Morgunblaðið - 24.08.1982, Side 20

Morgunblaðið - 24.08.1982, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 29 fUty0innMítð»l$> Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. Stjórnarkreppa — efnahagskreppa A* elleftu stundu á laugardagskvöldið tókst ráðherrum að ná saman um efnahagsúrræði — bráðabirgðalög hafa verið gefin út og sérstök ríkisstjórnaryfirlýsing sem minnir ekki á annað en stjórnarsáttmála. Það er komið stutt hlé á stjórnarkreppuna eftir reiptogið undanfarnar vikur og mánuði. Ráðherrar láta eins og það hafi komið þeim í opna skjöldu um miðjan júní, 1982, að afkoma þjóðarbúsins væri léleg, hér ríkti óðaverðbólga, atvinnufyrirtæki væru illa stödd vegna lélegrar samkeppnisstöðu, gjaldeyrir væri á útsölu, erlendar skuldir stefndu út fyrir öll skyn- samleg mörk o.s.frv., o.s.frv. Það er einkennileg tilviljun, svo að ekki sé meira sagt, að fyrst eftir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor skuli ráðherrar hafa leitt hugann að efnahag þjóðarinnar. Öllum öðrum var ljóst í hvert óefni var komið. Staðreynd er, að það var fyrst eftir sveitarstjórnar- kosningarnar sem ráðherrarnir töldu heppilegt fyrir sig og flokka sína að huga að framvindu efnahagsmála. Þá um leið hófst stjórnarkreppan og má segja, að hún hafi staðið í um það bil tvo mánuði. Henni lauk með samkomu- lagi ráðherra um þrjú meginatriði: gengisfellingu, kjara- skerðingu og skattahækkun. Þessar auknu álögur á al- menning eru færðar í þann búning, að þjóðarbúið hafi orðið fyrir gífurlegu áfalli sem ráðherrum hafi fyrst orðið ljóst nú í sumar. Þeir hafi þurft nokkrar vikur til að ná vopnum sínum, það hafi tekist, þjóðinni hafi verið bjarg- að fyrir horn og nú skuli menn herða ólina möglunarlaust og sameinast að baki ríkisstjórninni. Þetta er áferðarfallegt eins og sú glansmynd sem ráð- herrarnir hafa jafnan dregið upp af ástandinu og eru þegar teknir til við að nýju eftir að hrakspárnar hafa verið notaðar til að þyngja byrðarnar á almenningi. Hitt er ljóst, að stjórnarkreppunni er síður en svo lokið, hún mun ríkja svo lengi sem þessi ríkisstjórn situr. Pólitíska hliðin á síðustu lotunni í stjórnarkreppunni er sú, að enginn aðili að ríkisstjórninni getur hrósað sigri í átökunum við „samherjana" undanfarnar vikur, því að allir hafa þeir tapað. Forsætisráðherra og fylgismenn hans við fundarborð ríkisstjórnarinnar bærast eins og strá í vindi. Framsóknarflokkurinn segist halda fast við „niðurtalninguna", sem Steingrímur Hermannsson, flokksformaður, lýsti með mjög nýstárlegum hætti í sjón- varpinu á sunnudagskvöldið, enda er því spáð, að verð- bólgan verði jafnvel hærri í ár en þegar „niðurtalning" framsóknarmanna á henni hófst. Alþýðubandalagið hefur með því að standa að bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinn- ar kokgleypt allt það, sem forystumenn flokksins hafa talið honum helst til gildis eftir velgengni í kosningum á árinu 1978. Enginn íslenskur stjórnmálaflokkur kemst með tærnar, þar sem Alþýðubandalagið hefur hælana í loforðasvikum, tvöfeldni og lýðskrumi. Pólitíski eftirleik- ur efnahagsaðgerðanna verður áreiðanlega óvandaðastur innan Alþýðubandalagsins. Efnahagsaðgerðirnar um helgina verður að skoða sem lausn á kreppu innan ríkisstjórnar sem hefur glatað trausti en vill sitja áfram af annarlegum ástæðum og hræðslu við dóm kjósenda. Efnahagsaðgerðirnar leysa hins vegar ekki kreppuna í íslenskum þjóðarbúskap. Hlé hefur myndast á stjórnarkreppunni að minnsta kosti í þá fjóra daga sem Anker Jörgensen, forsætisráðherra Dana, dvelst hér. Efnahagskreppan mun halda áfram svo lengi sem þessir ráðherrar ríghalda í stólana af ótta við að stíga út úr ráðuneytunum og standa berskjaldaðir frammi fyrir almenningi. Geir Hallgrímsson, formaður Sjáifstæðisflokksins: Ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar eru gagnslausar — verðmæti brenna á verðbólgubálinu eða hverfa í botnlausa ríkishítina „ÞINGFLOKKUR sjálfstæðismanna vill, að látið verði strax á það reyna, hvort efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar njóti meirihluta á Alþingi, þess vegna krefjumst við þess, að þing verði kvatt saman þegar í stað. Á fundum þingsins yrði fjallað um efnahagsmálin og brýn úr- lausnarefni, eins og breytingar á kosn- ingalögum og kjördæmaskipan, en síðan verði þingið rofið, efnt til nýrra kosninga og mynduð þingræðisstjórn í samræmi við meirihlutavilja þjóðarinnar. Þetta teljum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem komum saman til fundar í dag eðlilegan gang mála eftir að ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar hafa ioksins séð dagsins ljós,“ sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar Morgunblaðið sneri sér til hans í gær. „Af mörgum ástæðum eru ráðstafanir ríkisstjórnarinnar gagnslausar," sagði Geir Hallgrímsson. „Þær verða ekki til þess að verðbólgan hjaðni. Þær duga ekki til að togaraútgerð standi undir sér. Þær leysa ekki vanda lánastofnana. Alger óvissa ríkir um það, hvort viðskiptahallinn minnki nokkuð á þessu ári, þrátt fyrir ráðstafanirnar. Seðlabanki og Þjóðhags- stofnun benda á að grípa verður áfram til gengissigs innan örfárra vikna. Fiskverð þarf að ákveða nú 1. september. Sé ætlunin að hækkun þess brúi bilið hjá togaraút- gerðinni verður gengið strax farið að falla að nýju. Ég dreg ekki í efa, að ríkisstjórnin hafi látið sérfræðinga reikna út áhrif mismun- andi leiða til úrlausnar á aðsteðjandi vanda. En það er til marks um fumið og fátið í stjórnarherbúðunum á laugardag- inn, að í dag lágu engir útreikningar fyrir um það hjá Þjóðhagsstofnun, hver yrðu áhrif þeirra bráðabirgðalaga, sem stjórn- arliðar sameinuðust um á laugardags- kvöldið." — Hvað viltu segja um þá röksemd ráð- herra fyrir spennunni í kringum þessar aðgerðir, að þeir hafi ekki vitað það fyrr en fyrir nokkrum vikum í hvert óefni var komið í efnahagsmálum? „Ráðherrar segja, að vaxandi viðskipta- halli og vaxandi skuldasöfnun í útlöndum hafi komið þeim í opna skjöldu. Þetta er ekki rétt. Sannleikurinn er sá, að við í stjórnarandstöðunni höfum hvað eftir annað einmitt gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir þessa stórfelldu skuldasöfnun hjá er- lendum lánardrottnum bæði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra og við fjárlagaafgreiðslu á síðasta ári. Síðast gerðum við það með sterkum rökum á Al- þingi í maí, þegar gengið var frá fjárfest- ingar- og lánsfjáráætlun fyrir þetta ár. Þá lét sjálfur fjármálaráðherra, Ragnar Arn- alds, útbýta yfirliti yfir erlendar skuldir og túlkaði það á þann veg, að ekkert væri að óttast í þessu efni, ekki væri teflt á tæpasta vað eins og við héldum fram. Nú kveður við annan tón hjá ráðherrunum í þessu sama máli og þeir eiga ekki nægi- lega sterk orð til að lýsa þeirri hættu sem við blasir, ef erlendar skuldir verði meiri en svarar til helmings þjóðarframleiðslu eða greiðslubyrðin vegna þeirra nemi meiru en þriðjungi af gjaldeyristekjunum. Vitaskuld verður þröngt í búi þegar þriðja hver króna af útflutningstekjum rennur til þess að greiða erlendum bönkum vexti og afborganir. En menn hljóta að spyrja: Hvar hafa ráðherrarnir verið, fyrst þeir áttuðu sig fyrst á þessari þróun nú í sumar? Forsætisráðherra vitnar til spár Þjóð- hagsstofnunar og Seðlabanka íslands. Hann nefnir meðal annars þjóðhagsáætl- un þá, sem hann lagði fram með stefnu- ræðu sinni sl. haust og lætur í ljós vand- lætingu yfir því, að hún hafi ekki ræst og felur sig þannig á bak við hina óforsjálu spámenn. Þjóðhagsáætlunin í tíð núver- andi ríkisstjórnar byggir í ríkara mæli á forsendum, sem forsætisráðherrann setur sjálfur og ákveður í hendur Þjóðhags- stofnunar en áður hefur verið tíðkað. Það er því óskhyggju hans sjálfs en ekki spá Þjóðhagsstofnunar um að kenna, ef eitt- hvað hefur farið á annan veg en ráðherr- ann boðaði haustið 1981. Raunar viðurkenndi ríkisstjórnin villu síns vegar strax í janúar, þegar gripið var til bráðabirgðaúrræða eins og nú hefur verið gert, því að allt sem stjórnin gerir er til bráðabirgða eins og dæmin sanna. Að- gerðirnar í ársbyrjun voru rökstuddar með versnandi afkomu þjóðarbúsins. Þá voru boðaðar aðgerðir seinna á árinu. Þá var sagt, að með samræmdum ráðstöfunum myndi verðbólgan fara niður í 35% sé mið- að við árið allt. Nú bendir allt til þess, að verðbólgan verði í ár 55—60%. Og þykja þeir menn bjartsýnir, sem ekki nefna hærri tölu. Ráðherrarnir láta sér ekki nægja að fela úrræðaleysi sitt á bak við dagsetningar á skýrslum Þjóðhagsstofnunar og Seðla- banka. Þeir vísa einnig til utanaðkomandi áfalla, þegar þeir tíunda vandræðin. Eng- inn mótmælir því, að stöðvun loðnuveiða og sölutregða á skreið hafa alvarleg áhrif á verðmæti sjávarafla og þar með útflutn- ingstekjur. Hitt vilja ráðherrarnir ekki ræða, að heildarverðmæti sjávarafurða verður þó á þessu ári, samkvæmt spá Þjóð- hagsstofnunar, jafn mikið og það var á árunum 1978 og 1979. Þá var útfærslunnar í 200 mílur verulega farið að gæta.“ — Eru þá engar fyrningar til eftir hin miklu aflaár? „Nei, málum er því miður þannig kom- ið,“ sagði Geir Hallgrímsson, „að engu hef- ur verið safnað í sjóði til að mæta áföllum. Síðustu tvö ár hafa verið mjög gjöful. Menn hljóta að spyrja: Hvað hefur orðið um hin miklu, auknu verðmæti, sem þjóðin hefur skapað á þeim tíma sem þessi ríkis- stjórn hefur setið? Þau hafa ekki bætt hag launþega. Þau hafa ekki styrkt stöðu at- vinnuveganna. Þau hafa brunnið á verð- bólgubálinu eða botnlaus ríkishítin hefur gleypt þau. Síðustu fjögur vinstri-stjórnar-ár hefur ríkt góðæri, en góðærið hefur því miður ekki verið nýtt til að auka framleiðslu og framleiðni. Ekkj hafa verið brotnar nýjar brautir í orkunytingu eða stóriðju. Þessi 4 ár eru ekki aðeins glötuð ár, heldur hefur okkur farið aftur en alls ekki miðað áfram. Ekki er á það minnst, þegar rætt er um ytri skilyrði, að mikil hækkun dollarans í fyrra og á þessu ári fram á síðustu daga hefur stórbætt viðskiptakjör þjóðarinnar. Þessi hagstæða þróun hefur ekki verið nýtt til að tryggja afkomu sjávarútvegs og útflutningsiðnaðar. Fjármunum hefur ekki verið safnað í verðjöfnunarsjóði. At- vinnufyrirtæki eru á vonarvöl og allir sjóðir tómir. Nú kvarta ráðherrar yfir því, að háir vextir í Bandaríkjunum auki greiðslubyrði erlendra skulda en gæta þess ekki að þess- ir háu vextir þar eru helsta skýringin á sterku gengi dollarans, sem bætt hefur viðskiptakjör okkar og aukið gjaldeyris- tekjur. Gengi dollarans hefur aðeins veikst síðustu daga í kjölfar vaxtalækkunar. Ætli ráðherrar kvarti ekki einnig undan því?“ — Lækkar ekki verðbólgan við það, að verðbætur á laun eru skornar niður? „Vinstri flokkarnir settu svokölluð Ólafslög í apríl 1979. Sé litið á tímabilið síðan fram að kjarasamningunun nú í sumar kemur í ljós, að framfærsluvísital- an hefur hækkað 28% meira en verðbætur á laun. Verðbætur á laun hafa verið skert- ar með lögboðnum hætti auk vísitölufals- ana sem lækkað hafa framfærsluvísitöl- una. Grunnkaupshækkanir á þessu tíma- bili hafa verið 18%, mun minni en verðbótaskerðingar. Öll þessi ár höfum við samt búið við mestu verðbólgu, sem við höfum nokkru sinni kynnst. Þessi þróun sýnir, að vístöluskerðing launa er ekki ein- hlít til að ráða bót á verðbólguvandanum. Fylgi aðrar ráðstafanir ekki með, þá eru slíkar lögboðnar launalækkanir gagns- lausar. Lögboðnar launalækkanir eru orðnar að almennri reglu á fjögurra ára ferli vinstri stjórna, en ættu að vera und- antekning og neyðarúrræði og þá aðeins samfara almennum og samræmdum efna- hagsúrræðum. Ekkert bendir til þess að 4—5% skerðing verðbóta á laun 1. septem- ber nk. og allt að 10% skerðing 1. desem- ber hafi meiri áhrif en fyrri verðbóta- skerðingar vinstri stjórna. Hringlandaháttur ráðherranna kemur vel fram í gengismálum. I ársbyrjun 1981 var það boðað, að nú yrði gengið sett fast. Við það fyrirheit var ekki lengi staðið. Ríkisstjórnin sá þó til þess, að afkoma at- vinnuveganna hafði verið skert svo mjög, að þeir þurftu að axla þunga skuldabagga. Nú tala ráðherrarnir fjálglega um nauð- syn gengisfellinga. Þær verði að fram- kvæma reglulega og láta gengið svo síga þar á milli. Dollarinn hefur nálega fjór- faldast í íslenskum krónum síðan ríkis- stjórnin var mynduð í febrúar 1980. Aldrei hefur gengi íslensku krónunnar verið fellt jafn mikið á jafn skömmum tíma og í tíð þessarar stjórnar. Auk þess hefur mynt- breytingin verið notuð sem skálkaskjól. Eða lítum á skattamálin. í bráða- birgðaaðgerðunum nú er enn ákveðin hækkun skatta, þ.e. tímabundins vöru- gjalds. Það eykur verðbólguna. Skatt- heimta ríkisins hefur aukist um sem nem- ur á annan milljarð króna á vinstri- stjórnar-árunum frá 1977.“ — En hvað vill stjórnarandstaðan? „Þegar þessari spurningu er svarað," sagði Geir Hallgrímsson, „er nauðsynlegt að líta fyrst á forsendur efnahagsaðgerð- anna nú. Sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei látið mál þróast eins hörmulega og raun ber vitni. Það er ekki síst fyrir ráð- leysi, sem allt er komið í öngþveiti. Sjálf- stæðisflokkurinn hefði tekið öðru vísi á málum og því aldrei staðið frammi fyrir sama vanda og núverandi ríkisstjórn. I stað þess að hækka skatta ber að lækka þá og draga úr umsvifum ríkisins. Skattalækkanir eiga að vera með þeim . hætti, að þær hafi í för með sér lækkun verðlags. I stað þess að reka efnahags- stefnu sem er fjandsamleg atvinnufyrir- tækjum að hætti sósíalista á að bæta skil- yrði atvinnuveganna svo að þeir geti aukið framleiðslu og þar með hækkað laun starfsmanna sinna. í stað þess að stunda skemmdarstarfsemi gegn orkufrekum iðn- aði eins og gert hefur verið í álmálinu á markvisst að leita samvinnu við erlenda aðila til að nýta þau auðæfi sem við eigum í orkulindum. Þessi auðæfi létta okkur áföllin, ef fiskstofnar eru fullnýttir. í stað þess að ríkisvaldið setji sér það mark að hafa vit fyrir öllum og sett séu lög og reglugerðir um stórt og smátt á að veita einstaklingnum svigrúm til athafna, svo að hver og einn geti af eigin dugnaði og fyrir eigið framtak notið sín og leitað þeirra úrræða sem best duga.“ milljónir króna Gjaldeyrisstaða bankanna frá áramótum: Hefur versnað um 979 Yfirdráttur innlánsstofnana um 1.049 milljónir í júlílok GJALDEYRISSTAÐA bankanna versnaði um 979 milljónir króna frá ársbyrjun til júlíloka samanborið við 306 milljóna króna bata á sama tíma í fvrra. Endurmat stöðunnar vegna gengisbreytinga er ekki talið með í þessum tölum. Þessi þróun á að nokkru leyti rætur að rekja til minni gjaldeyristekna, sem sjá má af gjald- eyriskaupum bankanna. Reiknuð á föstu gengi hafa þau verið um 9% lægri í ár en á sama tíma í fyrra. Helztu lán erlendis frá, sem talin eru í gjaldeyriskaupunum, voru 164% meiri á fyrstu sjö mán- uðum ársins í ár en í fyrra, einnig reiknað á föstu gengi. Gjaldeyris- kaup án þessara lána hafa dregizt saman um tæplega 16%. Rýrnun gjaldeyrisstöðunnar á ekki síður upptök sín í miklum inn- flutningi. Gjaldeyrissala bankanna á föstu gengi er um 14% hærri á fyrstu sjö mánuðum ársins, en á sama tíma í fyrra. Lausafjárstaða bankanna hefur rýrnað verulega á þessu ári vegna þess, að útlánaaukning varð mun meiri en reiknað hafði verið með. Reyndar er lausafjárstaðan nú lak- ari en hún hefur verið frá miðju ári 1974. í nær fimm mánuði samfellt hefur verið yfirdráttur á viðskipta- reikningum flestra banka og margra sparisjóða. I júlílok var yf- irdrátturinn orðinn 1.049 milljónir króna. 18.167 gestir fyrstu þrjá dagana 18.167 gestir höfðu heimsótt sýninguna Heimilið og fjöl- skyldan ’82 í Laugardalshöll- inni, á sunnudagskvöldið, fyrstu þrjá dagana sem sýningin var opinn. Er þetta svipaður fjöldi og heímsótti síðustu sýningu fyrstu þrjá dagana, sem hún var opin. Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri sýningarinn- ar sagði í samtali við Morgun- blaðið, að menn væru mjög ánægðir með aðsóknina, í raun- inni væri ekki grundvöllur fyrir að taka við fleiri gestum en þetta á ekki lengri tíma. Það væri mjög ánægjulegt að sjá það sem maður hefði undirbúið fá svona góðar móttökur. Þá sagði Guðmundur, að von væri á Arútun Akopian eldri til lands- ins á morgun en hann væri einn frægasti fjöllistamaður Sovét- ríkjanna fyrr og síðar. Sérstakt gjald af bílum, sem lækkaði í vor, hækkað að nýju Bílar hækka um liðlega 20% vegna þess og gengisfellingarinnar FJÁRMÁLARÁÐHERRA gaf út reglugerð 30. apríl sl., þar sem kveðið var á um lækkun og jafnvel niðurfellingu á sérstöku gjaldi af bifreiðum og bifhjól- um. Þar var greinilega um skammgóðan vermi að ræða, því 21. ágúst sl. gaf fjármálaráðherra út nýja reglugerð vegna umrædds gjalds, nema nú er kveðið svo á, að gjald þetta skuli hækka að nýju. Eftir breytinguna 30. apríl sl. var gjaldið af bílum og bifhjólum 0—700 kg, með sprengirými 0—1.000 rúmsentimetrar, ekkert. Nú verður það hins vegar 7%. Bílar, sem eru 7—800 kg, eða með sprengirými 1.001—1.300 rúmsenti- metra, voru með 5% gjald, en nú skal greiða af þeim 12% gjald. Bílar, sem eru 801—900 kg, eða með 1.301—1.600 rúmsentimetra sprengirými, voru með 10% gjaldi, en nú skal greiða af þeim 17% gjald. Bílar, sem eru 901—1.100 kg, eða með 1.601—2.000 rúmsentimetra sprengirými, voru með 15% gjald, en nú skal greiða af þeim 22% gjald. Bílar, sem eru 1.101—1.300 kg, eða með 2.001—2.300 rúmsenti- metra sprengirými, voru með 20% gjaldi, en nú skal greiða af þeim 27% gjald. Bílar, sem eru 1.301—1.500 kg, eða með 2.301—3.000 rúmsenti- metra sprengirými, voru með 25% gjald, en nú skal greiða af þeim 32% gjald. Bílar, sem eru yfir 1.501 kg, eða með meira sprengirými en 3.001 rúmsentimetra, voru með 30% gjald, en nú skal greiða af þeim 37% gjald. Samkvæmt upplýsingum Jónas- ar Þórs Steinarssonar, fram- kvæmdastjóra Bílgreinasambands- í UMRÆÐUM um efnahagsmálin að undanförnu hafa menn gjarna notað tvö hugtök í sambandi við vísi- tölumálin, vísitölugrundvöll og vísi- töluviðmiðun. Til skýringar er með visitölu- grundvelli átt við grundvöllinn, sem segir til um neyzlumunstrið, þ.e. hlutlausan mælikvarða á verð- breytingar, eða framfærsluvísital- an. ins, þýðir þessi hækkun gjaldsins að meðaltali 2—3% hækkun á bíl- um, þannig að þegar hækkun gjaldsins og gengisfellingin eru tekin saman hækka bílar að með- tali um liðlega 20%. Þá hefur reglum varðandi toll- gengi verið breytt. Menn hafa get- að bankaborgað bíla og lagt skjöl inn í toll. Greitt síðan af þeim toll í samræmi við það tollgengi, sem var við lýði, þegar bíllinn var banka- borgaður. Þetta er ekki hægt leng- ur. Nú breytist tollgengi sjálfkrafa um hver mánaðamót. Vísitöluviðmiðun er hins vegar það viðmiðunarkerfi, sem notað er við laun, sem þarf ekki að fara eftir framfærsluvísitölu, eins og t.d. nú þegar ýmsir frádráttarliðir koma inn í dæmið, eins og sérstak- ur 2,9% frádráttur, frádráttur vegna viðskiptakjara og fleiri þátta. Þannig að vísitöluviðmiðun er í raun hin svokallaða verðbóta- vísitala. Vísitölugrundvöllur — vísitöluviðmiðun Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins: Enginn árangur næst í baráttu við verðbólg- una, sem æðir áfram — þrátt fyrir brádabirgöaráðstafanir ríkisstjórnarinnar MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi ályktun þingflokks Sjálfstæð- isflokksins vegna efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar: Um langt skeið hefur verið ljóst að í óefni stefnirí íslensku efna- hagslífi. Gegndarlaus verðþensla, óhófleg skattheimta, röng fjár- festingarstefna, stórauknar er- lendar lántökur og ákvarðanaleysi í iðnaðar- og orkumálum hefur stefnt efnahagslegu og stjórnar- farslegu sjálfstæði íslendinga í hættu. Undanfarnar vikur hafa lands- menn fylgst með samningaþófi að- ila ríkisstjórnarinnar og átökum innan Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks um einstök atriði svokallaðra efnahagsaðgerða. Þegar ráðstafanir þessar líta nú loksins dagsins ljós bera þær öll merki fyrri ákvarðana ríkisstjórn- arinnar. Hvergi er tekið á neinu af festu, öllum vandamálum ýtt til hliðar, og þjóðinni boðið upp á samhengislausar bráðabirgða- ráðstafanir sem engan vanda leysa. Efnisatriði þessara bráða- birgðaráðstafana eru einkum þrjú. I fyrsta lagi 13% gengisfell- ing eftir að erlendur gjaldeyrir hefur verið hafður á útsölu mán- uðum saman. í öðru lagi skatta- hækkanir, sem auka verðbólgu, og í þriðja lagi stórfelld skerðing verðbóta launafólks án samráðs við aðila vinnumarkaðarins. Þess- um bráðabirgðaráðstöfunum fylg- ir óskalisti, sem er álíka marklaus og stjórnarsáttmálinn og aðrar efnahagsyfirlýsingar ríkisstjórn- arinnar. Þá bera þessar bráða- birgðaráðstafanir og með sér að enginn árangur mun nást í barátt- unni við verðbólguna, sem nú æðir áfram og enn liggur við stöðvun atvinnuveganna. Veigamikill hluti bráðabirgða- laga ríkisstjórnarinnar á ekki að taka gildi fyrr en löngu eftir að reglulegir fundir Alþingis eru hafnir. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins mótmælir harðlega að bráðabirgðalögum sé beitt með þessum hætti og dregur í efa að stjórnskipunarlega sé rétt staðið að þessari lagasetningu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins krefst þess að Alþingi verði kvatt saman þegar í stað og látið á það reyna hvort efnahagsráðstaf- anirnar styðjist við nauðsynlegan þingmeirihluta. I upphafi þings yrði jafnframt fjallað um brýn- ustu viðfangsefnin s.s. breytingar á kosningalögum og kjördæma- skipan. Síðan yrði þing rofið og efnt til nýrra kosninga til þess að unnt verði að mynda þingræðis- stjórn, sem endurspegli vilja meirihluta þjóðarinnar. Slík stjórn þarf að hafa styrk og þrek til þess að hrinda í framkvæmd lífsnauðsynlegum ákvörðunum og framfaramálum og tryggja efna- hagslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði þjóðarinnar. 23. 8.1982.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.