Morgunblaðið - 24.08.1982, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.08.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 15 ríkisstjórnarinnar, Magnús L. Sveinsson eðlilegt væri að mæta þeim áfdllum sem að steðja." Þessar ráðstafanir eru því miður aðeins bráðabirgðaráðstafanir og bjarga engu til lengri tíma. Þannig hefur þetta gengið á undanförnum árum, hvað sem liður öllu tali ráð- herranna á þriggja mánaða fresti um niðurtalningu og hjöðnun verðbólgu. Gengið mun halda áfram að falla, verðbólgan helst áfram í 50—60%, kaupmátturinn minnkar, skattbyrð- in vex og er að sliga launafólk. Þó heimilt sé samkvæmt lögunum að greiða 50 milljónir til láglauna- fólks á þessu ári, er það aðeins lítill hluti miðað við það, sem tekið verð- ur af launþegum samkvæmt sömu lögum. Kg legg hins vegar áherzlu á, að þessi fjárhæð verði notuð til að hækka lágtekjumarkið, sem samið var um nóvember 1981, svo tryggt verði, að þessi upphæð renni til þeirra, sem í raun hafa lægstu tekj- urnar,“ sagði Magnús L. Sveinsson. Bjarni Jakobsson Bjarni Jakobsson, for- maður Iðju, félags verksmiðjufólks: Fráleitt að ráðast alltaf á kaupgjaldið „ÞAÐ er fráleitt að ætla sér alltaf að ráðast á kaupgjaldið og allt á að lag- ast við það,“ sagði Bjarni Jakobsson formaður Iðju, félags verksmiðju- fólks, í samtali við Morgunblaðið í gær. Aðspurður um hver hann teldi að yrðu viðbrögð verkalýðshreyfingar- innar við vísitöluskerðingunni sem felst í bráðabirgðalögunum sagðist Bjarni telja að fara yrði varlega í sakirnar og væri hann sáttur við afgreiðslu Miðstjórnar ASÍ, þar væri málinu haldið opnu og færu aðgerðirnar eftir framhaldinu. Bjarni sagði að miðstjórn ASÍ gæti ekki bundið hendur félaganna og fé- lögin væru frjáls að grípa til þeirra aðgerða sem þau sjálf ákvæðu. Hjá Iðju væri venjan að leita álits fé- lagsfólksins, það yrði gert nú og síðan farið eftir því hvað félags- fólkið yrði tilbúið til að gera. Bjarni sagði að lokum að ef til vaxta- hækkunar kæmi þá myndu erfið- leikar margra launamanna aukast mikið, nóg væri komið með 40% vöxtum eins og nú væri. SJÁ NÆSTU SÍÐU Kennsla hefst 6. sept- ember í grunnskól- um Reykjavíkur GRUNNSKÓLAR Reykjavíkur hefja starf í byrjun september og eiga nemendur að mæta í skólann 6. september. En kennarafundur verður í hverjum skóla þriðjudag- inn 1. september. Einnig verða kennarar á starfsfundum fyrstu þrjá daga setembermánðar. Að sögn Þráins Guðmundssonar hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur verða um 12.000 nemendur í grunnskólum Reykjavíkur á vetri komanda og er það svipaður fjöldi og undanfarin ár. Pantaðu þér PANEL! Ertu alltaf að mála eða veggfóðra? Leysum vandann endanlega! með viðarklæðningu frá Húsasmiðjunni Komu og skoðaðu úrvalið, höfum örugglega eitthvað við þitt hæfi. Veldu þér viðarklæðningu, hún gerir vistarveruna hlýlegri og sparar þér heilmikla vinnu. HÚSASMIÐJAN HF. Súðavogi 3-5,104 Reykjavík, sími: 84599

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.