Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 13 ríkisstjórnarinnar, efnahagsaögerðir rikisstjórnarinnar, efnahagsaögerðir ríkisstjórnarinnar Björn Þórhallsson Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ: Hef engu við ályktun ASÍ að bæta að svo stöddu „ÉG VÍSA til ályktunar ASÍ sem samþykkt var um helgina og tel ekki ástæðu til að bæta neinu við hana að svo stöddu," sagði Björn Þórhallsson, vara- forseti ASI, þegar hann var í gær spurður um álit sitt á bráðabirgðalögunum sem rík- isstjórnin samþykkti um helg- ina. Asmundur Stefánsson, forseti ASI: Ekki hvað sízt afleiðing margra ára óstjórnar „ÞAÐ ER augljóst er ályktunin er iesin, að við samþykkjum ekki þess- ar aðgerðir. Við gerum okkur auðvit- að Ijóst að það eru verulegir erfið- leikar i íslenzku þjóðlífi vegna afla- bresLs og sölutregðu og ekki hvað sízt vegna þess ástands sem margra ára óstjórn í efnahagsmálum hefur leitt til,“ sagði Ásmundur Stefáns- son forseti Alþýðusambands fs- lands. Sigfinnur Karlsson Hann sagði síðan: „Við gerum okkur grein fyrir því að óheft verðbólga og atvinnuleysi er al- varlegasta ógnunin við afkomu verkafólks, en það er hins vegar ekki ljóst hvort aðgerðir þessar hemja verðbólguna eða treysta at- vinnu. Niðurstaða málsins er því háð framkvæmdinni. Verkalýðs- samtökin mótmæla því einnig harðlega að það skuli gripið til Sigfinnur Karlsson, for- seti Alþýðusambands Austurlands: Vil fyrst sjá afleiðingarnar „ÉG VIL fyrst fá að sjá hvaða af- leiðingar verða af þessum aðgerð- um áður en ég legg nokkurn dóm á þær og er samþykkur því sem komið hefur frá Álþýðusambandi Islands í þessu efni, en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þetta fyrr en ég hef lagt málið fyrir hjá Alþýðusambandi Austurlands og það ályktað um það,“ sagði Sig- finnur Karlsson, forseti Alþýðu- sambands Austurlands, í samtali við Morgunblaðið í gær. vísitöluskerðingar á kaupi. Með því vega stjórnvöld að samings- rétti launþega og spilla trausti á gerðum samningum. Ásmundur sagði að miðstjórn ASÍ hefði verið fullskipuð er mót- mælin voru afgreidd á fundi henn- ar á sunnudag. Hann sagði að mótmælin hefðu verið samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra. Hann var í framhaldi af því spurður hvort ekki hefði mátt vænta harðari viðbragða. Hann sagði: „Það var sameiginlegt mat miðstjórnar að hvetja ekki til gagnaðgerða að svo stöddu. Vænt- anlega fyrst og fremst vegna þess að við viljum láta útfærslu og framkvæmdina koma skýrar fram. Þá bíðum við einnig niður- staðna samningaviðræðna BSRB og ríkisins. Ásmundur var spurður hvort samráð samkvæmt stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar hefði ver- ið haft af hennar hendi við verka- lýðssamtökin. Hann sagði svo ekki hafa verið: „Það var ekkert sam- ráð eða samband haft við okkur, en hins vegar reyndi ég að hafa áhrif á einstaka stjórnarliða í þessum málum. Ég taldi það skyldu mína.“ Ásmundur Stefánsson Ásmundur var í lokin spurður, hvort viðbrögð verkalýðsforyst- unnar nú væru vægari að hans mati en t. d. við febrúarlögunum 1978 og hvort sá mismunur væri e.t.v. af pólitískum toga, eins og haldið hefur verið fram. Hann svaraði: „Það er ákaflega barna- legt að leggja hlutina þannig upp. Varðandi umræðu um flokkspóli- tíska þjónkun má geta þess að enginn flokkspólitískur ágreining- ur er innan ASÍ. Þá eru aðstæður nú allt aðrar en bæði árið 1977 og 1978. Ég vil árétta sérstaklega að það er algjör misskilningur ef fólk telur að hægt sé að reka ASÍ sem flokkspólitíska stofnun, jafnvel þó vilji væri til þess. Af 15 miðstjórn- armönnum eru aðeins fimm alþýðubandalagsmenn og þessi ákvörðun var tekin samhljóða. SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.