Morgunblaðið - 24.08.1982, Side 12

Morgunblaðið - 24.08.1982, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, efnahagsaðgeröir ríkisstjórnarinnar, efnahagsaðgerðir MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær álits forystumanna í atvinnulífi og verka- lýðsmálum á efnahagsaðgerðum rík- isstjórnarinnar. Svör þeirra fara hér á eftir: Ásthildur Erlingsdóttir, formaður Launamálaráðs BHM: „Leggst sérlega þungt á okkur“ „Við erum búin að senda frá okkur okkar fyrstu viðbrögð í útvarp og sjónvarp," sagði Ásthildur Erlings- dóttir formaður Launamálaráðs Há- skólamanna aðspurð um bráða- hrigðalögin. „Við eigum eftir að halda fund i sjálfu Launamálaráð- inu, sem verður á miðvikudaginn og í kjölfar hans munum við láta hcyra frá okkur. Við fordæmum að gripið sé inn í gerða samninga með bráða- birgðalögum eins og gert er, það er af hinu illa. Það er um að ræða gífur- lega kjaraskerðingu, án samráðs við l.aunamálaráð BHM eða önnur launþegasamtök og okkur finnst mjög ámælisvert að það skuli verið að skerða verulega verðbætur á Ásthildur Erlingsdóttir. laun, um leið og verið er að hækka allt vöruverð í landinu. Við erum heldur ekki farin að fá neinar hækkanir í sumar, eins og aðrir launþegar, en við eigum rétt á endurskoðun á áðalkjarasamn- ingi og höfum verið að biðja um fund með samninganefndinni, en höfum ekki fengið nein viðbrögð við því ennþá, við sendum út bréf- ið í júlí. Það mætti einnig koma fram að það er ekki enn farið að ræða neitt við okkur um þessa 2.9% skerðingu, sem á að ganga í gildi 1. september, þeir hafa ekki svarað bréfum okkar neinu eða haft fundi með okkur um þetta mál. Okkur finnst það mjög al- varlegt að kaupskerðingin verður sennilega 12—13% eftir þessi bráðbirgðalög, en við erum ekki búin að fara mjög kirfilega ofan í saumana á þeim ennþá, enda tek- ur tíma að átta sig á þessum plöggum. Það er ekki hægt að treysta samningum lengur, þegar sett eru lög með þessum hætti. Það eru allir mjög óánægðir með þetta, það getur ekki annað verið, hins vegar erum við auðvitað reiðubúin að axla réttlátan hluta af þeim vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag, að sögn stjórn- málamanna. Á undanförnum ár- um höfum við sífellt verið að drag- ast meira og meira aftur úr hvað kjör varðar og erum langt á eftir hinum almenna launamarkaði, þannig að þetta leggst sérlega þungt á okkur," sagði Ásthildur Erlingsdóttir að lokum. Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri VSÍ: Hrökkva ekki til að tryggja örugga afkomu atyinnuveganna „HÉR EK um tvo meginþætti að ræða, annarsvegar gengisfellingu og ráðstöfun á gengismun og hins vegar lækkun kaupmáttar,** sagði Þorsteinn I'álsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambands ís- lands í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var spurður álits á efnahagsráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar. „Varðandi fyrra atriðið er ljóst að þessar aðgerðir hrökkva hvergi nærri til að tryggja ör- ugga afkomu atvinnuveganna og það verða áfram mjög miklir erfiðleikar í rekstri þeirra. Um niðurskurð á kaupmætti launa má segja, að það var augljóst að hann var óhjákvæmilegur og í raun og veru er þar um að ræða endalok á kjarasamningum. Hér er verið að framkvæma það sem Vinnuveitendasambandið lagði til að tekið yrði inn í kjara- samningana í lok júní. Að vísu er kaupmáttarniðurskurðurinn heldur meiri en Vinnuveitenda- sambandið lagði til, en að mínu mati er fullkomin nauðsyn á að skera kaupmáttinn þetta mikið niður, með hliðsjón af rýrnun þjóðartekna," sagði Þorsteinn. „Árangurinn af þessu fer eftir öðrum aðgerðum og eftir því hvaða verðbólgumarkmið menn setja sér. Fljótt á litið sýnist mér að við munum halda áfram í þessu verðbólgufari 55—60%, þetta breytir ekki neinu í því efni. Það alvarlegasta við þetta er það. að Alþýðusambandið skuli ekki hafa þorað að takast á við þetta verkefni í samningun- um sjálfum. Við bentum á það í lok samninganna að Alþýðu- sambandið væri í raun og veru að afsala sér frjálsum samn- ingsrétti og færa þetta þýð- Bjarnfríður Leósdóttir, varaformaður Verkalýðsfélags Akraness: Ótækt að ríkisstjórn- in skuli fara í gerða kjarasamninga „ÉG HEF ekkert breytt um skoðun mcð það að ótækt er að ríkisstjórnin skuli fara í gerða kjarasamninga verkalýðshreyf- ingarinnar,“ sagði Bjarnfríður Leósdóttir, varaformaður Verka- lýðsfélags Akraness. Bjarnfríður sagði einnig: „Verkalýðshreyf- ingin verður að hafa allar leiðir opnar til þess að mótmæla þessu og hún verður að meta það hvernig á að svara. Ég sat miðstjórnarfund ASI um helgina og greiddi atkvæði með ályktun hans. Mér finnst að aðeins verði að hinkra við og sjá hvort hægt er að kaupa þetta með einhverju, það er ef við gætum til dæmis fengið einhverjar verulegar félags- legar umbætur, og er mér þá ofarlega í huga að verkakonur fengju kauptryggingarsamn- inginn keyptan fyrir vísitölu- skerðinguna. Ég ítreka það að mér finnst nóg komið af því að verkafólk sé látið borga tap- rekstur útgerðarinnar eins og nú á sér stað. Þetta verður að ræða í Bjarnfríður Leósdóttir verkalýðsfélögunum og helst ætti að halda ráðstefnu þar sem forystufólk hreyfingar- innar ræði sín mál og það hvernig allar ríkisstjórnir ganga á gerða kjarasamn- inga.“ Jón Kjartansson, formaður verkalýðsfélagsins í Vestmannaeyjum: Óhress yfir að flokkar sem telja sig hlynnta verkalýðshreyfing- unni beiti þessum úrræðum „Ég hef ekki séð bráðabirgðalögin ennþá, ég er nýkominn úr sumarfríi erlendis og hef þess vegna ekki fylgst með framvindu mála hér heima,“ sagði Jón Kjartansson formaður Vekalýðsfélagsins í Vest- mannacyjum, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann og spurði hann um álit hans á bráðabirgðalög- unum. „Á þessu stigi málsins get ég því aðeins sagt, að þetta er ekkert nýtt í sögunni, þetta hefur verið reynt margoft áður. Þetta er það sem við í verkalýðshreyfingunni höfum gjarnan kallað íhaldsúr- Þorsteinn Pálsson ingarmikla atriði, ákvörðun verðbóta, í einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar, með því að kaupmáttarskerðing í formi vísi- tölulækkunar var óhjákvæmileg. Nú hefur það gerst að Alþýðu- sambandið, enn einu sinni, vill heldur að ríkisstjórnin ákveði kaupmáttarlækkun einhliða með þessum hætti, en að um þetta sé samið í frjálsum samningum. Það segir þá sögu eina að Al- þýðusambandið er ekki í stakk búið að axla þá ábyrgð sem fylg- ir þeim réttindum að semja í frjálsum samningum. Það er al- varleg staðreynd sem þarf að taka til íhugunar þegar svona hlutir gerast," sagði Þorsteinn Pálsson. ræði og við erum þess vegna dálít- ið óhressir yfir því að flokkar sem telja sig nú hlynnta verkalýðs- hreyfingunni noti slík úrræði. Hitt er svo annað mál að það er greinilega þröngtí búi hjá okkur og eitthvað þarf að gera, en það er leiðinlegt að það eina sem virðist fast í hendi, sé að ráðast á kaup verkafólksins. Eftir því sem mér skilst verða einhverjar hliðar- ráðstafanir gerðar til að draga úr mesta högginu, en meira get ég ekki sagt um þetta, fyrr en ég hef séð lögin og kynnt mér þau. Þá getur vel verið að ég hafi eitthvað meira að segja,“ sagði Jón Kjart- ansson að lokum. Jón Kjartansson. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur: Undrast afgreiðslu Al- þýðusambands íslands „EKKERT samráð hefur verið haft við sjómannastéttina um þessi lög,“ sagði Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, en hann er einnig varaformaður Sjómannasambands íslands, í samtali við Morgunblaðið í gær. Guðmundur sagði einnig: „Ég hef ekki séð lögin enn og á því ákaflega erfitt með að gera mér alveg fulla grein fyrir þessu máli og einnig kemur það til að ég er nýkominn heim úr sumarleyfi og hef kannski þess vegna ekki verið boðaður á miðstjórnarfund ASÍ um helg- ina, en ég á sæti í miðstjórn- inni. Ég undrast það að Alþýðu- samband íslands skuli afgreiða þetta mál með þeim hætti sem hún gerði. Miðstjórnin hefði eðlilega átt að boða til for- mannaráðstefnu strax og ræða þessi mál þar í stærra hópi en ekki taka afstöðu í jafn fá- mennum hópi og gert var, enda hefði þá verið tekið öðruvísi á þessum málum en gert var. Allar launahækkanirnar sem náðust til verkafólks í samningaþófinu í vor eru nú foknar út í veður og vind og rúmlega það.“ Guðmundur Hallvarðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.