Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 Yfirlit yfir innrás ísraela í Líbanon lU irúI, 23. ágúst. Al\ 3. júní ------ ísraelski sendiherrann í Bretlandi, Shlmo Argov, er skotinn og illa særður í morð- tilræði í London. ísraelar ásaka PLO um tilræð- ið, en þeir neita. 6. júni ----- ísraelar ráðast inn í Líbanon á þeirri forsendu að um sé að ræða aðgerð til að koma skæruliðum PLO 40 kílómetrum lengra frá landamærum Israels að norðan. I London eru síðan handteknir tveir Jórdanir og einn Iraki fyrir árásina á sendiherrann. 7. —15. júní -------- ísraelski herinn lætur ekki staðar numið, heldur fer lengra inn í Líbanon í átt að Beirút, í þeim tilgangi að umkringja Yass- er Arafat og skæruliða hans sem talið er að séu um 8.000. Sýrlenskar herdeildir sem eru í Líban- on reyna að hefta framgang Israela inn í landið, en mistekst. Þar sem Israelar nálgast Beirút óðfluga með strandlengjunni krefst Reagan vopnahlés, en Begin svarar því til að ísraelar hafi ekki lokið því ætlunarverki sínu að hrekja PLO-skæruliða frá Galileu. Hins vegar semja ísraelar og Sýrlendingar sín í millum um vopna- hlé. 16.—25. júní --------- Umsátrið um Beirút hefst. Liðsmenn PLO eru umkringdir í Vestur-Beirút, borgarhluta múhameðstrúarmanna, en Israelar hreiðra um sig í Austur-Beirút, borgarhluta kristinna manna, Philip C. Habib, sérlegur sendimaður Bandaríkjastjórnar fyrir botni Miðjarðarhafs, hendist á milli ísrael og Líbanon í von um að ná fram samkomulagi. Honum tekst að semja um nokkur vopnahlé, en ekkert þeirra verður langvinnt. 26.—30. júní ---------- Allsherjarþing SÞ í New York semur ályktun þess eðlis að ísraelar hverfi þegar í stað á brott frá Líbanon, og einungis Bandaríkin og Israel eru á móti. Stjórnvöld í ísrael krefjast þess að allir liðsmenn PLO fari frá Beirút sem skilyrði fyrir friði og býður þeim að fara til Sýrlands. ísraelar hefja einnig dreif- ingu flugrita yfir V-Beirút þar sem þeir hvetja alla borgara til að hafa sig á brott frá þessum umkringda borgarhluta. 1.---6. jÚlí ------ ísraelar þétta umsátrið um V-Beirút og skera nú á allt vatn og matvæli þangað. Samið er um fjögur vopnahlé, sem eru öll virt að vettugi og báðir aðilar kenna hinum um. 7.—30. jÚlí — Sérlegur sendimaður Banda- ríkjastjórnar, Philip C. Habib, kemur fram með nýjar tillögur í níu liðum varðandi brottflutning liðsmanna PLO, þar sem komið væri á sérstök- um friðargæslusveitum Bandaríkjamanna og Frakka, en skipst er á skotum nær daglega. 1.—3. ágúst --------- Skemmdir vegna stríðsins í Vestur-Beirút eru orðnar gífurlegar. Allar götur eru yfirgefnar og hús eru í rústum. Reynt er til þrautar að ná samkomulagi með diplómatískum aðferðum en andrúmsloftið er rafmagnað þar sem sá orðrómur hefur verið á kreiki að Israelar ætli sér að ráðast til lokaatlögu gegn PLO. 4.—7. ágúst ---------- Talsmaður PLO segir að Yasser Arafat leiti nú eftir tryggingu frá Banda- ríkjastjórn fyrir því að skæruliðarnir komist heilu og höldnu frá Beirút. Begin segir að sér verði ekki ógnað á nokkurn hátt og á þá við hugsanlegar refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og sendir liðssveitir sínar inn í V-Beirút til að ná þar mikilvægum stöðvum PLO. 8.—11. ágúst --------- Stjórnvöld í ísrael og PLO nálgast samkomulag eftir að Israelar samþykkja tillögu Bandaríkjastjórnar um að leyfa liðs- mönnum PLO að vera í V-Beirút þar til þangað er komið alþjóðlegt firðargæslulið. Philip C. Habib er talinn hafa lagt til að í friðargæslulið- inu væru 800 Bandaríkjamenn, 800 Frakkar og 400 ítalir, en Begin mun hafa verið andstæður hugmyndinni um Frakkana þar sem hann taldi þá óvinveitta stefnu Israels. Átta Arabaþjóðir samþykkja að taka við liðsmönnum PLO, en harðir bardagar halda áfram. 12.—15. ágúst ---------- ísraelskar herþotur gera hörðustu loftárásir á V-Beirút frá upphafi stríðsins og Reagan sendir stjórnvöldum í Israel harðorð mótmæli. Afleiðing þessa er síðan að ísraelar hætta loftárásum sínum á Beirút enda beittir miklum þrýstingi frá Bandaríkjamönnum og samið er um enn eitt vopnahlé. Samningavið- ræður hefjast síðan fyrir tilstilli Bandaríkja- stjórnar og stjórnvalda í Líbanon daginn eftir. 16.—18. ágúst --------- Friðargæslusveitir leggja af stað frá Frakklandi og Ítalíu og loka- samningsuppdrög eru send til Jerúsalem til að fá samþykki stjórnvalda þar. 19. ágúst ------- ísraelska stjórnin gengst við samkomulaginu og líbanskir yfirmenn segja að brottflutningur liðsmanna PLO hefjist á föstu- dag eða laugardag. 20. ágúst — PLO skilar tveimur föngum til Israela og líkum níu hermanna og höfðu þar með uppfyllt öll skilyrði Israela. 21. ágúst — Franskar friðargæslusveitir koma til hafnarinnar í Beirút og fyrsti hluti liðsmanna PLO siglir áleiðis til Kýpur. PLO-maður á leið til Suður-Yemen með rós í byssuhlaupinu sem tákn friðar. Við riffilinn er festur eftirfarandi boðskapur frá Yasser Arafat, leiðtoga PLO: í dag kem ég með, olífugrein og byssu baráttumanns fyrir frelsi. Látið ekki, olífugreinina falla úr hendi mér. ,u> «ímamynd. Ariel Sharon: „Brottflutningurinn er gífurlegt afrek Israela“ Tel Aviv, ágúst. AP. ARIEL Sharon, varnarmálaráðherra ísraels, fagnaði þvi á laugardag að brottflutningur liðsmanna PLO frá Beirút væri hafinn og sagði það „gríðarlegt afrek“ fyrir Israel og sig- ur á alþjóðlegum hryðjuverkasam- tökum. Þetta kom fram í viðtali hans við útvarpið í Beirút árla þann morgun, en þangað kvaðst hann vera kominn til að fylgjast með brottflutningnum. Hann sagði einnig að ísraelskar hersveitir væru í viðbragðsstöðu kringum stöðvar PLO í borginni til að vera viðbúna að berja af sér allar til- raunir til samningsrofa. „ísrael hefur frelsað Beirút með því að knýja á um brottför PLO“ sagði Shamir utanríkisráðherra einnig í viðtali við ísraelska út- varpið á laugardagsmorgun. „Eft- ir að hryðjuverkamennirnir eru farnir, hættir Beirút að vera höf- uðborg arabískra og alþjóðlegra hryðjuverka," bætti hann við. Israelar fylgdust með brott- flutningnum, sem var sjónvarpað beint, en sjónvarpað var frá fjór- um stöðum í borginni, þ.á m. við höfnina þaðan sem fyrstu skæru- liðarnir fara sjóleiðis til Kýpur. Italía: Ný stjórn Spadolinis spegilmynd hinnar gömlu Kóm, 23. ágúst. Al\ Leikkonan Ulla Jacobsson látin GIOVANNI Spadolini, forsætis- ráðherra Ítalíu myndaði í dag nýja ríkisstjórn og batt þannig enda á eina stytztu stjórnarkreppu á Ítalíu frá stríðslokum. Lausn stjórnar- kreppunnar er söguleg að því leyti að hin nýja stjórn er nákvæmlega eins skipuð og sú sem baðst lausn- ar fyrir sautján dögum. Litið er á þessar málalyktir sem alvarlegan ósigur sósialista, sem sprengdu stjórnina, að því er talið er, til að freista þess að styrkja stöðu sina á þingi ellegar til að fá fleiri ráð herraembætti í stjórninni. Ráðherralisti Spadolinis, sem er úr hinum fámenna Lýðveldis- flokki, verður lagður fyrir þingið á morgun og eru engin vand- kvæði talin á því að stjórnin hljóti traustsyfirlýsingu löggjaf- arsamkundunnar. Stjórn Spado- linis hafði setið í fjórtán mánuði þegar sósíalistar hættu stuðningi við hana vegna óánægju með úr- slit atkvæðagreiðslu um frum: varp um hækkaðan olíuskatt. I fyrstu vildu sósíalistar ekki koma nálægt nýrri samsteypu- stjórn en létu síðan tilleiðast þegar Spadolini hét því að leggja frumvarpið á ný fyrir þingið, um leið og reglur um leynilega at- kvæðagreiðslu á þingi yrðu endurbættar. Stjórnmálaskýr- endur eru flestir á einu máli um að hinn raunverulegi tilgangur sósíalista með því að sprengja stjórnina hafi verið sá að stofna til nýrra þingkosninga í þeirri von að aukið fylgi þeirra í byggðakosningum að undanförnu skilaði sér á landsvísu þannig að þeir gætu gert kröfu til þess að leiðtogi þeirra, Bettiono Craxí, yrði forsætisráðherra í samsteypustjórninni. Spadolini FÉLAGAR í „Framvarðafylkingunni til varnar dýrunum", samtökum, sem þykja í meira lagí róttæk og öfga- kennd, réðust til atlögu við minkabú í Skotlandi og Suður-Englandi nú um hclgina og slepptu lausum þúsundum dýra, sem biðu slátrunar. Mennirnir, sem voru grímuklædd- Vín, 23. ágúst. AF. S/ENSKA kvikmyndaleikkonan lllla Jacobsson, sem fyrst vakti á sér alþjóð- lega athygli með myndinni „Hamingju- ríkt sumar", er látin í Vín í Austurríki, 53 ára að aldri. Hún hefur átt við mikil og langvarandi veikindi áð stríða. Ulla Jacobsson lék í nokkrum þýsk-austurrískum sveitalífsmynd- um áður en hún kom fram í banda- rískum og breskum kvikmyndum og einnig fór hún með aðalhlutverkið í myndinni „Sumarnóttin brosir", sem Ingmar Bergman leikstýrði, og í myndinni „Glæpur og refsing", sem Krakkar gerðu eftir sögunni. Síðar ir þegar þeir brutu sér leið inn í bú- in, segja, að þessar aðgerðir séu upp- haf mikillar baráttu gegn skinna- framleiðendum. „Milljónir dýra eru fangelsaðar, pyntaðar og drepnar til þess eins að svala hégómagirnd mannskepnunnar," sagði einn tals- maður samtakanna við fréttamenn. lék hún á móti ýmsum frægum leik- urum eins og t.d. Glenn Ford, Micha- el Caine, Jack Hawkins og Kirk Douglas, en á móti honum lék hún í myndinni „Hetjurnar á Þelamörk". Ulla Jacobsson fæddist í Gauta- borg 23. maí árið 1929 og lagði stund á leiklist þar í borg. Á síðustu árum hefur hún lítið verið í sviðsljósinu og aðeins komið fram í nokkrum leik- sýningum í Vín þar sem hún hefur búið með þriðja manni sínum, þjóð- fræðingnum Hans-Winfried Rohs- mann. Að vonum hafa bændur brugðist mjög ókvæða við þessum aðgerðum, sem hafa valdið þeim miklu fjár- hagstjóni. Auk þess segja þeir, að minkarnir, sem var sleppt, muni leggja dýralíf á þessum stöðum að miklu leyti í rúst. Bretland: Minkabú brotin og dýrum sleppt I»ndon, 23. áeúst AP. *—* * ^ *■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.