Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 17 Gengisskráning hófst aftur í gær. Ljósm. Mbl. KÖE Tillaga Seðlabank- ans um 13% gengis- fellingu samþykkt í ríkisstjórninni Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi fréttatilkynning frá Seðla- banka íslands, vegna gengislækkunar íslenzku krónunnar: Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt tillögu Seðlabankans um 13% geng- islækkun íslenzku krónunnar, og var gengisskráning tekin upp að nýju kl. 9.15 í dag, og var þá skráð nýtt gengi fyrir alla gjaldmiðla. Gengisskrán- ingunni var háttað þannig, að gengi bandarísks dollars var hækkað um 15%, sem samsvarar 13% lækkun á íslenzku krónunni gagnvart dollar, en aðrar myntir skráðar til sam- ræmis við það. Síðan gengisskrán- ing var felld niður 12. þ.m. hefur gengi á dollar lækkað gagnvart flestum öðrum myntum, en það veldur því, að þessar myntir hækka nú meira gagnvart íslenzku krón- unni, en dollaragengið t.d. hækkar gengi sterlingspunds um 18%, danskrar krónu um 17,7% og þýzks marks um 18,1%. Vegið meðalgengi erlendra mynta gagnvart íslenzku krónunni reyndist vera 16,7% hærra en það var fyrir niðurfellingu geng- isskráningar 12. þ.m., en það sam- svarar 14,3% lækkun meðalgengis krónunnar. Sú gengisbreyting, sem nú hefur verið framkvæmd, hefur fyrst og fremst verið nauðsynleg vegna mjög versnandi viðskiptajafnaðar á þessu ári, sem bæði hefur átt rætur að rekja til samdráttar í útflutnings- framleiðslu og mikils innflutnings. Það er því mikilvæg forsenda þess, að gengisbreytingin hafi tilætluð áhrif til að styrkja stöðu þjóðarbús- ins út á við, að samtímis séu gerðar ráðstafanir til þess, að hækkanir á innlendu verðlagi vegna gengis- breytingarinnar verði ekki til þess að hækka framleiðslukostnað innanlands, en að því marki er stefnt með bráðabirgðalögum, sem sett hafa verið samtímis gengis- breytingunni. Seðlabankinn telur nauðsynlegt, að þessum aðgerðum fylgi einnig frekari ráðstafanir til aðhalds í pen- ingamálum og örvun innlends sparnaðar, og verður nánar um þau mál fjallað á næstunni. Eftir innbrotin í úra- og skartgripaverslanir: „Kaupmenn hafa vaknað til lífsins“ — segir Sigurður Steinþórsson „í KJÖLFAR innbrota i úra- og skart- gripaverslanir í Reykjavik að undan- fórnu hafa kaupmenn vaknað til lífs- ins, t.a.m. hafa allir tekið þá ákvörðun að koma lyrir þjófavarnarkerfi í versl- unum sínum þar sem því var ekki til að dreifa, og gera aðrar fyrirbyggjandi ráðstafanir til að sama sagan endur- taki sig ekki. Og raunar hafa margir nú þegar látið setja upp slíkt kerfi,“ sagði Sigurður Steinþórsson eigandi skartgripaverslunarinnar Gulls og Silf- urs í viðtali við blm. Mbl. „Af þeim 20 úra- og skartgripa- verslunum sem nú eru starfræktar í Reykjavík var brotist inn í 8 og gerð tilraun til innbrots í a.m.k. þrjár til viðbótar. Satt best að segja erum við mjög hissa á slælegri framgöngu lögregluyfirvalda í þessu máli. Segja má að þau hafi alltaf verið víðs fjarri meðan á þessari inn- brotaöldu stóð,“ sagði Sigurður. Tið núverandi rikisstjórnar: Dollaraverð hefur hækkað um 256,8% Frá áramótum hefur dollaraverð svo hækkað um liðlega 75% RÍKISSTJÓRNIN samþykkti tillögu Seðlabanka Islands um 13% gengis- fellingu íslenzku krónunnar, og var gengisskráning tekin upp að nýju i ga-rmorgun. 13% gengisfelling hefur í för með sér 15% hækkun á sölugengi Kandaríkjadollars, sem var fyrir geng- isfellingu skráður á 12,464 krónur, en var skráður á 14,334 krónur i gærdag. Aðrar myntir hafa síðan verið skráðar i samræmi við þetta. Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við vötdum 8. febrúar 1980 hefur dollaraverð hækkað um 256,83%, en þann dag var sölugengið skráð 4,017 krónur. Frá áramótum hefur doll- araverð hækkað um 75,3%, en síð- asta dag ársins 1981 var sölugengi Bandaríkjadollars skráð 8,185 krón- ur. Sölugengi sterlingspunds var skráð 21,117 krónur fyrir gengisfell- ingu, en í gær var það skráð 24,920 krónur, sem þýðir um 18% hækkun. Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum hefur verð á hverju sterlingspundi hækkað um 168,7%, en það var skráð 9,2750 krónur 8. febrúar 1980. Frá áramótum hefur sölugengi sterlingspundsins hækkað um 59,21%, en síðasta dag ársins 1981 var það skráð 15,652 krónur. Við gengisfellinguna hækkaði sölugengi dönsku krónunnar um 17,74%, en það var skráð 1,4183 krónur, en var í gær skráð 1,6699 krónur. Frá því að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum hefur sölu- gengi dönsku krónunnar hækkað um 125,78%, en það var skráð 0,7396 krónur 8. febrúar 1980. Frá áramót- um hefur sölugengi dönsku krón- unnar hækkað um 49,24%, en síð- asta dag ársins 1981 var það skráð 1,1189 krónur. Sölugengi vestur-þýzka marksins hækkaði um 18,11% við gengis- fellinguna, en það var skráð 4,9333 krónur 12. ágúst sl., en í gær var það skráð 5,8268 krónur. Frá því að nú- verandi ríkisstjórn tók við völdum 8. febrúar 1980 hefur sölugengi vest- ur-þýzka marksins hækkað um 152,04%, en þann dag var það skráð 2,3119 krónur. Frá áramótum hefur sölugengi vestur-þýzka marksins hækkað um 60%, en síðasta dag árs- ins 1981 var það skráð 3,6418 krón- ur. fyllir og þéttir á frábæran hátt Evonor 165 - polyúreþan sem fyllir og þéttir milli veggeininga, viö glugga- karma, huröarkarma, kringum rör, rafmagnsleiöslur o.fl. o.fl. Einstakt efni, sem einangrar ótrúlega vel. Evonor 165 er sprautaö i fljótandi formi, en þenst út og harönar á skömmum tíma. Polyúreþaniö rotnar hvorki né myglar, brennur ekki við eigin loga og þolir flest tæringarefni auk vatns, bensins, oliu, hreingerningarefna og sýra. Úreþaniö binst flestum efnum, s.s. steypu, pússningu, tré, spónaplötum og plastefnum. Fjöldi annarra þéttiefna og áhalda til þéttingar GLERBORG HF DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIROI - SÍMI 53333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.