Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 Hert viðskiptakjör innlánsstofnana í Seðlabankanum í undirbúningi: Viðurlög við yfirdrætti hert og vextir hækkaðir Aukið aðhald í útlánum fram í apríl á næsta ári SEÐLABANKI ÍSLANDS hefur undanfarið haft í undirbúningi gagngerar breytingar á viðskiptakjörum innlánsstofnana við Seðlabankann, sem hafa þann tilgang að veita meira aðhald, þegar innlánsstofnanir lenda í miklum og þrálátum yfirdrætti við bankann, eins og hefur gerst á þessu ári, en allir bankar og margir sparisjóðir hafa verið í stöðugum yfirdrætti síðustu fimm mánuði. I júlílok var yfirdráttur innlánsstofnana 1.049 milljónir króna. Breytingarnar, sem háðar eru drætti innan þessara marka samþykki ríkisstjórnarinnar, verða m.a. gerðar með stighækk- andi vöxtum og frekari viðurlög- um, ef farið er yfir viss mörk, en yfirdráttur umfram 10% af inn- lánum verður ekki leyfður. Sem dæmi um þessar væntanlegu regl- ur, þá er reiknað með að eitt lána- þrep í yfirdrætti verði skilgreint sem 1% af innlánum viðkomandi stofnunar í ársbyrjun. Af yfir- íri játaði sex innbrot reiknast 4% refsivextir á mánuði, sem skuldfærist mánaðarlega. Fari yfirdrátturinn fram yfir eitt þrep reiknast 4,5% af því sem um- fram er, þar til farið er fram yfir tvö þrep, þá 5% og svo framvegis. Sé hætta á, að yfirdráttur fari umfram 10%, ber innlánsstofnun fyrst að nota víxilkvóta sinn að fullu. Dugi það ekki mun Seðla- bankinn veita sérstakt neyðarlán með þeim skilmálum, að útlán við- komandi innlánsstofnunar verði innan ákveðinna marka næstu sex mánuði. Verði útlánaaukningin meiri, áskilur Seðlabankinn sér rétt til að afnema víxilkvóta við- komandi stofnunar næsta árs- fjórðunginn, hætta að endurkaupa afurðalán af henni eða loks að loka viðskiptareikningi og gjald- fella þær kröfur, sem Seðlabank- inn á á stofnunina. í tillögum sínum gerir Seðla- bankinn ráð fyrir, að samið verði við innlánsstofnanir um aðhald í útlánum og verði í þessu skyni sett ákveðin hámörk á aukningu al- mennra útlána á tímabilunum september—desember í ár og janúar—apríl á næsta ári. Skulu þau miðast við að innlánsstofnan- ir rétti við stöðu sína á næstu tveimur ársþriðjungum þannig að lausafjárstaða verði með eðli- legum hætti að þeim liðnum. „30%-reglan“ í gagnið að nýju: V erzlunarálagning er verulega skert TlJTriKilI og fimm ára gamall maður, írskur að þjóðerni, var handtekinn seint á laugardagskvöld og hefur hann nú játað að hafa brotist inn í sex skartgripaverslanir í Keykjavík. Hefur hann vísað á þýfi, en ekki er fullkann- að hvort það sé allt það sem stolið hefur verið úr verslununum. í samtali við Morgunblaðið sagði Þórir Oddsson, vararannsóknarlög- reglustjóri, að lögreglumenn á eftir- litsferð hefðu tekið eftir manni þessum og fundist hann grunsam- legur. Fylgdu þeir honum eftir og var hann handtekinn við skart- gripaverslun Magnúsar Baldvins- sonar, þar sem hann var að kanna aðstæður. Sagði Þórir að unnin hefði verið mikil tæknivinna vegna innbrotanna og hefði maðurinn fall- ið inn í þann ramma sem lögreglan hefði gert af þeim aðila sem inn- brotin hafði framið. Sá rammi hefði fengist við samanburð á innbrotun- um. Þórir sagði að maðurinn hefði ekki veitt mótspyrnu þegar hann var handtekinn. Hann var síðan yf- irheyrður og játaði hann innbrotin við yfirheyrslur á sunnudag. Talið er að andvirði munanna sem maður- inn hefur stolið nemi um þremur milljónum króna. SAMKVÆMT hinum nýjum bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir, að hin svokallaða „30%-regla“ komi að nýju í gagnið í kjölfar gengisfellingarinnar, en sam- kvæmt henni er verzlunarálagning verulega skert, bæði i smásölu og heildsölu. Samkvæmt reglunni er aðeins heimilt að hækka álagningu á 30% af þeirri hækkun, sem hlýzt af gengisfeliingunni. I smásölunni skerðist álagningin að meðaltali um 10%, þannig að vara með 20% álagningu verður eftir gengisfell- inguna með 18% álagningu. Sem dæmi um skerðinguna má nefna, að vörur eins og hveiti, rúgmjöl, haframjöl, strásykur, molasykur og innflutt kaffi, sem voru með 8% álagningu í heildsölu, verða eftir skerðinguna með 7,3% álagningu, og smásöluálagningin, sem áður var 28%, verður 25,6%. Heildsöluálagning á sælgæti, sem var 11%, verður 10% og smá- söluálagningin, sem var 43%, verð- ur 39,3%. Þá má nefna, að heildsöluálagn- ing á skófatnaði almennt, sem var 10%, verður eftir gengisfellinguna 9,1%. Smásöluálagningin var hins vegar 36,5%, en verður 33,4%. Heildsöluálagning á barnavögn- um, barnakerrum og reiðhjólum, sem fyrir gengisfellingu var 6,5%, verður eftir gengisfellinguna 5,9%. Smásöluálagningin fer hins vegar úr 19% niður í 17,3%. Ennfremur má nefna, að heild- söluálagning á málningarvörum, sem var fyrir gengisfellinguna 8%, verður eftir hana 7,3%. Smásölu- álagningin fer úr 36% í 23,7%. Loks má nefna, að heildsölu- álagning á innfluttum húsgögnum, sem var 7,5%, verður 6,8% og smá- söluálagningin fer úr 15% í 13,7%. Þá fer álagningin á bifreiðum úr 6% í 5,5%. Systurnar Yvette og Marie Luce. Ljó»mjnd: Eggert Guðmundsson. Franska stúlkan og fjöl- skylda hennar farin FKANSKA stúlkan, Marie Luce Bahuaud, sem liföi af harmleikinn í Öræfasveit fyrir skömmu, var flutt með sérstakri sjúkraþotu til Frakklands síðastliðinn sunnudag. Foreldrar hennar fóru af landi brott með sömu flugvél, en bróðir hennar, sem einnig kom hingað til lands, fár nokkru fyrr. Meðal þeirra sem fylgdu frönsku fjölskyldunni um borð voru Albert Guðmundsson, ræð- ismaður Frakka hér á landi og Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins. Að sögn Kjartans buðu Flugleiðir foreldrum og bróður 3túlkunnar hingað til lands og Ferðaskrif- stofa ríkisins annaðist uppihald þeirra hér og skipulagði dvöl þeirra hér á landi ásamt Albert Guðmundssyni. Franska trygg- ingarfélagið Mondial Assistance annaðist sjúkraflutninginn. Sagði Kjartan að líðan stúlk- unnar hefði verið nokkuð góð þó fyrirsjánlegt væri að hún ætti eftir að eiga í langvarandi e.'fið- leikum vegna þessa hörmulega atburðar. Taldi hann, að þrátt fyrir þann harmleik sem franska fjölskyldan varð fyrir hér, hefði hún verið þakklát fyrir allt það sem gert var fyrir dótturina hér og fyrir þann hlýhug og samúð sem fjölmargir Islendingar sýndu meðal annars með bióma- sendingum og samúðarskeytum. Fjölskylda stúlkunnar lýsti ánægju með skipulag dvalar sinnar hér á landi og sagði Kjartan að ekki hefði tekizt jafn vel til með skipulagningu hér hefði Alberts Guðmundssonar, ræðismanns Frakka hér á landi, ekki notið við því þattur hans í þessu máli hefði verið ómetan- legur. Séra Andrés Ólafsson á Hólmavík hættir ANDRÉS Olafsson, sóknarprestur frá og með 1. nóvember. Er umsókn- og fyrrverandi prófastur á Hólma- arfrestur til 25. september um vík, hefur sagt embætti sinu lausu Hólmavíkurprestakall. Kristján Thorlacius, formaður BSRB: Aðildarfélög BSRB taki verk- fallsboðun til athugunar „Sameiginlegur fundur stjórnar og samninganefndar BSKB, haldinn mánudaginn 23.ágúst 1982, mót- mælir harðlega þeirri stórfelldu kjaraskerðingu opinberra starfs- manna og annars launafólks i landinu, sem nýsett bráðabirgða- lög, hafa í för með sér. Jafnframt fordæmir fundur- inn tregðu fjármálaráðherra til að ganga til samninga við BSRB um sambærileg laun og greidd eru almennt í þjóðfélaginu. Stjórn og samninganefnd BSRB telja nauðsynlegt, að að- ildarfélög Bandalagsins taki stöðu samningamálanna til um- ræðu næstu daga, bæði með hliðsjón af boðun verkfalls um næstu mánaðamót og þeirri kjaraskerðingu sem ákveðin er með bráðabirgðalögum ríkis- stjórnarinnar, segir í ályktun sem stjórn og samninganefnd BSRB samþykkti einróma núna skömmu fyrir sjö,“ sagði Krist- ján Thorlacius, formaður BSRB, þegar Morgunblaðið spurði hann um viðbrögð BSRB við bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar. „Við eigum nú í samningavið- ræðum og ég vil leggja áherslu á það, að opinberir starfsmenn, fé- lagsmenn í BSRB, sem ekki hafa ennþá náð samningum, standa auðvitað mun hallari fæti gagn- vart þeim stórkostlegu verð- hækkunum og kjaraskerðingu, sem leiðir af gengislækkuninni og þessum lögum. Við erum með í höndunum upplýsingar, sem sanna það, að laun opinberra starfsmanna hafa dregist mjög aftur úr launum annarra í þjóð- félaginu. Þetta stafar að lang- mestu leyti af því, að atvinnu- rekendur landsins hafa talið sig geta staðið undir og telja sig geta staðið undir mun hærri launagreiðslum en samningar gera ráð fyrir. Það eru yfirborg- anir í stórum stíl sem aðallega gera þann mun, sem er á kjörum opinberra starfsmanna og ann- arra. Við hljótum auðvitað að mótmæla því mjög harðlega, að slíkar aðgerðir sem bráðabirgða- lögin boða og gengisfellingin er, séu framkvæmdar." Er ekki dálítið einkennitegt að standa í samningum og standa jafnframt frammi fyrir kjara- skerðingu, sem gerðum hlut? „Jú, það er mjög erfitt, því er ekki að leyna, og það gefur auga leið að til að von sé um veru- legan árangur af baráttu sam- takanna fyrir bættum kjörum, þurfa opinberir starfsmenn að standa mjög fast saman og ég vona að svo verði." Hvað viltu segja um það sam- ráð, sem talað var um að haft yrði við verkalýðshreyfinguna, ef að til svona eða svipaðra að- gerða yrði gripið? „Það er fljótsagt, að það hefur ekkert samráð verjð haft um þessar ráðstafanir við BSRB, alls ekkert af neinu tagi, við einn eða neinn í forustuliði samtak- anna. Við vorum kallaðir á einn fund, þar sem að allir hags- munaaðilar vinnumarkaðarins voru staddir, fund sem forsæt- isráðherra hélt fyrir nokkru og hann las þar boðskap, en fundar- mönnum var góðfúslega bent á það, að það væru ekki til um- ræðu einstök atriði þeirra ráð- stafana sem í ráði var að gera. Það er náttúrlega alveg fjar- stæða að kalla slíkt samráð, og það hefur enginn annar sam- ráðsfundur verið boðaður með BSRB,“ sagði Kristján Thorlaci- us formaður BSRB að lokum. Andrés Ólafsson er fæddur 22. ágúst 1921 á ísafirði. Lauk hann stúdentsprófi frá Akureyri 1942 og guðfræðiprófi frá Háskólanum 1947. Vígðist Andrés til Staðar- prestakalls í Steingrímsfirði 1948, sem síðar varð Hólmavíkurpresta- ka.Il. Prófastur í Strandaprófasts- dæmi 1951 og gegndi því starfi, þar til prófastsdæmið var samein- að Húnavatnsprófastsdæmi 1971. Aukaþjónustu í Árnesprestakalli hefur Ándrés gegnt af og til síðan hann var vígður. Kona hans er Arndís Bene- diktsdóttir og eiga þau tvo syni, Hlyn, tannlækni, og Benedikt, viðskiptafræðing. Andrés Ólafsson er fréttaritari Morgunblaðsins. Andrés Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.