Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 Útvarpsráð: Fréttaflutning- ur hljóðvarps af efnahagsumræð- unum gagnrýndur HÖRÐ gagnrýni á meðferð frétta- manna hljoðvarpsins á fréttum af stjórnmálaviðburðum og umræðum i ríkisstjórninni og almennt um efna- hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, sem í uppsiglingu voru, kom fram á fundi útvarpsráðs síðastliðinn þriðjudag. Útvarpsráðsmennirnir Eiður Guðna- son, Markús Örn Antonsson og Ell- ert Schram vöktu meðal annars at- hygli á því, að fréttastofa hljóðvarps- ins væri ekki einungis malsvari ríkj- andi ríkisstjórnar. Eiöur Guðnason, alþingismaður, vakti athygli á því, að leiðtogar stjórnarandstöðunnar hefðu ekk- ert verið spurðir álits um viðhorf- in í þjóðmálunum út frá efna- hagsvandanum, sem við hefði ver- ið að glíma og sem væntanlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar- innar beindust að. Ellert Schram og Markús Örn Antonsson tóku mjög undir sjónarmið Eiðs og sögðu, að fréttastofa hljóðvarps- ins yrði að gera sér grein fyrir því, að hún væri ekki bara talsmaður og málsvari ríkisstjórnar, sem við völd væri á hverjum tíma. Þá vakti Markús Örn athygli á þeirri skoðun sinni, að sér fyndist hlutverk fréttastofu hljóðvarpsins í þessum fréttaflutningi afskap- lega einkennilegt um það, sem Ekið á mann í gær EKIÐ VAR á fullorðinn mann laust fyrir hádegi í gær, á mótum Sturlu- götu og Oddagötu, samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá slysarannsóknadeild lögreglunn- ar í gær. Varð maðurinn fyrir framhjóli vörubifreiðar og fótbrotnaði. Einnig er talið að hann sé við- beinsbrotinn. Hann var fluttur á slysadeild. væri að gerast í stjórnarherbúð- unum að því leyti til, að það væri eins og hún talaði fyrir munn sjálfskipaðra blaðafulltrúa Alþýðubandalagsins, eða ein- hverra, sem væru sérstaklega fengnir til þess að miðla fréttum úr herbúðum þess stjórnmála- flokks um hvað þar væri til um- ræðu. Varaði Markús mjög ein- dregið við því að fréttamenn hljóðvarpsins yrðu eins konar tæki í þessu áróðursstríði, sem greinilega hefði verið í gangi tnilli Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins. Þó ekki væri hægt að átelja menn fyrir það að reyna að skýra frá því, sem væri að gerast og gerjast á bak við tjöldin, yrðu menn að vera mjög vel á varðbergi gegn þessari hættu, þegar þeir væru að afla sér upplýsinga um það sem væri að gerast, að verða ekki handbendi einhverra aðila, sem hefðu póli- tískra hagsmuna að gæta og ætl- uðu að nota sér fréttastofu hljóð- varpsins til þess að koma sjón- armiðum sínum á framfæri í ein- hverri meiriháttar leikfléttu. Vilhjálmur Hjálmarsson, for- maður útvarpsráðs, tók undir það sjónarmið, að farið væri inn á varhugaverðar brautir hjá frétta- stofunni að tilgreina ekki heimild- ir við fréttaflutning. Þá kom það upp í þessum umræðum að frétta- flutningur, þar sem hcimildar- manna er ekki getið, samrýmist í raun og veru ekki fréttareglum hljóðvarpsins, þó svo að menn vildu ekki átelja fréttastofuna beinlínis fyrir það, að reyna að flytja fréttir af því sem væri að gerast á sviði stjórnmálanna, en ástæða væri til að taka þau mál til umfjöilunar og að gæta yrði sam- ræmis í vinnubrögðunum og fara eftir gildandi reglum. Verið að setja olíumöl um borð í Drang. Drangur lestaði olíumöl í Sundahöfn DRANGUR, strandferðaskip Norð- lendinga, lestaði i Sundahöfn um 200 tonn af olíumöl í gær, sem fór til Patreksfjarðar. Er það í fyrsta skipti, sem Drangur hefur komið til Reykjavikur, hann hafði áður flutt malbikunarvélar frá Hafnarfirði fil Húsavíkur. Að sögn Örlygs Ingólfssonar, skipstjóra á Drangi, hefur skipið reynzt vel það sem af er. „Annars hefur alltaf verið rjómalogn og blíða, svo það hefur ekki enn kom- ið almennileg reynsla á skipið." Það eru 4 menn, sem vinna um borð. Drangur fer tvisvar í viku frá Akureyri til Hríseyjar, Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar á veturna, og Grímseyjar hálfsmánaðarlega. En á sumrin fjölgar ferðum að mun. Örlygur sagði, að Drangur gæti lestað um 275 tonn með öllu og bóman gæti lyft um 56 tonnum. Notaðir væru lyftarar um borð til þess að koma gámunum í land og um borð. En bezt væri að hafa skutbryggju eins og væri í Sunda- höfn, þá væri unnt að aka um borð með varninginn eins og gert væri nú með olíumölina. Bing & Gröndahl: Postulínssýning á Kjarvalsstöðum FHVIMTUDAGINN 26. ágúst opnar sendiherra Dana á íslandi sýningu á dönsku postulíni að Kjarvalsstöðum í Reykjavík. Sýningin verður opin til mánudagsins 30. ágúst. En hún er merkasti þátturinn í umfangsmikl- um sýningum, sem hin danska postulínsverksmiðja heldur um allt Island. Verða þar sérunnin listaverk eftir nútímalistamenn, safn platta og munir frá núverandi framleiðslu, m.a. eftir íslenzkan listamann. A sýningunni verður reynt að gefa mynd af breidd þessarar rótgrónu postulínsverksmiðju. Hún nær yfir sögulega postu- línsmuni, yfir sjaldgæfa platta, yfir nútíma sérunna steinleirslist, yfir hugmyndir fyrir borðskreyt- ingar heima fyrir og sýningu á gamalli iðnaðarhefð, sem enn er við lýði í miðborg Kaupmanna- hafnar. Frá sögulega vettvanginum verður m.a. sýnishorn frá heims- sýningum, dæmi um gamlar diskaskreytingar og verk, sem unnin eru eftir þekktum verkum myndhöggvarans Albert Thor- valdsen. Þá verða munir frá fyrstu tíð Bing & Gröndahl. En fram- leiðslan hófst árið 1853. Þá fá áhugamenn um platta tækifæri til þess að skoða heildarsafn af Bing & Gröndahl-plöttum. Var fyrsti plattinn framleiddur árið 1895 og hefur safnarahefð á þeim teygt sig út um allan heim í dag. Plattar tengdir íslandi verða á sýning- unni, sem voru gefnir út árin 1907, 1930 og 1974. Þá verður útskýrt hvernig postulínsstykki ' eru framleidd ásamt sýnishorni, hvernig stykkið er á hinum ýmsu þrepum fram- leiðslunnar. Mun handskreytir verða á sýningunni til þess að sýna hvernig postulín er hand- skreytt eins og gert var fyrir einni öld. Jafnframt verður hönnunar- keppni um postulínshönnun og diskaskreytingar í tengslum við sýninguna. Sýningin á Kjarvalsstöðum verður opin frá 26. ágúst til 30. ágúst kl. 14—22 daglega og er að- gangur ókeypis. Sfi?3^1 ,\\SM8B' jrfw *&E&«r. W« óðao ,svæ ð'vö da9a "£-2***

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.