Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.08.1982, Blaðsíða 24
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1982 23 Víðir með 6 stig VIÐIK í Garði og Tindastóll frá Sauöárkróki léku í úrslitakeppni 3. deildar sl. laugardag og lauk leikn- um með sigri Víðis 1—0, en leikur- inn fór fram í Garöinum. Ekki er hægt að segja að heppn- in hafi verið með norðanmönnum í leiknum. Þeir byrjuðu leikinn mjög vel og fengu gott færi strax á fyrstu mínútunni. Annars var leikurinn í jafnvægi allan fyrri hálfleikinn eða þar til á síðustu sek. fyrri hálfleiks að Tindastóll fékk vítaspyrnu. Boltinn skall í þverslá og út á völlinn og dómari flautaði til hálfleiks. Heimamenn voru mun að- gangsharðari við mark andstæð- inganna í síðari hálfleik og fengu mörg gullin tækifæri til að skora. Á 30. mínútu síðari hálfleiks skor- aði svo Guðjón Guðmundsson gott mark eftir glæsilega sóknarlotu Víðismanna en þetta mark reynd- ist verða eina mark leiksins. Guð- mundur Knútsson fékk þó gullið tækifæri til að bæta öðru marki við á lokamínútunum. Beztu menn leiksins voru bræð- urnir Guðjón og Ingimundur Guð- mundssynir. - AR. Stórsigur KS SIGLFIRÐINGAR unnu stóran sig- ur á liði Selfoss í úrslitakeppni 3. deildar á Siglufirði um helgina. Lokatölur leiksins urðu 7—0, eftir að staðan hafði verid 2—0 í hálfleik! Fyrsta stundarfjórðunginn fengu heimamenn mjög góð færi, og það var ekki fyrr en aðalmarkaskorari þeirra, Óli Agn- arsson, sem skorað hefur yfir 20 mörk í sumar, var farinn út af slasaður, að mörkin tóku að hrúg- ast upp. Óli lenti í samstuði við markvörð Selfyssinga á 15. mín. og varð fyrir því óláni að kjálka- brotna. Eru litlar líkur á því að hann leiki meira í úrslitakeppn- inni. Eins og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkur einstefna, og hefði sigurinn jafnvel getað orðið stærri. Mörk KS gerðu þessir: Hafþór Kolbeinsson 2, Þorgeir Reynisson 2, Jakob Kárason 1, Baldur Benón- ýsson 1 og Gunnar Stefán Jónas- son 1. — rb/— SH. Framarar, nýbakaðir íslandsmeistarar í 3. flokki, ásamt þjálfara sínum, Hlöðver Erni Rafnssyni. Mynd Sigurgeir. Fram sigraöi í 3. flokki Tíu mörk í lífleg- um leik öldunganna MIKLAR sviptingar voru í síðustu leikjum riðlakeppninnar í íslands móti öldunga. Hápunktinum var náð í leik KR og ÍBA, sem fram fór á KR-vellinum á laugardag. Akureyr- ingar sigruðu í leiknum með 6 mörk- um gegn 4. KR-ingar skoruðu fyrsta mark leiksins, ÍBA jafnaði, en enn komust KR-ingar yfir. Þá fóru norð- anmenn almennilega í gang og kom- ust í 6—2. KR-ingar gáfust þó ekki upp og skoruðu tvö siðustu mörkin, 10 mörk í fjörugum og bráðskemmti- legum leik. Kári Árnason skoraði þrennu fyrir ÍBA, Baldvin Baldvins- son 2 miirk fyrir KR. Fyrr í vikunni hafði KR gert jafntefli við Breiðablik, 2—2, og á föstudag gerði ÍBA jafntefli við FH, 1-1. Staðan í riðlinum er sú, að Vík- ingar eru efstir með 2 stig töpuð og hafa lokið leikjum sínum. Ak- ureyringar hafa tapað þremur stigum en leik þeirra við Hauka er ólokið. Sennilega dæmist leikur- inn Haukum tapaður þar sem þeir mættu ekki til leiks á ákveðnum leikdegi. Víkingar eru þó ekki öruggir í úrslitaleikinn við Fram, sem sam- kvæmt mótabók á að fara fram næsta laugardag. Akureyringar hafa kært leikinn við Víking og telja þeir Víkingsliðið hafa verið ólöglegt. Diðrik Ólafsson mark- vörður Víkings hafi verið á leik- skýrslu með 1. deildarliði félags- ins fyrr í sumar og því megi hann ekki leika með öldungunum. Vík- ingar telja hann hins vegar lögleg- an þar sem hann hafi ekki farið inn á og því ekki verið þátttakandi í leiknum. FRAM varð íslandsmeistari í 3. ald- ursflokki, sigraði Þór Vm. 2—0 í úr- slitaleik en úrslitakeppnin í þessum flokki var háð í Vestmannaeyjum um helgina. Átta lið höfðu unnið sér rétt til úrslitakeppninnar og var þeim skipt í tvo riðla. í A-riðli voru Fram, KR, UBK og Reynir Sand- gerði en í B-riðli, Þór VM., Fylkir, Völsungur Húsavik og Sindri Iliífn. Úrslit leikja í riðlunum urðu þessi: A-riðill: Reynir — KR 0—4 UBK - Fram 0—2 KR - Fram 1-2 Reynir - UBK 2—4 UBK - KR 0-3 Fram — Reynir 6—0 Fram 6 stig, KR 4 stig, UBK 2 stig, Reynir 0 stig. B-riðill: Völsungur — Fylkir 0—0 Þór — Sindri 5—1 Fylkir — Sindri 6—0 Völsungur — Þór 0—1 Sindri — Völsungur 0—5 Þór — Fylkir 1—0 Þór 6 stig, Fylkir 3 stig, Völs- ungur 3 stig, Sindri 0 stig. Um 7.-8. sætið léku Reynir og Sindri og sigraði Reynir 2—0 með mörkum Finns Bergmanns og Þráins Maríussonar. Um sæti 5 og 6 léku svo UBK og Völsungur. Þar fóru Völsungar með öruggan sigur af hólmi, 3—0. Völsungar léku þennan leik mjög vel, Sigurður Már Harðarson skoraði tvö góð mörk og Skarphéðinn ívarsson bætti því þriðja við. Það voru svo lið KR og Fylkis sem léku um 3. og 4. sætið. KR-ingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru komnir 2—0 yfir með mörkum Unnars Ingimundarsson- ar og Gunnars Skúlasonar sem skoraði úr víti. En Fylkismenn sóttu jafnt og þétt í sig veðrið þó ekki blési byrlega í upphafi. Guð- mundur Magnússon skoraði tvö mörk og jafnaði metin og í lokin varð KR-ingurinn Kristján Páls- son fyrir því aðþrengdur að senda boltann í eigið mark, sigur Fylkis, 3—2 var þar með í höfn og þriðja sætið í keppninni tryggt. Mynd GuAjón. • Lið Breiðabliks í 2. flokki, nýbakaðir IslandsmeÍHtarar, ásarat þjilfara og forráðamönnum. UBK meistari í 2. flokki BREIDABLIK varð um helgina ís- landsmeistari í 2. flokki í knatt- spyrnu, er úrslitakeppnin fór fram í Kópavogi. Fjögur lið léku til úr- slita; Breiðablik og KR komu úr A-riðli, Víkingur úr B-riðli og Grindavík úr C-riðli. Úrslit leikjanna urðu þessi: UBK - Grindavík 1:1 KR - Grindavík 6:1 UBK — Grindavík 2:0 KR — Víkingur 1:1 Víkingur — Grindavík 3:0 UBK - KR 3:0 Lokastaðan í keppninni varð því þannig: UBK Víkingur 3 2 1 0 5: 1 5 3 1 2 0 5: 2 4 KR Grindavík 3 1 1 1 7: 4 3 0 0 3 1:11 Opna Hitachi-mótið: Ingólfur var bestur GOLFKLÚBBUR Selfoss (GOS) gekkst fyrir móti á laugardaginn, Opna Hitachi-mótinu, og voru leiknar 18 holur. Efstu menn urðu þessir: Án forgjafar: 1. Ingólfur Bárðarson, GOS 77 2. Sigurður Héðinsson, GK 79 3. Sveinn J. Sveinsson, GOS 83 Með forgjöf: 1. Sveinn J. Sveinsson, GOS 66 2. Kolbeinn I. Kristinsson, GOS 67 3. Ingólfur Bárðarson, GOS 68 I úrslitunum mættust síðan Fram og Þór Vm. Framarar byrj- uðu með krafti og skoruðu eftir 10. tnm, Arnar Halldórsson skallaði glæsilega í markhornið uppi. Og á 25. mín. bætti síðan Garðar Ólafsson við öðru marki Fram. Framarar voru töluvert aðgangs- harðari í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari komu Þórsarar meira inn í leikinn en þeim tókst ekki að skora í leiknum og Framarar náðu ekki að bæta við skor sitt. Því sig- ur Fram 2—0 og meistatitillinn í höfn. Þetta var verðskuldaður sig- ur Framliðsins, áberandi jafnasta lið keppninnar. Jóhann Ólafsson stjórnarmaður í KSÍ afhenti Framliðinu sigur- laun sín. Valinn var besti maður leiksins og fyrir valinu varð Þórir Ólafsson leikmaður Þórs. Var það vel við hæfi því Þórir var að mati undirritaðs besti leikmaður keppninnar, geysimikið efni sem Eyjamenn eiga þar. Sindri frá Höfn í Hornafirði var valið prúð- asta lið keppninnar af dómurum. — hkj. Iþrottír — heilsurækt íþróttasalur Vals v/ Hlíðarenda veröur leigður út í vetur frá 1. sept. nk. Innanhússknattspyrna, handbolti, körfubolti, badminton (4 vellir), blak, leikfimi, o.fl. Til athugunar fyrir: íþróttafélög. Félagasamtök. Starfsmannahópa — aora hópa. íþróttakennara til alm. námskeiöa. Einstaklinga. Nánari uppl. gefur Guömundur Sigurösson $* að Hlíöarenda kl. 10—12 og 1—3, sími 11134. Tilboö berist í síöasta lagi 30. ágúst nk. Aöalstjórn Vals.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.