Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 19 Fyrstu skærulið arnir komnir til Arabaríkjanna Beirut, 23. áfrúst, AP. Hussein Jórdaníukonungur býður velkominn einn þeirra PLO-skæruliða sem hann hefur skotið skjólshúsi yfir, en hópurinn kom til Amman á sunnudag með viðkomu á Kýpur. M' símamynd BROTTFLUTNINGUR palestínskra skæruliða frá Líbanon hófst fyrir al- vöru í gær, sunnudag, eftir kveðju- athöfn á íþróttaleikvangi í Vestur- Beirut, þegar um 1000 manns voru fluttir um borð í skip, sem flvtur þá til Kýpur. Þaðan munu þeir svo halda til Túnis. í útvarpsfregnum sagði, að í þessum hópi hefðu verið nokkrir frammámanna í PLO. Maher Hamdi, foringi fyrir róttækum klofningshópi innan PLO, sagði við fréttamenn, að skæruliðarnir hefðu ekki i hyggju að vera lengi í Túnis áður en þeir létu til skarar skríða aftur gegn ísraelum. „Eina viku, tvær vikur, tvo mánuði," sagði hann, „og þá munum við taka upp baráttuna að nýju.“ Allir voru skæruliðarnir vel vopnaðir bandarískum, sovéskum, breskum og tékkneskum hríð- skotarifflum auk annarra léttra vopna. IIÉR fer á eftir yfirlit yfir mestu hryðjuverk, sem framin hafa verið í Miðausturlöndum á síðustu 14 ár- um. Að sögn ísraela hefur PLO, frelsisfylking Palestínu, staðið að baki þeim öllum og að í Beirút hafi hryðjuverkamennirnir fengið þjálfun 16. desember 1968. Tveir Arabar ráðast á flugvél frá ísraelska flug- félaginu E1 A1 i Aþenu, drepa einn farþeganna og særa flugfreyju. Tveimur dögum síðar gera Israel- ar loftárás á flugvöllinn í Beirút ! og sprengja upp 13 arabískar farþegaþotur. 6. september 1970. Hryðju- verkamenn sprengja upp banda- ríska Jumbo-þotu, sem þeir höfðu i rænt í Kairó og neyða tvær aðrar þotur, svissneska og bandaríska, til að lenda í jórdanskri eyðimörk. Þremur dögum síðar neyða þeir breska þotu til að lenda þar og Sýrlenska ríkisstjórnin gaf í skyn í gær, að hún myndi hvetja skæruliða, sem nú er verið að dreifa um Arabaríkin, til að safn- ast saman þar í landi. „Við mun- um sjá þeim fyrir því, sem þeir þurfa til að geta snúið aftur til Palestínu — föðurlands þeirra," sagði háttsettur embættismaður stjórnarinnar í gær, en eftir heim- ildum innan PLO er haft, að þess- um yfirlýsingum sé treyst í hófi. Nokkur hópur palestínskra skæruliða, sem hliðhollur er Irök- um, kom til íraks í gær og var mikið um dýrðir við komu þeirra. Foringi hópsins flutti ræðu við tækifærið og kvað skæruliðana komna til að halda áfram barátt- unni gegn ísraelum auk þess sem þeir væru reiðubúnir til að berjast með írökum gegn „innrásarher Ir- ana“. í gær komu einnig til Jórdaníu sprengja allar vélarnar í loft upp. Þessi flugrán ollu því, að Hussein Jórdaníukonungur rak PLO, frels- isfylkingu Palestínu, frá Jórdaníu til Líbanon. 30. maí 1972. Fjöldamorðin í Lod-flugstöðinni. Þrír liðsmenn japanska Rauöa hersins, sem tekið hefur höndum saman við palest- ínska hryðjuverkamenn, koma til Lod með franskri flugvél og hefja að skjóta á fólk með sjálfvirkum rifflum og kasta að því hand- sprengjum. 26 létu lífið og 70 særðust. Tveir Japananna féllu en sá þriðji er í ævilöngu fangelsi í Israel. 5. september 1972. Fjöldamorðin á Ólympíuleikunum í Múnchen Félagar úr samtökunum Svarta september drepa tvo ísraelska íþróttamenn og táka níu í gísl- ingu. Daginn eftir ráðast þýskir 265 skæruliðar og tók Hussein konungur sjálfur á móti þeim. Hann kvað þá hafa barist af hetjuskap gegn ofurefli liðs og sagðist vera viss um lokasigur pal- estínsku þjóðarinnar. Athygli vakti hve skæruliðarnir fögnuðu Hussein innilega en hann hefur öryggisverðir á hryðjuverkamenn- ina á flugvellinum í Múnchen og fella fimm þeirra en allir gíslarnir láta lífið. 17. desember 1973. Hópur ara- bískra hryðjuverkamanna spreng- ir upp farþegaþotu frá Pan Am á flugvellinum í Róm, 29 manns far- ast. Síðan ræna þeir þotu frá Luft- hansa, taka tólf manns i gíslingu og fljúga til Aþenu. Þar drepa þeir tvo gíslanna meðan þeir semja við yfirvöld um frelsi tveggja félaga sinna. 11. apríl 1974. Átján ísraelar falla og 16 særast þegar hryðju- verkamenn ráðast inn í blokkar- byggingu í bænum Kiryat Shmona, nærri líbönsku landa- mærunum. Arabarnir láta lífið þegar vopnabirgðirnar, sem þeir höfðu meðferðis, springa. 15. maí 1975. Hryðjuverkamenn frá Líbanon drepa þriggja manna verið mjög umdeildur meðal þeirra frá því hann hrakti PLO- samtökin frá landinu til Líbanons. „Iængi lifi konungurinn, lengi lifi Abu Ammar (Yasser Arafat)," hrópuðu þeir, og kváðust fúsir til að falla fyrir kónginn og sitt nýja föðurland. fjölskyldu og tvær arabískar kon- ur áður en þeir ná á sitt vald skóla sem í voru 95 unglingar, í landa- mærabænum Maalot . ísraelskir hermenn ráðast inn í skólann og 22 barnanna, hryðjuverkamenn- irnir þrír og einn hermaður láta lífið í bardaganum. Hin börnin 73 særðust öll. 27. júní 1976. Fjórir arabískir hryðjuverkamenn ræna í Aþenu þotu frá Air France, sem var að koma frá Tel Aviv, og neyða flug- mennina til að lenda í Entebbe í Uganda. Viku síðar frelsa ísraejar 102 gíslanna en þrír falla í bar- daganum og einn deyr í Uganda nokkru síðar. Tuttugu hermenn frá Uganda, sjö hryðjuverkamenn og einn Israeli falla. 11. mars 1978. Þrjátíu og tveir Israelar falla í árás hryðju- verkamanna á þjóðveg skammt frá ströndinni, mesta hryðjuverk í ísrael. Hryðjuverkamennirnir, sem voru tólf saman og komu sjó- veg, náðu á sitt vald tveimur fólksflutningabifreiðum með ísra- elskum ferðalöngum, tróðu þeim inn í annan bílinn og héldu þaðan uppi vopnaviðskiptum við lögregl- una. Margir ísraelanna létust þeg- ar handsprengjur sprungu inni í bílnum. Al-Fatah kveðst bera ábyrgðina. Eitraður búð- ingur veldur dauðdaga Lissabon, 23. ágúst. Al*. ÞREriÁN ára gamall portúgalskur drengur lést á fdstudag eftir að hafa snætt eitraðan búðing sem móðir hans segist hafa skilið eftir í ís- skápnum til að hafa fyrir sjálfa sig daginn eftir, en með þeim hætti hugðist hún fremja sjálfsmorð. Frú Pinto tjáði lögreglunni að sonur hennar, Rogerio, hefði tekið eitraða eftirréttinn þar sem hann stóð í ísskáp fjölskyldunnar innan um aðra meinlausa rétti sem þar voru. Lögreglan segir að frúin hafi ráðgert að svipta sig lífi daginn eftir með því að borða af réttinum. Hún mun nú vera í gæsluvarð- haldi og fyrirskipuð var krufning á syninum. Veður víða um heim Akureyri 10 léttskýjað Amsterdam 20skýjaö Aþena 33 heiöskirt Barcelona 27 skýjað Berlin vantar BrUssel 18 skýjað Chicago 25 skýjað Dyflinni 17 skýjað Feneyjar 24 léttskýjað Frankturt 22 skýjað Genf 21 heiðskírt Helsinki 18 heiðskírt Hong Kong 31 heiðskirt Jerúsalem 29 heiðskirt Jóhannesarborg vantar Kairó 34 heiðskírt Kaupmannahöfn 19 heiðskirt Las Palmas 24 hélfskýjað Lissabon 28 heiðskirt London 20 skýjað Los Angeles 30 heiðskírl Madrid 33 skýjað Malaga 31 skýjað Mallorca 30 léttskýjað Mexikóborg 22 skýjað Miami 34 skýjað Moskva 26 rigning Nýja Delhi 32 skýjað New Vork 23 skýjað Ostó 21 heiðskirt Parfs 23 skýjað Perth 12 rigning Rio de Janeiro 32 skýjað Reykjavik 9 skýjað Rómaborg 28 heiðskírt San Francisco 18 heiðskírt Stokkhótmur 21 heiðskírt Sydney 20 heiðskirt Tel Aviv 30 heiðskfrt Tókýó 32 heiðskírt Vancouver 21 skýjað Vinarborg vantar Þórshöfn 11 skýjað Mestu hryðjuverkin á síðustu 14 árum Óeirðir í Perú Lima, l*erú, 23. ágúst. Al*. SEX þjóðvarðliðar og 20 skæruliðar létu lífið í bardögum er stóðu í fimm klukkustundir á laugardag við stöðv- ar þjóðvarðliða i afskekktu þorpi, samkvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í gærkvöld. Lögreglan í Ayacucho, 569 kíló- metra suð-austur af Lima, sagði að þrír þjóðvarðliðar að auki væru illa slasaðir og bætti því við að skæruliðar hefðu flúið af vett- vangi og borið suma manna sinna á brott. Talsmaður lögreglunnar sagði að árásin hafi verið gerð á þjóð- varðliðastöðina og stæði þar nú ekki steinn yfir steini. I kjölfar þessara bardaga fylgdu nokkrar sprengingar í höfuðborg- inni fyrir utan verslanir og aðrar þjónuátumiðstöðvar. Ekki hefur verið upp gefið hverjir séu ábyrgir fyrir árásinni, en talið er að þar sé um að ræða skæruliðahóp Sendero Luminoso, sem hefur á stefnuskrá sinni að hrekja núverandi forseta frá völdum. SVEFNHERBERGISHUSGOGN Vinsælu svefnherberg- ishúsgögnin eru nú komin aftur í miklu úr- vali. Einnig geysigott úrval af alls konar húsgögn- um af ýmsum geröum. ■ Opið kl. 9—9. KM- húsgögn, Langholtsvegi 111, sími 37010 — 37144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.