Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 3 Vonir mínar um ríkisstjórn- ina hafa algerlega brugðizt Eggert Haukdal, alþm.: Vii ekki bera ábyrgð á axarsköftum Hjörleifs Guttormssonar eða sjávarútvegs- og flugmálastefnu Steingríms Hermannssonar UNDANFARNAR vikur hefur mikið verid rætt á opinberum vettvangi um afstöðu Eggerts Ilaukdal alþm. til núverandi ríkis- stjórnar, en hann var eins og kunnugt er einn þeirra þing- manna, sem í upphafi studdu nú- verandi ríkisstjóm. í Morgunblað- inu hinn 3. júlí sl. var hins vegar skýrt frá því, að Eggert Haukdal hefði ritað Gunnari Thoroddsen, forsætisráðherra, bréf, þar sem hann varaði við undirritun efna- hagssamvinnusamnings við Sov- étríkin og gaf til kynna, að ríkis- stjórnin gæti ekki treyst á stuöning sinn, ef samningurinn yrði undirritaður. Sá samningur var undirritaður 2. júlí sl. Morgunblaðið hefur nú, í kjölfar bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar, átt samtal við Eggert Haukdal um afstöðu hans til ríkisstjórnarinnar. Til upprifjunar má minna á, að Egg- ert Haukdal var kjörinn á þing í desemberkosningunum 1979 af lista, sem boðinn var fram utan flokka, þótt hann væri þá flokksbundinn sjálfstæðismaður og hefði verið kjörinn á þing af lista Sjálfstæðisflokksins í kosn- ingunum 1978. Hins vegar varð Eggert Haukdal ekki meðlimur þingflokks sjálfstæðismanna, þegar að loknum desemberkosn- ingunum og taldi sig því hafa frjálsar hendur um stuðning við ríkisstjórn þá, sem Gunnar Thoroddsen myndaði í febrúar 1980. Síðar varð Eggert Haukdal fullgildur meðlimur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Bréfiö til Gunnars Thoroddsen í bréfi því, sem Eggert Hauk- dal ritaði Gunnari Thoroddsen, forsætisráðherra, hinn 30. júní sl. og ekki hefur verið birt opin- berlega, segir þingmaðurinn m.a.: „Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð gaf hún góð fyrir- heit um að lagfæra margt í þjóð- lífinu, sem nauðsynlegt er að bæta. Var því heitið að vinna gegn verðbólgu, gegn hækkun á framleiðslukostnaði atvinnuveg- anna, þannig að verðhækkanir hér á landi væru að mestu í sam- ræmi við það, sem gerist í helztu markaðslöndum Islendinga. í stað niðurtalningar á verðbólgu, eins og heitið var, virðist, sem allt hafi verið talið upp á við. Áhrifin af verðbólgunni eru komin átakanlega í ljós. Atvinnureksturinn er rekinn með tapi og útflutningsfram- leiðslan er komin að því að stöðvast, þrátt fyrir hátt verð á útflutningsvörum, vegna kostn- aðarhækkana og verðbólgu. Eins og ég hef oftlega minnzt á við þig, ráða kommúnistar í ríkis- stjórninni alltof miklu. Er því ekki von að vel fari. Ég gerðist stuðningsmaður núverandi ríkis- stjórnar í þeirri von, að hún gæti gert ýmisiegt gagn m.a. með því að vinna gegn verðbólgu og leggja traustan grundvöll að at- vinnurekstri í landinu. Þetta hefur alveg brugðizt og er nú svo komið, að mikið hættuástand er yfirvofandi í íslenzkum efna- hags- og atvinnumálum." Afstaðan til stjórn- arinnar í byrjun Þegar Morgunblaðið spurði Eggert Haukdal um viðhorf hans til ríkisstjórnarinnar í upp- hafi, sagði hann: „Ég hafði trú á því í upphafi, að þessi ríkisstjórn gæti náð árangri. Ákveðin fyrirheit voru gefin en þeim góðu áformum var aldrei fylgt eftir. Ríkisstjórnin hefur brugðizt, sérstaklega í efnahagsmálum. Ég hef viljað, að tekið yrði á vandanum, en í þess stað hefur ríkisstjórnin velt honum á undan sér með þeim afleiðingum, að allt er í kalda koli. Það má segja, að tekið hafi verið á vandamálunum að nokkru leyti um áramótin 1980/1981 en þeim aðgerðum var ekki fylgt eftir. Ég vil líka taka það fram, að ég vil ekki bera ábyrgð á axar- sköftum einstakra ráðherra, svo sem á orkunýtingarstefnu Hjör- leifs Guttormssonar, en ég tel þann málaflokk í höndum óhæfs manns. Ég vil heldur ekki bera ábyrgð á stefnu Steingríms Her- mannssonar í sjávarútvegsmál- um, sem ég er mjög ósáttur við eða flugmálastefnu hans, sem ég er algeriega andvígur.“ Sovézku samningarnir — Þú varaðir við undirritun sovézku samninganna. „Já, ég taldi óþarft að gera þá Eggert llaukdal samninga og beinlínis hættulegt og enga ástæðu til fyrir okkur að opna allar gáttir fyrir Rússa hér heima — það opnast ekkert fyrir okkur hjá þeim, eins og allir vita, því að Sovétríkin eru lokað land. Ég vil heilbrigð viðskipti við þá eins og aðra.“ Bráöabirgöalögin — Hvað viltu segja um bráða- birgðalögin, sem ríkisstjórnin setti um helgina og gengisbreyt- inguna, sem ákveðin var sam- tímis? „í þessum aðgerðum felst fyrst og fremst gengisfelling, verðbótaskerðing, sem einu sinni hét kauprán og skattahækkun. Þessar ráðstafanir duga ekki nema fram yfir áramót. Úr því að ríkisstjórnin tók ekki á vandanum í upphafi, þegar hún hafði byr og alla möguleika til þess að taka á svo um munaði, er greinilegt að hún leysir engan vanda úr því sem komið er. Stjórnin átti að koma í veg fyrir, að þetta ástand skapaðist með því að grípa til aðgerða í tíma. Meðbyrinn var ekki notaður. Þá átti að gera ráðstafanir en ekki hrekjast undan ákvarðanatöku. Ég tel það ekki styrkleika- merki að láta aðgerðir dragast úr hömlum, þannig að vandinn er orðinn margfalt meiri — stefnir í 20% vísitöluhækkun 1. desember — en ef fastar og fyrr hefði verið tekið á. Ég vildi ákveðnar aðgerðir strax í vetur en í stað þess hefur ríkisstjórnin ýtt vandanum á undan sér. Ég er þeirrar skoðunar, að ekki verði tekið á efnahagsvanda þjóðarinnar svo gagn sé að, nema málin verði stokkuð upp í þingkosningum og ný ríkis- stjórn verði mynduð, sem fram- kvæmi sams konar uppskurð á efnahags- og atvinnumálum okkar og skapi sams konar tíma- mót og viðreisnarstjórnin gerði á sínum tíma.“ — Hafðir þú gefið ríkisstjórn- inni einhver fyrirheit um stuðn- ing við þessi bráðabirgðalög? „Ég hafði engin loforð gefið um stuðning við þau, bréf mitt til forsætisráðherra frá 30. júní sl. er sönnun um hið gagnstæða." — Hver er afstaða þín til rík- isstjórnar Gunnars Thoroddsen nú? „Ég styð ekki lengur þessa rík- isstjórn, ég get ekki varið það lengur fyrir sjálfum mér og kjósendum mínum. Ég tek undir þá kröfu að Alþingi verði kallað saman, ríkisstjórnin fari frá og efnt verði til nýrra kosninga." StG. Alagning verzlunarinnar skert um 10% með lögunum — segir Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka fslands „ÞAÐ, SEM kemur harðast niður á smásöluverzluninni, er tilkoma hinnar svokölluðu „30%-reglu“ í kjölfar gengisfellingarinnar, en samkvæmt henni er verzluninni ekki heimiluð full álagning á þá hækkun, sem hlýzt af gengisfell- ingunni,'* sagði Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka ís- lands, í samtali við Mbl„ er hann var inntur álits á bráðabirgðalög- unum. „Þessi regla kom fyrst til fyrir um 20 árum í kjölfar gengisfell- ingar, en síðustu árin hefur henni ekki verið breytt, enda er hún í meira lagi ósanngjörn. í hinum nýju bráðabirgðalögum er hins vegar kveðið á um gildi hennar. „RÍKISSTJÓRNIN mun leita sam- ráðs við aðila vinnumarkaðarins um þá breytingu á orlofslögum, að laugardögum og frídegi verzlun- armanna verði sleppt í talningu orlofsdaga," segir m.a. í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna aðgerða í efnahagsmálum, sem birtast m.a. í nýjum bráðabirgðalögum. Vegna hennar lækkar álagning um í námunda við 10%. Sem dæmi má nefna vöru með 20% álagn- ingu. Hún verður nú eftir gengis- fellinguna með 18% álagningu. Við kaupmenn hljótum því að mótmæla því að þetta skuli vera komið upp á yfirborðið aftur, þó svo að hún sé sögð til bráðabirgða, enda er það reynsla okkar, að þær reglur sem sagðar eru vera til bráðabirgða vilja ílengjast til frambúðar. Verzlunin í landinu er alls ekki vel í stakk búin til að taka á sig lækkun álagningar. Auk þess er það mín skoðun, að verzl- unin í landinu hafi lagt sitt að mörkum í gegnum tíðina til að leysa þau efnahagslegu vandamál, „Að loknum viðræðum við aðila mun ríkisstjórnin leggja fram frumvarp í þessu skyni," segir ennfremur. Ef þessar hugmyndir ná fram að ganga þýða þær tæplega 24% lengingu orlofs hjá þeim launþeg- um, sem eiga 21 orlofsdag á ári, sem hafa komið upp í gegnum tíð- ina. I því sambandi má nefna, að verzlunin er eini atvinnuvegurinn, sem greiðir sérstakan skatt af húsnæði sínu. Þá greiðir verzlunin 3,5% í launaskatt. Sá skattur átti í raun að vera fallinn niður fyrir löngu og hefur reyndar verið felld- ur niður af öðrum atvinnuvegum, eða lækkaður verulega. Skiladög- um hefur síðan verið fjölgað úr fjórum í sex. Þá vil ég benda á það, að þegar aðgerðir eins og þessar eru gerðar í þjóðfélaginu, hvort sem þær eru í formi vísitöluskerðingar eða í ein- hverju öðru formi, sem hafa í för með sér minni kaupgetu almenn- en þeir yrðu 25. Lenging orlofs þeirra, sem hafa 24 orlofsdaga á ári, er tæplega 21%, en þeir yrðu þá 29. Loks má geta þess, að lenging orlofs þeirra, sem eiga 27 orlofs- daga, yrði um 18,5%, en þeir vrðu 32. Gunnar Snorrason ings, versnar afkoma verzlunar- innar sjálfkrafa. Ennfremur má skjóta því að, að kaupmenn vinna mikla „sjálfboða- vinnu" fyrir ríkið, þegar þeir inn- heimta árlega söluskattinn, sem er stærsta tekjulind ríkisins," sagði Gunnar Snorrason. Að síðustu sagði Gunnar Snorrason, formaður Kaup- mannasamtaka Islands, að auðséð væri, að getuleysi ríkisstjórnar- innar bitnaði nú á verzluninni í landinu. „Þessir stjórnmálamenn verða að gera sér grein fyrir því, að samdráttur í verzluninni hefur sínar samdráttarverkanir í fram- leiðsluatvinnuvegunum. Þá vega alþýðubandalagsmenn stöðugt í þennan knérunn til þess að leiða athyglina frá þeirri kjaraskerð- ingu, sem þeir standa nú að.“ Lengist orlof um allt að 24%? Heimsmeistaramót unglinga í skák: Sokolov efst- ur eftir 10 umferðir — Jóhann Hjartarson hef- ur hlotið 6'/2 vinning SOVÉTMAÐURINN Sokolov hef- ur nú örugga forystu á heims- meistaramóti unglinga í skák, sem fram fer í Kaupmannahöfn. Að 10 umferðum loknum hefur hann hlotið S'á vinning. Annar er Bandaríkjamaðurinn Benjamín með 7 vinninga. Jóhann Hjartar- son hefur nú hlotið 6'/z vinning og er í 5. til 7. sæti, en staða efstu manna er óljós vegna ótefldra biðskáka. í 8. umferð gerði Jóhann jafn- tefli við Ungverjann Horvath, í 9. umferð vann hann Þjóðverjann Graf og í 10. umferð gerði Jóhann jafntefli við Benjamín. Á mótinu eru þátttakendur frá 47 þjóðum og verða tefldar 13 um- ferðir eftir Monrad-kerfi. JNNLENT/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.