Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1982 21 Búbbi gerði tveggja ára samning við úrvalsdeildar- lið Motherwell í Skotlandi „JÁ, ÞAÐ er rétt. Ég skrifaði undir tveggja ára samning við liðið á laug- ardaginn," sagði Jóhannes Eð- valdsson, fvrrum fyrírliði íslenska landsliðsins i knattspyrnu, er blm. spjallaði við hann í gær, og bar undir hann fréttir sem okkur höfðu borist til eyrna þess efnis að hann hefði gert samning við skoska úrvalsdeild- arliðið Motherwell. Framkvæmda- stjóri liðsins er Jock Wallace, sem lengi var stjóri hjá Rangers, og sið- ast hjá Leicester i Knglandi. „Minn fyrsti leikur með liðinu verður væntanlega annan mið- vikudag eða annan laugardag," sagði Búbbi. „Liðin hér eru nú að leika í deildarbikarnum, en fyrir- komulagið í þeirri keppni er nokk- uð skrýtið og taka liðin hana ekki mjög alvarlega. Eg kem til með að spila með varaliðinu fyrst um sinn, en fyrsti deildarleikurinn verður laugardaginn 4. september og þá leikum við gegn Rangers á heimavelli," sagði hann ennfrem- ur. Að sögn Jóhannesar er um hálf- tíma keyrsla á völl félagsins frá heimili hans. Önnur úrvalsdeild- arfélög hefðu haft áhuga á að fá hann til sín, en ef hann hefði farið til þeirra hefði hann þurft að ferð- ast miklu lengra, og jafnvel þurft að selja hús sitt í Glasgow, og það vildi hann alls ekki. Jóhannes sagði að samningavið- ræður væru búnar að standa yfir í 4—5 vikur, en hann hefði ekki get- að skrifað strax undir, þar sem Hannover hefði þá getað hækkað mjög verðið á honum. „Þegar til- boðið kom frá Motherwell, sagði ég forráðamönnum Hannover að annað hvort tækju þeir tilboðinu, eða ég hætti að leika knattspyrnu, og þá hefðu þeir ekki fengið neitt.“ Jóhannes er orðinn 31 árs, og sagðist hann halda að hann gæti verið fjögur ár í atvinnumennsk- unni til viðbótar. „Ef ég næ að spila þessi tvö ár án þess að nokk- uð komi fyrir mig, verður allt ann- að bónus þar á eftir. Hann sagðist hafa hugsað um að hætta, „en svo fær maður alltaf fiðring í lappirn- ar þegar keppnistímabilið hefst“. KR-ingarnir burstuðu Drott iML ____ ... ’SStr *«3W' fc ÉSÉIIÉ > • Búbbi sést hér í landsleik gegn Vestur-Þjóðverjum. Hann hefur nú gert tveggja ára samning við skoska úrvalsdeildarliðið Motherwell, og leikur því í vetur gegn Celtic, sínu gamla félagi. Atli fiskaði víti Frá l>órarni Ragnarssyni, bladamanni Morgunbladsins í l'ýskalandi. Handknattleikslið KR stóð sig frábærlega vel í 6 liða handknattleiksmóti sem fram fór í Noregi um helgina, en þar kepptu auk KR fjögur norsk 1. deildar lið og sænska stórliðið Drott. KR sigr- aði á mótinu, burstaði Drott i úrslit- aleik með níu marka mun, 26—17. Norsku liðin voru auðsveip, til dæmis má geta þess að Rapp fékk 15—33 skell og Refstad mátti þola 14—29 tap gegn KR. KR-ingarnir fóru síðan á kostum gegn Drott sem tefldi m.a. fram fimm sænsk- um landsliðsmönnum. Alfreð Gíslason og Anders Dahl Nielsen voru afar atkvæðamiklir hjá KR í upphafi og um tíma freistuðu Sví- arnir þess að taka þá báða úr um- ferð, en allt kom fyrir ekki, aðrir tóku þá upp merkið og héldu því á lofti. Réðu Svíarnir ekki neitt við neitt. Anders Dahl skoraði 6 mörk fyrir KR, Alfreð 5 mörk, Stefán Halldórsson og Jóhannes Stef- ánsson 3 hvor, en aðrir færri. Þetta var annars mikið mara- þonmót, en það var keyrt í gegn á einum sólarhring og því greinilegt að KR-ingarnir hafa verið í marg- falt betra líkamlegu ásigkomulagi en mótherjarnir. Þá duttu KR-ingarnir í lukkupottinn með sigri sínum, sigurlaunin voru 10.000 krónur norskar. — gg- FORTUNA Diisseldorf sigraði í fyrsta leik sínum í Bundesligunni um helgina, er þeir unnu Bochum með tveimur mörkum gegn engu á heimavelli sínum. Bæði mörkin voru gerð úr vítaspyrnu, og fiskaði Atli aðra þeirra. Var hann kominn í mjög gott færi er hrint var harkalega á bak hans, og dæmdi dómarinn víta- spyrnu umsvifalaust. Atli lék allan leikinn, en Pétur Ormslev sat á varamannabekkn- um. Kom Atli ágætlega frá leikn- um, og var sigurinn nokkuð sanngjarn. Atli sagðist eftir leik- inn vera mjög ánægður með úr- slitin. „Það er mikilvægt fyrir lið- ið að byrja á því að ná tveimur stigum á heimavelli. En þetta verður enn betra hjá okkur, liðið á eftir að komast í betri samæf- ingu," sagði Atli. Nokkuð hefur verið skrifað í þýsk blöð, hversu þreyttir lands- liðsmenn Þjóðverja virðast eftir heimsmeistarakeppnina, t.d. þeir Rummenigge og Breitner hjá Bay- ern Munchen. Annars voru allir leikir Bundesligunnar mjög vel leiknir, en nokkru færri áhorfend- ur komu á vellina en reiknað hafði verið með. 206.000 áhorfendur mættu á leikina 8, eða aðeins um 25.000 áhorfendur að meðaltali á leik. Sjá nánar um leiki Bundeslig- unnar á bls. 28. Unglingarnir leika gegn Færeyingum Unglingalandsliðið, skipað leik- mönnum yngri en 18 ára, leikur tvo landsleiki í Færeyjum í þessari viku. Fyrri leikurinn verður í Klakksvík miðvikudaginn 25. ágúst og síðari leikurinn i Þórshöfn föstudaginn 27. ágúst. Haukur Hafsteinsson, unglinga- landsliðsþjálfari, hefur valið eftir- talda pilta til að taka þátt í leikjun- um: Markmenn: Friðrik Friðriksson, Fram, Gísli Heiðarsson, Víði. Aðrir leikmenn: Einar Áskelsson, KA, Engilbert Jóhannesson, ÍA, Guðni Bergsson, Val, Hlynur Stefánsson, ÍBV, Ingvar Guðmundsson, Val, Jón Sveinssön, Fram, Jón Sveinsson, Grindavík, Magnús Magnússon, UBK, Ólafur Þórðarson, ÍA, Pétur Arnþórsson, Þrótti, Stefán Pét- ursson, KR, Steindór Elísson, UBK, Steingrímur Birgisson, KA, Örn Valdimarsson, Fylki. Eins og kunnugt er, á unglinga- landsliðið að leika gegn írum í Evrópukeppni unglingalandsliöa og fara þeir leikir væntanlega fram í haust, þannig að leikirnir við Færeyinga verða góður undir- búningur fyrir Evrópuleikina. * Asgeir verður ekki með gegn Hollandi Frá 1‘órarni Kaj;nar.s.syni, hlaóamanni MorgunblaðNÍnN í l*ý.skalandi. ÍSLENDINGAR og Hollcndingar leika landsleik í knattspyrnu á Laug- ardalsvellinum eftir rúma viku, og er lcikurinn liður í Evrópukeppninni. Nokkrir atvinnumanna okkar munu koma heim og spila leikinn, og hefur Jóhannes Atlason, landsliðsþjálfari, þegar haft samband við þá. Þeir sem koma örugglega eru Pétur Ormslev og Atli Eðvaldsson (báðir hjá For- tuna Dusseldorf), Arnór Guðjohnsen (liokeren), Sævar Jónsson (Cercle Brugge) og Lárus Guðmundsson (Waterschei). Það mun hins vegar Ijóst að Ásgeir Sigurvinsson og Pét- ur Pétursson munu hvorugir koma til leiksins. . i iii iiiteiiiii]^ ji£j Stigameistaramót GSÍ: Björgvin öruggur sigurvegari — spennandi keppni um þriðja sætið BJÖRGVIN Þorsteinsson, GA, sigr- aði á stigameistaramóti GSÍ, en það var haldið á golfvellinum á Grafar- holti um helgina. Björgvin sigraði Ragnar Olafsson 5/4 í úrslitum, þ.e. a.s. Ragnar hafði fimm holu forystu er aðeins fjórar voru eftir og því ekki lengur möguleiki fyrir Ragnar að bjarga málunum. Meginþáttur mótsins fór þannig fram, að 16 bestu kylfingar lands- ins kepptu með útsláttarfyrir- komulagi og þegar sunnudagurinn rann upp stóðu fjórir eftir, Björgvin, Ragnar, Óskar Sæ- mundsson og Sigurður Pétursson. Björgvin sigraði Óskar örugglega og Ragnar klekkti á Sigurði. Björgvin vann síðan Ragnar ör- ugglega sem fyrr segir, en keppni þeirra Óskars og Sigurðar um þriðja sætið var meira spennandi. Óskar stefndi í sigur, en stórgóður lokasprettur Sigurðar færði hon- um jafntefli og hann vann síðan i bráðabana. Sigurður lék m.a. 16. holuna á „erni“ og 18. holuna á „fugli". Auk þessa fór fram höggleikur þeirra 12 kylfinga sem ekki sluppu í úrslitin. í þeirri keppni sigraði Hannes Eyvindsson á 74 höggum. Loks fór fram sveitakeppni nokk- ur, en sveitirnar skipuðu einn meistaraflokksmaður í hverri, for- ráðamenn klúbba, stjórnarmenn GSÍ og nokkrir gestir. Sveit GS sigraði, en Gunnlaugur Jóhanns- son NK var foringi hennar. Hlaut sveitin 106 punkta. — gg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.