Morgunblaðið - 24.08.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.08.1982, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, efnahagsaðgerðir Jón Karlsson, formaður verkalýðsfélagsins á Sauðárkróki: „Það sem er daprast við þetta er að láta þetta ástand skapast“ „Verðbótaskerðingin er auðvitað fyrir neðan allar hellur og það sem mér finnst daprast við þetta er að láta þetta ástand skapast, þannig að menn telji sig tilneydda að fara út í svona lagað,“ sagði Jón Karlsson, formaður verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki, aðspurður um bráðabirgðalögin. „Það er það sem er sorglegast og auðvitað hlýtur verkalýðs- hreyfingin að mótmæla þessu og það mjög harðlega. Hins vegar vantar mig skýringu á því ennþá, hvers vegna félögin voru ekki hvött til að segja upp samningum af miðstjórn Alþýðusambands- ins, af því mér finnst alveg tilefni til þess. Að vísu hef ég haft lítið samband við menn, en ég trúi ekki öðru en það hafi verið athug- að og það séu einhverjar skýr- ingar á því hvers vegna það var ekki gert núna, vegna þess að það hefur oft verið gert áður við sams konar aðstæður. Mér dettur nú í hug að skýringin sé sú, að skerð- ingin verður ekki fyrr en 1. des- ember. Mér finnst mótmæli mið- stjórnarinnar eðlileg og sjálfsögð og vel rökstudd, en að það vanti kannski þennan endahnút á þau. Það er náttúrulega sjáanlegt að þetta hlýtur að koma illa við hinn almenna launamann, sem alltaf er raunverulega að tapa á þessu ástandi." Hvað viltu segja um samráðið, sem haft var við verkalýðshreyf- inguna um þessar aðgerðir? „Það er auðvitað greinilegt að það hefur ekki verið staðið við gefin loforð að því leyti og það er þeirra mál og þeirra höfuðverkur að ganga svona þvert á gefnar yfirlýsingar. Það er auðvitaö deg- inum Ijósara að það hafa verið höfð hástemmd orð um samráð, en síðan er ekki staðið við gefin fyrirheit að neinu leyti. Jón Karlsson Það sem mér þykir að megi kannski sjá ljósan punkt í þess- um bráðabirgðalögum er í sam- bandi við einhvern hluta af fjár- festingavitleysunni. Ég held það hafi verið óhjákvæmilegt að stöðva þennan innflutning á fiskiskipum og það er þó ljós punktur, ef þeir hafa þá þrek til að standa við það, en það er nátt- úrulega víðar en þar, sem er kol- vitlaus fjárfesting, svo sem eins og í verslunar- og bankabygging- um í Reykjavík og ætti auðvitað að taka á því líka,“ sagði Jón Karlsson á Sauðárkróki að lok- um. Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda: „Þetta eru ónógar ráðstafanir“ „ÞKTTA ERII ónógar ráóstafanir eins og við metum rekstrarstöðu iðn- aðarins í dag,“ sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags ís- lenskra iðnrekenda í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður álits á efnahagsráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar. „Hagdeild FII mat stöðuna í júlíbyrjun þannig, að samkeppn- isstaða iðnaðarins á heimamark- aði eða í útflutningsgreinunum á Evrópumarkaði, hefði versnað um a.m.k. 20% á 18 mánaða tímabili. 13% gengisfelling dugir ekki til að jafna þá skerðingu á samkeppnis- aðstöðunni sem komin var. Það er mitt mat að verði ekki frekari ráðstafanir til að bæta samkeppn- isstöðu iðnaðarins, þá er erfiður, langur og harður vetur framund- Víglundur Þorsteinsson an í mörgum iðnfyrirtækjum. Þær aðgerðir þyrftu að koma til strax," sagði Víglundur. „Það eru margvíslegar aðgerðir sem þyrftu að koma til og fyrsta aðgerðin þyrfti að vera frekara gengissig, skattamál og ýmis önn- ur atriði koma til álita, t.d. er niðurfelling launaskatts mjög þýðingarmikið atriði. I bráða- birgðalögunum eru verulegar íþyngingar, því með lögunum er orlof lengt í einu vetfangi um næstum því fimmtung. Mér sýnist að orlof íslendinga sé orðið það lengsta sem þekkist í Evrópu og nánast furðulegt að ríkisstjórn sé að skipta sér af slíkum málum sem eru samningsmál atvinnurek- enda og launþega," sagði Víglund- ur Þorsteinsson. Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga: Erfítt fyrir verslun- ina að taka á sig skerðingu álagningar „í FYRSTA lagi vil ég taka fram að ég held að enginn neiti því að til róttækra efnahagsaðgerða var nauðsynlegt að grípa. Það hefur ríkisstjórnin gert eins og henni ber skylda til þótt litlu hafi mátt muna að upp úr slitnaði,“ sagði Erlendur Einars- son forstjóri SÍS í samtali við Mbl. er hann var spurður álits á efnahagsráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar. „Ennþá liggur ekki ljóst fyrir hversu langt aðgerðirnar hrökkva til að tryggja rekstur útgerðarinnar enda verður það undir ýmsum þáttum komið sem ekki verða teknar ákvarð- anir um fyrr en síðar, eins og t.d. um fiskverð og fl. Fyrir iðn- aðinn er hér um mjög jákvæða aðgerð að ræða sem á eftir að bæta samkeppnisstöðu hans um einhvern tíma bæði á heimamarkaði og erlendis. Þótt sumir hefðu æskt þess að lengra yrði gengið er ljóst að hér er um málamiðlun að ræða. í ljósi þess tel ég aðgerðirnar í aðalatriðum þolanlegar, þó ég sjái t.d. í hendi mér að miklir erfiðleikar verði því samfara fyrir verslunina að taka á sig skerðingu verslunarálagningar vegna dreifingarnauðsynja- vöru,“ sagði Erlendur. „Að draga úr lífskjörum er aldrei sársaukalaust, þegar fólk hefur vanist því að taka góð lífskjör sem gefinn hlut. Hinn miskunnarlausi raunveruleiki er hinsvegar sá að góð lífskjör eru ekkert sem við getum geng- ið út frá og í ljósi þeirrar lang- varandi efnahagskreppu sem gætt hefur í heiminum sýnist Erlendur Einarsson mér að íslendingar geti þurft á öllu sínu að halda ef takast á að verja lífskjör þjóðarinnar á næstu árum. Eitt atriði vil ég leyfa mér að gagnrýna sérstaklega í yfirlýs- ingu þeirri sem ríkisstjórnin gaf ut vegna aðgerðanna. Það er það óskiljanlega fyrirheit ríkisstjórnarinnar að orlof verði almennt lengt sem nemur u.þ.b. fjórum til fimm orlofs- dögum. Ég trúi því ekki að rík- isstjórnin sé þeirrar skoðunar að Islendingar sigrist á efna- hagsvandanum með því að taka sér lengri frí,“ sagði Erlendur Einarsson. Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur: Hreinn skrípaleikur að eyða tíma í gerð kjarasamninga „Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar nú, eru enn ein staðfesting á þvi, að launþegar i landinu geta gengið að þvi sem fastri reglu, en ekki sem undantckningu, að blekið nær varla að þorna i nýundirrituðum kjara- samningum við vinnuveitendur þeg- ar núverandi ríkisstjórn ógildir þá með lögum. Slíkt er orðin frist regla en ekki undantekning," sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður álits á efnahagsaðgerð- um rikisstjórnarinnar. „Þessi síendurtekna aðför stjórn- valda að gildandi kjarasamningum er orðin eitt alvarlegasta vandamál- ið, sem verkalýðshreyfingin stendur frammi fyrir í dag. Miðað við þctta ástand er það orð- inn hreinn skrípaleikur hjá aðilum vinnumarkaðarins að eyða löngum stundum svo mánuðum skiptir i gerð kjarasamninga. Allir geta verið viss- ir um, að það er aðeins tímaspurs- mál, hvenær ríkisstjórnin ógildir þá með lögum. Þar sem hér er orðið um reglu að ræða en ekki undantekn- ingu er ríkisstjórnin i raun búin að taka hinn frjálsa samningsrétt af verkalýðshreyfingunni. Varðandi efnahagsaðgerðirnar í heild vil ég segja það, að þó að nauð- synlegt sé að grípa til efnahagsað- gerða, þá mótmæli ég því harðlega, að ástæðan fyrir þeim vanda, sem þjóðin á við að glima í efnahagsmál- um, séu þeir launataxtar, sem verka- lýðshreyfingin hefur samið um. En það er eins og ríkisstjórnin sjái eng- in önnur úrræði við efnahagsvand- anum en að skerða gildandi og um- samda launataxta. Og hvaða laun eru það, sem nú verða m.a. skert skv. lögum ríkis- stjórnarinnar? Mjög stór hluti launþega í landinu tekur laun sem eru á bilinu 7—8 þúsund krónur á mánuði fyrir 40 stunda vinnuviku. Dettur einhverjum í hug að halda því fram, að þessi laun séu völd að þeim erfiöleikum í efnahagsmálum, sem við glímum sífellt við? Auðvitað er orsakanna ekki að leita þar. Engu að síður sér ríkisstjórnin nú eins og jafnan áður engin önnur úrræði en skerða þessi laun um nærri 10%. Fólk á þessum launum þolir enga kjaraskerðingu,“ sagði Magnús. „Það er eftirtektarvert, að í rök- um rikisstjórnarinnar fyrir aðgerð- unum, er sagt að samkvæmt spá sé gert ráð fyrir að þjóðartekjur minnki um 6%. Engu að síður er gert ráð fyrir þvi samkvæmt lögunum að skerða launin um meira en sem þessu nemur. Hvað á að gera við mismuninn? Það vita allir og ríkisstjórnin líka, að Jtað er rétt, sem segir í ályktun ASI, „að margra ára óstjórn i efna- hagsmálum gerir okkur erfiðara en Karvel Pálmason, þingmaður og miðstjórnarmaður í ASÍ: Kemur ekki til mála að Guðmundur J. Guðmundsson geti ljáð þessu atkvæði „ÞAÐ KEMUR ekki til mála að minu viti að alþingismaður eins og Guðmundur J. Guðmundsson geti Ijáð þessum bráðabirgðalögum at- kvæði sitt, þegar þau koma fyrir Alþingi. Hann mótmælti þessu harðlega í miðstjórn Alþýðusamb- ands Islands í gær sem ótvíræðri kjaraskerðingu. Það er þá tvöfalt siðgæði. Það væri fróðlegt að vita hvort hann hefur samþykkt þetta i þingflokki Alþýðubandalagsins. Ef hann hefur ekki gert það þá er þingmeirihluti ekki fyrir hendi“, sagði Karvel Pálmason þingmaður og fulltrúi í miðstjórn Alþýðu- sambands íslands. Um efnahagsaðgerðirnar sjálfar sagði Karvel: „Mín af- staða er ljós og ég tel samþykkt miðstjórnar ASÍ þyngsta áfell- isdóm sem verkalýðshreyfingin hefur borið á stjórnvöld. Ég hefði vilja ganga lengra í mót- mælunum en við fyrstu sýn þyk- ir mér skynsamlegt að skoða málið í hejld og athuga það bet- ur áður. Ég hygg að þegar al- menningur fer að gera sér það ljóst hvað er hér á ferðinni þá taki hann af skarið. Það eina sem er nú ljóst í þessum aðgerðum er um það bil 13% kjaraskerðing og 13% gengisfelling. Láglaunabótum á síðan að útdeila fólki með því fyrst að hækka vörugjald. Það er talið að það eigi að gefa 260 milljónir króna í auknum álög- um á launafólk og síðan á að skila aftur 50 milljónum til baka. Þar fyrir utan er vöru- gjald einn ranglátasti skattur sem á hefur verið lagður. Hann kemur miklu þyngra niður á launafólki úti á landsbyggðinni en hér. Karvel sagði í lokin: „í tilefni af hugsanlegum aðgerðum finnst mér ástæða til að rifja upp í umræðum það sem gerðist 1978. Þá beittu verkalýðssam- tökin sér fyrir ólöglegum verk- föllum, útflutningsbanni oa fleiru." Karvel Pálmason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.