyftist upp. Vissara er að vera í „lótus“-stellingu við þessar æf- ingar, því maður getur hæglega meitt sig ef maður lætur fæturna hanga og lendir á þeim. Tii að byrja með er þetta eins og fyrstu flugferðir Wright-bræðranna — maður skellur oft harkalega niður. En þegar maður hefur náð stjórn á þessu verður þetta hreint stór- kostlegt." Loftfarir hafa oft verið tengdar dulrænum hugaræfingum eins og jógar stunda. Franski landkönn- uðurinn Madame Alexandra Dav- id-Neel ferðaðist um Tíbet árum saman og bar þá margt einkenni- legt fyrir augu hennar, eftir því sem hún segir í bók sinni „Tákn og töfrar í Tíbet“. Eitt sinn gekk hún t.d. fram á nakinn mann sem njörvaður var niður með þungum keðjum. Félagi hans útskýrði fyrir henni að dulræn þjálfun hefði gert líkama hans svo léttan að hann myndi hreinlega fljóta út í busk- ann ef keðjurnar yrðu teknar af honum. Skiptar skoðanir um loftfarir En þrátt fyrir fjölda vitnis- burða um það að fólk hafi losnað undan áhrifum þyngdarafls jarðar og svifið í lausu lofti, efast flestir um að slíkt hafi í raun og veru nokkurntíma átt sér stað. Bent hefur verið á að sjónhverfinga- menn hafi fleiri en eina aðferð til að láta líta svo út sem sýningar- stúlkur þeirra svífi í lausu lofti — og muni indverskir jógar og aðrir sem þessar íþróttir stunda, nota svipaðar aðferðir. Þá hefur verið bent á að með hópsefjun megi auð- veldlega koma fólki til að sjá alls- konar sýnir sem eigi sér engan stað í raunveruleikanum, og sé þar komin skýringin á mörgum af þessum loftfara-undrum. Því hef- ur einnig verið haldið fram að menn geti tiltölulega auðveldlega komið sér í svo djúpa sjálfsefjun að þeir telji sig svífa um í lausu lofti þó þeir hreyfist raunverulega alls ekki úr stað. Þeir, sem álíta að loftfarir fólks gerist í raun og veru, benda hins vegar á að eðlisfræðin hafi aldrei getað skýrt til fulls hvað aðdrátt- arkraftur jarðar sé — „þetta ósýnilega afl sem heldur okkur við jörðina" sé í raun og veru alveg ókannað og þess vegna þurfi ekk- ert yfirskilvitlegt að vera við það þó fólk geti losnað undan áhrifa- valdi þess við vissar kringumstæð- ur. (Samantekt: — bó.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.