Morgunblaðið - 24.08.1982, Side 16

Morgunblaðið - 24.08.1982, Side 16
X 6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 ’efnahagsaðgerðir rikisstjornarinnar, efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, efnahagsaógerðir Jón Helgason, formaður Einingar, Akureyri: „Þjóðarskútan er löngu komin á hliðina“ „Við hljótum auðvitað að mót- mæla því harðlega að ríkisstjórnin skuli sífellt vera að skerða nýgerða samninga, en hitt er svo alveg Ijóst mér og öðrum held ég, að þetta er ekkert annað en stað- festing á staðreyndum," sagði Jón llelgason, formaður verkalýðsfé- lagsins Kiningar á Akureyri, að- spurður um hráðabirgðalögin. „Þjóðarskútan er löngu komin á hliðina og þetta eru kannski fyrst og fremst aðgerðir til að reyna að rétta hana við, þær gera ekki meira, en okkur þykir það náttúrulega sárt, að það skuli ævinlega vera ráðist á launakjörin ein til að bjarga hlutunum við. En það hlaut auð- vitað að fara svona, þegar öllu er skipt upp í góðærum og meiru til, það er ekkert til, til að taka við nokkrum áföllum. Ég er kannski ekki dómbær um það, ég hef ekki fengið þessi gögn í hendurnar ennþá, en í gegnum það sem ég hef frétt í fjölmiðl- um, þá sýnist mér að þetta séu skammtímaráðstafanir fyrst og fremst, sem að séu gerðar á kostnað launþega að stærstum hluta.“ Hvað viltu segja um það sam- ráð sem haft var við verka- lýðshreyfinguna vegna þessara aðgerða? „Það hefur verið talað um það af þesarri ríkisstjórn, eins og öðrum, að haft yrði samráð við verkalýðshreyfinguna, en sam- ráðið hefur nú ekki verið meira en það, að það hefur venjulega verið í því formi að tilkynna Al- þýðusambandinu og öðrum full- trúum launþega hvað þurfi að gera, en þeir ekki hafðir með í ráðum um hvað skyldi gert. Það hefur ekki verið neitt öðru vísi núna en áður, að samráðið hefur ekkert verið og við hljótum auð- vitað að mótmæla því sem for- sætisráðherra sagði, að það hefði verið haft samráð við ýmsa forustumenn launþega- hreyfingarinnar. Mér er ekki kunnugt um það, enda vár því mótmælt af forseta Alþýðu- sambandsins. Nú, það kann að vera að einstakir menn innan ríkisstjórnarinnar hafi eitthvað minnst á hvað þeir hygðust gera, en það kalla ég ekki sam- ráð. „Það skiptir auðvitað mestu, hvað verður framkvæmt af ýms- um þeim fyrirheitum sem mér skilst að séu í þessum ráðstöfun- um. Það hafa oft verið sett lög og gerðir sáttmálar sem siðan hefur ekki verið farið eftir, en það skiptir mestu hver fram- kvæmdin verður, til að létta byrðinni af launþegum. Nú það sjá allir í hvað stefnir, þegar verðbólgan er orðin svona mikil, og mér finnst það fyrir mestu, að það sé eitthvað gert til þess að stöðva verðbólguna og það er hlutur sem við hljótum að fylgja eftir á næstunni, að það verði Jón Helg&son eitthvað gert til að vinna bug á henni og einnig hvað verður gert til að halda uppi atvinnu og skapa ný atvinnutækifæri. Hingað til hefur ekki verið stað- ið við þau fyrirheit sem voru gefin um árangur í baráttunni við verðbólguna. Það hefur verið skipt upp miklu meiru en hefur afiast. Það kailar maður stjórn- leysi og það er það sem kemur fram í ályktun Alþýðusam- bandsins, að þetta er mest til- komið fyrir stjórnleysi. Það hef- ur verið fjárfest og verið frjáls- lyndi í því að flytja inn og þess- ar aðgerðir, fyrst þær þurftu að koma, koma allt of seint, það er búið að vera spennuástand alveg frá síðustu áramótum í inn- flutningi og menn hafa verið að nota síðasta tækifærið til þess að skapa sér betri stöðu þegar slíkt dyndi yfir, og þess vegna hefði nú mátt vera búið að stemma stigu við þessum geig- vænlega innflutningi inn í land- ið, sem hefur skapað þennan viðskiptahalla. Á næstu mánuð- um hljótum við að reyna að fylgjast með því hvað raunveru- lega verður gert og þrýsta þá á aðgerðir sem við teljum að þjóni best launþegum í landinu," sagði Jón Helgason formaður Eining- ar að lokum. Sjávarútvegsráðherra hafði skýrt okkur frá að hann legði til í ríkis- stjórninni að olia yrði lækkuð í verði um 20% með því að fella niður ýmis gjöld og fella niður kostnað við lán- töku á olíu i 3 mánuði. Jafnframt að útgerðin fengi helming fiskverðs- hækkunar framhjá hlutaskiptum, til þess að bæta henni kostnaöaráhrif vegna gengishreytingarinnar,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaöur LÍU, í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður álits á efnahagsráöstöf- unum ríkisstjórnarinnar. „Frá hvorutveggja hefur ráð- herrann horfið og eftir stendur að olían hefur hækkað um 8,5% frá því tillögur hans komu fram og væntanlega er hækkunin jafngildi gengisbreytingarinnar. Um olíu- verðshækkunina sem varð um dag- inn sagðist ráðherrann fyrst hafa vitað um, þegar hann las um hana í Morgunblaðinu. Þetta eru svo ein- stök vinnubrögð að ég hef aldrei kynnst öðru eins. Útgerðinni hefur verið haldið gangandi út á þessar tillögur ráðherrans, en það er óþekkt í samskiptum við fyrri sjáv- arútvegsráðherra að ekki sé hægt að taka mark á tillögum þeirra. Svo virðist sem aldrei hafi hvílt nein meining á bak við þessa tillögu- gerð, þegar niðurstöður eru skoðað- ar,“ sagði Kristján. „Einu ráðstafanirnar sem eftir standa eru upptaka á gengishagn- aði fyrir togarana um 80 milijónir króna, en bankarnir höfðu veitt bráðabirgðalán út á þetta og krefj- ast nú greiðslu á. Þessi upphæð jafngildir þó aðeins tveimur þriðju hlutum beins rekstrartaps togar- anna fyrstu fimm mánuði ársins. Endanleg rekstrarskilyrði útgerð- arinnar munu ekki liggja fyrir fyrr en fiskverð hefur verið ákveðið, sem taka á gildi 1. september næstkomandi, en ljóst er miðað við efnahagsráðstafanirnar, að þær koma ekki til með að breyta rekstr- arskilyrðunum svo viðunandi verði. Að mati Þjóðhagsstofnunar er nú yfir 20% halli á togaraútgerðinni, miðað við óbreytt aflamagn frá síð- Kristján Ragnarsson astliðnu ári og það eru engin þau töfrabrögð til sem gera útgerðinni mögulegt að halda rekstri áfram við þessi skilyrði og þá aflaminnk- un sem orðið hefur, og hljóta því útgerðarmenn að meta stöðuna um áframhaldandi útgerð þegar end- anleg niðurstaða liggur fyrir. Á þetta bæði við um báta og togara," sagði Kristján Ragnarsson. Hjalti Einarsson, framkvæmdastjóri SH: Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ: Óþekkt að ekki sé hægt að taka mark á tillögum ráðherra Ragnar Halldórsson, formaður Verslunarráðs: Virðist vera mikið bráðabirgðakrukk Koma of seint til að gera það gagn sem þeim var ætlað „VIÐ TEUIJM að það séu aðal- lega fjögur atriði sem þessar svo- kölluðu efnahagsaðgerðir hafa í fór með sér,“ sagði Ragnar Hall- dórsson, formaður Verslunarráðs, í samtali við Morgunblaðið, þegar hann var spurður álits á efna- hagsráðstöfunum ríkisstjórnarinn- ar. „I fyrsta lagi er það leiðrétt- ing á gengisskráningunni, í öðru lagi kaupmáttarskerðing, í þriðja lagi eru skattar hækkaðir og viðhaldið áframhaldandi jafnvægisleysi í efnahagslífinu. Þetta eru afleiðingar laganna. Við erum sammála nauðsyn þess að ekki sé búið við óraun- hæfa gengisskráningu, og óraunhæfur kaupmáttur getur ekki staðist til neinnar fram- búðar. En hitt er annað mál að svo virðist sem hér sé um mikið bráðabirgðakrukk að ræða, þar virðist ætlast til að afleiðingar þessarar gengisfellingar eigi að koma inn í verðlagið að mestum hluta og halda síðan áfram víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags á nýjan leik að fullu,“ sagði Ragnar. „Enda þótt ráð sé gert fyrir skerðingu 1. desember, þá er það ljóst að verðbólguskrúfan held- ur áfram þó hún verði í 50—60%, en fari ekki upp í 80—90% , eins og hún hefði ella gert. Það er skoðun okkar að auðvitað verði að leiðrétta geng- ið miðað við efnahagsaðstæður á hverjum tíma, enda er efna- hagslíf okkar fábreytt eins og allir vita. Auðvitað er gengis- felling ekkert annað en áskrift á að einhverjir aðrir eigi að borga okkar vanda, — „ef þeir hegðuðu sér eins, þá hefðum við ekkert upp úr gengisfellingu. Við erum að vísa því á aðra að leysa okkar vanda, við lækkum gengið í trausti þess að aðrir geri það ekki líka. Þessi ríkisstjórn hefur þegar aukið skattheimtu á óeðli- legan hátt og virðist grípa tæki- færið til að hækka skatta enn einu sinni, og þó talað sé um að þetta sé tímabundið þá vita allir að það hefur líka yfirleitt verið viðkvæðið skattahækkanir hingað til,“ sagði Ragnar. „Varðandi vísitöluna má segja að það sé fáránlegt að hún sé búndin með lögum, það var reyndar einu sinni samið um mjög óraunhæfa vísitölu en síð- an var hún lögfest og hefur ver- ið það síðan. Nú er enn einu sinni verið að krukka í þetta með lagasetningu, en að sjálf- sögðu ætti að afnema lögbind- ingu vísitölu, aðilar verða að koma sér saman um eitthvað sem vit er í þegar þeir semja. Það á ekki að lögbinda að þetta sé mismunandi sjálfvirkt kerfi sem við búum við og heldur við verðbólgunni sem við höfum haft hér í 10 ár og er algerlega Ragnar Halldórsson heimatilbúin. Um mismunun á greinum at- vinnulífsins má segja, að enn einu sinni er verið að gera auka- ráðstafanir til að þjarma að verslun í landinu, en það er ljóst að hún þarf ekkert síður á aukn- um tekjum að halda en útflutn- ingsatvinnuvegirnir. Kaup- greiðslur þeirra hafa verið jafn óraunhæfar og annarra fyrir- tækja í landinu og verða þess vegna að fá leiðréttingu eins og annar atvinnurekstur. Þessar aðgerðir allar bera keim af þessu víxlkrukki, sífellt er verið að krukka í einhverja liði efna- hagslífsins til þess að útgerðin geti staðist og síðan er verið að krukka í eitthvað annað til þess að fiskverkun geti gengið. Síðan þarf að bjarga ríkisfyrirtækjum og allt þetta leiðir til óvisssu sem gerir efnahagslífið miklu óskilvirkara en það gæti verið,“ sagði Ragnar Halldórsson. „ÞESSAR aðgcrðir koma of seint til þess að gera það gagn sem þeim var ætlað og ég held að þær muni vafa- laust reynast ófullnægjandi. Hins vegar held ég að þetta sé skref í rétta átt,“ sagði Hjalti Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í samtali við Morgun- Hjalti Einarsson blaðið. Hann var spurður álits á efna- hagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. „Ef litið er á bráðabirgðalögin þá er það athyglisvert, að fiskvinnslan fær ekki nýja gengið að fullu fyrr en framleiðslan eftir 23. ágúst fer að fara úr landi. Þetta þýðir að nýja gengið kemur á framleiðslu miðað við 23. ágúst, en hún fer úr landi eftir 2—4 mánuði, þannig að tekjurnar koma ekki til fiskvinnsl- unnar fyrr. Fiskvinnslan fær helm- ing gengismunarins, ábyrgðirnar, en afgangurinn fer í gengismuna- sjóð, sem ráðstafa á í fimm staði. Einn þessara fimm liða er loðnu- verksmiðjur, og þangað fara allt að 15 milljónir. Ánnað fer ekki til fiskvinnslunnar. Það er 6,5% á birgðir sem standa eiga undir kostnaðarhækkunum, þ.e. launa- og fiskverðshækkunum sem koma næstu mánuði og ég hef varla trú á að það komi til með að duga. Varð- andi vísitöluskerðinguna tel ég að hún hafi verið óhjákvæmileg og þarna er stigið stórt skref. Ég held að þjóðin átti sig á því, að þegar þjóðartekjur dragast saman er það blekking ein að hækka kaup í krón- um. Þetta hafa vinnuveitendur margoft bent á og gerðu m.a. til- lögu um það við gerð síðustu kjara- samninga, að tekið yrði mið af þjóðartekjum við útreikning á vísi- tölu. Vinnuveitendur hugsuðu sér að þetta yrði gert á þann hátt, að yrði skerðing á afla þá skertist vísitalan. Þetta var byggt á þeim rökum, að fylgni væri á milli þjóð- artekna og afla. Ég held að ríkis- stjórnin sé þarna að viðurkenna þetta sjónarmið og skerðir raunar miklu meira en rætt var um í kjarasamningum. Ég held að fólk fari að átta sig á því að þetta er óhjákvæmilegt. Ég held að menn átti sig á að full vísitala gerir ekk- ert annað en að auka verðbólgu," sagði Hjalti Einarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.