Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 JRor£jimfeIaí>íí> wegmMdbib Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 SUNNUDAGUR 22. AGUST 1982 Staðan í ríkisstjórninni kl. 14, laugardag: Stjórnin riðar til falls • Alþýðubandalagið dregur til baka fyrirheit um vísitölumál og fleira • Þingflokkur Framsóknarflokks boðaður til skyndifundar • Þingflokkur Alþýðubandalagsins enn á fundi þegar Mbl. fór í prentun Samkvæmt heimildum Mbl. setti Guðmundur J. Guðmunds- son, væntanlega með stuðningi fleiri verkalýðsleiðtoga, alþýðu- bandalagsráðherrunum úrslita- kosti eftir heimkomu hans í fyrra- dag. Þegar Mbl. fór í prentun í MJÖG tvísýnt var um lífdaga ríkisstjórnarinnar um það leyti sem Mbl. fór í prentun kl. 14.00 í gær, laugardag. Á ráðherrafundi í gærmorgun drógu alþýðubandalagsráðherrarnir til baka fyrri samþykktir sínar um veigamikil atriði vísitölumálanna og fleira í fyrirhuguðum efnahagsað- gerðum og lögðu þeir um leið á borð nýjar kröfur. Slitnaði upp úr viðræðunum í framhaldi af því. gær var enn beðið úrslita þing- flokksfundar Alþýðubandalagsins. Þingflokkur Framsóknarflokksins var um hádegsbilið boðaður til fundar síðdegis og voru framsókn- armenn þeir sem Mbl. ræddi við í gær sammála um að sú fundar- boðun þýddi að endanlega hefði slitnað upp úr þeim „ramma", sem ráðherrum þeirra hafði verið sett- ur af þingflokknum um samnings- grundvöll við Alþýðubandalagið. Guðmundur J. Guðmundsson sat langan fund með forystu- mönnum Alþýðubandalagsins í fyrradag. Samkvæmt heimildum Mbl. gekk hvorki né rak og lyktaði viðskiptum þeirra svo, að alþýðu- bandalagsráðherrarnir fóru inn á ráðherrafundinn í gærmogun með fyrrgreindan boðskap. Niður- staðna þingflokksfundar þeirra var beðið með óþreyju í gær, en talið var af þeim stjórnarliðum sem Mbl. ræddi við í gær að komn- ir væru slíkir brestir í ríkisstjórn- arsamstarfið að vart myndi gróa um heilt, þó svo takast myndi að ná saman um einhverjar „mála- miðlunarleiðir", eins og einn við- mælandi blaðsins orðaði það. I gærmorgun var reiknað með að ríkisstjórnarfundur yrði síð- degis. Allt benti þó til þess þegar upp úr slitnaði í ráðherranefnd- inni laust fyrir hádegi að fundar- ins mætti bíða enn um sinn. Mbl. fer fyrr í prentun á laugardögum en aðra daga, eða um kl. 14.00 og var staðan í málefnum ríkis- stjórnarinnar þá sú sem að fram- an greinir. 218 hval- ir á land 218 hvalir iru nú komnir á land llvalstöðinni í Hvalfirði. 188 langreyðar hafa veiðzt og eru þá aðcins 6 hvalir eftir af þcim veiði- kvóta. 28 búrhvalir eru nú komnir á land og 2 sandreyðar. Leyfí er til að veiða 100 sandreyðar og 87 búr- hvali. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf., hefur bræla hamlað veiðum í um viku tíma en nú er veður farið að lagast aftur og veiðarnar að komast í gang. Sagði hann að annars hefðu veiðarnar gengið vel í sumar og nú biðu menn eftir því hvort sandreyðurin léti sjá sig. Hún kæmi venjulega á miðin seinnihluta ágústmánaðar, en ætti það þó til að láta alls ekki sjá sig. Það ylti því allt á komu hennar hve mikið veiddist af hval því aðeins væru eftir 6 dýr af langreyðarkvótanum og 59 búrhvalir. í fyrra veiddust alls 397 hval- ir, 254 langreyðar, 100 sandreyð- ar og 43 búrhvalir. Innbrot í skartgripaverslun á Laugavegi 30: Öllu gulli stolið úr versluninni Þjófavarnarkerfið ekki í gangi BROTIST var inn í skartgripaversl- un Jóhannesar Leifssonar, Lauga- vegi 30 í fyrrinótt, aðfaranótt laug- Ljómarallið Landmannalaugum 21. ágÚHt. Frá Gunnlaugi KognvaldsMni. Radarmælingar lögreglunnar hafa sett strik i reikninf! ökumanna í Ljómarallinu sem hófst á fbstudaginn, en vegna mal inganna hafa fjórar leiðir verið felldar úr keppninni. Er ökumenn fóru af stað í gærmorgun var keppnin mjög jöfn og skildu aðeins um niu mínútur fyrsta »g fjórða bil. í fyrsta sæti þá voru Hafsteinn Hauksson og Birgir Viðar Halldórsson á Escort RS 2000, í öðru sæti voru Óskar Olafsson og Árni Friðriksson, i þriðja sæti Jóhann Hloðversson og í fjórða sæti Omar Kagnarsson og Jón Kagnarsson. ardags, og var miklu stolið, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið fckk hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær. Þctta er tíunda inn- brotið í skartgripaverslun á þessu ári. I samtali við Morgunblaðið sagði Jóhannes Leifsson, eigandi verslunarinnar, að enn væri ekki vitað hvert verðmæti þýfisins væri. Sagði hann þó að miklu virt- ist hafa verið stolið og taldi hann að allt gull hefði verið tekið úr versluninni. Sagði hann að brotist hefði verið inn bakatil og þar spenntur upp hleri, þannig að ekki sæist að framanverðu að brotist hafi verið inn í verslunina. Jó- hannes sagði að þjófavarnarkerfi væri í versluninni, en það hefði ekki verið í gangi. „Það var mjög skemmttleft og nýstirlegt að koma upp á Eldey í þessa sttrkoatlefw aélubyggð, en það sem kom mér mest á óvart í fcrðinni var dugnaður og ósérhlífni bjargmannanna, hvað það virtist þeim eðli- legt að fást við leiðir sem engum virtust færar nema fuglinum fljúgandi, ég varð satt að segja dolfallin yfir tilþrifunum í þverhníptum hamrinum," sagði Halldóra Filippusdóttir flugfrcyja hjá Flugleiðum í samtali við Mbl. í gær en hún er fyrsta konan sem klífur Eldey. Halldóra tók þátt í súlumerkingunum, en hún kvaðst mjög ánægð yfir því að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast þessari sérstæðu eyju. Myndina tók Ragnar Axelsson af Halldóru með súluunga uppi á Eldey. Þórir Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóri: Hegningarhúsið óhæft sem gæsluvarðhaldsfangelsi „ÉG TEL AÐ þetta sé fyrst og fremst vegna þess að Hegningarhúsið er óhæft sem gæsluvarðhaldsfangelsi, ekki bara vegna hættunnar á að fangar flýi, heldur vegna þess aðbúnaðar sem þarna er," sagði Þórir Oddsson vararannsóknarlögreglustjóri ríkisins í samtali við Morgunblaðið um strok gæsluvarðhaldsfangans úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg á fiistudag, en hann var ófundinn, þegar Mbi. spurðist fyrir um málið síðast klukkan 14. Inn um þetta gat á bakhlið hússins komst þjófurinn mcð því að spenna upp hlera, sem fyrir því var. I.jósmjnd Mbl. GuAjón. „Þarna eru menn sem eru í skammtímaafplánun og það er erfitt að koma við einangrun fanga, þannig að þeir nái ekki saman," sagði Þórir. „Auk þess hefur verið hægt að hafa samband við fanga utanfrá með ýmsum hætti, þó reynt sé að koma í veg fyrir það. Það er vegna þeirra húsaþyrpinga sem þarna eru í kring og þar af leiðandi hefur Hegningarhúsið alltaf þótt mjög óheppilegt sem einangrunarfang- elsi. Aðbúnaðurinn að öðru leyti, til þess að leyfa föngum að hreyfa sig úti, er allsendis ófullnægjandi. Það sem verður til þess að Hegn- ingarhúsið er notað nú, er sú ákvörðun stjórnvalda að loka Síðumúlafangelsinu á meðan sumarleyfi standa yfir. Við höfum gagnrýnt þetta, en samt hefur þessi háttur verið hafður á. Þó ekki hafi tekist svona til áður, þá skapar þetta geysilega mikil vand- kvæði, því við höfum verið með allmarga menn í gæslu og manni finnst, þó fangaverðir séu allir af vilja gerðir að reyna að gæta þess- ara manna, að mjög erfitt sé að koma við gæslu sem miðast við gæslufanga. Það er mjög bagalegt að okkar mati að fangelsum skuli lokað vegna sumarleyfa," sagði Þórir Oddsson. Mbl. náði ekki í Friðjón Þórð- arson dómsmálaráðherra í gær vegna þessá máls. Hræin graf in eöa dregin út 30 til 40 grindhvalir liggja nú dauð- ir í fjörunni viö syöri hafnargarðinn á Kifi. Eins og fram hefur komið í frétt- um tókst að koma þaðan um 300 hvöl- um á haf út í gær eftir að vaöa gekk þar á land. Að sögn Kristjáns Guðmundsson- ar, hreppstjóra á Rifi, hefur ekki verið ákveðið hvað gert verður við hræin. Sagði hann, að líklega yrðu þau dregin á haf út eða grafin. Ekki væri hægt að nýta kjötið af þeim þar sem hvalirnir hefðu ekki verið blóðg- aðir, en þó hefðu menn strax í gær blóðgað tvo eða þrjá hvali og hirt af þeim eitthvað af kjöti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.